Morgunblaðið - 23.08.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.08.1938, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. ágúst 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Bíllinn tekinn upp úr Tungufljóti í gær Þar sem slysið vildi fil Við rannsókn kom í Ijós að gangvjelin stóð i öðrum gír Ur lögregluprófunum Lögreglan gerði í gærmorgnn út menn austur að Tungufljóti til þess að ná upp bílnum R. 884. Stjórnaði Ingólfur Þorsteinsson lögregluþjónn þeim leiðangri. Ingólfur hafði með sjer kafara og allan nauðsynlegan út- búnað til þess að ná upp bílnum, en nokkuð af þeim útbúnaði ▼ar þar á staðnum, frá laugardeginum. Ingólfur naut aðstoðar vega- nxanna þar eystra til þess að ná upp bílnum. Það reyndist mjög erfitt og tók fulla 6 tíma. Bíllinn lá skorðaður í gjótu niðri í fljótinu og hallaðist mik- ið undan straum, þannig að ▼instri hliðin sneri nokkuð upp. Fremri rúðan á vinstri hlið var öll mölbrotin, en þeim meg- f in var stýrisútbúnaður bílsins. Er af þessu sýnilegt, að bíl- stjórinn Arnold Pedersen hefir brotið rúðuna og farið þar út úr bílnum. Sigurbjörn A. Gísla- son hefir einnig bjargast þarna út, því að hægri framhurðin var lokuð og rúðan þar heil. Enda lá bíllinn þannig, að ekki var unt að komast út um fremri dyrnar, hægra megin. ViS athugun á bílnum kom í Ijós, að gangvjelin stóð í 2. gír. Lögreglan kom með bílinn til Reykjavíkur í gærkvöldi. Sveinn Sæmundsson yfirlög- regluþjónn hefir nú Iokið við sína skýrslu í sambandi við þetta slys. Skýrsla hans er mjög ítarleg. Verður hjer skýrt frá því helsta sem fram kemur 1 skýrslu bílstjórans og fyrri eiganda bílsins. LÖGREGLURANN SÓKNIN. Á sunnudagsmorgun tók Sveinn Sæmundsson yfirlög- regluþjónn skýrslu af Arnold Pedersen bílstjóra. Hann skýrir fyrst frá aðdrag- anda ferðarinnar austur og hverj ir höfðu verið með. hann var ó- kunnur bílnum að öðru leyti en því, að hann hafði eitt kvöld ekið honum suður í Skerja- fjörð. Hann prófaði og bílinn kvöldið áður en lagt var af stað í ferðina austur og virtust þá hemlar í sæmilegu standi. Á föstudag var svo haldið af stað og fyrst ekið austur að Hraungerði; þaðan upp á Skeið og Hreppa. Þaðan var svo haldið vestur yfir Hvítá hjá Brúarhlöðum og svo sem leið lá vestur yfir Tungufljót og upp Rissið sýnir staðhætti við vegamótin hjá Tangufljóti óg staðinn, sem bíll- inn fór út a£ veginum. að Geysi. Bílstjórinn hafði ekki farið áður yfir Tungufljóts- brúna og í þetta skifti var orð- ið dimt, kl. um 10 á föstudags- kvöld. Var bílstjóranum samt Ijóst, að vegamótin þarna voru varhugaverð. Á leiðinni að Geysi tók bíl- stjórinn eftir því, að hemlarnir voru mjög slakir, en hemlar munu aðeins vera á afturhjólum bílsins. Á laugardagsmorgun, áður en lagt var af stað frá Geysi reyndi bílstjórinn að lagfæra hemlana eftir mætti, herti á þeim eins og auðið var. Hann herti á skrúfunni við sjálfa hemlana og notaði til þess skrúflykil. Var nú haldið frá Geysi, en staðnæmst í berjamó þar skamt frá. Þar var haldið kyrru fyrir til kl. um 12 á hádegi. Síðan var haldið af stað sem leið ligg- ur niður að Tungufljóti. Ekki athugaði bílstjórinn hemlana sjerstaklega eftir viðgerðina hjá Geysi, en á leiðinni niður að Tungufljóti, er hann dró úr hraða bílsins við lækjarsprænu, sem hann fór yfir, fann hann FRAMH. Á SJÖTTTJ SÍÐU Vegamótin vestan við Tungufljót. Merkið X sýnir staðinn, sem bíllinn fór út af. Vísindaleg húsmæðrafræðsla og þjóðholt mataræOi Lárus Einarson prófessor talar um Árósa-háskóla og fslenskan mat Lárus Einarson prófessor og frú hans tóku sjer far með Drotningunni í gærkvöldi til Hafnar. Hafa þau nú verið hjer hátt á annan mánuð, farið norður í land og fór Lárus með Hákoni Bjarnason skógræktarstjóra norður Sprengisand. Morgunblaðið hitti Lárus í gær áður en hann fór, og barst í tal ýmislegt um Árósa-háskóla, vísindarannsóknir og fleira. Háskólinn í Árósum er nú í haust 10 ára, segir Lárus, og verður efnt til mikilla hátíðahalda í því tilefni, þann 10. september. Þar verða vitaskuld allir vísindamenn og kenn- arar er við háskólann starfa. En auk þess verður fulltrú- um boðið þangað frá öðrum háskólum Norðurlanda og ýmsum merkum vísindámönnum. Auk þess verða allir stúdentar, er stunda nám við háskólann, boðnir til veisl- unnar. Því endaþótt vísindastarfsemin; sje aðalatriðið við háskólann, þá er kenslan og stúdentarnir svo mikill þáttur í starfseminni, að þátttaka þeirra þótti sjálfsögð. -Stúdentalíf í Árósum er mjög að aukast, eftir því sem skólan- um vex fiskur um hrygg. Hve margir stúdentar eru nú í Árósa háskóla? Síðasta skólaár voru þeir um 600. Af þeim voru 240 lækna- nemar. Deildir háskólans eru nú 8, læknisfræðideild með rannsókna stofum sínum, lögfræðideild, þar sem líka er kend hagfræði, og hin svonefnda „humanistiska“ deild, sem hefir sögu, málfræði, bók- mentir og klassiska heimspeki. Við þá deild hefir verið komið upp merkilegu bókasafni um samanburðarmálfræði. Er þetta þókasafn eitt af þeim merkari sem til er í þeirri grein. Náttúrufræðideild er ekki enn við háskólann. En rannsóknar- stofur í eðlisfræði og efnafræði i eru starfræktar í sambandi við læknisfræðideildin, auk þess sem þar eru rannsóknarstofur í „ana tomi“, lífeðlisfræði o. fl. ITefir það ekki verið erfiðleik um bundið að komaupp þessari miklu vísindastofnun á stuttum tíma? Háskólinn hefir verið reistur að mestu leyti fyrir gjafir frá einstökum mönnum og stofnun- um. Állar rannsóknarstofur hans hafa verið reistar fyrir gjafafje. Bæjarstjórn Árósa hefir gefir lóð ina undir skólann og lagt tals- vert af mörkum til bygginganna. En flestar og mestar gjafirnar eru frá borgurum Árósa, en hitt frá öðrum Jótum. En þegar stofn anir þessar eru komnar upp, ann ast ríkið um reksturinn. Á næstu árum á að koma upp nýjum rannsóknarstofum við læknadeildina, þar sem unnið verður að rannsóknum í heilsufræði og næringarefna- FRAMH. Á SJÖUNDtU SÍÐU SlldveiBillotinn allur ð miðum Slæmt veiðiveður og litill afii /\ llur síldveiðiflotinn er nú *■ kominn út á veiðar aft- ur, símar frjettaritari vor á Siglufirði í gær. En veiði- veður er slæmt og erfitt að ná síldinni, þó hún sjáist vaða, vegna storms. Síðan á laugardagskvöld og þar til í gærkvöldi hafa þessi skiþ komið með síld til Siglufjarðar; Björn austræni 200 mál, VenuS og Nanna 70, Víðir og Reynir 100, Sæfari Rvík 300. Stella 7(M), Vje- björn 500. Síldin veiddist á Skagafirði og út af Tjörnesi. Á laugardag voru saltaðar á Siglufirði 275 tunnur, þar af 235 tunnur réknetasild. Á sunnudag voru saltaðar 1109 tuhnur, þar áf matjessaltað 286 tunnur. Reknetasíld var þá 721 tunna. Magnús Gislason tekur nú sæti á Alþingi Magnús Gíslason, sýslumað- ur tekur nú sæti á Ál- þingi í stað Guðránar sál. Lár- usdóttur. Magnús sýslumaður er þriðji varamaður Sjálfstæðisflokksins. Á undan honum voru Eiríkur Ein arsson og Árni Jónsson frá Múla, en þeir hafa báðir tekið sæti á A1 þingi í stað Jóns heitins ÓlafsSon ar og Magnúsar heitins Guð- mundssonar. Sjálfstæðisflokkurinn hefir á rúmu ári mist 3 af sínum lands- kjörnu þingmönnum, af 5 sem hann fekk kjörna. En þeir eru alls fjórir landskjömu þingmenn irnir af 11, sem dáið hafa á þessu stutta tímabili, því að Jón Bald- vinsson, landskj. þm. Alþýðu- flokksins andaðist s. 1. vetur. Hefmdarverk i Palestinu London 22. ágúst F.Ú. Enn hafa ýms hermdarverk verið unnin í Palestínu og nemur tjón á eignum, þar sem hermdarverk voru unnin fyrir helgina yfir 5000 stpd. Nokkrir menn hafa verið drepnir undangenginn sólar- hring, en margir særðust. — Á staðnum fundust 3 lík Araba í morgun, sem höfðu verið myrt- ir. Herskipið Repulse er nú á förum frá Haifa og er annað herskip væntanlegt þangað í dag í stað þess. Dr. Alexandrine kom að norðan í gærmorgun og fór í gærkvöldi áleiðis til Kaupmannahafnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.