Morgunblaðið - 10.09.1938, Page 2

Morgunblaðið - 10.09.1938, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 10. sept. 1938. Eitt aðal stuðningsblað tjekknesku stjómarinnar segir £ dag, að best sje að segja það undir eins, að þjóðaratkvœðagreiðsla um það, hvort Sudetar skuli tilheyra Tjekkóslóvakíu eða Þýskalandi komi ekki til mála. (FO.). Þjóðverjar sagðir treysta því að Bretar sitji hjá Sudeten Þjóðverjar taka upp samn- inga að nýju Mótmælafundir Tjekka gegn frekari tilslökunum Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Kundt, fulltrúi Sudeten-Þjóðverja, lýsti yfir því snemma í gær, að samningar milli Sudeten- Þjóðverja og stjórnarinnar í Prag gætu haf- ist aftur, strax og æsingarnar út af árekstrinum í Ostrava væru hjaðnaðar, og síðdegis í gær, að samningar við stjórn- ina myndu verða teknir upp aftur kl. 11 í fyrramálið. En Tjekkar eru nri að missa þolinmæðina. Þeir hafa sýnt mikla stillingu undanfarna mánuði, á meðan samningarnir hafa staðið yfir, en síðustu atburðirnir hafa verið þeim um megn. Taugarnar eru farn- !ar að bila. „Daily Telegraph“ skýrir frá því í skeyti frá Prag, að vaxandi æsinga gæti meðal þeirra, vegna heimtufrekju Sudeten Þjóðverja. Víða eru haldnir mótmælafundir, þar sem skorað er á stjórnina að slaka ekki til meira en orðið er. Margar verksmiðjur og sölubúðir lokuðu, svo að starfsmenn fyrirtækjanna gætu tekið þátt í mótmæla- fundunum. í gær bárust dr. Hodza fimm hundruð mótmælaskeyti. Samtímis færist þjóðernisákafi Sudeten Þjóðverja í aukana. Hrópið frá Austurríki: „Ein Volk, ein Reich, ein Fiihrer“ (ein þjóð, eitt ríki og einn foringi) hljómar hvar sem Sudeten-Þjóð- verjar verða á vegi manns. Meðal Tjekka hefir alt í einu risið öflug andúðaralda gegn Bret- um. Þeir segja að forustugreinin í „The Times“ hafi leitt til þess að Sudeten-Þjóðverjar slitu samn- ingunum við stjórnina, en ekki áreksturinn í Ostrava. BORIÐ TIL BAKA. London í gær. FU. I opinbem tilkynningu, sem út var gefin í Prag, er leiðrjett villandi frá- sögn, sem víða hefir verið birt, um það, að ríkisstjómin hefði viðurkent, að 85 hermenn hefðu sætt illri meðferð að sumu leyti. I tilkynningunni segir, að 83 af þess- um 85 hermönnum hafi viðurkent, aS þeir hafi ekki sætt illri meðferð. Her- menn þessir voru í fangelsi í Ostrava. Tveir þeirra segjast nafa verið barðir og hafa þeir verið fluttir í sjúkrahús til læknisskoðunar. Viðstaddir skoðun- ina verða læknar af hálfu Súdeta. Bratt major, starfsmaður bresku sendisveitarinnar í Prag, sem sendur var til Ostrava til þess að rannsaka at- burðina þar, segir að fregnimar um þá sjeu mjög ýktar. SAMMÁLA. Þingmenn Súdeta áttu í gær fund með þeim þingmönnum Slóvaka, er krefjast sjálfstjómar þeim til handa og ennfremur með fulltrúum ung- verska og pólska minnihlutans. Ræddu þeir um minnihlutamálin alment og endurskipulagnmgu ríkisins og urðu sammála um úð fylgjast allir að mál- um. Wiedemann til London? London í gær. FTJ. ú fregn hefir flogið fyrir, að Hitler muni vera í þann veg- inn að senda Wiedemann kaptein aftur til London, til þess að fá örugga vitneskju um afstöðu bresku stjórnarinnar til Tjekkó- slóvakíu. ítalska stjórnin gaf út opinbera tilkynningu í gærkvöldi, þar sem hún lýsir skilyrðislausum stuðn ingi sínum við Sudeta og Henlein. Er þetta í samræmi við stefnuna sem kend er við Berlín-Róm mönd- ulinn og er ta.lið að um þetta hafi orðið samkomulag. VÍGGIRÐINGAR ÞJÓÐVERJA London í gær. FÚ. fregn frá Köln er sagt, að vinn- an að því að yfla víggirðingar Þýskalands í nágrenni við borg- ina, sje nú rekin áfram með ó- hemju kraft.i. « Bændur í nágrenninu fá ekki að ferðast um nema með sjerstöku vegabrjefi og hafa verið látnir vinna þagnareið. Graziani* marskálkur undir- konungur í Abessiníu hefir af Mussolini verið útnefndur til yf- írlandstjóra allra ítalskra landa í Austur-Afríku. (F.Ú.). von Ribbentrop. Tónleikahátfð- inni lokið Khöfn í gær. FÚ. orgarstjórn Kaupmannahafn. árborgar hafði í dag fjöl ment boð fyrir þátttakendur í nor- rænu tónlistanhátíðinni og aðra gesti og fór það fram í ráðhúsi borgarinnar. Friðrik ríkiserfingi, sem var verndari hátíðarinnar, flutti ræðu við þetta tækifæri og þakkaði öll um þátttakenduin fyrir þann skerf sem þeir hefðu lagt til, til þess að gera tónlistarhátíðina fagran og eftirminnilegan atburð. Ennfremur þakkaði hann al mennirígi fyrir þann stórkostlega áhuga sem hann við þetta tæki- færi hefði sýnt fyrir lifandi tón list á Norðurlöndum. Stuðningur við Hitler Frjettaritari Agence Havas frjettastofrínnar í Róm læt Ur í ljós þá skoðun, að yfirlýsingu ítölsku stjórnarinnar í gær beri að skilja á þá leið, að ítalir vilji að sjálfstæði Tjekkóslóvakíu sje varðveitt, en að þeir muni stvðja Þjóðverja ef ófriður brýst iit (sím- ar frettaritari vor). Japanar. London í gær. Flr. Því er neitað að Þjóðverjar hafi farið fram á stuðning Japana. ef til styrjaldar kæmi. Sendiherra Þjóðverja í Tokíó hefir rætt við japanska utanríkis málaráðberrann um horfur í al þjóðamálum, segir í þýskum og japönskum frjettum. Dansleikur verður haldiim í kvöld á Hótel „Björninn“ í Hafn- arfirði. Leikur þar hin vinsæla Bernburgshljómsveit, sem leikið hefir undir dansi á Eiði í sumar og undanfarin sumur. Hitler ekki skýrt frá afstöðu Breta? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. j SÍÐUSTU ATBURÐIRNIR í Tjekkóslóvakíu hafa opnað augu almennings í Englandi og Frakklandi fyrir því, að litlu má muna svo að styrjöld brjót- ist út. í LQNDON sitja ráðherrar.á látlaúsum ráð3tefnum. Hali- fax lávarður fór á fund Mr. Chamberlains snemma í morgun og aftur um miðjan dag og sat hjá honurp til kvölds. Mikla athygli hefir vakið að Mr. Anthony Édenj sem ekki hefir haft samband við bresku stjórri- ina síðan hann ljet af störfum í febrúar síðastliðnum, fór á fund Halifax lávarðar í dag og dvaldi hjá hon- um í hálfa klukkustund. í FRAKKLANDI hefir Daladier forsætisráðherra rætt við Bonnet, utamíkismálaráðherra, í dag og Camp- inchi, flotamálaráðherra. Allir sjóliðsmenn á franska flotanum hafa verið sviftir orlofum og starfsmenn við póst og síma. Franski Atlantshafsflotinn er hafð- ur viðbúinn í Brest og Toulon. í ÞÝSKALANDI ætlaði Hitler að flytja ræðu í dag í Núrnberg fyrir kvensveitum nazistaflokksins. Þessari ræðu var aflýst og hefir Hitler setið á ráðstefnu með von Ribben- trop, Henlein og Franck aðstoðarmanni hans. í þýskum blöðum er í dag rætt um nauðsyn þess 'að Tjekkóslóvakíu- deilan verði leyst sem fyrst. „Hamburger Fremdenblatt“, sem oft er látið birta skoðanir hinna áhrifamestu stjórn- málamann í utanríkismálum, segir að síðustu atburðir hafi leitt í ljós, að svo mikið djúp sje staðfest milli tvegg.ja þjóðarbrota í Tjekkóslóvakiu, Tjekka og Sudeten-Þ.ióðverja, að sambúð þeirra hljóti að verða erfið til lengdar. Blað- ið minnist í þessu sambandi lauslega á þjóðaratkvæða- greiðslu. ÞEIR VIUA STRÍÐ í Englandi ríkir sú skoðun, að Hitler sje alls ekki Ijóst, hvaða afstöðu Bretar muni taka ef Þjóðverjar ráðast með her inn í Tjekkóslóvakíu. „Daily Telegraph“ skýrir frá því, að bresku ráðherramir hafi allan daginn í gær haft til meðferðar skýrslu frá Sir Nevile Henderson, sendiherra Breta í Berlín, þar sem hann segist hafa reynt árangurslaust að sannfæra von Ribbentrop um, að Bretar myndu berjast með Frökkum og Tjekkum, ef þýsk tjekk- nesk styrjöld brýst út. AÐRAR SKÝRSLUR lágu líka fyrir þar sem sagt er frá því, að von Ribbentrop, dr, GöbbeLs og Himmler, SS-foringinn, leggi sig fram um að telja Hitler trú um að tíminn sje hentugur til. þess að láta til skarar skríða í austurveg og gera útþenslu- óskir þýska ríkisins að veruleika. Því er haldið fram, að samstarfsmenn Hitlers hafi ekki látið hann vita hver hin. raunverulega afstaða Breta sje. f MORGUN komst sú fregn á loft, að bresku ráðherrarnir hafi ákveðið að biðja Sir Nevile Hendereon að fara á fund Hitl- ers og reyna að eyða þessum röngu hugmyndum. Um miðjan dag var símað frá Ntimberg að Hitler og Henderson hefðu átt langt samtal, en þessi fregn var jafnharðan borin til baka í Þýskalandi. Aftur á móti er staðfest, að Henderson hafi rætt við von Ribbentrop utanríkismálaráðherra í morg- un og Göring. ÞÝSKA. BLAÐIÐ „Allgemeine Zeitung“ gerir að umtalsefni í dag (skv. FÚ.) grein þá í ,,Times“ sem stungið var upp á að Tjekkar tækju til athugunar hvort ekki væri rjett að láta Sudetahjeruðin af hendi við Þjóðverja, ef öll sund lokuðust til samkomulags. Hið þýska blað segir, að þrátt fvrir það, að breska stjórnin hafi afneitað þessari skoðun, megi ætla að hjer hafi komið fram skoðun háttsettra og málsmetandi manna. „THE TIMES“ birtir aðra forystugrein í dag, þar sem því er enn haldið fram, að stjórnin í Prag ætti að athuga, hvort ekki sje heppilegast að láta sudeten-þýsku hjeruöin af hendi við Þjóðverja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.