Morgunblaðið - 10.09.1938, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 10. sept. 1938.
8
8
□
□
□
D
D
ÚR DAGLEGA
LlFINU
uoanoaaoacsDO
aoapcoaaaaaa
Guttormur J. Guttormsson skáld er á
förum aftur vestur um haf — heim til
sín , að honum finst. En hvemig getur
maður sá átt heima annars staðar en á
íslandi! Það undrast þeir, sem kyrmast
honum. Þeir dást að þessu sextuga
skáldi, sem aldrei hefir ísland sjeð fyrri
eii í sumar, og er þó íslenskari en alt
sem íslenskt er.
★
Það þyrfti langt mál til þees að lýsa
skáldskap Guttorms, og enn lengra ef
til vill, til þess að lýsa honum á næstu
árum, tileinka sjer ljóð hans, hugsanir
hans. Hann er alt í senn, skáld alvöru
og glaðvœrðar, skáld nýja og gamla
tímans. Hann er ótímahundinn. Gamall
og nýr. Kvasði hans eiga aö lifa á
vörum þjóðarinnar.
★
Jeg hitti hann snöggvast í gær. Hann
spurði mig um Jón heitinn Thorodd-
sen Skúlaeon. Hann hafði komið aúga
á skáldskap Jóns, þó ekki væri það
mikið að vöxtum sern komið hefir út
eítir hann. En Guttormur mat þ'að mik-
iis, og þegar hann frjetti um hið svip-
lega fráfall Jóns, orti hann þessa stöku.
Laufgrein þrotin .er nú af
íslands skáldameiði.
' Jeg finn ilminn yfir haf
upp af hennar lej$.i.
Guttomvur fer víða í kveðskap sín-
um. Og kýmnikvæði hans koma sum
aldrei á prent, eftir því sem mjer skilst.
Ein af stökum. hans er þessi:
Það sem ungum lærist, í elíi verður
tamt,
prðshátt þann jeg vel, því sannan tel
’ann.
Þeír sem voru á brjósti, að hrundum
hyllast jafnt.
Hinir eru gefnir fyrir pelann.
Og svo er þessi meinlausa vísa:
Komirðu þar sem kaffi’ er ekki á borð-
um,
kunnirðu’ ei við að biðja’ um það með
orðum.
Stattu hjá frúnni um stund án þess
að tala,
strjúkt ’enni nm bakið, og þá fer hún
að mala.
Ekki meira að sinni um Guttorm.
Þeir' sem kjpnast honum gleyma hon-
um ekki.
*
Kona í.Boigamesi spurði Asmund P.
Jóhannsson hvort. það væri ekki afskap-
lega erfið ferð vestur um haf.
Erfiðasti áfanginn á þeirri leið, sagði
hann, er f'rá Boigarnesi tá! Reykjavík-
uí. Og hann veit þetfa manna best, því
svo oft hefir hann farið á milli.
★
Ekki veit jeg hvort það var Asmund-
ur. en einhver Yestur-íslendinguf var
það, sem tók eitt sinn með sjer flösku
af neftóbaki vestur um haf. Því neftó-
bakið eins og það er tilreitt hjer, þvkir
Islendingum viðfeidnara, en það sem
fæst þar í búðum.
Þegar til tollskoðunar kom þar
ve’stra hirti neftóbaksmaðurinn ekki um
að borga toll af tóbakinn, eða lenda í
neinu rexi út af því. Tollþjónn spnrði
hann hvað væri í flöskunni. Hann sagði
það vera mold frá ættjörðinni, sem
hann hefði tekið með sjer. Hann æjláði
hana í gröf sína, svo hann gæti að
nokkru leyti legið í fósturmold er þar
að kæmi.
Tollþjónninn dáðist, að ræktarþe.li
lándans og slepti við hann flöskunni.
★
Jeg er að velta því fyrir mjer, hvort
stærðfræðikennari geti nokkurntíma
verið dæma-laus.
Kyndara vantar
á e.s. Baldur, upp<
lýsingar um borð.
Minningarorð
um Ólaf V. Bjarnason
Nú eru rúml. 2 ár (9. ágúst
1936) síðan línuveiðarinn
„Örninn“ fórst fyrir Norðurlandi,
með allri áhðfn, 19 að tölu, og
vita menn eigi, hvernig það slys
hefir að höndum borið. Eins og
kunnngt er, var þetta mikla mann
tjón stórt áfall fyrir marga, er
mistu þar ástvini sína, og einn
þeirra, er fórst, var skipstjóri
■skipsins, Ólafur Y. Bjarnason.
Hann var fæddur 22. apríl 1874
að Vaðli á Barðaströnd. Voru for-
eddrar hans Bjarni bóndi Pjeturs-
son og kon& hans Ólína Ólafs-
dóttir. Þau hjón fluttu síðar 1883
að Dufansdal þg flutti þá Ólafur
með þeim þaugað.
Foreldrar Ólafs voru mestu
sæmdarhjón og ólu börn sín upp
í guðsótta og góðum siðum, en
systkini ólafs, er upp komust,
voru Jörundur, næstur Ólafi að
aldri, lengi skipstjóri á Bíldudal
og er þar bpsettur enn, Pjetur,
varð einnig skipstjóri þar og er
þar heimilisfastur, nú ekkjumað-
ur, og Sigríður, húsfreyja í Duf-
ansdal- Öll voru bömin mjög vel
látin sökum mannkosta og atgerf
is og nutu mikiliar mannhylli.
Ólafur sál. gekk á sjómanna-
skólann hjer og útskrifaðist það-
an 13. apríl 1901, giftist 1902 ljós
móðnr Kristjönu Hálfdanardóttur
á Bjargi í Miðfirði, en sjálf
var hún ættuð úr Rauðasands
hreppi, af merku fólki. Þau hjón
fluttu svo til Bíldudals 1903 og
dvöldu þar til 1927, er þau fluttu
hingað suðui’. og var Ólafur þau
árin, er hann var á Bíldndal,
skipstjóri á fiskískipum þaðan, og
mun oft hafa komist í hann krapp
an, því þá kornu oft og einatt
áhlaupaveður á veiðitímanum, en
skipin fremur smá. En honurn
farnaðist vél skipstjórnin, enda
var hann gætinn rnaður og glöggJ
ur, og sjerlega vel látinn af und-
irmönnum sínum.
Þau hjónin eignuðust 4 böi’nj,
3 sonu og 1 dóttur, hún dó ung,
en synirnir eru alli,r uppkomnir,
Bjarni elstur, hefir verið sjúkl
ingur í mörg ár, var mesti efn
ismaður og hvers manns hugljúfi,
en misti heilsuna og er nú á spít-
ala. Þráinn er vjelamaður á gufu
skipi hjeðan og Sveinn tónlistar
maður, mikið éfnilegir menn.
Þau hjón Ólafur og Kristjaua
voru mjög vel látin á Bíldudal,
enda var það að vonum, því þau
voru svo góðar og vandaðar mann
eskjur og börnin alin upp í góð,-
um siðum og sjerlega prúð. Það
var því mikil raun, er mætti frú
Kristjönu Hálfdanardóttur, er
sorgarfregnin barst henni um hið
Ólafur V. Bjamason.
skyndilega slys, er orðið hafði,
og missa mann sinn, einu fyrir
vinnuna og elskulegan þraut-
reyndan ástvin frá sjer og hún
einstæðings ekkja með fárveikan
son. En trúartraust hennar bar
sigur, svo hún tók þessum mikla
missí með aðdáanlegu trúarþreki.
Hún leitaði sjer trúarstyrks í bæn
inni til Guðs, sem lætur engan
óbænheyrðan, er leitar lians af
trúuðu hjarta og gefur þeim styrk
til að bera raunirnar og leggur
engum þyngri byrði á herðar en
hann fær borið og gefur þeim
styrk til að líta á erfiðleikana
sém senda sjer af æðri forsjón,
er alt á að miða að gera mann
fullkomnari. Og það er mín ein-
læg ósk, að frú Kristjana eigi í
vændum að lifa marga hjarta
daga eftir allar raunirnar, er hún
hefir orðið að líða.
Frú Kristjana hefir IÖngum átt
við langvint lieilsuleysi að búa,
en borið það með prýði og þraut
seigju.
Jeg vil svo þakka hinum fram-
liðna vini mínum fyrir ánægju-
4eg-a viðkynningu í öll þau ár, er
við vortun nábúar á Bíldudal, og
.jeg náut öft ánægjulegra Stunda
á liinu góða heimili þeirra hjóna,
;og bið góðan Guð að blessa hánn
og (>innig bið jeg blessunar Guðs
itil lianda ekkjunni og börnum
þeirra.
Jón Ámason.
I eftirmælum, sem ort hafa ver
ið eftir Ólaf heitinn, er m. a.
þetta erindi:
Eiginmaður, elsku faðir!
ást'áf kveðju sendum vjer,
upþ til þíii, í æðri heima,
eilíf þar sem dýrðin er.
.Ökkar' vefða ifagnaðs fundir
fyr en varir Guði hjá.
0, við skulum þola’ og þreyja,
þar ti! Guð oss kallar á.
G. J.
Hafna.rf jarðartogararnir Sviði
og Júní komu í gær til að taka ís.
Engin septemberkepni
FRAMH. A7 ÞRIÐJU BÍÐU.
fjelögin 20% hvert. Átti þetta svo
að ganga á sama hátt ár hvert
þangað til bikarinn væri unninn
til eignar, að það fjelag, sem ynni,
hjeldi mótið næst og fengi í sinn
hlut 40% af ágóða.
Að þessu vildu stjórnir Frarn, K.
R. og Víkings ekki ganga og töldu
órjettmætt að Valur fengi allan
ágóða af leikjunum í haust.
Voru nvi haldnir fundir í knatt-
spyrnuráðinu um málið og komu
fram tvær tillögur til málamiðl-
unar:
Fyrri tillagan kom frá fundi
formanna allra fjelaganna, ásamc
forseta Iþróttasambands fslands,
og var á þá leið, að Valur skyldi
fá allan ágóða einn í ha.ust, en
næsta ár hjeldi mótanefndin (K.
R. og Fram) mótið og fengi ágóða
af leikjunm. Einnig átti samkvæmt
þessari tillögu að breyta reglu-
gerðinni þannig, uð aðeins skyldi
keppa um bikarinn þrisvar til
eignar, hvort sem í röð væri eða
ekki.
En þessari tillögu höfnuðu full-
trúar Fram, K. R. og Víkings, þar
sem Valur áskildi sjer enn rjett
til alls ágóðans af fyrsta mótinu.
Kom nú fram tillaga frá full
trúa Víkings þess efnis, að fjelög-
in skiftu á milli sín ágóðanum til
helminga á þeim leikjum, sem þau
keptu. Erlendis tíðkast slíkt fyr-
irkomulag um „cup“-kepni, að fje-
lög skifta ágóða til helminga af
þeim kappleikjum sem þau keppa.
Þannig fengju þau fjelög, sem
fyrst yrðu úr leik, aðeins hálfan
ágóðahluta af einum leik, en tvö
bestu fjelögin, sem keptu til úr-
slita, fengju tvo hálfa ágóðahluta
og stærsta ágóðahlutann, þar sem
úrslitaleikir eru að jafnaði best
sóttir.
Munu fulltrúar Fram og K. R.
hafa verið samþykkir þessari til-
lögu fullt-rúa Víkings, en stjórn
Vals vildi ekki ganga að henni.
Eftir síðustu frjettum að dæma
í þessu máli má. ganga út frá því
sem vísu, að ekkert verði úr „sept-
emberkepninni“ og eru það sár
vonbrigði öllum knattspyrnuvin
um, sem hlakkað höfðu til að sjá
þessa kepni.
Er leiðinlegt til þess að vita að
fjelögin skuli ekki geta komið sjer
saman um tilhögun á þessu móti,
sem hefði ábyggiiega oi’ðið knatt-
spyrnuíþróttinni til góðs.
Vívax.
(erðbréfabankim
Aosíurstr. ð sími 5652.Opíó kl.11-12oq-1_'
annast kaup og sölu allra
verðbrjefa.
9
VARÐELDAR
SKÁTANNA.
FRAMH. AF ÞRIÐJTJ SÍÐU.
Með Landsmóti sínu í sumar hafa,.
íslensku skátamir unniS sjer mikiö álijt
meðal erlendra skáta, eins og sjá má
af ýmsum blöðum er borist hafa nú ný-
lega. I danska skátablaðinu „Væbner-
en“ segir foringi dönsku skátanna er
hjer voru, eftirfarandi um íslensku
skátana.
„Það voru skátar, sem vildu og gátu
lágt á sig erfiði fyrir Skátahreyfing-
una. Allann imdirbúning undir mótið
böfðu þeir unnið í frítíma sínum máa-
uðum saman áður en Landsmótið hófst.
Þeir stífluðu ár, og lögðu vatnsleiSsl-
ur mörg hundruð metra, bjuggu út
þvottastæði og steypibaS auk annarar
venjulegrar undirbúningsvinnu. Alt
mótið fór fram eftir bestu áætlun og
tókst mjög vel, enda þótt þeir hefðu á
að skipa mjög fáum æfðum foringjumi
Og það öllum mjög ungum. Við, sem
störfum við Skátabandalög sem hafa á
að sldpa mörgum gömlum og reynd-l
um skátum, tökum ofan battinn fyrir
því, sem þessir fáu, en duglegu skáta-
foringjar sýndu. Og svo verður einnig
aS geta þess, að aldrei voru þeir svo
önnum kafnir að þeir ekki hefSu tíma.
til þess á allan hátt, að sýna okkur
sína óviðjafnanlegu hjálpsemi og góða
fjelagslyndi — Þetta voru skátar, sem
vert var að kynnast. — — Við sáum
Gullfoss, hið stórfenglegasta í allri
ferðinni. Þar varð maður orSlaus af
hrifningu yfir binu mikilfenglega og
fallega í náttúrunni. Af öllu sem við
sáum af stórfengleik Islands og fram-
förum á öllum sviSum, dugna8innm>
hjá hinum íslensku skátum, gat ekki
hjá því farið, að við yrðum hrifnir af
Islandi og Islendingum“.
* Aðgangur verður seldur á 50 aura1
fyrir fullorðna og 25 aura fyrir böm.
Einnig verða til sölu hin fallegu merki
Landsmóts sljita og kosta þau eina
rónu.
með morgunkaffinu.
Sfýir kaupendur
fá blaðið ókeypis
til næslkomandi
mánaðamóta.
Hringið í síma 1600
og g e r i s I
kaupendur.
Goliat.
"KOtSALT
&
&
s?