Morgunblaðið - 10.09.1938, Qupperneq 3
Laugardagur 10. sept. 1938.
MORGUN BLAÐIÐ
3
Sílöarvertíöinni lokiö
Skipin flest
á iicinilexH
Síldarvertíðin er úti. Allir togararnir eru hættir
veiðum. önnur skip biðu veðurs á Siglufirði í
gær til þess að geta haldið heimleiðis.
Suðvestan stormur með úrhellisrigningu hefir verið á
Sigiufirði síðan í fyrradag. Þegar veðrið lægir er búist
við að nokkur skip, sem enn eiga eftir eitthvað af söltun-
leyfum, fari síðustu veiðiförina. En þessi leyfi eru lítil.
Allmikið var saltað á miðvikudag og fimtudag, áður en sölt-
un var stöðvuð. Á miðvikudag voru saltaðar 4606 tn., þar af
matjessaltað 1693 heiltunnur og 1682 hálftunnur. I reknet
höfðu veiðst 2090 tn.
Á fimtudag voru saltaðar 5749 tn. Þar af 2178 heiltunnur og
1692 hálftunnur, reknet 1784 tn. Afgangar af söltun fóru í SRN.
Síldarverksmiðjumar á Siglufirði, Húsavík, Raufarhöfn og
Sólbakka höfðu allar lokið bræðslu í fyrradag. Þær taka þó
enn á móti síld, ef eitthvað berst að.
| Breski flotinn norðan við Skotland |
Bresku ráðherrarnir samþyktu á fundi sínum í gær, að gera ýmsar
varúðarráðstafanir (símar frjettaritari vor). Breski flotinn er kominn
til ófriðarbækistöðva sinna norðan við Skotland. Para þar fram æf-
ingar flotans.
Fjelagsdómur nærri
fullskipaður
» ......... ................
Samkvæmt lögum frá síú-
asta þingi um stjettar-
fjelög og vinnudeilur skal
vera starfandi Fjelagsdóm-
ur, skipaður 5 mörinum.
Fjelagsdómur skal dæma í
málum út af kærum um brot
á lögunum, eða á vinnu-
samningi. Fjélagsdómur á
einnig að skera úr ágrein-
ingi um skilning á vinnu-
samningi o. fl.
Fjelagsdómpr skal þannig skip-
aður, að Hæstirjettur skipar tvo
fasta menn í dóminn og tvo til
vara. Auk þess tilnefnir Hassti
rjettur 3 menn, en atvinnumála-
ráðherra tilnefnir síðan einn
þeirra tisl að taka sæti í dómnum.
Lok.y sk’ipa sinu manninu hvor
Yinnuveitendafjelag íslands og
AJþýðusamband íslands.
Lögin um stjettarf jelög og
vinnudeilur öðlast gildi í dag, 10.
september.
Hæstirjettur hefir skipað þessa
menn í Pjelagsdóm: Hákon Guð
mundsson hæstarjettarritara (for
seta domsins) og til vara ísleif
Árnason prófessor; fastur með
dómandi, skipaður af Hæstarjetti,
er Gunnlaugur Briem fulltrúi í
atvinnumálaráðuneytinu, og til
vara Sigtryggur Klemensson cand.
jurís.
Þá hefír Hæstirjettur tilnefnt
eftirtalda 3 menn, sem atvinnu-
málaráðherra, síðan velur á milli:
Lárus Pjeldsted hrm., Björn Steff-
ensen endurskoðanda og Sverrir
Þorbjarnarson hagfræðing.
Alþýðusamband íslands hefir til
nefnt Sigurjón A. Olafsson alþm.
og til vara Sigurgeir Sigurjónssou
6and. jur.
Tilnefning Vinnuveitendaf je
lagsins er ekki væntanleg fyr en
eftir nokkra daga.
Úrslitaleikur
II fl. mótsins
i kvöld
Urslitaleikur haustmóts II.
fl. fer fram í dag og
hefst kl. 5,30 e. h. *
Eru það K.R. og Valur sem keppa
til úrslita. Vinningiu' fjelagannri stando
nú þannig, að K.R. nægir jaíntefli til
að vinna mótið, en VaJur getur einnig
unnið mótið, ef hann vinnur, K.R.
Kepnin ! kvöld verður án efa spenn-
andi og gaman að horfa á K.R. og
Val eigast ríð, þó í II. fl. sje.
Það er venja, að ekki er selt inn á
kappleiki II. fl.' mótsins nema úrslita-
leiki og verða menn þrí að kaupa sig
inn á völlinn í kvöld, en enginn knatt-
spymuvinur mun sjá eftir þeim aurum.
Alls hafa borist til þessara
verksmiðja 415 þús. mál. Er
það tæpum 30% minna en á
sama tíma í fyrra, en þá fengu
þær tæp 570 þús. mál. í hitteð-
fyrra bárust 328 þús. mál, eða
fjórðungi minna en í ár.
Taka verður tillit til þess, að verk-
smiðjan á Sólbakka tók framan a£
sumrinu á móti 30 þús. málum af karfa
til bræðslu, og tók ekki á móti síld
fyr en síðari hluta sumarsins.
DJÚPAVÍK.
Á Djúpavík var bræðslu lokið í fyrra
dag, eius og á Sigiufirði. Er ekki búist
viö að rneiri sOd berist þanga'ö.
Verksmiðjan hefir aLls brætt 135.961
mál og saltaðar hafa verið á stöðinni
9889 tunnur. Er söltunin svipuð og í
fyrra, en bræðslan hefir orðið nær
þriðjungi minni. í fyrra bárust verk-
tsmiðjunni 198 þús. mál.
HJALTEYRI.
Eina verksmiðjan, sem fengi'S hef-
ir meiri sfld en í fyrra er Hjalt-
eyrarverksmiðjan me'ð 208.485 mál
móti 189.633 málum í fyrra.
Pjögur skip komu til Hjalteyrar í
fyrradag, Atlantsfarið (fær.) með 87
rúál, PjöLnir 62 mál, Kyrjan Steinar
(fær.) 391 mál og Ekliptica (fær.)
796 mál.
Til Hesteyrar hafa borist 32.965 inál,
eða rúml. helmingi minná en í fyrra
(1937 : 69.642 mál).
Samtals hafa Kveldúlfsverksmiðjurn-
ar á Hjalteyri og Hesteyri fengið
241.450 mál á móti 259.275 mélum í
fyrra eða 7—8% minna.
★
Lýsís útflutningur. Tanksldpið „Bas-
sr-thound" er nú statt á Siglufirði og
kstar hjá ríkisverksmiðjunum 12501
smálestir af lýsi.
Nýlendukröf-
urnar næst
London í gær. PÚ.
eneral. von Epp átti í gær
viðtal við blaðamenn í
Nurnberg og mælti þá meðal ann
ars á þá leið, að þegar málefni
Tjekkóslóvakhi hafa verið leyst
muni Þýskaland taka upp nýlendu-
kröfu sína með auknu afli.
Hún hafi aðeins verið lögð til
hliðar vegna þess, hve afstaðan til
Tjekkóslóvkaín er alvarlegt mál.
Engin „septem-
berkepni“ i
knattspyrnu
Ágreiningur milli
fjelaganna
Oll líkindi benda til bess
að ekkert verði úr
„septemberkepninni<£ fyrir-
hugriðu, um bikarinn, sem
„Nye Danske“ gaf Val. Það
er vegna ósamkomulags milli
fjelaganna um fyrirkomulag
mótsins, sem veldur því að
bað verður ekki haldið.
Vátryggingafjel. „Nye Danske
av 1864“ gaf VaL.sem kunpugt er,
þenna bikar og gat' Vahtr ráð-
stafað bikarnum að eigin geðþótta.
Ákvað stjórn Vals að gefa bikar-
inn til kepni-, sem fram færi ár
lega í septembfer. Skyldi kepniiini
hagað þannig, að keptir yrðu þrír
leikir og það fjélag, sem tapaði
einu sinni væri þar .með úr leik.
Bikarinn átti áð vinilast til eignar
í þrjú skifti í röð eða fimm sinn-
um alls. Út af þessu var e.nginu
ágreiningur milli fjelaganna.
Ágreiningurinn reis út af því,
hvernig skifta skyldi ágóða af
leikjunum milli fjelaganná.'Ágöði
af mótunum skiftist þannig nú
miíli fjelagaiina, a.ð tvö og tvö fje-
lög sjá um mótin annað hvort ár.
I sumar hafa t. d, Valur og Vík
ingur sjeð um mótin og fá þau
ágóða af mótunum. Næsta sumar
sjá svo K. R. og Fram um mótin.
I regliagerðinni' um „september-
bikarinn“ var gert ráð fyrir, að
peningamálunum yrði öðruvísi
hagað, eða þannig, að Valur fengi
allan ágóða af íeikjunum í haust.
Næsta ár heldi svo það f jelag, sem
vinnur bikarinn í haust, mótið og
fái 40% af ágóða, en hin þrjú
FRAMH. Á SJÖTTU StÐU
Togararnir
á ísfiskveiðar
Togararnir eru nú í óða önn
að búa sig á ísfiskveiðar
fyrir Þýskalandsmarkað.
Þrír togarar fara frá Allianee. Hann
es ráðherra fór í gærkvöldi og Baldur
og Kári fara í dag.
Ivveldúlfstogararnir fara í næstu
viku.
I sænsk-ísl. frystihúsinu er unni'ð
nótt og dag að því að framleiða ís fyr-
ir togarana. Frá því um mið.jan sept.
og fram í nóv. og stundum fram yfir
áramót, vinnur frystiliúsið ár livert fvr-
ir fullum kraftj við ísframleiðshi fyrir
togarana.
Núna liggja t. d. fyrir pantanir fyrir
á annað þús. smál. Hver togari þarf
50—60 smál.
Frystihúsið getur framleitt um 50
smál. á sólarhring.
Olympíulsikarnir
Kliöfn í gær. PÚ.
að hefir nú verið endanlega
ákveðið, að næstu Olympíu-
leikar fari fram í Finnlandi.
Ráð Þjóða-
bandalagsins
London í gær. P1T.
áð Þjóðabandalagsins kom
saman á fund í dag í Genf.
Venga þess hversu horfur í al-
þjóðamálum eru ískyggilegar eru
utanríkismálaráðherrar Bretlands,
Frakklands, Póllands, Belgíu og
Rússlands, enn ókomnir til Genf.
Vafðelda-
sýning skáta
viðOskjuhiíð
'’T' il þess að gefa almenningi
kost á að kynnast skáta-
lífinu og um Ieið að vinna upp
þann fjárhagslega halla er
skátarnir höfðu á Landsmóti
sínu í sumar, ætla þeir að efna
til varðeldasýningar fyrsta góð-
viðriskveldið eftir 12. þessa mán
aðar.
Varðeldarnir fara fram sunn-
an undir Öskjuhlíðinni og hefj-
ast kl. 8t/2.
Við varðeldina verða sýfrd
ýms skemtiatriði svo sem Cirk-
ussýning, Neptun kemur í heim-
sókn, smáleikrit sem. heitir
náttföt skátaforingjans, einnig
fá menn að heyra söng og
fjörugan hljóðfæraslátt. Sýnd
verða einnig margskonar skáta-
atriði svo sem hraðtjöldun, kast
með björgunarlínu, hjálþ í við-
lögum og margt fleira.
Staðurinn sem varðeldurinn
fer fram á, verður einnig skraut
lýstur með rúmlega 100 skraut-
ljósum.
Allir skátar og ylfingar, piltar og
stúlkur, hittast í skátabúningi við Frí-
kirkjuna kl. 7,30 þann dag sem var'ð-
eldurinn fer fram. Verður gengið það
an fylktu liði að Öskjuhlíðinni.
Bæjarbúar ættu að fjölmenna á varð-
Jc'd skátanna og sýna þeim, með því, við-
urkeniiingarvott á hinu ágæta starfi er
skátarnir ymia af hendi við æskulýð
Reyk j a ví kurbæ j ar.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU
'i