Morgunblaðið - 28.08.1938, Blaðsíða 8
Sunnudagur 28. ágúst 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
-----------
Krossgáta Morgunhlaðsins 39
Lárjett.
1. drep. 3. skáldsaga. 8. fita.
10. liæðir. 12. bjáni. 14. spil. 16.
fijettaði. 17. að öðrum kosti. 19.
mók. 20. forsetning. 21. drekka
út. 23. treg. 25. fóður. 26. óreynd-
ir. 28. útþurka. 30. lindi. 32. þekk
ist. 34. tónn. 35. hundur. 37. skip-
un. 39. fiskistöð. 40. málfærsla.
41. happ. 42. ættmóðir. 43. manns-
nafn. 45. hrifning. 46. err. 48.
taka skyndilán. 50. gelt. 51. ást-
aratlot. 54. skemma. 55. á fæti.
57. samkomulag. 59. húð. 60.
tónn. 61. skeyti. 62. vermir. 64.
framyfir. 65. skammstöfun. 67.
fall. 69. verðhækkun. 71. pípa. 72.
galli. 73. beiðni.
Lóðrjett.
1. knæpa. 2. var veikur. 3.
hanga. 4. ögn. 5. taflmaður. 6.
skammstöfun. 7. læknisaðferð. 8.
tótín. 9. skinn. 11. liæfa. 13.
kvenmannsnafn. 15. hnuplaði. 17.
kvfenmannsnafn. 18. mælieining.
20. ættingi. 22. farvegur. 24.
ólm. 25. Iag. 26. rúmlega. 27.
hávaða. 29. yrkisefni. 31. franskur
hyltingarmaður. 33. peningastofn-
un. 35. tetur. 36. rúmlega. 37. af-
markað rúm. 38. veiðarfæri. 44.
eignast. 47. væta. 48. tóbak. 49.
f.vrir skömmu. 50. ílát. 52. gróð-
ursetja. 53. gróður. 55. hitta. 56.
&****'?*■- - • ■ -
skepna. 58. umbúðir. 59. andvari.
60. meiðsli. 63. húðfletta. 66. hald.
67. titdl. 68. fljót. 69. hóf. 70.
gelti.
■JCdup.sáaput
Notaður, lítill peningaskápur
óskast. Tilboð merkt „Skápur“
sen.dist Morgunblaðinu.
Silkináttkjólar — Undirkjól-
ar — Silkibuxur — Undirföt á
fermingartelpur — Náttkjólar
á fermingartelpur. Undirföt frá
5,30 settið. Versl. ,,Dyngja“.
Silkiflöjelið er komið. Satin í
peysuföt 3 teg. Alt tillegg til
peysufata. Herrasilki í upp-
hluta. Alt tillegg til upphluta.
Versl. „Dyngja“.
Ný Svuntuefni tekin upp, í
gær. Slifsi og Slifsisborðar í
fjölbreyttu, ódýru úrvali.
Svuntu- og Upphlutsskyrtuefni
í miklu úrvali. Versl. „Dyngja“.
Fyrir haustið og veturinn:
Úllarkjólar og mislitir eftirmið-
dagskjólar. Sumarkjólar og
blúsur seljast með miklum af-
slætti. Saumastofa Guðrúnar
Arngrímsdóttur, Bankastræti
11. Sími 2725.
íslenskt bögglasmjör, glæ-
nýtt. Þorsteinsbúð, Grundarstíg
12. Sími 3247. Hringbraut 61.
Sími 2803.
Kjólasilki og blúsusilki ný-
komin. Versl. ,,Dyngja“.
Blómabrjefsefnin marg-eft-
irspurðu, fást nú í
Bókaverslun Sigurð-
ar Kristjánssonar, —
Bankastræti 3.
Kaupum flöskur, flestar teg-
undir, soyuglös, dropaglös með
skrúfuðu lo.ki, whiskypela og
bóndósir. Sækjum heim. Versl.
Hafnarstræti 23 (áður B. S. I.)
Sími 5333.
Allskcnar barna- og kven-
fatnaður sniðinn. Saumastofan
í Kirkjustræti 4. Sími 5336.
Kaupum flöskur, flestar teg. Soyuglös, whiskypeia, meðala- glös, dropaglös og bóndósir. — Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). 3ækjum heim. Sími 3562. Síðan er fögur sveit —. Fast- ar áætlunarferðir frá Reykja- vík til Kirkjubæjarklausturs alla þriðjudaga. Frá Kirkju- bæjarklaustri til Reykjavíkur alla föstudaga. Vandaðar bif- reiðar. Þaulæfðir bílstjórar- Afgreiðslan Bifreiðastöð ls~ lands, sími 1540.
Bikum þök, fyrsta flokks vinna. Sími 4965. Benedikt.
Prúður maður getur fengið skemtilega hornstofu mót suðri í nýrri Villu við Víðimel. Hiti, ljós, sími. Lysthafendur sendi. umsóknir mrkt.: 50 kr.
Otto B: Arnar, löggiltur út varpsyirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. UppsRtning og við gerðir á útvarpstækjum og loft netum.
GSmí 5BÍS saumavjelar, skrár og, aifökmuir heimilisvjelar. H. Wtaœm, Khapparstíg 11. Sími 2535.
Þrsggja herbergja nýtísku í- búð til leigu í Vesturbænum 1. október. Uppl. í síma 3034.
Sokkaviðgerðin, Hafnarstræti 19, gerir við kvensokka, stopp- ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af- greiðsla. Sími 2799. Sækjum, sendum. 2—3 herbergja íbúð vantar 1. sept. eða 1. okt., sem næst miðbænum. Uppl. í síma 3238„-
ÍUC&ymtirujuv Hjálpræðisherinn. Opinberar samkomur í dag kl. 11 og 81/2. (kl. 4 á torgi). Major Greger- sen o. fl. Horn og strengjasv. spila. Velkomin! Fægiklutar fyrir póleruð húsgögn. Ví5in Laugaveg 1. Fjölnisveg 2.
Filadelfia, Hverfisgötu 44. — Samkoma á sunnudaginn kl. 5 e. h. Kristín Sæmunds ásamt fleirum vitna um drottinn. All- ir velkomnir!
Hagaganga fæst fyrir hesta á Árbæ.
Friggbónið fína, er bæjarin* besta bón. fer á þriðjudagskvöld 30. ágúst vestur og norður. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag.
Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum.
MARGARET PEDLER:
DANSMÆRIN WIELITZSKA 32.
hina köldu fyrirlitningu í augum Michaels, ef hann
hefði sjeð til hennar.
Hún hristi af' sjer hinar ömurlegu hugsanir og
flýtti sjer að klæða sig fyrir miðdegisverðinn, sem
var snæddur klukkan 12 á hádegi að Stockleigh.
Storran kom ekki heim, fjrr en í lok máltíðarinnar.
Hann var þegjandalegur og forðaðist að líta á Mögdu.
June stóð strax á fætur og fór fram í eldhús að sækja
matinn, sem hún hafði haldið heitum fyrir Dan. En
hann kom á eftir henni.
„Fyrirgefðu, hve jeg kem seint, June“, sagði hann
vandræðalega. „Fáðu mjer bakkann. Jeg skal bera
hann inn fyrir þig“.
June nam staðar á miðju eldhúsgólfinu og roðnaði
upp í hársrætur. Það yoru margar vikur síðan Dan
hafði rjett. henni hjálparhönd í húsinu, þó að hann
hefði áður fyr jafnan flýtt sjer heim, þegar hann gat
því við komið, til þess að geta hjálpað henni. Oft og
mörgum sinnum höfðu þau, glöð og gamansöm, hjálp-
ast að við að bera á borð, og koss og koss á milli hafði
Ijett fyrir þeim vinnuna. En það var orðið langt síð-
au, það hafði ekki skeð, síðan gestirnir komu frá höf-
uðstaðnum.
„Hvað — Dan — Dan —?“ stamaði hún.
„Það er lítið hrós fyrir mig, að þú skulir verða
svona hissa, þó að jeg bjóðist til þess 'að hjálpa þjer“,
sagði hann. „Það er eins og maðurinn þinn rjetti þjer
aidrei hjálparhönd“.
„Þú gerir það heldur ekki oft, eða finst þjer það?“
svaraði hún stutt í spuna.
Þau fóru inn í borðstofuna, og Magda leit upp meS
viðurkenningarbros á vör. Ifún hafði verið með sam-
viskubit. En þegar hún sá Dan hjálpa konu sinni á
svona hversdagslegan og innilegan hátt, fanst henni
atburðurinn við ána verða þýðingarminni.
„Þetta kalla jeg góðan eiginmann“, sagði hún glað
lega. „Þjer ættuð að koma til London, Storran, og
kenna eiginmönnum að hegða sjer. Það eru víst fáir
nú á dögum, sem eru stimamjúkir við konur sínar“.
June velti saltkarinu um koll og byrjaði í óða
önn að bursta saltið af dúknum. Það vottaði ekki fyr-
ir brosi á andliti liennar. Hun skildi ekki td fulls,
hversvegna Dan liafði komið á eftir henni fram í eld
hús. Hún fann bara, að það var eltki af hinni gömlu
þörf hans, til þess að hjálpa henni.
Það var eins og óveður væri í aðsigi í litlu borð-
stofunni á Stockleigh. June sat þögul og alvörugefin.
I seinni tíð var eins og barnsleg undrun og sársauki
skini úr svip hennar. Storran flýtti sjer sem mest hann-
mátti að ljúka við máltíðina, og stóð strax á fætur að
henni lokinni og fór út á engjar. June stóð líka á fæt-
ur og byrjaði að tína fram af borðinu eins og í leiðslu.
„Má jeg ekki hjálpa yður?“ Gillian var á leiðinni
út úr stofunni, en nam staðar við hurðina. „Þ.jer eruð
þreytulegar í dag“.
„Nei, þakka yður fyrir“, flýtti June sjer að segja.
„Jeg get ekki látið yður fara að hjálþa mjer. Nei,
það er ekki hægt“, og hún reyndi að malda í móinn,
þegar Gillian tók bakkann af henni ofur rólega en
ákveðin.
„Mjer finst, að þjer ættuð að leggja yður til hvíld-
ar svolitla stund“, sagði Gillian. „Á meðan þvoum
við Glókollur upp leirinn“.
Tárin komu fram í augun á ungu konunni.
„Nei —“.
„Langar yður ekki til þess að hvíla yður?“ hjelt
Gillian áfram í innilegum róm. „Jeg er viss um, að
þjer mynduð óðara sofna“.
„Já, það myndi jeg víst gera“, svaraði June lágt.
„Jeg hefi átt bágt með svefn upp á síðkastið“.
Það fór titringur í gegnum hana, við tilhugsunina
um hinar löngu vökunætur, er hún hafði legið and-
vaka við lilið Dans og einblínt út í náttmyrkrið; velt
því fyrir sjer, hvað komið hafði upp á milli þeirra
hjónanna; einmitt nú, er barnið, sem hún gekk með.
liefði átt að treysta böndin, sem bundu þau sainan, og
færa þau nær hvort öðru í djúpum skilningi. En Dan
vissi það ekki enn, að liann myndi eignast son, áður
en aftur færi að vora — June var viss um, að það
yrði drengur, sem myndi vaxa upp og verða stór og
stæðilegur eins og Dan sjálfur.
„Dan yrði sjálfsagt reiður, ef hann vissi það. Þetta
er mitt skylduverk“, sagði hún, en var nú að gefast
npp á mótmælunum.
„Ef hann vissi það! En hann verður ekki reiður af
því, sem- hann ekki veit“, svaraði Gillian. „Nú kem
jeg með yður upp og breiði yfir yðui'. Síðan sjáum
við Glókollur um uppþvottinn“.
June fylgdi henni fúslega. Henni hlýnaði um hjarta-
ræturnar við hina óvæntu blíðu Gillians. Hún róaði
hinar óstyrku taugar hennar, og þar sem hún var
þreytt á sál og líkama, var hún sofnuð áður en varði.
Magda liafði liinsvegar komið sjer þægilega fyrir í
hengirúmi milli tveggja trjáa og tekið sjer bók í hönd.
Hún sökti sjer niður í lesturinn, til þess að gleyma
hugsunum sínum, sem voru alt annað en skemtilegar.
Alt í einu var hin friðsæla þögn rofin af hávaða í
bíl. Magda leit upp, undrandi af þessari óvæntu trufl-
un úr umheiminum. En síðan laut hún aftur niður að
bókinni, ákveðin í því að láta ekki truflast af neinu.
Og þannig vildi það til, að stór og rykugur bíll ók
heim að bænum og nam þar staðar, án þess að hún
yrði þess Arör. Hún varð heldur ekki vmr við, að hár -
og grannur maður, sem hafði strax komið auga á liana,.