Morgunblaðið - 07.09.1938, Síða 4

Morgunblaðið - 07.09.1938, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 7. sept. 1938. HEIMILIH Látið blámin tala. Blóm og Avextir. Hafnarstr. 5. Sími 2717. Hvernig er stúlkan - sem er hrókur alls fagnaðar? Alstaðar, í samkvæmum, í íþróttafjelög-um, á vinnu staðnum og hvar sem er, er jafnan EIN, sem er hrókur als fa^naoar. f samanburöi viö hana ber lítið á h i n u m, þær hverfa meira eða minna í skug-gann hjá hemni. Hvað veldur ? Hvað hefir hún til brunns að bera, sem gerir hana öðrum frem- ur aðdáunarverða og skemtilega? Stúlkan, sem er jafnan hrókur als fagnaðar og alstaðar vel sjeð, er oft og tíðum ekki sjerlega fríð sýnum. En hún hefir ýmislegt við sig, sem gerir liana einkar við- kunnanlega: ★ Hún er fyrst og fremst frjálsleg og eðlileg í framkomu, laus við alla til tilgerð. Hún er ekki á nátam fyrir því að verða misskilin og dettur ekki í hug, að þessi eða hinn sje á móti sjer. * Hún er glöS og ánægjuleg á svip, þó að hún sje ekki í sjerlega góðu skapi eða skemti sjer ekki mjög vel. Hún veit, að fátt er hvimleiðara en fólk með fýlusvip, eins og því dauðleiðist, en manni geðjast ósjálfrátt vel að fólki, sem er glaðlegt ásýndum. ★ Hún kann þá list að hlusta; tekur vel eftir og fvlgisfc af áhuga með því, sem affrir haf'a að segja. Þessvégna þvkir hún skemtileg, þó að hún hafi ekki altaf orðið sjálf. ★ Hún á það öryggi, se)n fylgir því, að gera jafnan sitt ýtrasta í hverju sem er, hvort sem það snertir starfið, útlitið eða framkomu sína við aðra. Þegar hún iðkar íþróttir, spilar bridge, fer á skautum eða skíðum, þá getur maður verið viss um að finna hana í hópi þeirra, sem fremstir eru í flokki; því að hún gerir sjer það að metnað- armáli, að stunda það af kappi, sem hún á annað borð tekur sjer fyrir hend- ur. Það Ijómar af henni. Hún ljómar blátt áfram af hréysti og hreinlæti! Hún er ávalt snyrtileg til fara. Það stimir á hárið, sem er vandlega burstað og kembt, og andlitssnyrting hennar er Jítt áberandi og smekkleg. Hún vandar valið á litum, gætir þess, að þeir litir, sem hún notar, fari vel saman; og 'noti hún ilmvatn, hefir það sama angan og andlitsduft hennar og önnur fegurð- arlyf, svo að hún angi ekki af fleiri ilmtegundum í einu. ★ Síðasfc, en ekki síst, er hún vel til fara og smekkleg í klæðaburði. Þar gætir hún þess einnig, að vanda lita- valið; og hún er ekki smeik við að eiga fleiri flíkur í sama lit, ef hún að- eins veit, að sá litur fer henni hewt.. Iiún leggur ekki aðal áherslu á að kaupa ódýrt, heldur vandað, þar sem hún veit, að það marg borgar sig. Og hún legg- ur ríka áherslu á það, að kjóllinn, eða kápan, sem hún lætur sauma fyr- ir sig, fari vel. Kaupi hún tilbúin föt, gætir hún þess, að kaupa aðeins föt við sitt hæf'i, eins og þau væri ein- niitt saumuð fyrir hana. Og hiin gleym- ir aldrei þeinn höfuðreglu, að hafa föt sín smekkleg en óbrotin, laus við alt tildur. í París ganga stúlkurnar ekki mjög stnttklæddar, en margar ganga berhiifðaðar/og bursta hárið hátt npp á höfuð. Son}a Um nýju hattana og nýju hárgreiðsluna Hjer eru nokkur sýnishorn af nýjustu hausthöttunum, teikn. af SOjSÍJU, Frá vinstri: SPORTHATTUR úr skoteku efni. „TOQUE“-hattur með strúts- fjöðrum. „BÉRET“- frá Schiaparelli. „TRICORN“, „þríhymingur“, skreytt- ur fjöðrum. Frá tískufrjettaritara vorum. París, 12. ágúst 1938. PAÐ væri hægt að fylla marga dálka af tískufrjettum frá þeim tískusýningum, sem verið hafa í París undanfarið. En í þessari stuttu grein ætla jeg aðeins að gefa alment yfir- lit yfir hattatískuna í haust og vetur og tala nokkuð um nýju hattana. Þeir eru svo nýstárlegir, að jafnvel nýlegir hattar virðast gam- aldags hjá þeim. Nýir hattar — ný hárgreiðsla. Hpp og fram á við — eru þeir! Og sama er að segja um hárið. Hver einasta sýningarstulka á tískusýningum í Parísarborg er með þannig hárgeiðslu, að liárið er tekið npp í hnakkanum með hárkambi, og lokkunum safnað saman uppi á hvirfli. Þegar vetr- arkápurnar koma, með háu krög- unum, „toque“-hattarnir og litlu ,,þríhyrningarnir“ (sjá myndir), munuð þjer sannfærast um, að þessi fyrnefnda hárgreiðsla er eina greiðslan, sem hæfir þeim. ★ Flestir hattarnir eru úr flóka (filti), aðrir úr loðskinnum. Fæst ir þeirra ganga nokkuð niður á hnakkann, heldur er þeim tylt út í aði’a liliðina, frain á ennið — stundum næstum því niður að nefi! Aðalskrautið: Fjaðrir off skinn. Hattarnir eru kollháir, eða sýn- ast að minsta kosti vera það. Oft eru það fjaðrir eða loðskinn, sem I „l.yfta“ Jieim upp nokkra senti- inetra frá enni. Fallegar fjaðrir gera hattinn fallegan. En ef hann er hvorki með fjöður nje öðru skrauti, er hann hafður með því skemtilegra sniði, svo að hann er í sjálfu sjer nógu fallegur. ★ „Cocktail“- og kvöldhattar eru sýndir á hverri tískusýningu. Enda reka þeir líka smiðshöggið á vandaðan kvöldklæðnað. Stund- um eru þeir lítið annað en slæð- Ur eða slör, blómavöndur eða fjaðurskúflIl,, sem komið er fyr- ir, eftir Jiví sem hverjum og ein- urn þykir best henta. Hinir háu og austurlensku vefj arhattar (Turbans) frá TALBOT Jiykja hátíðlegir. Þeir eru oftast nær úr Jiykku „brókade“ eða „lamé“. Þessir kvöldhattar eru skemtilegir að sjá, en Jieir eru að sjálfsögðu notaðir til skrants en ekki skjóls. Fegurðardrotning Evrópu valin á föstu- daginn kemur Aföstudaginn kemur, hinn 9. september, verður fegurðar- drotning Evrópu valin, í Kaup- mannahöfn. Fyrir nokkru komu fegurðardrotn- ingar • hinna ýmsu landa Evrópu til Hafnar, og síða* var efnt til fegurðar- samkepni í ýmsum bæjum Danmörku, og „Ungfrú Danmörk 1938“ valin. En á föstudaginn kemiur verður fegurðar-1 kepni þessari lokið, með veislu og iniklum hátíðahöldum, og þá verður á- kvörðun tekin um það, hver af hinum fiigru þátttakendum hlýtur titilinn „Ungfrú Evrópa 1938“. HÚN BER AF ÖÐRUM í KLÆÐABURÐI j ______b Allir tískusjerfræðingar heims- ins eru sammála um það, að lier- togafrúin af Kent sje ,hest klædda* kona heimsins. Aftur á móti eru tískusjerfræðingarnir óánægðir með mann hennar, og nýlega móðgaðist tískuhlað eitt á því, að hertoginn skyldi hafa verið með slifsi, sem var komið úr tísku fyrir stríð! Munið, að til þess að ná úr ávaxta- og saftblettum, er best að va;ta þá strax meðan þeir eru nýir með ediki, sítrónusýru eða sítrónusafa, % og iná oft alveg nudda þá úr með einhverju af þessum efnum. Oft dugir líka að strá salti á ávaxta bletti og þvo þá síðan úr heitu sápuvatni. Seinasti i dagur útsfllunnar. Nokkrar ljósar frotté- peysur fyrir hálfvirði. Ýmislegt fleira fallegt og ódýrt. LIDO -mikroniserað púður óviðjafnanlega fallegt á húðinni: Pokar 1.40, dúsir 3.50, 4.00, 4.75. Með er auðveldast að hafa falleg gólf án erfiðis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.