Morgunblaðið - 30.08.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.1938, Blaðsíða 6
6 M 0 R G U N B L A Ð I Ð Þriðjudagur 30. ágúst 1938. | ÚR DAGLEGA 1 LlFINU D r □ □ □ B □ ooaoaoanooda Þeir, sem gengu um Miðbæinn á kvöldin í fyrri viku, gátu ekki komist hjá að veita því eftirtekt, að Dóm- kirkjan, þ, e. a. s., sú hlið hennar, sem veit að Kirkjustraati, var böðuð í skæru ljósi, sem var með alt öðrum iitblæ en venjuleg götuljós. svo bygg- ingin stóð í einskonar töfrabjarma. Lítið bar á því, hvaðan Ijósaflóð þetta kom, sem heltist yfir kirkjuna. En þegar að var gætt, sást að á ljós- keisstaur, sem stendur við Austurvöll, á homi Kirkjustrætis og Pósthússtræt is hjekk lampi neðan við götuljósiS, tneð skerm sem bendir l jósinu að kirkj- gnni. Auglýsingaljós eins og þetta var fyrst sýnt á slökkvistöðinni. Slík ljós eru víða notuð erlendis, til þess að beina athygli fólks á kvöldin að ákveðnum stöðum. Ljósaútbúnaður þessi er sagöur vera ódýr. Og rafmagnseyðsla þessa lampa er tiltölulega lítil. Sennilega fara einhverjir að athuga möguleikana á því, að nota slík auglýsingaljós hjer. En skelfing væri það æskilegt, að menn fyndu ekki upp á því, er fram í sækir, að „uppljóma“ þannig einhver afkáralegustu hús bæjarins. ★ Jeg hefi oft verið að spyrja menn að því á síðustu árum, sem jeg hefi prðið samferða yfir Hellisheiði, hvort þeim fyndist ekki að meiri gróður væi'i nú á heiðinni, en fyrir tiltölulega fáum árum síðan. Allir, sem jeg hefi orðað þetta við, eru á sömu skoðun um það, að gróður hafi farið þar ört vaxandi hin síðustu ár. Ef þessi athugun er rjett, þá er að vita. hvort þetta stafi af því, að sumrin hafi verið með hlýrra móti, ellegar beinlínis af því, að gróður þessara hrauna er kominn á það stig, að hon- um miðar ört áfram. • En eitt er víst, að mjög væri það fi'óðlegt ef til væru 10—20 ára gaml- ar mælingar, nákvæmar athuganir eða jafnvel ljósmyndir af ákveðnum gróð- urblettum í heiðinni, svo hægt væri að gera öruggan samanburð á gróðrinum eins og hann var þá og eins og hann er nú. Svona athuganir á lífinu úti í náttúr- unni, ættu skátarnir okkar að taka icr fyrir hendur í íitilegum sínum. ★ Nú í dag byrjar sumarslátrun hjer í Reykjavík. Skyldu reykvískar hús- mæður ekki taka sig til og sjá um að öll slátur gangi hjer út á þessu hausti, og bæjarbúar njóti í vetur til fulls hins holla og góða sláturs, sem fróðir . menn segja, að sje með allra heilsu- samlegasta mat? * Það hefir færst mjiig í vöxt á síð- ustu tímum, að bæjarbúar velta ýmsu fyrir sjer. Sumir bókstaflega háfa það ‘ sjer til dægrastyttingar. Og ýmsir eru , svo hugulsamir að senda „undirrituð- um“ eitt og annað af því tagi. Maður, sem var að hugsa um að vkoma sjer upp refabúi, fór t. d. að velta því fyrir sjer hvort loðdýrarækt gæti gefið snöggan arð. Svo var aftur annar, sem lmgsar mikið um heimspólitíkina, hann var að velta því fyrir sjer, hvort Þjóðverj- ar hefðu leyfi til að borða gyðinga- kökur. Einn var að velta því fyrir sjer hvort menn gætu dregið ýsur á síld. • Og enn atinar velti því fvrir sjer - h ngi, hvort Skoti myndi selja eða gef'a rpp öndina. TRÚIN Á SÍLDINA. Khöfn í gær. FÚ. Norskir síldarútvegsmenn hafa ákveðið að láta reisa nýjar síldarverksmiðjur ein- hversstaðar við miðjan norður- Noreg. Hefir verið stofnað hlutaf.je- lag í því skyni og er hlutafje hinnar væntanlegu verksmiðju 1/2 miljón króna. Minningarofð um Jón Þórðarson T dag verður í Hafnarfirði til moldar borinn, einn af elstn íbúum þess bæjar og um leið ein- hver vinsælasti maður þess bygð arlags og víðar, þar sem hann var þektur. Jón Þórðarson var fæddur að Holtakoti í Biskupstungum 15. mars 1854. Faðir Jóns yar Þórður Jónsson frá Syðri-Reykjum, en móðir hans Sesselja Þórðardóttir frá Torfastöðum í sömu sveit og bjuggu foreldrar Jóns lengst af á Syðri-Reykjum, merkis og sæmd- ar hjón þeirrar tíðar. Þar ólst Jón upp með foreldrum sínum til þrí- tugs aldurs, en fluttist 1883 með móður sinni, sem þá var orðin ekkja, til Reykjavíkur og þaðan ári síðar að Illiði á Álftanesi. Á Illiði bjó Jón í 15 ár og framan af þessum árum gerði bann stundum út fleiri 6 manna för og var jafö an formaður, á þeim árum setp flest urðu sjóslysin hjer við Faxa- flóa, en aldrei hlektist Jóni á í sinni formannstíð, enda var hann með afbrigðum aðgætinn og hand- takafljótur á þeim árum, því hefi jeg heyrt viðbrugðið. Á þessum búskaparárum sínum á Hliði, gegndi Jón ýmsurn syeitarstörf ■ um bæði í sýslu og skólanefnd og lengst af hreppsnefndaroddviti og fórust honum öll þessi. störf prýði- lega úr hendi, til bjargar og heilla fyrir sveit sína. Það taldi Jón erfiðustu ár æfi sinnar, áð ráða fram úr og bjarga öllum þeim fátæklingum sem þá bjuggu á Álftanesi. Þar var þá fjöldi þurra- búða, eða um fimm sinnum fleiha fólk en þar er nú og voru þá harðindaár og fiskileysi. Naut Jón þar sem. annarsstaðar transts og vinsælda og greiðist þá jafnan betur úr öllum vandræðuiri. Tjpi aldamótin fluttist Jón til Hafnar- fjarðar, leigði fyrsfu tvö árin, en reif svo niður og flutti hingáð i sitt gamla hús á Hliði' og bvgði það upp hjer. Það hús hefir iiu staðið í Hafnarfirði nær 36 ár ög jafnan verið hið öruggasta skjóls- hús hverjum sem að garði hefir borið. Þar var húsfreyjan engu síðri til hjálpar og hollra ráða hver sem í hlut átti, enda muím margir aðkomumenn og aðrir sem hjálpar þurfa, s.já skarð fyfir skildi, þegar Guðrún ög JóriÍá Hliði í Hafnarfirði eru bæði horf- in hjeðan. Jón Þórðarson kom til mín ljÓ4 og vann hjá mjer, samtals 8 ár, eða þar til jeg seldi verksmiðjn mína og fluttist a-ð Setbprgi. Vann hann hjá mjer við afgreiðslú á timbri og hafði alla reiknings- færslu á hendi, því Jón skrifaði prýðilega og var ipiög rejknings- glöggur. Iíann var hjá mjer fyrsti komu margir til Jóns og var þess tíma oft minst síðar. Jón var einn af þeim sem keyptu af mjer verk- smiðjuna*o|f vafín við „Dverg“ í 5 ár, en, rak síðan uni 10 árahil verslun fyrir eigin reikning, í lít illi búð í hnsi sem hann bvgði rjett bjá Hliði, en varð þá að hætta vegna heilsubilunar, sjer- staklega sjóndepru. Eftir 1914, eða þegar Fríkirkju söfnuðurinn var stofnaður hier í i ' • v • Hafnarfirði og kirkjan bygð, var aðal áhugamál, hugsun og starfi Jóns Þórðarsonar, að sjá þeim fje- lagsskap borgið bæði andlega og fjárhagslega. Mjer er óhætt að fullyrða að enginn maður hefir iinnið af jafn mikilli alúð og ó- sjerplægni, með óþreytandi vilja og ráðsnild sem aldrei brást til síðustu stundar, eins og hann gerði á þessum árum, þar til kraft- ar líkamans voru að þortum komn ir. Jeg er viss um að sál Jóns verður jafnan hin lýsandi stjarna Fríkirkjusafnaðarins í Ilafnarfirði um ókomna tíð og sem söfnuður- iiin ávalt mun minnast nieð hlýj- um huga og þakklæti. Það á að ljetta verkin og starfann til sig- 111-8 fyrir þennan söfnuð, því á þann liátt verður minning Jóns Þórðarsonar best heiðruð. Jón var formaður safnaðarstjórnar um 20 ár og síðast heiðursfjelagi í stjórn. Jón Þórðarson var að eðlisfari fáskiftinn alþýðumaður, sem á engan hátt vildi hafa sig í frammi í opinberum málum, nema þegar áhugamál hans þurftu stuðnings með, en þá var líka með djörfung og dugnaði fylgt eftir. Hann var bjargfastur og drenglundaður Is- lendingur, sem í fylsta ináta vildi leggja ættjörð sinni lið, til sjálf- stæðrar þróunar á íslenskri menn- ingu. Var áhugamaður fyrir öllum umbótum til lands og sjávar sem miðuðu til þjóðþrifa, enda hafði hann skýra og góða hæfileika til athugunar á hvaða sviði sem var. Hann var gleðimaður og hafði sjérstaka hæfileika til að haída uppi saklausri og hreinni gleði þegar hann kom saman með kunn- ingjum sínum á hestbaki. Þá var jafnan stefnt til fjallanua, vfir liolt og hæðir riðið og svo áð á grænni grund og glösum klingt. Þa Var Jón Þórðarson gleðinnar vinur og gladdi með sinni Ijettu og greindu sriild, sem við munum lengi nmna. Hann elskaði íþróttir og söng, songinn í frjálsu fjalla- loftínu. Jón Þórðarson giftist eftirlif konu sinni Guðrúnu Magn- úsdóttur frá Þóroddsstöðum á Vatnsleysuströnd, árið 1885 og eignuðust þau eitt stúlkubarn, er fæddist andvana. En þau bafa alið (úpp og fóstrað sem sitt eigið barn Guðrúnu Eiríksdóttur, konu Ólafs Þórðar^.onar skipstjóra í Hafnar- firði og sein ábyggilega ber ást og virðingu fyrir þeim báðu.m, svo {sem góðri dóttur sæmir við for- { ehlra sína. Þórsbergi. 30. ágúst 1938. Jóh. J. Reykdal. rafljðsavörður íslands, í lífHli anúi kompu við verksmiðjuna. Þangað Tilgangur Alþjóða versl- unarráðsins FRAMH. AF FIMTU SÚÐU. sendar öllum ríkisstjórnum, að taka upp þá stefnu, að auka milli- ríkjaverslunina. Á fundum ráðsins koma fram skoðanir kaupsýslumanna hvaðan- æfa úr heiminum, og uppástung- iir um það, hvernig verslunin verði aukin og gerð sem affarasælust fyrir þjóðirnar. Þar koma og fram tillögur við- víkjandi atvinnulífi og fram- leiðslu. Þá vinnur ráðið að því að sam- eina ýms verslunarhugtök, að greiða fyrir samgöngum o. fl. 0. fl. Hefir starfsemi þessi borið mikinn árangur á ýmsum sviðum. Tvímælalaust getum við Islend- ingar á margvíslegan hátt haft mikið gagn af því, að taka þátt í þessum aíþjóðasamtökum. Við fá- nm m. a. með þessu móti betra tækifæri en áður til þess að fylgj- ast með því sem gerist á sviði heimsverslunarinnar, getnm feng ið greiðar upplýsingar um versl- unarlöggjöf og annað, sem við þurfmu á að halda. Og við getum á þessum vettvangi komið fram ýmsum málum vorum. Ef t. d. að einhver vörutegund, eins og síld eða annað, er selt sem íslensk framleiðsla, en er það ekki, þá er leið gegnum starfsemi alþjóðaráðsins að fá því kipt í lag, að ekki sje annað selt undir ísl. merki en það, sem íslenskt er. En það tekur vitanlega tíma að kippa slíku í lag. Frjáls innflutn- ingur lækkar verðið. I Danmörku kynti jeg mjer m- a. gjaldeyrismál og innflutnings- mál, og hvernig þeim er fyrir komið undir stjórn sósíalista þar. Danir stefna nú eindregið að því, að afnema smátt og smátt innflutningshöftin hjá sjer. Þeir fjölga þeim vörutegundum, sem gefnar eru frjálsar. Yfirleitt virð- ast menn sammála um það þar, að haldið verði áfram á þessari braut. Nýlega voru nokkrar vöruteg- undir gefnar frjálsar til innflutn- ings í Danmörku. Hafði það þau áhrif, að skömmu síðar lækkaðí útsöluverð þeirra um 30—40%. Jafnvel þau dönsk blöð, sem fraim til þessa hafa verið hlynt höftun- um, urðu til þess að birta dæmi um þessa gífurlegu verðlækkun, er stafaði af því, að vörurnar höfðu verið gefnar frjálsar. 1 Englandi kynti jeg mjer h». a. breytingar þær, sem þar hafa verið gerðar á samvinnulöggjöf- inni, en þær breytingar eru all- verulegar, og snerta aðallega skattaákvæði laganna. í Þýskalandi fjekk jeg m. a. tækifæri til að kynnast fyrirkom* lagi gjaldeyrismálanna þar, og öðrum málum viðvíkjandi fyrir- komulagi verslunar, svo sem verð- lagseftirliti, upplýsingastofum fyrir útflutningsverslunina, sen» vinna stöðugt að því að greiða fyrir þýskum útflutningi og fyr- ir sölu á þýskum afurðum. MEISTARAMÓTIÐ. FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. fimm. Kepni var mjög hörð í þessu hlaupi. Gunnar Sigurðsson (I. R.) hafði forystuna fyrstu 600 metrana, en þá komst Ólafur Sím- onarson (Á.) á hlið við hann og fylgdust þeir að rjett að markinu, en þá tókst Gunnari að skjótast frarn ur aftur. Þegar 200 m. voru eftir voru þeir Sigurgeir Ársæls- son ~(Á.) og Einar Guðmundsson (K. R.) nokkru á eftir þeim Gunn ari og Ólafi, en á úrslitasprett- inum drógu þeir ört á þá og tókst Einari alveg við markið að kom- ast ca. y~2 m. fram úr Ólafi. Úr- slit: Meistari Gunnar Sigurðsson (í. R.) 2 mín. 10.3 sek. 2. Einar Guðmundsson (K. R.) 2 úiín. 10.5 sek. 3. Ólafur Símonarson (Á.) 2 mín. 10.5 sek. Á morgun kl. 6.30 verður kept í 4x100 m. boðhlaupi og 10 km. kappgöngu. Knattspymukappleikur milli Starfsmanna verslnnarinnar „Mál- arinn“ og Lakk- og málning- arverksmiðjunnar „Harpa" fór frarn í gærkvöldi og vann „Mál- arinn“ með 7:1. Skemtiferð til Bildudats í sambancli við opnun atvinnufyrirtækjanna á Bílductal og mót Sjálfstæðismanna þar 4. sept. hefir e.s. Gullfoss verið fenginn til að fara þang- að skyndiferð. Lagt verður af stað hjeðan laug- ardaginn 3. sept. kl. 6 síðd- stundvíslega og kom- ið til Bíldudals árdegis á sunnudag. Frá Bíldu- dal fer skipið aftur kl. 9 síðd. á sunnudag og kemur hingað á hádegi mánudag 5. sept. Skipið kemur við á Patreksfirði í báðum leið- um vegna farþega. Farmiðar seldir á skrifstofu undirritaðs, sími 2684, verð kr. 20 á I. farrými, kr. 15 á II- far- rými báðar leiðir. Notið þessa ódýru og fljótu ferð til að skoða Vesturland. GÍSLI JÓNSSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.