Morgunblaðið - 19.08.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.1938, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐI.Ð Föstudagur 19. ágúst 1938. 2 Andróður gegn Hitlers- stiórninni í Berlin Svívirðingar um stjórnina sendar í pósti um borgina Ekktrt samkomulag með Tjekkum og Sudetum Frá frjettaritara vorum. Erfiðleikar iðnaðarins Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Frjettaritari Reuters í Berlín símar, að enn sje andróður gegn þýsku stjórninni ekki með öllu kveðinn niður, þó undanfarna mánuði hafi f jöldi manns verið handteknir, grunaðir um andstöðu gegn stjórn Hitlers. Bæklingi hefir verið dreift út í Berlín í dag þar sem ráðist er á stefnu stjómarinnar í utanríkismálum og í hermálum. Bæklingur þessi var stendur í pósti og var búið að bera hann út áður en yfirvöldin komust að því hvað í honum stóð. Bæk- lingurinn er undirritaður af pHermannafjelagi Berlínar- borgar“. 1 bækling þessum er m. a. bent á að áður en Hitler komst til valda hafi friður ríkt milli Tjekka og Þjóðverja, en nú sje útlit fyrir að styrjöld brjótist út vegna framkomu þýsku stjómarinnar í deilumálum Sú- deta og Tjekka. I bæklingnum er sagt, að þýska þjóðin óttist stríð og hún vilji ekki ófrið. Er loks aðvörun til Hitlers um að leggja ekki út í ófrið, sem muni leiða til glötunar þýska ríkisins. ERFIÐLEIKAR ÞJÓÐVERJA f IBNAÐARMÁLUM Talið er, að Hitler muni sjálf- ur gera ráðstafanir vegna hins mikla verðbrjefahmns, sem átt hefir sjer stað undanfaraa daga. „Daily Telegraph" skýrir frá því, að þýsk iðnaðarfyrir- tæki vanti handbært fje og hafi þess vegna gripið til þess ráðs að selja hlutabrjef í stórum stíl. Til dæmis um hve hlutabrjef hafi fallið gífurlega í verði und- anfarið vofir yfir hlutabrjefa- verðfall hjá nokkrum þektustu iðnfyrirtækjum Þýskalands. Hlutabrjef Farbenindustrie hafa fallið um 31 stig síðan þau voru í lægsta verði. Siemens 52. Deutsche Wassenfabriken 75. STÖÐUGRI VIÐ SKIFTI Á NÝ. London í gær. FÚ. Viðskifti voru stöðugri á kauphöllinni í Berlín í dag en undanfarna daga. Hlutabrjef iðnfyrirtækja hækkuðu nokkuð í verði og viðskifti voru meiri en undanfarna daga. Á kauphöllinni í London var deyfð yfir viðskiftum í dag, en verðlag litlum breytingum háð. Skipið Lilly frá Bergen leitaði hafnar í Húsavík fyrir nokkrum dögum. Var það nauðulega statt, liafði stevtt. á skeri við Fœreyjar og kom að því leki í hafi. Kafari var fenginn frá Akureyri og var gert við skipið í Húsavík. (FÚ) Friðrik krónprins þakkar móttök- urnar á íslandi Friðrik ríkiserfingi hefir ver- ið útnefndur heiðurs-um- dæmisstjóri fyrir Rotary-fjelag- ið Island og Danmörku, en Rot- aryfjelagar skifta starfssvæðum sínum í hjeruð sem taka yfir eitt eða fleiri lönd. Gerðist þetta á fundi Rotary-klúbbsins í Kaupmannahöfn. Ríkiserfinginn þakkaði fyrir fulltrúa Islands, sem þarna var- viðstaddur að bera Islendingum kveðju sína og þakka þeim fyr- ir þá vinsamlegu og ánægjulegu daga, sem hann og ríkiserfingja frúin hefðu átt á íslandi í sum- ar. — Japanar og Rússar ætla að jafna allan úgreining friðsamlega London í gær. FÚ. tjórnir Sovjet-Rússlands og Japan hafa ákveðið, að ef þess gerist þörf í framtíðinni að jafna ágreining milli þessara ríkja, þá skuli ekki gripið til vopna, heldur farið venjulega stjórnmálaleið. Var þetta ákveðið í gærdag er japanski sendiherrann í Moskva heimsótti utanríkismála ráðuneytið rússneska og tjáði rússnesku stjórninni að Japanir hefðu nú að öllu leyfi fullnægt vopnahljesskilnjálunum. wAmerískt“ rán í Englandi London í gær. FÚ. vanalegt rán var framið í Englandi í dag. Þrír grímuklæddir ræningjar stöðv- uðu flutningabíl og neyddu bíl- stjórann til þess að láta af hendi fje sitt. Því næst óku þeir á brott í hraðskreiðum bíl. Víð- tækar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að hafa hendur í hári ræningjanna. Enginn árangur hefir orð- ið af viðræðum þeim, er fram hafa farið milli Tjekka og Súdeten-Þjóðverja og virð- ist bilið milli þeirra vera jafn mikið og er samningaumleit- anir hófust. Fulltrúi Súdeten Þjóðverja, Kunt, neitaði í gær að ganga að tillögum Tjekka til mála- miðlunar og kvað hann tillög- urnar á engan hátt vera þess eðlis að Súdettar gætu við þær unað. Tillögumar, sagði Kunt, eru ekkert annað en gömul ákvæði og ef þær yrðu sam- þyktar, veita þær Súdettum ekki þann rjett, sem þeir hafa fyrst og fremst farið fram á, en það er jafnrjetti við aðra borgara í Tjekkóslóvak- íu. Ef farið væri eftir tillögum Tjekka, hefðu þeir eftir sem áður yfirstjóm allra málefna Súdeten-Þjóðverja, en það mun aftur hafa í för með sjer stríðshættu. Fulltrúi Súdetta sagði, að flokksmenn hans væru reiðu- búnir að halda samningauin- leitunum áfram. Talið er þó óiíklegt, að Tjekkar og Sú- dettar geti komið sjer saman um lausn deilunnar. Enska blaðið „Daily Tele graph“ skýrir frá því, að Hitler muni kref jast þess, að atkvæðagreiðsla verði lát.in fram fara meðal Súdetta um Khöfn í gær. hvort þeir vilji sameinast Þýskalandi, áður en hausther- æfingum Þjóðverja er lokið. London í gær. FÚ. Runciman lávarður fór frá Prag í dag til fundar við Henlein, leiðtoga Súdeten Þjóðverja. Ræddust þeir við í kastala, sem er miðja vegu milli Prag og landamæra- borgar þeirrar sem Henlein býr í. Tveir aðrir leiðtogar Sudeten-Þjóðverja voru við- staddir, Kundy og Franck. I lok viðræðna þeirra, sem fram fóru í gær milli full- trúa Prag-stjómarinnar og Sudeten-Þjóðverja, varð það að samkomulagi, að halda samkomulagsumleitunum á- fram, en alment er litið svo á, að enn hafi lítið sem ekki miðað í áttina til samkomu- lags. Þrátt fyrir það er litið svo á, að tilraunir Runcimans lá- varðs hafi borið nokkurn ár angur, hann hafi komið því til leiðar, að Súdeten-Þjóð- verjar hafi borið kröfur sín- ar fram af meiri hógværð, en þeir myndu hafa gert, ef hann hefði engin afskifti haft af málum þeirra, og eins er litið svo á, að hann hafi komíð því til leiðar, að Tjekkar væru fúsari til þess að íhuga nánara ýmsar kröf- ur Súdeten-Þjóðverja. Það er búist við, að Runciman lá- varður muni koma aftur til Prag í kvöld. Veiðiveður spillist Alls hafa komið hingað 17 skip síðasta sólarhringinn, með um 6 þúsund mál, símar frjettaritari vor á Siglufirði í gær. Bíða öll þessi skip eftir lönd- un. Mestan afla hafði Eld^org- in, 2200 mál. Alls voru saltaðar 3329 tunn- ur; í reknet veiddust 1091 tn. I gærkvöldi var kominn NA- stormur á miðunum og ekkert veiðiveður. Fjöldi skipa leitaði hafna vegna veðurs. Sallfisksala Norð- manna til Poriugal Khöfn í gær. FÚ. orðmenn hafa nýlega selt sex miljón kg. af saltfiski til Portúgal, og á afhending fiskjarins að fara fram, þegar 'nokkuð kemur fram á haustið. Italir ætla sjálfir að veiða allan sinn fisk Khöfn í gær. FÚ. orseti iðnaðarsambands fas- cista á Ítalíu tilkynnir op- inberlega í boðskap til þjóðar- innar nú fyrir nokkru, að áætl- anirnar um það, að Ítalía geti bráðlega fullnægt fiskiþörf sinni, og muni geta komið til framkvæmda áður en langt um líður. í tilkynningunni segir meðal annars frá því að innan skams muni 1500 nýir mótorbátar bæt- ast við fiskiflota ítala. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband í Kaupmanna- höfn af síra Ilauk Gíslasyni, ung- frú Sigríður Einarsdóttir frá Mið- dal og Guðni Jónsson mágister. Frú Jósefína Johanson frá Winnipeg var meðal farþega á Brúarfossi síðasl. Hún dvelur hjá dóttur sinni á Seljalandsveg T3, Kringlumýri. Ólafur Gíslason stórkaupmaður fimtugur Olafur Gíslason stórkaupmað- ur á fimtugsafmæli í dag. j 15 ár hefir hann rekið heild- verslun í fjelagi við Einar Pjet- ursson. Fluttist hann ungur liing- að til bæjarins austan frá Eyr- arbakka, og vann um skpið við verslun Th. Thorsteinsson, en síð- an hjá Sigurjóni Pjeturssyni & Co,, uns hanu stofnaði eigin firma. Heildverslun Olafs Gíslasongr & Go. hefir haft á hendi bæði xit- flutning og sölu á íslenskum af- urðum og innflutning á ýmsum nauðsynjavörum, kolum, salti og öðru, sem keypt er í stórkaupum. Hefir versluninni farnast vel, enda Iiefir hún notið lipnrðar og dugu- aðar Oiafs. Er hann að allra dómi ágætur kaupmaður og drengur hinn besti, enda finna menn það strax við fyrstu kynni, að Ólaf- ur er maður staðfastur og áreið- anlegur, maður, sem hægt er að treysta. Hann hefir það viðmót, sem öllum, er viðskifti reka, er hinn rnesti styrkur, er sýnir, að honum er ánægja að því að geta greitt götu hvers manns, er til hans leitar. Slíkum mönnum farnast vel. Og þeir eiga það skilið. Þýskir flugmenn heiðraðir af Frökkum London í gær. FÚ. itler og yfirmaður frakk- neska flughersins, sem nú er í heimsókn 1 Þýskalandi, ræddust við í dag. Þýsku blöðin ræða mjög mik- ið í dag um þennan franska her foringja og fara um hann miklu ’lofsorði. Tilefni þess virðist einkum vera það, að er honum var kunn ugt um að flugmenn þeir, sem stjórnuðu flugvjelinni, sem hann flaug í til Leipzig voru hinir sömu, sem nýlega settu hið glæsilega met í flugi milli New York og Berlín, heiðraði hann þá, með því að sæma þá frönskum heiðursmerkjum. — Með herforingjanum voru tveir franskir yfirforingjar, sem báru einkennismerki sín og tók hers- höfðinginn þau og nældi á jakka hinna þýsku flugmanna. Þykir þýskum blöðum fram- koma hins franska herforingja bera vott um mikinn riddara- skap og velvild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.