Morgunblaðið - 10.09.1938, Page 5

Morgunblaðið - 10.09.1938, Page 5
ILaugardagur 10. sept. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 5 JPtoistnsMaMd Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjðrar: J6n Kjartanaaon og Valtýr Stef'* - Auglýsingar: Árnl Óla. Ritstjörn, auglýslngar og afgrelCaXa: Auaturatrratl 8. — Sf: Áskriftargjald: kr. 8,00 6. aoAnuCl. í lausasölu: 15 aura eintaklC — 25 auTa aoeC Leabðk. vrgCaraaaCur). >1 1800. ÍRLEGUR SLENDINGADAGUR SORPGREIN EYSTEINS Eysteinn íJónsson hefir dval- ið erlendis í sumar sjer Ttil hressingar á ríkisins kostn- íið. Því miður hefir sú för ekki íborið tilætlaðan árangur. Hann er nú kominn heim fyrir nokkru ■og er heilsu hans talið ábóta- •vant. Forystugrein, sem hann birtir í gær í málgagni sínu ?bendir til þess, að ráðherranum jsje fullkomin þörf frekari hvíld- ;ar en orðið er, ef bati á að nást. :Sú grein er rituð af svo taum- lausum ofsa, að heilbrigðum aixanni er ekki ætlandi að hafa Uialdið á pennanum. Þar ægir rsaman öllu því, sem gerir rit- rsmíð að sorpgrein. En hvað veldur því, að fjár- nnálaráðherra landsins missir svo stjórnar á sjálfum sjer, að liann fer að tala eins og arg- ;asti götustrákur? Eysteini Jónssyni hefir verið liossað umfram alla verðleika. Mann var dubbaður upp í vanda sama og ábyrgðarmikla stöðu, 'þekkingarlítill og reynslulaus. T'ylgismenn hans hö'a reynt að rgera úr honum ofurmenni í aug- um þjóðarinnai. Hann hefir jgengist upp við alt hið ómaklega lof, sem honnm hefir verið sungið, þangað til öll viðleitni ■til sjálfsmats er fokin út í veð- »ur og vind. Þannig hafa fávísar Jcftungur ært þennan piltunga, ;svo að hann er orðinn að þjóð- •'viðundri fyrir hortugheit og iderring. Fjármálastjórnin hefir farið iEysteini svo úr hendi, að ef Ihann hefði haft óbrjálaða sóma- tilfinningu og meðalvit, hefði Ihann fyrir löngu rýmt þann ttignarsess, sem hann hefir ó- wirt með glappaskotum sínum, fyrirhyggjuleysi og rangsleitni. Eysteinn Jónsson hefir verið sameiginlegt eftirlætisgoð stjónx ;arflokkanna. Alþýðuflokkurinn ihefir síst látið sitt eftir liggja ákrumið af þessu makalausa xundrabarni. jEn svo kemur alt í einu ♦grein í Alþýðublaðinu, „eins og Jjjófur úr heiðskíru lofti“. Þar .er lýst fullu vantrausti á sam- »eiginlegri fjármálastefnu stjórn- arflokkanna á undanförnum ár- um. Þetta var meira en Eysteinn þoldi. Hann hafði reynt að standa af sjer ásakanir and- stæðinganna, talið sjer og öðr- ,um trú um, að þær væru að- 'eins sprottnar af pólitískum ill- vilja, en nú komu hans eigin vinir og stuðningsmenn og tóku undir með andstæðingunum. Þetta hafði þau áhrif, að ■ekkert varð eftir af fjármála- ráðherranum, nema sjálf beina- grindin í persónu hans: strák- skapurinn og ósvífnin. Sjálfstæðismenn hafa sýnt fram á það á undanförnum ár- um, hvernig framleiðenduv landsins og allur almenningur hafa verið ofþjakaðir með skött- um og tollum. Svarið hefir auð- vitað ekki verið annað en þetta venjulega „alt í lagi með toll- ana og skattana“. Alþýðublaðið hefir tekið undir þetta viðlag fullum rómi. — Þangað til loks á þriðjudag- inn var, að það glopraðist upp úr Alþýðublaðinu, að tekju- og eignaskatturinn sje hærri hjer en í flestum öðrum löndum, brýnustu nauðsynjar sjeu marg- tollaðar og enginn vegur sje að halda lengra á þessari braut. Með því að staðfesta þann- ig og árjetta þá margsönnuðu kenningu Sjálfstæðismanna, að skattboginn sje of hátt spentur, kom Alþýðublaðið svo óþyrmi- lega við kaun fjármálaráðherr ans, að hann umhverfðist með öllu, sá ofsjónir og rausaði eins og sturlaður væri. En manndómur Eysteins var auðvitað ekki meiri en það, að hann þorði með engu móti að styggja þá, sem hafa pólitískt líf hans í hendi sjer, heldur sneri hann í blindri reiði-ilsku einni gegn þeim, sem rita í Morgunblaðið, fyrir það, að blaðið hafði birt þann vitnis- burð, sem ráðherrann fær hjá samstarfsmönnum sínum og stuðningsflokki. Það er þá svo komið fyrir Eysteini Jónssyni, að fjármála- stefna hans er ekki einungis dæmd óhæf af pólitískum and- stæðingum hans, heldur einnig af þeim mönnum sjálfum, sem með honum hafa setið við stýr- ið á glæfrasiglingu undanfar- inna ára. Eysteinn Jónsson ætti að láta sjer skiljast, að öllum al- menningi þessa lands muni vera meira en nóg boðið, þegar jafn- vel hinum meðseku ofbýður svo, að þeir fara ótilkvaddir að gera játningar sínar á strætum og gatnamótum. Að endingu skal Eysteini Jónssyni og öðrum slíkum herr- um Framsóknarflokksins bent á það í eitt skifti fyrir öll, að þeir skulu fara varlega í að brígsla andstæðingum sínum um di'ykkjuskap. Hjer á landi ei'u áfengisauglýsingar bannaðar í blöðum og útvarpi. En Áfengis- verslunin þarf heldur ekki á slíku að halda. Hún á ásamt gistihúsum og leynikrám yfir að ráða heilum hóp af æpandi, slagandi og sparkandi, ölóðum Tímabroddum, sem með dag- legu framferði sínu auglýsa þann varning, sem drýgstur hef- ir verið Eysteini í tekjuöflun hans. Það er vel komið að „slá upp‘, þessum lifandi áfengis- auglýsingum Tímamanna. Þjóð- in hefði kannske gott af að vita 'hvernig móralistarnir hegða sjer þegar þeir eru að „auglýsa“ fyrir Eysteip! ^ íðastliðinn sunnuclag helt j fjelagi Vestur-lslending'a samsæti í saUtrkynnum Odd- fellowa. Bauó fjelagið þang- að þeim Vestur-lslemjíngum, sem hjer voru staddir í bæn- um um stundarsakir eða ný- komnir að vestan til dvalar. F.jelagið hefir haídið slík samsæti árlega. En lítið hef- ir borið á beim, eins og yfir- leitt á allri starfsemi bessa fjelags, er hefir kosið að vinna störf sín að miklu leyti í kyrbey. Tilgangur fjetags Jxessa er sá, að halda við og auka kynninguna milli íslendinga austan hafs og vestan. Hefir fjelagið lítið leitað til annara manna en þeirra, sem verið hafa vestra um lengri eða skemri tíma, enda þótt starfið. sem fjelag þetta hefir valið sjer, sje vissulega alþjóðarmál, og aðr- ir en þeir, er vestra hafa verið, vilji leggja því lið. Þjóðleg fagnaðarhátíð Oft kemur það fyrir, að blöðin jflytja fregnir af löndum, sem koma hingað heim í kynnisferð- ir, og eru máskc bxinir að vera hjer á landi vikum og mánuðum saman, áður en komu þeirra er getið, áður en almenningi er gef- inn kostur á því að vita, að þeir sjeu hjer staddir. Þetta er sjerlega illa til fallið. Þegar menn koma hingað til lands og hafa verið lengi í burtu, máske áratugi, þarf að taka vel á móti þeim. Þetta er íslensk gestrisnis skylda. En ekkert kemur þessum mönnum betur en það, að blöðin t. d. segi frá komu þeirra fljót- lega, eftir að þeir eru komnir. Sje það gert, þá geta allir vinir og kunningjar gert vart við sig stras til þess að sýna hinum aðkomna viuarhug og greiða götu hans. Sje það hinsvegar, að gestir J>ess- ir fari huldu höfði að kalla má, þá má búast. við því, að þeir missi af kynningu við fornvini og heim- sóknin verði þeim ekki svipað því eins ánægjulég sem skyldi. Þá má kenna blöðunum um, þegar svona illa tekst til. En þeir einir, sem við blöðin vinna, þekkja, hve erfitt það er, að vita deili á öllum þeim aragrúa af fólki, sem hingað kemur frá út- löndum á sumrin. I besta lagi fá blöðin skrár yfir farþegana, sem með skipunum koma, þar sem ekk- ert er annað en nöfnin og þau í sumum tilfellum öll bjöguð og skæld, svo jafnvel kunnugir menn leynast þar af því nöfn þeirra eru rangt skrifuð. ★ Kynningarkvöld, eins og á sunnudaginn var, er í sjálfu sjer ágætt, það sem það nær. Eu mjer datt í hug og mintist á það þar með fám orðum, að mjög væri æskilegt, ef takast mætti að koma slíkri viðkynningu á í stærri stíl, og Jiá jafuvel, að einskorða hana ekki við Vestur-íslendinga. held- ur leitast við að ná til sem flestra landa, er heimsækja fsland, hvað an sem þeir koma úr heiminum. ★ Upp úr Jiessu gæti orðið eins- konar íslendingadagur, þjóðhátíð, í lílcingu við slíkar hátíðir, sem haldnar eru í íslendingabygðun- um vestan hafs. Slík móttökuhátíð íslenskra gesta, er heimsækja ætt land sitt, ætti að sjálfsögðu að vera á Þiugvöllum. Hvin ætti að vera um miðsumarleytið. Það yrði að vera regla. Þeir sem á ann- að borð koma í heimsókn hingað, þeir myndu þá reyna að haga ferðum sínum þannig, að þeir yrðu komnir fyrir þenna tíma. Það er livort sem er eðllegast, að menn komi hingað svo snemma sumars, að J)eir sjeu hjer bjartasta tím- ann. Flestir íslendingar, sem eru búsettir erlendis, eru svo sunn- arlega á linettinum, að bjartar vornætur liafa þeir ekki sjeð, síð an þeiv fóru að heiman. Og ís- larnl sjest aldrei eins vel, eins og meðan björt er nótt. Gagnið og þægmdin af því fyr- ir hina íslensku gesti, að byrja heimsókn sína með þátttöku í slíkri hátíð, er m. a. í því fólgið, að þá fær öll þjóðin að vita, hverjir það eru, sem koma heim í )>að og það skiftið. Þátttöku þeirra samkomu þessari má tilkynna fyrirfram, svo að allir þeir, sem vilja fagna þeim, hverjum fyrir sig, geta þá einmitt komið á þenna Þingvallafund. En auk þess á fundur Jæssi eða móttaka að vera með þeim svip og þannig að öllu levti. að að- komumenn kynnist þar strax ein- hverju því besta og bragðmesta, sem hjer er að kynnast. Hjer þurfa bestu menn þjóðarinnar að koma fram og halda ræður. Hjer þarf að vera hægt að fá svipmynd áf því, sem gerst hefir og er að gerast með þjóðinni, einkum a sviði þjóðrækni og framfara a hinu andlega sviði. ★ Það dylst engum, að slík árleg samkoma kæmi fleirum að gagni, heldur en gestum okkar, íslend- ingum sem eru hjer í heimsókn. Þessi hátíð yrði gersamlega utan við allar dægurerjur og flokka- ríg. Þarna væru allir jafn vel- komnir. Og þarna fengjum við árlega tækifæri til þess að koma fram sem J)jóðræknir menn, óskift þjóð. Það kann í fljótu bragði að virðast einkennilegt, að við, hjer heima á íslandi, hefðum ástæðu t.il að taka okkur Vestúr-íslend- inga til fyrirmyndar i þessu, fara að, eins og þjóðarbrotið í hinu mikla þjóðahafi liarna vestra, og halda hjer árlega þjóðræknishá- tíð. En skyldi ekki vera þörf a slíku, þegar vel er að gáð? Er ekki eitt- og annað, sem um er þörf að ræða, er snertir þjóðerni, þjóðrækni og þjóðmenningu okk- ar Islendingu, sem væri þá liægt að taka til meðferðar, um leið og við óskuðum gesti vora velkomna 1 Er ekki hægt að hugsa sjer, að ýmsum þjóðnytjamálum, sem stranda á skerjum flokkaofstæki og klíkuskapar, verði einmitt hægt að ýta á flot, við þau tæki- færi, þegar menn leggja niður flokkadrátt og venja sig á, þé ekki væri nema einu sinni á ári, að hugsa þjóðlega en ekki flokks- lega. ★ Oft fáum við orð fyrir það, ís- lendingar, að við sjeum tómlátir. Þetta kemur víða í ljós. Við er- um seinir í svifum, ekki komnir að öllu leyti af stað enn, þrátt fyrir þær framfarir, sem hjer hafa orðið. Gagnvart þeiin íslendinguHi, sem búsettir eru erlendis, sýnum við altof mikið tómlæti yfirleitt, þó meðvitundin um skyldur okkar gagnvart þjóðarbrotinu vestan háfs fari nú vaxandi. Stórþjóðirnar leggja í það mikla vinnu, að tengja alla lands- menn sem sterkustum böndum við ættjörðina, hvar í heiminum sem þeir eru. Þeim finst þjóðii'nar ekki hafa efni á því að missa neinn úr hópnum. Hvað þá um okkur, smáþjóð- ina? Islendingar eru dreifðir um allan heim. Á þeim ótrúlegustu stöðum frjettist af einum og ein um landa. Þessir menn losna úr öllum tengslum við ættjörð og vini, ef þeir finna ekki til þess, að um þá sje hirt neitt hjer heima. Fyrir nokkrum árum var því hreyft hjer í blaðinu^ð æskileg- yroi ast væri, að gerð yrði sem ná- kvæmust skrá yfir alla Islend- inga, sem dvelja erlendis, svb hægt væri að koinast í brjefa- samband við þá, leita upplýsinga hjá þeim um ýmislegt, er að gagui mætti koma. jafnframt því, sem sjeð væri um, að J>eir týndust ekki ættingjum og vinum, þeir skoð- uðu sig þá um leið fulltrúa fyrir þjóð sína, livar sem þeir færu. Af slíku sambandi A'ið landa erlendis gæti orðið mikil ánægja og margþætt gagn. En því miður reyndist það of mikil fyrirhöfn að vinna upp slíka allsherjarskrá yfir fslendinga, til þess að blaðið gæti að svo komnu tekið það að sjer. Þeir menn, eðd þau fjelög, sem tækju upp hugmyndina um ár legan íslendingadag, ættu að gera slíka „íslendingabók“. V. St. Fiskiskýrslur og hlunninda fyr- ir árið 1936 eru nýlega komnar út. Eru í þessum skýrslum ýmsar merkilegar upplýsiugar um annan aðalatvinnuveg okkar sjávarút- veginn. En sá ljóður er þó á, að skýrslurnar koma of seint.. Það er fyrst síðari hluta árs 1938 sem skýrslur ársins 1936 koma út. Or- sökin, sem til Jiessa liggur, mun vera sú, að ríkið sker um of við nögl sjer fjárveitingar til Hag- stofu íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.