Morgunblaðið - 28.08.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.08.1938, Blaðsíða 3
Sunnudagur 28. ágúst 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 ÚTFORIN FRÁ ÁSI í GÆR m áfcs,.. v,- ’> ■ „ '4 . > Mí Líkfylgdín kemur niður Túngiitu, líkvagnamir þrír og mannfjöldinn á eftir. Áhorfendur hafa fylkt sjer á báðar gangstjettir. gær var Reykjavík í sorg. Jarðarförin frá Ási. setti svip á alt bæjarlífið. Hún var einhver sú f jölraennasta sem hjer hefir sjest. Fánar blöktu í hálfa stöng um allan bæinn. Umferð um göturnar var lítil önnur eftir kl. 2 og fram til miðaftans, nema sú sem var í sambandi við jarðarförina. Húskveðjan í Ási hófst kl. 2. Var þar þá svo margt manna samankomið, að ekki komst nema lítiil hluti fólksins inn í húsið. En á túnblettinum sunn- an við Ás safnaðist fólk saman; fyltist bletturinn brátt og stóð fólk á götunum kring um Ás og Hof meðan á húskveðjunni stóð. í húsasundinu milli Hofs og Áss hafði verið komið fyrir hátal- ara, svo fólk gat fylgst með öllu, sem fram fór inni. Áður en húskveðjan hófst Ijek Lúðrasveit Reykjavíkur sálmalag. Síra Þorsteinn Briem pró- fastur flutti húskveðjuna. Á undan ræðurmi söng hóþur manna úr karlakórnum ,,Fóst- bræður“ undir stjórn Jóns Halldórssonar sálminn „Ljúft er sjón í hæð að hefja“ og á eftir ,,Til himins upp vor ligg- ur leið“. Báðir sálmarnir eru eftir föður frú Guðrúnar sál. síra Lárus Halldórsson. Frá heimilinu báru kisturnav bræðurnir í Ási fjórir, og Pjet- ur Lárusson, Pjetur Halldórs- son, Ásgeir Einarsson, tengda- sonur Sigurbjörns og Lárus Pjetursson. ★ Laust fyrir kl. SYz nálgaðist líkfylgdin Dómkirkjuna. Lúðr»- sveit Reykjavíkur gekk á und- an líkfylgdinni. Líkin voru flutt á þrem vögnum, fyrst lík frú Guðrúnar og þá lík dóttur heim- ar Guðrúnar Valgerðar í venju- legum líkvögnum, en kistur Sig- rúnar og Ingibjargar Kristjáns- dóttur voru á opnum bíl. Kisturnar voru skrýddar rauð um og bleikum rósum, en stórar hvítar „orchideur“ voru viö hvern höfuðgafl. Kirkjan var blómskrýdd. Hafði kvenfjelag Dómkirkju- safnaðarins annast um það. Var blómskrúð kirkjunnar m. a. með þeim hætti, að blómvendir voru festir við hvern bekkjargafl frarn eftir kirkjugólfi. Setti það sjerstakan hátíðablæ á kirkj- una. Kistustólar voru fyrir framan kórtröppurnar fyrir fjórar kisturnar samhliða. Löngu áður en líkfylgdin kom að kirkjunni, hafði þangað safnast geysimikill mannfjöldi, svo mannþröngin náði milli kirkju og þinghúss og langt vestur í Kirkjustræti. En auk þess stóð múgur og margmenni 'í gangstjettunum vestur eftír öllum götum á leið þeirri, sem líkfylgdin fór um. Kl. 3Ví> voru líkin borin í kirkjuna. Fyrst kista frú Guð- rúnar, síðan dætra hennar og þá Ingibjargar Kristjánsdóttur. Þeir, sem báru í kirkju urðu að setja kisturnar á stóla er voru á kirkjugólfi milli instu bekkj- anna, en síðan var þeim komið fyrir hverri af annari í röð fyrir kórtröppum. Auk blómskrautsins sem á kistunum voru, höfðu borist 4 silfurskildir til að setja á kist- I Dómkirkjunni. Kistumar 4 fyrir framan kórinn. Síra Friðrik Ilallgríms- son flvtur raSðu. íjigurbjörn Á. Gísláson tftlar við : gröfiha: , a urnar, og voru 3 þeirra á kistu frú Quðrúnar. Skíldir þe&sir voru frá stjórn og stáífsmönn- um Ellíheimifxsins, frá Kvenfje, lagi og söfnuði Fríkirkjunnar í Rvík, frá K.F.U.K. Ög' £k Ki'istniboðsfjelagi kveniia. Inn í kirkjuna báru þesáir: Kistu frú Guðrúnar bárú ál- þingismenn úr þrem flokkum, kistu Sigrúnar Kirstínár stjórn !og foi'stöðukonur Elliheimilisins, kistu Guðrúnar Valgefðar vin- ir Einars Kristjáhssonar Ög kistu Ingibjargar Kristjansdótt- ur báru templarar. Meðan kisturnar voru bornar PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. p r „Jeg var með þeim niðri í Tungufljóti“---------- Ræða Sigurbjörns Á. Gíslasonar við gröfina: eg get ekkí látið hjá liða, að þakka ykkur öllum, sem hjer eruð, fyrir alla þá mildu samúð sem þið hafið sýnt okkur í dag og undanfarna daga, og þá einkum fyrir allar ykk- ar góðu fyrirbænir. Við höfumi þurft á þeim að halda. OgýÞið munum þurfa ennþá meira á þeim að halda nú, þegar við kom- um heim, og ekki einu sinni kistumar eru þar lengur. En að jeg tek hjer til máls e.r fyrst og fremst vegna þess, að jeg er með skilaboð til ykkar frá konunni minni. Jeg minnist þess að oft sagði hún við mig, er hún hafði verið að starfi með einhverjum sem henni fjell vel við, að nú væri hún glöð því hún hefði fundið, að hann, eins og hún komst að órði, hafði gefið Jesú hjarta sitt, eins og hún sjálf hafði gert. Oft sagði hún,’ að það væri hugboð sitt, að andlát heunar myndi bera þannig að, áð líkkistan hennar gerði meira gagn, til þess að snúa hjörtum manna til Jesú, en hún nokkurntíma sjálf hefði getað megnað í lifanda lífi. Jeg vildi óska, og jeg ber hjer fram þá ósk fyrir hennar hönd, að þessi spá hennar megi rætast. Jeg var með þeim niðri í Tungnfljóti. Jeg hjelt, að jeg myndi líka deyja. Jeg hafði ráðrúm fil þess áð biðja fyrir mjer þarna niðri í fljótinu. Eins er jeg viss um, að þær hafa haft ráðrúm til þess. Jeg fól G-uði sál mína, og gerði það með fullkominni ró. En svo var mjer bjargað. Og ógnir mínar byrjuðu ekki fyrri en jeg stóð á bakkanum og vissi af þeim niðri í djúpinu. Það y^r ógurleg stuud. ,.Eitt sinn ekki fyrir löngu dreymdi mig þanh draum, að jeg hefði mist konuna mína, mist Guðrúnu Lárusdóttur frá mjer. Jeg vaknaði við það grátandi. Þá sagði jeg við haná. Það held jeg að jeg missi vitið, ef jeg missi þig, Guðrún mín. Þá sagði hún. Nei, ve.rtu öruggur, það kemur ekki fyrir. Þvert á móti. Þú færð styrk til þess að vitna um boðskap Jesú Krists við gröf mína. Og jeg hefi, Guði sje lof, fengið styrk til þess að flytja ykkur öllum, bæði þeim sem standa mjer fjær og þeim sem standa mjer nær, skilaboð hennar,. um hugboð hennar, áð andlát hennar g&rði boðun fagnaðarerindisins meira gagn, en hún sjálf, Guðrún Lárusdóttir, gat gert í lifanda lífi. Guð blessi ykkur öll. Sjálfstæðismenn bera kistu frú Guðrúnar Lárusdóttur frá kirkju. Forkaupsrjetti hafnað. Bæjar ráð hefir hafnað forkaupsrjetti að erfðafestulandi Sogabletti 16 með húseigninni Sogalundur fyrir 12 þús. kr. Minningarspjöld fríkirkjusafnað- arins í Hafnarfirði fást hjá síra Jóni Auðuns, Jóni Matthiesen, Steinunni Sveinbjarnardóttur og í Rvík hjá frú Lilju Kristjánsd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.