Morgunblaðið - 03.09.1938, Síða 4

Morgunblaðið - 03.09.1938, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. sept. 1938. GuilfossogGeysir Hin dásamlega og velþekta skemtiferð um Grafning til Gullfoss og Geysis verður farin n.k. sunnudag kl. 9 árd. Fargjöld ótrúlega lág. S i m i 1580. Steindór. Skemtifundur að EiOi. verður haldinn á morgun kl. 3y2 e. h. Landsmálafjelagið Yörður stendur fyrir skemtuninni. DAGSKRÁ: 1. Samkoman sett: formaður fjelagsins Guðm. Bene- diktsson. 2. Ræðumenn: Valtýr Stefánsson ritstjóri, Guðm. Ás- björnsson, forseti bæjarstjórnar. 3. Lúðrasveitin Svanur, undir stjórn Karls Runólfs- sonar tónskálds, spilar. 4. Glímuflokkur úr Ármanni sýnir listir sínar. 5. Dans: Bernburgshljómsveitin spilar. Allir Sjálfstæðismenn velkomnir. Sími 1960. ! LITLA BILSTÖ9IN Er ÐobknO rtðr. Opfn aflan eéfeikringimi. AUIIUR að Hveragerð* og Ölvesá til Stokkseyrar og Eyrar- bakka í dag kl. 10 ’/2, kl. 6, kl. 7 y2 síðd. Á morgun, sunnudag, kl. 10‘/2, kl. 1Y2, kl. 6, kl. 7!/£. IUBUR til Keflavíkur og Sandgerðie kl. 1 á hád. og 7 síðd. Til Grindavíkur kl. 7>/2 «íðd. NORBIR til og frá AKUREYRI alla mánudaga, þriðjudaga, fimtudaga. X I L ÞIIGVALIA alla daga oft á dag. Sfimi 1580. STEINDÓR AHir vilja aka í Steindórs fögru og traustu bifreiðum. Umferðarmálin: „Ástandið hið hörmulegasta“ Einstæð vertíð Færeyinga við ísland Færeyskir fiskimenn segja að alveg óvenjnlega mikill handfæraafli hafi verið fyrir Vest- fjörðum í surnar. Gamall maður á einu færeyska skipinu, sem stund- að hefir sjó frá barnsaldri, segist ekki muna önnur eins aflabrögð og í sumar, aðallega út af Dýra- firði og Önundarfirði. Eftir þessu hefir sumarvertíð færeysku skipanna hjer við land verið alveg einstæð. Færeyingar segjast fá fyrir afla sinn 32 aura fyrir kg. upp úr skipinu heima í Færeyjum. A VestfjörSum, t. d. í Bolungavík, hafa aflabrögð verið óvenjulega góð í sumar, og fiskurinn veiðst uppi viö landsteinana. T. d. hafa Bolvíkingar hlaðiS báta sína af rígaþorski inn á Hesteyrarfirði. Ata hefir gengið mikið inn á Vest- firðina og er ekki nokkur vafi á því að hin miklu aflabrögð standa í ,sam- bandi við hana. ] sambandi við frystihúsiS á Flat- eyri hefir veriS tekin upp ný veiðiaS- ferS, sem ekki hefir verið stunduð í mörg ár fvrir Vestfjörðum, en það er kolaveiði í lagnet. Danir stunduðu kolaveiðar á Vést- fjörðum, einkum á Onundarfirði, fyr- ir nokkrum áratugum, í tuttugu ár samfleytt frá 1884—1904 og fluttu afl- ann út hálfsmánaðarlega. Síðan lögSust þessar veiðar niSur. Nú eru Islendingar að taka upp veið- arnar, þar sem hraðfrystihúsið skapar skilyrði til þess að gera aflann verð- mætan. T. d. um afraksturinn má segja þessa sögu. A ÖnundarfirSi hefir einn maður, sem stundaS hefir veiSarnar á firðinum frá 20. júní, aflaS kola fyrir fullar þrjú þúsund krónur til þessa. — Verðmæti dagsaflans hefir verið 60— 90 krónur. Sjer til hjálpar hefir hann haft tvær dætur sínar, önnur tíu ára, en hin 11 ára. Hann hefir aldi-ei lagt nema 10 net í einu (hefir haft 20 í takinu og lagt 10 á víxl). Smálúðuveiðar á lóðir hefir verið mjög mikil fyrir vestan og meiri fiski- gengd en áður hefir tíðkast. En þar sem öll smálúðuveiSin fer í hraSfrystihúsin, má búast viS því, að lúðui-yklingur fari að verða sjaldgæfur. Áheit til Slysavamafjel. íslands frá Dulur 15 kr. Grömul skuld 30 kr. Bjarni Bjarnason 10 kr. Skip- verjar á Arinbirni Hersir á ís- fiskveiðum 30 kr. Einar Skúlason, Rvík 5 kr. Ónefndur 10 kr. S. Þ. Rvík 5 kr. Una 3 kr. Margrjet Sigurðardóttir Reykjavík 30 kr. Björn Guðmundsson, Vesturg. 34 15 kr. N. N. kr. 2.50. M. Rvík 5 kr. Sigr. B. 5 kr. N. N. 2 kr. Hans Meyvantsson Grímsstöðum 3 kr. Kona á Eyrarþakka 5 kr. Ast- hildur Sigurðardóttir Rvík 10 kr. B. G. Rvík 5 kr. ólafur Guðm. son Rvík 20 kr. S. Þ. 5 kr. — Kærar þakkir. — J. E. B. < Aostcrrstr. § símt 5652.Opið kl.11-12oq4-'3j aimast kaup otr sölu allra verðbrjefa. Eftir Ólaf Guðlaugsson Það er ekki hægt að komast hjá þeirri staðreynd, að ástand umferðamálanna hjer á landi, hefir á undanförnum árum verið, og er enn, hið hörmulegasta, hvað snertir alment öryggi. Má fullyrða, að umferðamenning sje hjer ekki til. Mjög lítið hefir ver- ið gert til þess að halda málum þessum í rjettu horfi, og eru allir aðilar þar sama marki brendir. Um umferðina hjer í Reykjavík er það að segja, að hinn öri vöxt- ur bæjarins, sainfara eun örari fjölgun bifreiða og reiðlijóla, hefir gert það að verkiun að við höfum dregist þarna aftur úr, og eins vegna hinnar miklu deyfðar, sem virðist ríkja um þessi mál, þá hafa ekki enn þær ráðstafanir verið gerðar, sem við eiga. Fólk alment skilur heldur ekki nauðsyn skipulegrar umferðar og nauðsyn varfærni í hvert sinn, sem farið er um götur bæjarins. Á jeg þar við bæði bifreiðastjóra, hjól- reiðamenn og gangandi fólk. Kæra flestir sig lítt um það hvernig þeir fara ferða sinna. ★ Aðalorsök þessa hörmulega menningarleysis tel jeg vera þá, að þeir, sem hjer eiga hlut að máli og sjá eiga um að alt gangi sem sómasamlegast, ná ekki sínum til- gangi. Dæmin eru deginum Ijósari. Á síðastliðnu vori gekst Um ferðaráð, með aðstoð Slysavarna- fjelags íslands, fyrir því að liafin var állveruleg starfsemi til þess að bæta úr verstu ágöllnnum. Var að síðnstu lialdin ,,Umférðavika“. Gekk alt að óskum og fólk yfir- leitt vaknaði til meðvitundar um það, að hjer væri um nauðsynja- mál að ræða og var ánægt með þær kröfur sem gerðar voru til vegfar- enda, enda, bar svo við að um- ferðin stórbatnaðí og slysum fækk- aði að sama skapi, bæði hjer í Reykjavík og einnig út um land. Vegna fjarveru og annríkis við önnur störf, urðu áðurnefndir að ilar að starfsemi þessari að sleppa hendi af henni um sinn. Var æt.1- ast til þess að lögreglan og þeir opinberij- hlutaðeigendur, sem launaðir eru til þess að sinna þess- um störfum, hjeldu áfram frekarí endurbótum, enda fyllilega sann- gjarnt að lofa þeim að fá svigrúm til þess að gera ini eitthvað af eigin ramleik. ★ Ekkert hefir samt verið frekar gert af hálfu bæjar eða lögreglu. í stað þess t. d. að fjölga þeim gangbrautum, sem gerðar voru í vor með málningu, liafa þær dvabh ast niður og sjást, nú ekki nema að litln leyti. Ekki er hægt um að kenna rigningu í sumar, eins og gert var í fyrrasumar. Nei, það er deyfð hinna háu herra sem hjer eru að verki. Að vísu er máln- ingin Ijeleg, en þó betri en ekkerþ Það mundi heldur ekki hæjarfje- laginu ofvaxið að láta húa til nokkur þús. stk. af götusaum. Öðru eins fje mun eitt hjer í bæ til þess sem ónauðsynlegra er, en að auka iiryggi bæjarbúa. Svo er enn annað atriði. Slíkt sem þetta að hyrja á þessu og sýna fram á nauðsyn þess og ágæti stutta stund og hætta svo við alt saman áður en varir. — Jeg þarf ekki að lýsa afleiðingunum. Þessu atriði er auðvelt að kippa í lag með því að láta nú þegar húa til áðurnefndan saum og láta hann koma í stað málningarinnar. ★ Steinar eru lijer á sumum gatna- mótum. Þejr kosta lítið, en gera mjög mikið gagn. Það vantar enn steina á mörg gatnamót. Er erfitt að skilja það hvers vegna þeir eru ekki settir niður, áður en stór- slys orsakast vegna þess að þeir eru þar ekki. Steinar þessir gera það að verkum, að greinilegt er, á hvern hátt á að „taka hornið“, koma í veg fyrir árekstur og svo hitt, að framúrakstur er útilok- aður, en það er ein liöfuðsynd bif- reiðastjóra, að aka fram vir á gagnamótufn. Það veldur of oft slysum hjer, til þess að liægt sje að loka augunum fyrir því. Ber nú að láta steina þessa allstaðar þar sem pláss er fyrir þá. ★ Eitt af því, sem dregur mjög úr því öngþveiti, sem mikíl um- ferð í þröngum götum orsakar, er takmörkun hennar t. d. með ein- stefnuakstri. Hvers vegna var ekki gerð tilraun með einstefnuakstur í Austurstræti um leið og hann var ákveðinn í Hafnarstræti? ★ Stöður einkabifreiða á götum bæjarins er óhæfa. Mun bæjarráð hafa gefið nokkrum mönnum sjer- leyfi til þess að hafa bifreiðar sín- ar í Pósthússtræti, þvert ofan í ákvæði lögreglusamþyktarinnar. Kirkjutorg er stæði einkabif- reiða. Þar hafa n\i í sumar stund- um staðið 3, þegar flestar hafa verið, en í Pósthússtræti oft helm- 'ingi fleiri, — engin suður með Al- þingishúsgarðinnm, en þar er lília stæði. ★ Mun jeg nú láta staðar numið að sinni, en bráðlega benda á fleira, sem íflaga fer, og leiðir því til lagfæringar. Rakarastofur bæjarins eru aft- ur opnar á laugardögum til kl. 7. Eimskip. Gullfoss er í Reykja- vík. Goðafoss er á Akureyri. Brú- arfoss fór frá Grimsby á bádegi í gær á leið til Khafnar. Detti- foss- kom til Huli í fyrrakvöld kl. 12, fer þaðan aftur í dag. Lagarfoss er á Akureyri. Selfoss er á leið til Leith frá Antwerp- en.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.