Morgunblaðið - 28.08.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.1938, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. ágúst 1938. Sáttasemjarastarf Runci mans hefir mistekist Lítill neisti getur kveikt ófriðarbál Þjóðverjar leita hófanna hjá Rússum Frá frjettaritara vorum. Khöfn í' gær. Deilumál Tjekka og Sudeten-Þjóðverja eru nú komin á það stig, að upp úr getur soðið þá og þegar og styrjöld brotist út. Ensku blöð- in eru sammála um, að útlitið sje svart og telur „Times“ horfurnar aldrei hafa verið alvarlegri en nú. „Manchester Guardian“ segir að málamiðlunarstarf Rucimans lávarðar hafi engan árangur borið og sje mönn- um eins gott, að gera sjer það ljóst strax, að engrar lausn- ar á vandamálunum í Mið-Evrópu, sje að vænta úr þeirri átt. Allir, bæði stjórnmálamenn og aðrir, segir „Manchester Guardian“, viðurkenna að ástandið er ískyggilegt eins og horfir, þó varla sje hætta á því, að ófriður brjótist út á næstu dögum. ÍTALIR BÚAST VIÐ EVRÓPUSTYRJ.ÖLD Frjettaskeyti frá Róm hermir, að tveir ítalskir stjórnmála- menn hafi látið svo um mælt, að Evrópa sje á takmörkum stríðs og friðar, og verði úr því skorið næstu tvær vikur hvort verði ofan á. Telja þessir stjórnmálamenn að neistinn, sem kveiki ó- friðarbálið sje annaðhvort á Spáni eða Tjekkóslóvakíu. ÞJÓÐVERJAR LEITA HÓFANNA HJÁ RÚSSUM Daily Telegraph skýrir frá því í dag, að Þjóðverjar hafi leitað hófanna hjá Rússum um það, hvaða afstöðu þeir myndu taka ef ráðist yrði með her inn í Tjekkóslóvakíu í þeim tilgangi að vernda rjett Sudeten-minnihlutans. VIIJA FRIÐSAMLEGA LAUSN — EN Sendiherra Þjóðverja á að hafa farið í heimsókn í utanrík- ismálaráðuneytið rússneska í Moskva og skýrt frá því, að Þjóð- verjar óskuðu helst eftir því, að friðsamleg lausn fengist í deilu- máli Tjekka og Sudeta, en að Þjóðverjar væru hinsvegar nauð- beygðir til að gera alt, sem í þeirra valdi stæði, ef friðsamleg lausn deilumálanna drægist á langinn, eða kröfum Sudeta yrði með öllu vísað á bug. RÚSSAR BEÐNIR AÐ SITJA HJÁ Sendiherrann á einnig að hafa farið þess á leit við rússnesku stjórnina að hún sæi í gegnum fingur með Þjóðverjum, ef þeir kæmu Sudetum til hjálpar með hervaldi og skýrt frá því, að óþarfi væri fyrir Rússa að líta á þetta, sem árás á Tjekkóslóvakíu. RÚSSAR NEITA Sovjetstjórnin svaraði því til, segir Daily Telegraph, að ekki kæmi til mála að þeir sætu hjá, ef ráðist yrði á Tjekkóslóvakíu. Blaðið segir, að Þjóðverjar hafi á sama hátt leitað fyrir sjer í Belgrad og Budapest. Tjekknesku blöðin segja, að besta sönnun þess, að þýski her- inn vilji samvinnu við Rússa sje þessi fyrirspurn þýska sendi- herrans. ÍTALIR HLUTLAUSIR Sambúð Itala og Breta er nú komin í sama horf og hún var áður en þýsk-ítalski sáttmálinn var gerður og sambúð Frakka og Itala verri en hún hefir nokkru sinni verið. Mótstaða spænska lýðveldisins hefir neytt Itali til að senda Franco meira lið og meiri hergögn upp á síðkastið. Bæði Franco og Mussolini líta svo á, að hlutleysisstefnan sje úr sögunni og ekkert geti bundið enda á styrjöldina nema her- vald. Italir sjá fram á, að Þjóðverjar muni neyta valds, ef frið- samleg lausn fæst ekki á deilumálum Súdéten-Þjóðverja ög Tjekka. Munu Italir vera hlutlausir, þó Þjóðverjra ráðist ihn í Tjekkóslóvakíu á meðan leikurnin berst ekki til þeirra éigin landamæra. Hiller kannar Uð sill Hitíer ríkisleiðtogi fylgdist af áhuga með hersefingum þýska hersins á dögunnm. Á mvndinni sjest Hitler er liann horfir á æfiugar fótgönguliðsins. Nýja dilkakjötið kemur i iiimiiiiiiiimit Sudetum iiniiiiiiiiimii Frysta kjötið lækkað í verði Nýja dilkakjötið kemur á markaðinn á þriðjudag inn, því aS kjötyerðlagsneftsd hefir ákveðiS, að slátrun skuí’ hefjast á morgun. Jafnframt hefir kjötverðlags- nefnd ákveðið, að verðið á frysta dilkakjötinu verði. lækk- að frá og með deginum á rnorg- un. Heildsöluverð kjötsins lækk- ar úr kr. 1.40 kg. niður 1 kr. 1.20 og verður því útsöluverð þessa kjöts kr. 1.40 kg. Nýja dilkakjötið verður hins- vegar selt á kr. 1.80 kg. í heild- sölu og útsöluverðið verður því kr. 2.10. Er það sama verð og var á nýju dilkakjoti á sama tíma í fyrra. Frosna dilkakjötið verður þannig 70 aurum ódýrara kílóið en nýja kjötið. Norðmenn í landaþræíu Khöfn í gær F:TJ. Mörg norsk biöð krefjast þess nú /neð sterkum orðum, að Norímönnum verði skilað aftur Franz Jósephs land;, sem Rússiand lagði undir sig á sínum tíma. Er jafnvel líkur til aS Nor'ðmenn lé^g'i þetta mál fyrir Þjóðabandaiagið. | sagt að verja I | hendur sfnar ! London í gær F.Ú. | | pk | ákvæmari fregnir eru nú | i * 4 komnar af yfirlýsingu | | þeirri er Sudettar í Tjekk- § i sSóvakíu gáfu út í geerkvöidi. 1 | Með yfiríýsingu þessari veit- | i ir flokksstjórnin öllum með | | iimum flokksins rjett tii þess | | að verja sjálfa sig, ef á þá 1 | verði ráðist en þó aÖeins á,nn- | 1 an takmarka giidandi laga og | r L | ssðan er sagt, að iögfrseðmg- | | ar flokksins muni segja me8- i i 5imunum hversu íangt megi | | ganga í hverju esnstöku tii- | f felli. | Ástæðan fyrir þessum boð- | i skap er taiin vera sú, að | | ýmsar árásir hafi verið gerð- i i ar á meðlimi flokksins, og að 1 | þessar árásir hafi verið hluti i ; af baráttunni gegn flokkn- 5 | um. i Tjekkneska stjórnsn lítur i i á þetta eins og tilefnislausa i | árás og segist skiija það, að i | tilgangurinn sje sá einn, að | | blanda Þýskalandi inn í mái- i 1 efni Tjekkóslóvakíu. Það sje i | enginn rjettlætisgrundvöllur i 1 fyrir þessari yfirlýsingu og § | sjálf sje hún ólögmæt. i Þá veldur það einnig | | stjórninni all-miklum áhyggj i i um að þýsk blöð láta hið | i besta yfir þessari yfirlýsingu i | og telja hana vonura seinna | | fram komna. f iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiVM Bæjarráð vill ekki mæla með því, að Fellsstraudarhreppur fái afslátt á skuid hreppsins við bæj- arsjóð, en vill hinsvegar laka við greiðslu í skiiídabrjefnni Kreppu lánasjóðs. Reyk j avíkurmótið. Úrslitaleikur í kvðld kl. 5.30 miili Vals og Víkings Urslitaleikur Reykjjivíkurmóts- ins fer fiam í dag kl. ðVo milli Vals 6" Víkings. Bæði þessi fjelög geta orðið Beykjavíkurmeistarar og Valur þarf ekki nema jafntefli til að vinna. Án efa verður þetta einn fjör- ugasti leikur mótsins, því bæði fjelögin munu gera ,sitt ítrasta til að vinna. Það er leiðinlegt að tveir af bestu mömiunum í báðum liðum, Jóhannes Bergsteinsson (Val) og Hankur Óskarsson (Víking), geta ekki tekið þátt í þessunr leik siik- um meiðsla. R-eykvíkingar munu fjölmenna á völlinn í dag til að sjá fjörugan og skemtilegan leik. Síldarverkun í Skotlandi stöðvuð London í gær. FU. Síldveiðar Skota bafa blotið mikið áfail 'með fyrirskip- un sem fiskimálaráðuneytið hefir gefið út og gengnr í gildi í dag, en bún er á þá leið. að stöðva alla verkun á síld. Orsökin er talin sú, að eftir- spuru síldar í Þýskalandi og Rúss- landi og öðrnm Evrópulönduin hafi minkað svo stórkostlega upp á síðkastið. Síidveiðimenn í Stornoway bafa mótmælt þessari fyrirspurn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.