Morgunblaðið - 30.08.1938, Blaðsíða 5
l»riðjudagur 30. ágúst 1938:
MORGUNBLAÖIÐ • )
JHútQtœUaðlð
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk.
Ritstjðrar: Jðn Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrg8armaBur).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjðrn, auglýsingar og afgrelBsla: Austurstrœtt 8. — Sfml 1*00.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuBt.
í lausasölu: 15 aura eintaklB — 25 aura meB Leabök.
ÚTVARPSSTJÓRAMÁLIÐ
Verslunarráð íslands þátt-
takandi í Alþjóðaverslunar-
ráðinu í París
Frjáls innflufnÍDgur,
lækkað voruverð
Oddur Guðjónsson segir frá utan-
ferð, skipulagi verslunarráða o. fl.
Morgunblaðið hefir frá upp-
hafi krafist þess, að út-
varpsstj óramálið fengi full-
komna rannsókn. Dómsmálaráð-i
herrann hefir í greinum þeim,
,sem hann hefir skrifað, eða
skrifa látið, í málgagn sitt,
haldið því fram mjög eindregið
,að málið verði að upplýsast. —
l»að, sem milli hefir borið í
fjessu efni er þetta: Morgun-
hlaðið hefir haldið því fram, að
rnálið verði ekki fyllilega upp-
lýst nema með opinberri rann-
sókn. Ráðherrann hefir hinsveg-
.ar haldið því fram, að meið-
yrðamálshöfðun útvarpsstjóra á
hendur starfsstúlkunni, mundi
.leiða til sömu niðurstöðu.
Nú skýrir dagblaðið Vísir frá
því í gær, að ritstjóra þess hafi
horist sáttakæra frá Jónasi Þor-
hergssyni. Jafnframt segir blað-
ið: „Samkvæmt upplýsingum,
sem Vísir hefir fengið frá góð-
um heimildum, hefir útvarps-
stjórinn ákveðið að fresta, eða
láta falla niður með öllu, mál-
;sókn á hendur Jórunni Jónsdótt-
ur til þess að ekki verði unt að
nota þær upplýsingar, sem
'kynnu að fást í því máli í meið-
yrðamálinu gegn Vísi“.
Sje það rjett, að útvarpsstjór-
inn hafi jafnvel ákveðið, að
láta niður falla málssókn gegn
Jórunni Jónsdóttur, hvernig ber
þá að skilja það? Ekki virðist
nema um tvent að gera. Annað
hvort það, að útvarpsstjórinn
hefir gugnað við að fara í mál
við stúlkuna, ellegar að ráð-
herrann hefir að athuguðu máli
ákveðið að fyrirskipa opinbera
jrannsókn.
lEins og á hefir verið bent,
har ráðherra í upphafi að fyrir-
skipa opinhera rannsókn í mál-
inu. Sú krafa fellur ekki niður,
heldur verður því brýnni við
’það, að útvarpsstjórinn virðist
ekki einu sinni treysta sjer til
áð fara einkamálsleiðina. Og þó
er vitað, að það er einmitt ráð-
herrann, sem krafðist þess, að
hann færi þessa leið. Málssóknin
gegn Vísi verður ekki skoðuð
sem annað en markleysa, með-
an ekki er höfðað mál út af
þeim ákærum, sem blaðið bygg-
ir ásakanir sínar á.
Sú braut, sem nú er lagt á, er
síst til þess fallin að styrkja
málstað útvarpsstjórans. Það
hlýtur ráðherrann að skilja. En
það er fleira, sem fram hefir
komið í þessu máli, sem gerir
það að verkum, að almenningur
krefst þess að fullkomin rann-
sókn fari fram.
Málgagn ráðherrans og út-
varpsstj. hefir birt langt mál
um ,,þátt meðhjálparanna“. Þar
er því haldið fram, að tveir af
starfsmönnum útvarpsins hafi
gert samsæri gegn húsbónda
sínum og notað sjer hrekkleysi
17 ára stúlku til þess að koma
undirróðri sínum áleiðis. Þessir
menn hafi alls ekki viljað að
málið upplýstist, því þeir hefðp
hugsað sjer að nota þær ákærur,
sem fram hafa komið í „bak-
tjaldahernaði“ gegn útvarps-
stjóranum.
Sú leið, sem nú er farin, virð-
ist því fullu samræmi við vilja
samsærismannanna. Morgun-
blaðið hefir spurt og spyr enn:
Hverjir eru þessir menn? Mál-
gagn útvarpsstjórans hefir
hliðrað sjer við að nefna nöfn
þeirra. Hversvegna?
Það er alveg sama frá hvaða
hlið er litið á þetta mál: Opin-
ber rannsókn er óhjákvæmileg.
Starfsmaður ríkisins liggur und-
ir ákæru fyrir það, að hafa
misbeitt stöðu sinni á alveg
óvenjulegan hátt. Tveir undir-
menii hans liggja enn fremur
undir opinberri ásökun um að
hafa gert samsæri gegn hús-
bónda sínum.
Hjer á í hlut víðtækasta
menningarstofnun þjóðarinnar.
Virðing þeirrar stofnunar er
teflt í voða, ef mál þetta er
ekki upplýst sem frekast eru
tök á. Sje útvarpstjórinn sýkn
saka, á hann heimtingu á upp-
reisn. Þá uppreisn getur hann
ekki fengið með málshöfðun
gegn Vísi. Allir sjá, að sú máls-
höfðun er ekkert nema kák,
meðan sakaraðiljar, sem að
dómi málgagns hlutaðeigandi
ráðherra, eru tveir starfsmenn
útvarpsins, eru ekki látnir sæta
ábyrgð.
Það er þess vegna alveg sama
hvernig á málið er litið. Ráð-
herrann getur ekki skorast und-
an opinberri rannsókn þess.
Umræðuefnið í dag :
Esja seld.
Meðal farþega á Brúarfossi til
útlanda á laugard.: Frú Samúels-
son með 2 dætur, frú Anna Kl.
Jónsson, Helgi P. Briem og frú,
Sveinn Sigurðsson og frú, Gott-
fred Bernhöft, Jón Bjarnason,
Ragnar Jónasson, Guðl. Rósin-
kranz, Árni Hafstað, Vilhj. Guð
mundsson, Hallur Hallsson, Sig.
Jóhannsson, Anna * Þórarinsdóttir,
Anna Pjeturss, Ragnheiður Kvar-
an, Hulda Sigurðardóttir, ungfrú
J. Bíldfell, Mrs. Daníelsson, Klem-
ens Tryggvason, Guðni Guðjóns-
son, Sigurður Þórarinsson, Atli
Árnason, Ásgeir Júlíusson, Rögn-
valdur Þorkelsson, Agnar Tryggva
son, Erlendur Konráðsson, Stefán
Björnsson, Björn Bjarnason, Hans
P. Petersen, Gísli Gíslason, Her-
mann Einarsson, Páll Sigurðsson,
Þorbjörn Sigurgeirsson, Hallgr.
Helgason, Jóharm Eyjólfsson,
Björn Iljaltested, Júlíus Sigur-
jónsson, Þorv. J. Júlíusson, Sig.
Sigurðsson, Jón A. Skúlason,
Styrmir Proppé og fjöldi útlend-
; inga.
Oddur Guðjónsson skrif-
stofustjóri Verslunar-
ráðsins kom heim fyrir
nokkrum dögum úr utanför
sinni. Hann fór að heiman
í miðjum maí. Hann hefir
farið um Norðurlönd, Þýska-
land, Belfííu, Frakkland og
England. Hann fór þessa
ferð í erindum Verslunar-
ráðsins. Tíðindamaður blaðs-
ins hafði tal af honum í gær,
o.a: spurði hann um ferð hans
og erindislok.
Erindi mitt í ferð þessari, segir
Oddur, var, að kynua mjer starf-
semi verslunarráða og annara fje-
laga kaupsýslumanna, verslunar-
löggjöf þjóðanna, gjaldeyrismál o.
þessh, og hvernig samvinnu er
hagað milli verslunarráðanna og
ríkisstjórnanna. Um leið var það
og erindi mitt að komast í per-
sóuuleg kynni við ýmsa áhrifa-
menn á sviði verslunarmála og
starfsmenn verslunarráða í ná-
grannalöndunum. Á ferð minni
heimsótti jeg alls nál. 40 verslun-
arráð og aðrar stofnanir kaup-
sýslumanna.
Undanfarin ár hefir Verslunar-
ráð íslands haft brjefaviðskifti við
ýms verslunarráð, þó samvinna og
kynning hafi ekki verið eins náin
og æskilegt væri.
Starfsemi
verslunarráða-
Um starfsemi verslunarráðanna
alment má í stuttu máli segja það,
að hún er mikið fjölþættari en
starfsemi Verslunarráðs íslands er
ennþá. Ríkisstjórnirnar nota sjer
yfirleitt mikið þá faglegu þekk-
ingu í verslunarmálum, sem versl-
unarráðin geta látið í tje. Þetta
hefir að vísu breyst hjer nokkuð
á síðustu árum, þannig að ríkis-
stjórnin hefir leitað meiri upp-
lýsinga um verslunar- og viðskifta-
mál til Verslunarráðsins en áður
var.
Fyrirkomulagið ytra er yfirleitt
svo, að verslunarráð eru starfandi
í hverri borg, sem nokkuð kveður
að. En í þeim löndum sem jeg fór
um, eru þau alveg sjálfstæð og
óháð ríkisstjórninni, nema í Frakk
landi og Þýskalandi.
í Englandi er fyrirkomulag og
samband verslunarráðanna einná
fullkomnast, nær verksvið hvers
verslunarráðs yfir ákveðið svæði
af landinu. Þau eru öll í sambandi
sín á milli, er heitir „Association
of British Chambers of Commerce".
Þetta samband verslunarráðanna
er í mjög náinni samvinnu við
„Board af Trade“ eða verslunar-
ráðuneyti Breta.
Nákvæmt
upplýsingastarf.
Eitt aðalverkefni verslunarráð-
anna bresku og sambands þeirra,
er að safna saman hinum nákvæm-
ustu skýrslum og upplýsingum um
öll viðskifti sem bresk firmu reka
og hafa með höndum, ekki síst við
erlendar þjóðir, og gæta hagsmuna
kaupsýslumanna á sviði löggjafar
og atvinnumála.
Hver fjelagsmaður verslunarráð-
anna skýrir sínu verslunarráði frá
öllu því helsta sem fyrir hann ber
á viðskiftasviðinu, t. d. þegar sala
miiikar til einhverrar þjóðar á
einhverri vörutegund, sem liann
verslar með, hvernig á sölutregð-
unni stendur, eða hver vandkvæði
hann finnur á viðskiftum við þetta
eða hitt firma, eða einhverja á-
kveðna þjóð. Þessar upplýsingar
og skýrslur, sem safnast sífelt til
verslunarráðanna, eru síðan send-
ar sambandi verslunarráðanna, er
samræmir þær, svo þar er ávalt
fyrir hendi heildarmynd af nýj-
ustu reynslu breskra kaupsýslu-
manna um viðskifti þeirra við
hvern sem er. Heildarskýrslurnar
sendir samband verslunarráðanna
svo til verslunarráðuneytisins, þeg-
ar t. d. á að gera verslunarsamn-
ing við einhverja þjóð, eða taka
ákvarðanir um viðskifti hennar við
Breta, ákveða lántökur eða þessh.
Fullkomin skrá er fyrir hendi
yfir öll fyrirtæki í landinu, þar
sem sundurgreint er, livaða fyrir-
tæki hafi viðskifti við liverja þjóð.
Þegar Bretar gera verslunarsamn-
inga .við erl. þjóðir fá öll fyrir-
tæki, sem liafa viðskifti við við-
komandi þjóð svo kveði að, tæki-
færi til þess að bera fram tillögur
sínar viðvíkjandi hinum væntan-
legu samningum, og um það, hvað
hægt sje að gera, til þess á hag-
anlegan hátt fyrir Breta að greiða
fyrir viðskiftum við þjóð þessa.
Vegna þessa fasta sambands
allra kaupsýslumanna í Englandi
er breskum stjórnarvöldum ákaf-
lega vel kunnugt um viðskifti og
hag allra þjóða er Bretar skifta
við. Á það við okkur íslendinga
sem aðra.
Það ber stundum á því, að menn
halda hjer á landi, að þeir geti
eitt og annað í viðskiftum við er-
lend fyrirtæki, án þess að um það
vitnist nokkuð verulega. En þetta
er á fullkomnum misskilningi
bygt. Undir eins og eitthvert t.
d. breskt fyrirtæki hefir ástæðu
til þess að kvarta undan viðskift-
um við einhvern lijerlendan mann
eða, fyrirtæki, þá má búast við
því, að fregnin um þá óánægju
fljúgi víða, sje hún á rjettmæt-
um röltum bygð.
Ríkisstjórnir
og verslunarráð.
Þó verslunarráðin sjeu alveg
frjálsar stofnanir og stjórnarvöld-
um óháðar, þá dettur ríkisstjórn-
um nágrannaþjóðanna ekki í hug
að ganga framhjá þeim, þegar um
samningagerð er að ræða viðvíkj-
andi viðskiftum við aðrar þjóðir,
eða önnur mál eru á döfinni, er
snerta verslun þjóðarinnar, þá not-
færa þær sjer ávalt þá faglegu
þekkingu, sem verslunarráðin geta
í tje látið, og hafa jafnan á reið-
um höndum. Þetta er svo í þeim
löndum, svo sem eins og í Nor-
egi og Svíþjóð, þar sem kaup-
mannastjettin fylgir yfirleitt ekki
stefnu stjórnarinnar og styður
hana ekki í landsmálum:.
Það er ekki þar með sagt, að
ríkisstjórnirnar fari altaf eftir
því, sem verslunarráðin leggja til.
En að gefa þeim kost á að bera
frarn tillögur sínar og sjónarmið
er talinn alveg sjálfsagður hlutur.
Verslunarráðum þessara þjóða
er einnig falið að ynna ýms störf
af hendi, svo sem að staðfesta
upprunaskírteini á vörum, eftir-
lit með skrásetningú á firmum o.
m. fl.
Þátttaka í Alþjóða
verslunarráðinu.
I ferð þessari gekk jeg frá því,
að Verslunarráð íslands yrði þátt-
takandi í „Alþjóða verslunarráð-
inu“ í París. Fram til þessa tíma
var Island eina landið í Evrópu,
sem ekki var meðlimur þess.
Það er hægt að haga þátttöku
sinni í þessari stofnun með tvennu
móti. Með því að Verslunarráðið
hjer yrði sjálfstæður fjelagi, ell-
egar þannig, að skipuð sje eins-
konar landsnefnd, sem sje bein-
línis þátttakandi í Alþjóða versl-
unarráðinu. Ef svo er, þá hefir
þátttakan á sjer opinberan blæ.
En slík þátttaka er kostnaðar-
söm, enda hefir hún ekki verið
undirbúin lijer. Því var farin
hin leiðin, sem er fyrirhafnar-
minni, að Verslunarráð íslands
er þátttakandi í ráði þessu.
Alþjóða verslunarráðið var stofn
að árið 1919. 51 þjóð eru þátttak-
endur í ráðinu. En af þeim eru
■33 þjóðir, sem: hafa hina meiri
þátttöku, og hafa þessar þjóðir
yfir 75% af allri milliríkjaversl-
un í heiminum.
Þetta er ópólitísk stofnun, sem
lætur sig engu skifta innanríkis-
mál hverrar þjóðar fyrir sig. Eru
öll viðskiftamál rædd þar á al-
þjóðlegum grundvelli.
Tilgangur:
Að auka viðskiftin.
Tilgangur ráðsins er sá, að
greiða yfirleitt fyrir milliríkja-
verslun. Er að því unnið á marg-
víslegan hátt. Hafa tillögur ver-
ið gerðar á fundum ráðsins og
FRAMH. A SJÖTTXJ SÍÐB.