Morgunblaðið - 27.08.1938, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 27. ágúst 1938.
Úrslitatillögur Tjekka
lagðar fyrir Sudeta
Friðarsfeinu Breia
baldið til streitu
Ófriðarvofan enn á
sveimi vfir Evrópu
Frá frjettaritara, vorum.
Khöfn í gær.
Tjekkneska stjórnin hefir lagt fram nýjar tillögur
í deilumáli Sudeten-Þjóðverja og Tjekka. Til-
lögurnar voru lagðar fyrir leiðtoga Sudeten-
Þjóðverja í dag og fylgdi með, að þetta væru úrslitatillög-
ur tjekknesku stjórnarinnar, lengra myndi hún ekki ganga
til samkomulags.
Vitað er nú þegar, að í þessum nýju tillögum sínum
ganga Tjekkar að fjórum af átta kröfum Henleins, sem
hann bar fram á fundinum í Karlsbad í sumar. En hverj-
um af þessum átta kröfum Tjekkar ganga að er ekki kunn-
ugt ennþá. Eins og kunnugt er lýsti Henlein því yfir, er
hann bar fram hinar átta kröfur sínar á Karlsbad-fund-
inum, að Sudetar myndu ekki sætta sig við minna en að
þeim yrði öllum fullnægt.
YFIRLÝSING BRESKU STJÓRNARINNAR
Sir John Simon, fjármálaráðherra Breta, mun halda ræðu
í South-Lamarck í Skotlandi og þar ætlar hann að lýsa yfir
stefnu bresku stjórnarinnar í málefnum Suður-Evrópu þjóðanna.
Einnig mun hann í ræðu sinni skýra frá að einhverju leyti hinu
hættulega ástandi, sem nú ríkir í Suður-Evrópu, og sem breska
stjórnin hefir fengið upplýsingar um gegnum Runciman lávarð.
Erfiðleikar Runcimans lávarðar gera það nauðsynlegt, að
breska stjórnin gefi yfirlýsingu um afstöðu sína.
FRIÐARSTEFNUNNI JHALDIÐ TIL STREITU
Fregnir frá London herma, að Sir John Simon, muni lýsa
því yfir, að breska stjórnin muni halda fast við friðarstefnu
sína, en að Bretar muni og krefjast þess, að Tjekkóslóvakía
verði látin halda sjálfstæði sínu.
Talið er, að yfirlýsing bresku stjórnarinnar verði í sam-
ræmi við stefnu þá, sem kom fram í ræðu Chamberlains, for-
sætisráðherra, sem hann helt í enska þinginu 24. mars s.l. Þá
lýsti Chamberlain því yfir, að breska stjórnin myndi gera alt,
sem í hennar valdi stæði til að varðveita friðinn í álfunni. En
Chamberlain lýsti því einnig yfir, í sinni ræðu, að Bretar mundu
ekki sitja auðum höndum, ef ráðist yrði á Tjekkóslóvakíu, þó
hann hinsvgear hefði ekki beinlínis lofað Tjekkum stuðningi.
ÚTLITIÐ ALVARLEGT
,The Times“ í London telur, að útlitið sje nú hvað alvar-
legast, sem það hefir verið lengi. Times óttast að til tíðinda
dragi, er þeir Hitler og Henlein koma fram á nazistaþinginu
í Núrnberg.
Menn spyrja hvort hin seinvirka málamiðlun í Prag muni
bera árangur áður en nazistaþingið hefst, eða hvort alt verði
í sömu óvissunni þegar þingið kemur saman.
FRAKKAR STYÐJA TJEKKA
Göring spurði franska hershöfðingjann Vuillemin, yfir-
mann franska flughersins, að því, er Vuillemin var í Berlín,
hvort Frakkar mjmdu sitja hjá ef ráðist yrði á Tjekkóslóvakíu.
Svaraði Vuillemin því, að Frakkar myndu hjálpa Tjekkum, eins
og samningar þessara landa gerðu ráð fyrir.
Litið er á þessa spurningu Görings, sem sönnun þess, hve
mikil alvara er á ferðum.
Nýjar tillögur.
London í gær F.tJ.
Benes forseti Tjekkóslóvakíu
átti tvo fundi með ráðuneytinu
í gær, en engar sjerstakar
fregnir fara af þeim fundum,
aðrar en þær, að komið hafi
fram nýjar tillögur um skipun
minnihlutamálanna. Eru tillög-
urnar á þá leið, að landinu verði
skipt í sjálfstæð hjeruð, svipað
og er í Sviss. Ekkert er kunnugt
um það, hvort að þessar tillög-
ur njóti nokkurs stuðnings með-
al stjórnarinnar.
Kröfur ungverska
minnihlutans.
Hodza forsætisráðherra ræddi
í dag við tvo leiðtoga Sudetta,
en Runciman lávarður átti við-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU-
Vuillemin hershöfðiníji, yfirmaðþi^
franska loftfTotans, sem var gesfur
þýsku stjórnarinnar við heræfing-
ar á dögunum, og sem svaraði, er
Göring spurði hann, afi Frakkar
myndu hjálpa Tjekkum, ef á þá
yrði ráfiist.
Hryllilegt
hefndarverk
í Palestinu
London í gær F.Ú.
itt af hryllilegustu liemd-
arverkum, sem unnin hafa
verið í Palestínu skeðu í dag,
er sprengja sprakk á grænmet-
istorgi Araba í Jaffa, og varð
hún a. m. k. 20 manns að
bana, en 40 særðust.
. Mjög alvarlegar róstur brut-
ust út eftir að sprengingin hafði
átt sjer stað og var bæði ráðist
á lögreglustöðina og banka í
borginni og víðsvegar kveikt í
húsum. Slökkviliðið í Jaffa og
Tele Aviv var kallað á vett-
vang og varð það að vinna
slökkviliðsstarfið undir vernd
lögreglu og hermanna.
Umferðabann hefir verið fyr-
irskipað í Jaffa frá sólarlagi til
sólaruppkomu og öllum bönk-
um og búðum hefir verið lok-
að þar í dag.
Róstusamt í Færey-
ingahöfn?
Osló í gær F.Ú.
ausafregnir hafa gengið
um það undanfarna daga,
að í stórkostlegar róstur og
barsmíði hafi slegið milli Fær-
eyinga og Grænlendinga í
Færeyjahöfn á Grænlandi.
Daugaard Jensen, forstjóri
dönsku Grænlandsverslunarinn-
ar segist þó ekkert vita til þess
að þetta hafi komið fyrir.
Gestaleikur Stefano íslandi á
Ieikhúsinu -byrjar annan sept-
ember, og syngur hann þá aðal-
hlutverk í ,,Madame Butter-
fly“. (F.Ú.).
- Nota Japanar -
eiturgas og
kólerusýkla?
London í gær F.Ú.
Kínverska sendiráðið í
London hefir enn lagt
jj fram mótmæli við breska Ut-
I" anríkismálaráðuneytið vegna
eiturgasnotkunar Japana í
Kína. Japanska stjórnni svar
aði í gær fyrra mótmæla-
skjali Kínverja og neitar hún
þar með öllu að hafa nokk-
urntíma notað eiturgas, en
sakar hinsvegar Kínverja um
að hafa gert það, og enn-
fremur að hafa notað kóleru-
sýkla til þess að koma upp
drepsótt í liði andstæðing-
anna.
Kínverska stjórnin neitar
því enn á ný að nokkur fótur
sje fyrir því, að Japanir
hafi tekið Juichang, en seg-
ir hinsvegar að hæðir nokk-
urar í nánd við borgina hafi
nú upp á síðkastið ýmiíst
verið í höndum Kínverja eða
Japana. Hernaðarleg þýðing
þessarar borgar liggur í því,
að sá sem hana hefir í höttd-
um ræður yfir tveimur
skipatorfærum, sem hefir ver-
ið komið fyrir í Yangtse-
fljóti á þessum slóðum.
Franskur maður
drepinn á landa-
mærum Spánar
London í gær F.Ú.
Frönsk stjórnarvöld hafa
lagt fram mótmæli við
stjórn uppreisnarmanna á
Spáni vegna atburðar, sem átti
sjer stað í gær á landamærum
Frakklands og Spánar. Var þá
skotið á franskan mann, sem
var á skemtiför og' voru það
landamæraverðir Francos, sem
skutu á manninn. Maðurinn
beið þegar bana. Er talið, að
verðirnir muni hafa álitið hann
flóttamann.
í San Sebastian var í gær
skotið á sendiherra ítala og
konu hans, vegna þess, að bif-
reið sem þau voru í hafði ver-
ið gefið merki um að nema
staðar, en hlýddi því ekki. Bæði
sluppu án sára.
Stjórnarvöld uppreisnar-
manna á Spáni hafa gefið út
viðvörun um það, að hjereftir
muni verða skotið á hvern flutn
nigavagn sem flytji bensín frá
Frakklandi til Spánar.
Hingað til hefir sala á ben-
síni frá Frakklandi til Spánar
ekki verið bönnuð, og hafa að
meðaltali 100 flutningavagnar
farið með bensín yfir landa-
mærin á dag.
Dönsk útvarpsblöð flytj.a öll
greinar um Island með myndum
í tilefni af fyrsta degi norrænu
tónlistarhátíðarinnar en því
sem þá gerist verður útvarpað
og endurvarpað um öll Norður-
lönd og taka íslendingar þátt í
þeirri útsendingu. (F.Ú.).
Frakkar úttast
vfgbúnað
Þjóðverja
Daladier fær fult
traust flokksins
London í gær F.Ú.
Daladier forsætisráðherra
Frakka fekk í dag full-
komna traustsyfirlýsingu frá
þingmannaflokki þeim er styð-
ur hann og höfðu allir þing-
menn undriritað.
í ræðu, sem Daladier helt í
dag, talaði hann aðallega um
hinn gífurlega hernaðarundir-
búning í Þýskalandi og að þar
væru 2 miljónir manna stöðugt
að verki að auka og bæta víg-
girðingar landsins og þessir
menn ynnu frá 60—70 klukku-
stundir á viku. Af þessu leiðir
það, sagði hann, að lengja verð-
ur vinnuvikuna í Frakklandi a.
m. k. um fjórar stundir á viku
og tjáir ekki að horfa í þó að
vinnu verði að greiða með yfir-
vinnukaupi.
Samkomulaff.
I Frakklandi sýnast árekstrar
þeir, sem uppástungur Daladi-
erc um breytingar á ákvæðun-
um um 40 stunda vinnuviku
vera liðnir hjá.
Fulltrúar á þingi verklýðsfje-
laganna hafa samþykt að fall-
ast á að vinnutíminn, verði
lengdur, en þó aðeins í þeim
iðnaðargreinum sem vinna að
eflingu landvarnanna.
Aðalráð alþýðufylkingarinn-
ar helt einnig fund í gær og
samþykti að fallast á málamiðl-
anir í þessum ágreiningi.
Mesta sðltunj
á SiglufirOi
Atján skip hafa komið
hingað síðasta sólar-
hringinn með um 4000 mál
í bræðslu, auk saltsíldar,
símar frjettaritari vor á
Siglufirði í gær.
Saltafi var á Siglufirfii 14.814
tn. og er það rnesta söltun, sem
fram hefir farifi á einum sólar-
hring. Matjesverkaðar voru 3.738
heiltunnur og 5.547 hálftunnur.
Rekneta veifiin 1948.
I Ví'ær var lítil síld úti fj’rir,
en veiðivefiur gott. Frjest hefir
um síhl austan Tjörness og voru
mörg skip komin þangað.
Frumsýning áleikriti Tryggva
Sveinbjörnssonar „Den Lille
Verden“ fer fram á fyrsta degi
leikársins 1. september n. k. í
Konunglega leikhúsinu í Kaup-
mannahöfn. (F.Ú.).
Þorbirni Þórðarsyni, hjeraðs-
lækni í Bíldudalshjeraði, hefir ver-
j.ð veitt laúsn frá embæt.ti frá 1.
september n.k,