Morgunblaðið - 27.08.1938, Page 4

Morgunblaðið - 27.08.1938, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. ágúst 1938. Minning frú Guðrúnar Lúrnsdóttur ar verði náð. Hitt er svo fullkom- ið íhugunarefni, eigi aðeins Sjálf- stæðisflokknum, heldur og öðrum flokkum þingsins, að eigi ekki hvarf frú Guðrúnar af Alþingi að verða smælingjanuin óbætanlegt tjón, verða hjer eftir ýmsir þeirra, er til þessa hafa lítinn áhuga sýnt mannúðarmálunum, að láta þau til sín taka. Það er auðsætt að Sjálfstæðis- flokkurinn hefir heðið mikinn hnekki við missi frú Guðrúnar. En svo mikill sársauki er í kring- um andlát hennar, að illa sæma flokkslegar harmatölur. Skulu þær óg eigi taldar. Frú Guðrún var elskuð af þús- undum manna og mest af þeim, sem best þektu hana. Hennar verð- ur meir og almennar saknað en flestra annara, og þeir eru margir, sem mikið vildu á sig leggja, ef þeir á eiúhvern hátt gætu ljett hina óvenju miklu og þungbæru sorg eftirlifandi ástvina hennar. Fráfall frú Guðrúnar er þjóðar- skaði og hún er líka syrgð af þjóð sinni. élafur Thors. Guðrún J. Briem: Jeg ætla ekki að rekja æfisögu frú Guðrúnar Lárusdóttur, því hún mun flestum landsmönn- um kunn, aðeins vildi jeg minn- ast íhennar með fáum orðum, sem verða ófullkomin, en því miður þekti jeg hana ekki svo vel, að jeg geti lýst þessari mikilhæfu konu sem skyldi. Við unnum nokkuð saman að kvenfjelagSstarfsemi og vil jeg taka það fram, að alt er hún lagði til þeirra mála var gjörhugsað og sett fram með þeim skýrleika og stillingu, sem hinni óvenjulega vel gefnu konu var svo eiginlég. Það mátti heita dæmalaust hve miklu frú Guðrún gat afkastað, því auk þess, að hún bjó manni sínum og börnum hið yndislegasta heimili hafði hún, eins og kunnugt er, mörgum störfum að gegna utan heimilisins, sem alþingismaður, fá- tækrafulltrúi, formaður í Kristi- iegu fjelagi ungra kvenna, og Kristniboðsfjelagi kvenna og vann hún að öllu þessu með lífi og sál, þar að auki hafði hún margháttuð ritstörf með höndum.' Við hlið manns síns stóð hún traust og örugg í því hinu mikla þrekvirki að byggja Elliheimilið Grrund, er gefur svo mörgum þreyttum hvíld, sem hvergi eiga annarstaðar höfði sínu að að halla. Þar á þeim stað átti frú Guðrún marga ánægjustund með því að sjá fagran árangur af hinu kærleiks- ríka starfi þeirra hjóna, en hún hefir þar einnig hlustað á marga raunasöguna og huggað hina sorg- mæddu. • Mjer hefir ekki fallið úr minni eitt atriði, sem var svo ljós vottur um hjartagæsku þessarar elsku- legu konu. Fyrir mörgum árum vorum við að starfa saman að dálitlu vandamáli og þurftum við að ná fundi eins bæjarfulltrúans, «g er við höfðum lokið erindi okk- ar við hann, segir fulltrúinn við frú Guðrúnu. Er nú fólkið, sem flutti inn til yðar um daginn, búið að fá húsnæði ? Sagði hún það vera. Fór jeg að grensiast frekar um þetta og lá þannig í því, að eitt kvöld kom maður að Asi og tjáði frú Guðrúnu þau vandræði sín, að liann væri húsnæðislaus með konu og 5 börn, og væri hann búinn að bera alt sitt út á götuna. Segir frúin þá manninum að koma með konuna og börnin, hún skuli rýma öllu út úr dagstofunni sinni og þau geti verið þar þangað til að greiðist úr þessu. Þetta hugsa jeg að sje næstum eins dæmi, en svona var frú Guðrún. Vildi jeg í því sambandi tilfæra orð skáldsins: „Guðs náð skein yfir góðu sprundi elska í augum aðall af brám, mannúð mild af mærum vauga, en líknstafir ljeku um varir. Frú Guðrún var 10 barna móðir og komust 7 af þeim til fullorð- insára. Má geta nærri að oft hefir hún haft áhyggustundir og vöku- nætur við uppeldi svo margra barna. Mjer hefir verið sagt, að öll börn þeirra Áshjóna sjeu ágæt- um gáfum gædd, og dæturnar sýndust mjög líklegar til að feta í fótspor móður sinnar. Hið ásÞuþa samlíf þeirra hjóna var til fyrirmyndar og hinn mik- ilhæfi og góði eiginmaður frú Guð- rúnar ljet hana einráða í öllu því er hún hafði áhuga fyrir. Þá er nú komið að burtför þess- ara elskulegu mæðgna. Guð gefi þeim góða heimför, og öllum þeirra ástvinum blessun og hug- svölun, og að þeir geti sagt: „Dreifi döpru húmi Drottins sólarljómi“. Guðrún J. Briem. Slysið við Tungufljót. Sólin skein þennan sumardag og sungu fuglar í viði. Börnin undu við ber í mó og blærinn andaði friði. En fljótið við bakkann fjell svo strangt með fárlega þungum niði. Þau óku svo ró hinn vissa veg og vonirnar hlógu í barmi, faðir og móðir sæl á svip, á systrunum æskubjarmi. Þá fjellu þau öll í fljótið strangt og fljótið kvað við af harmi. Faðirinn einn komst lífs í land, hann leit niðr’í fljótið stríða. Þar voru þær þrjár, þá voðastund guð veit hvað hann mátti líða. En þær höfðu náð á lífsins land, þar lausn er á-sorg og kvíða. Fólkið varð hljótt í firði og dal, er fjell þessi harmaskriða. Er hrynur skógarins hæsta eik, þá hljóta allar að riða. En loksins grær jafnvel grjótið upp, þá gleðinnar straumar niða. Vjer þjótum öll þessa lífsins leið, sem liggur í opinn dauðann. En sælt er að koma í sumarlönd með sandinn að baki auðan. Guð leggur aftur hönd í hönd og huggar svo gleðisnauðan. Gunnar Ámason frá Skútustöðum. Guðmundur Ásbjörnsson: egar hið sviplega andlát frú Guðrúnar Lárusdóttur og tveggja dætra hennar barst hing- að til bæjarins, síðastliðinn laug- ardag, fór mjer sem mörgum öðr- um, að mig setti hljóðan. Það varð dapurt yfir mörgum þennan dag. Mikill harmur var kveðinn að oss Reykvíkingum — að allri íslensku þjóðinni. Með frú Guðrúnu Lárusdóttur er sú kona í val fallin, sem; að mínu viti hefir skarað mest fram úr, að andlegu atgerfi, meðal sam- tíðar sinnar hjer á landi. Kona, sem hefir haft fleiri kosti og meiri hæfileika til brunns að bera en flestar aðrar. Jeg þekti frú Guðránu í 33 ár og hafði ótal tækifæri til að kynn- ast hæfileikum hennar og mann- kostum. Hún var fyri|rmyndar húsmóðir, ágæt eiginkona og móð- ir. Vakti starfsþrek hennar og viljafesta oft undrun mína. f fjölda ára gekk hún að öllum heim ilisverkum á hinu stóra heimili og var það augljóst, að henni stóð i á sama að hverju hún gekk. Veitti jeg því oft eftirtekt, er jeg var staddur þar á heimilinu, að nokkr um mínútum eftir að jeg hafði sjeð hana við heimilisstörfin, var hún komin prúðbúin að skrifborði sínu og farin að semja skáldsög- ur, ritgerðir eða annað því um líkt. Þannig notaði hún hverja stund, sem til fjell milli húsverk- anna, til ritstarfa. Frú Guðrúnu voru, sem vænta mátti, falin mörg trúnaðarstörf. Hún átti sæti á Alþingi, var fram- færslufulltrúi í Reykjavík og hafði átt sæti í bæjarstjórn um 6 ára skeið. Voru henni einnig falin mörg önnur trúnaðarstörf bæði í fjelagsstjórnum og ann- arsstaðar, því hún var ein þeirra, sem virðast hafa tíma til alls. Öll störf, sem henni voru falin leysti hún af hendi með mestu samvisku semi og trúmensku, enda óx virð ing hennar með ári hverju. Mannúð og kærleikur einkendu alt líf hennai*. Hún liafði innilega samúð með öllum, sem bágt áttu, hvort heldur var í andlegum eða ; tímanlegum efnum, og vildi gera alt, sem í hennar valdi stóð, til að bæta úr böli manna. Mjer er kunnugt, hve sárt það tók hana að geta ekki leyst vandræði allra þeirra, sem til hennar leituðu. Ræddi hún oft um þessi mál við mig, svo jeg veit, hvernig hugur hennar stóð til þessara mála. Jeg þ°ri að fullyrða, að við andlát hennar hafa olnbogabörn og smæl- ingjar mist ötulan og ótrauðan talsmann. Frú Guðrún Lárusdóttir var einlæg trúkona. Hún trúði á Jesú Krist sem frelsara sinn og var einbeitt og örugg í boðun fagn- aðarerindis Hans. Er jeg fullviss þess, að þangað sótti hún hinn mikla starfskraft og þrótt, sem henni var gefinn umfram flesta aðra. Starfskraft, sem gerði henni fært að inna svo mörg og mikil- væg störf af hendi, bæði á heim- ili sínu og utan þess, að undrum sætir. Hún tók alla æfi sína virk- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Við tiarmafregnina irð Tungufjóti MJER hljómar í eyrum helfregn sár, hjarta mitt stynur og grætur. Getur það verið þær gisti þrjár, Guðrún í Ási og dætur, í djúpinu kalda með daprar brár og dauðann um hjartarætur? Klukkurnar helgu hvísla hljótt, komin er hinsta stundin. Dimm þó að sýnist dauðans nótt, drottinn er bak við sundin. Alfaðir dyrnar opnar skjótt, eilífðin bjarta er fundin. En hægt skyldi fara hönd um þá, sem harmana þyngstu bera, síst er því hægt að segja frá, hvar sárustu meinin skera, en þögnin fer best með alt, sem á um eilífð í helgi að vera. Til er í heiminum heilög sorg og hjörtu, sem lífið skilja, og ganga ei með hrygð um götu og torg, en grát sinn reyna að dylja. Þau, líta örugg á lífsins borg og lúta alföðurs vilja. Landið í sárum, þrýtur þrótt, þegnarnir höfuð beygja. Guðrún í Ási, „góða nótt“, grátandi margir segja. Eilífðin ríkir, alt er hljótt, ómarnir fjærstu deyja. Hinsla kveðja HLJÓÐ er sorg í huga mínum hinstu kveðju þjer að færa, svona fljótt án fyrirvara fórstu hjeðan vinan kæra. Örlaganna óravegir eru löngum miður greiðir, hver má sína götu ganga, gjarna skilja vinaleiðir. Þig jeg hitti oft á árum ástúðlega hlýja’ og góða, og altaf fann jeg að þú hafðir öðrum konum meira að bjóða. Mikið á jeg þjer að þakka, þín var kynning ljúf og fögur. Um hana legg jeg mjúkum mundum minninganna geislakögur. ♦ Störfin þín í þágu manna á þjóðfjelagsins Miklagarði verða til um aldir alda eins og fagur minnisvarði. Altaf stóðstu eins og hetja undir merki hreinskilninnar, en allra fegurst kæra kona í kærleiksanda trúarinnar. I dýrðina til drottins hæða úr duftinu er sálin hafin, þar í ljóma þinnar trúar þú ert náðar-örmum vafin. Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.