Morgunblaðið - 10.09.1938, Side 7

Morgunblaðið - 10.09.1938, Side 7
Laugardagur 10. sept. 1938. MORGUNBLAÐÍÐ 7 nDettilossss fer hjeðan til Vestur- og Norðurlands á mánudags- kvöld. Aukahöfn Stykkishólmur í norðurleið. M.s. Dronning Alexandrine fer mánudaqfnn 12. h- m. kl. 6 síðd. til Kaupmannahafn- ar (um Vestmannaeyjar og' Thorshavn). Parhegrar sæki farseðla fyrir hádegf í da£. Tilkynningar um vörur kömi sem fyrst. Skipaafgr. Jes Zimsen Trygffvagötu. — Sími 3025. |lllililiillllllll!lllllillliilll!llilllllilil^ 1 Kjöl | 1 af fullorDnu ð | {45 og 55 aural = pr. y2 kg\ íslenskar kartöfl- 1 g ur og gulrófur, lægsta verS. §§ | Jóh. Jóhannsson [ = Grundarstíg 2. Sími 4131. 1 Amatörar. FRAMKÖLLIJN Kopierinff — Stækkun. Fljótt og vel af hendi leyit. Notnm aSeins Agfa-pappír. Ljósmy nd averkstæðið Langaveg 16. Afgreiísla í Laugavegs Apó- teki. Korktappar ágætir, tvær stærðir í versluninni vmn Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. Hitler og Mussolini leysa deilumál sín íriðsamlelga Margir telja, að vinátta geti ekki staðið lengi milli Hitl- ers og Mussolinis, vegna þess að Hitler muni fyr eða síðar kref jast þess að Mussolini skili aftur Suð- ur-Tyrol, þar sem 215 þús. þýsku- mælandi menn búa. Hitler hefir undanfarið staðið í samningum við Mussolini, til þess að jafna þetta mál friðsamlega. ítalir fengu Suður-Tyrol, sem áður var austurrískt land, eftir styrjöldina að launum fyrir að liafa gengið í lið með bandamönn- um. Þýska þjóðahrotið þar, bjósí nú við því, að röðin væri komin að þeim, þegar Hitler tók Austur- ríki. Þessar vonir brugðust, er Hitler lýsti yfir því í Róm í vor, að Brennerskarðið, sem skilur á milli Suður-Tyrola og frænda þeirra norðan vð skarðið, væri viðurkend landamæri ftalíu og Þýskalands um tíma og eilífð. Margir Tyrol-Þjóðverjar, einkum þeir, sem hneptír hafa verið í fangelei fyrir nazistaskoðanir sínar, neituðu að trúa því, að Hitler hefði ofurselt þá ítölum og brugðist með því kenning- um sínum. Þeir reyndust hafa rjett fyrir sjer. Því að Hitler mun innan skamms sýna að hann getur leyst vandamál ekki aðeins með óvæntu ofbeldi, heldur líka með friðsamlegri sáttagerð. Hann hefir stungið upp á því við Mussolini, að Suður Tyrolum, sem vilja hverfa aftur til Þýskalands, verði leyft að gera það og hafa með sjer eignir sínar. Hinir, sem vilja vera um kyrt í Italíu, geta gert eins og þeir vilja. Fjárhagslegt tjón sem ítalir kunna að bíða við brottför Tyrolanna verð- 'nr jafnað með verslunarhlunnindmn. SuSur-Tyrolmn, sem koma til Þýska- lands verður fengið jarðamæði, marg- ir fá búgarða, sem teknir hafa verið af and-nazistum í Austurríki. Nokkur þúsund SuSur-Tyrolar eru sagðir þegar hafa axlað staf shin og farið um BrennerskarðiS til Þýska- lands. Mussolini er sagður hafa slept úr fangelsi með sýknunarlögum öllum Suður-Tyrolum, sem sakaðir höfðu verið um and-ítalskan áróður. Meðal þeirra era 400 manns, sem teknir voru fastir áSur en Hitler kom til Róm í vor. Mussolini er einnig sagSur hafa sýkn að Suður-Tyrolana, sem neitað höfðu að taka þátt í styrjöldum Itala í Abyssiníu og á Spáni. Hann gerSi þetta til vináttumerkis við Hitler. „The Times" Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Forustugreinin í „The Times“, þar sem stungið var upp á því, aS Tjekkar ljetu sudeten- þýsku hjeruðin af hendi við Þjóð verja, hefir vakið feiknar athygli um allan heim. Þrátt fyrir að breska stjórnin hafi lýst því yfir, að hún sje á engan hátt sömn skoðunar og „The Times“ í þessu efni, halda þýsk blöð áfram að gera sjer mat úr greininni, og segja að í henni sje túlkuð skoðun áhrifamikils bresks stjórnmálamanns. Bresk blöð fordæina greinina í morgun einum rómi. Daily Tele graph segir m. a.. oð greinin muni aðeins æsa óbilgirnina upp í Sud- eten-Þjóðverjum. Dagbók. IXJ Helgafell 59389137 — IV./Y. Uppt. Veðurútlit í Rvík í dag: SV- kaldi. Skúrir. Veðrið (föstudagskvöld kl. 5) : Lægðir eru fyrir vestan og norðan land, en hæð yfir austanverðu At- lantshafi og Bretlandseyjum. Hjer á landii helst V—SV-átt, víða all- hvöss. Á A-landi er veður þurt, en rigning í öðrum landshlutum. Hiti er 9—10 st. á V landi, annars 9—16 st., mestur á Raufarhöfn. Næturlæknir er í nótt Eyþór Qunnarsson, Laugaveg 98. Sími 2111. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Prestsvígsla verður í dómkirkj- unni á morgun kl. 11. Vígir biskup cand. tbeol. Sigurbjörn Einarsson. Messað í Laugarnesskóla á morg un kl. 2 e. h., síra Garðar Svav- arsson. Messað í fríkirkjunni á morgun kl. 5, síra Árni Sigurðsson. Einar Amalds cand. jur. hefir þann 26. f. m. verið af atvinnu- málaráðherra löggiltur niðurjöfn- unarmaður sjótjóna. Hann er fyrsti maður hjer á landi, sem fær slíka löggildingu. Af síldveiðum hafa komið b.v. Egill Skallagrímsson og línuveið- ararnir Eldborg og Sigríður. Gróðurhúsið, vinninginn í happ- drætti garðyrkjusýningarinnar, hlaut 9 ára gamall drengur, Guð- mundur Gíslason, Þórsgötu 16 A. Nýja Bíó sýnir í fyrsta skifti i kvöld merkilega kvikmynd, sem nefnist „IIeiða“. Aðalhlutverkið leikur Shirley litla Temple. Er mynd þessi ekki síður fyrir full- orðna en börn og verður vafa- laust talin með betri kvikmyndum Loftskeytamemi eru beðnir að mæta að Hótel Borg í dag kl. 14, vegna jarðarfarar Jóns R Þórð- arsonar loftskeytamanns. K. R.-ingar. Sjálfboðaliðar, sem ætla að leggja sinn skerf í full- komnun skíðaskálans, eiga að mæta við K. R.-húsið kl. 3 í dag eða á morgun kl. 9. Trjesmiðir, sem hafa lofað aðstoð sinni, eru sjerstaklega beðnir að mæta. Eimskip. Gullfoss var á Önund arfirði í gærmorgnn. Goðafoss kom til Vestmannaeyja í gærmorg- un. Brúarfoss fór frá Kaupmanna- höfn í gærmorgun áleiðis til Leith. Dettifoss er í Reykjavík. Lagar foss er á leið til Kaupmannahafn- ar frá Anstfjörðum. Selfoss er í Reykjavík. Ríkisskip. Esja var væntanleg til Þórshafnar kl. 5 í gær. Súðin fór frá Reykjavík í gærkvöldi í strandferð austur um land. Knattspymufjelagið Víkingur. 1. og 2. fl. æfing í dag kl. 2U>. 3. og 4. fl. kl. 4. Mætið allir. Skemit.ifundur verður haldinn að Eiði á morgun, ef veður leyfir. Eins og kunnugt er varð að fresta útiskemtun Varðar s.l. svmnudag vegna rigningar. Verður sama dagskrá á morgun að Eiði. sem fyrirhuguð var s.l. sunnudag. ef veður leyfii’: Ræður, liljóðfæra- sláttur, íþróttasýningar og dans. „Mille, Marie og jeg“ heitir dönsk gleðikvikmynd, sem sýnd verður í fyrsta skifti í kvöld. Að- alhlutverkið leikur Marguerite Vihy. Syngur hún þar m. a. dans- lagið vinsæla: „Jeg har elsket dig, saa længe jeg kan mindes“. Meðal farþega á Lyra í fyrra- kvöld voru, auk þeirra sem fyr eru taldir: Páll Einarsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Magnús Magn- ússon, Regína Bjarnadóttir, próf. Vogt, Sveinn Ellertsson, Baldur Bjarnason, Gustafson forstjóri sænsk-íslenska frystihússins og frú, Gunnar Ólafsson, Élísabet Bjarnadóttir og fjöldi útlendinga. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Ljósafoss, Þrastalundur, Þingvell- ir, Laugarvatn, bílpóstur norður, Laxfoss til Borgarness. Til Rvík- ur: Ljósafoss, Þrastalundur, Laug- arvatn, Þingvellir, Akureyri, Garðs auki, Vík, Fagranes frá Akranesi, Laxfoss frá Borgarnesi, Dr. Alex- andrine frá Akureyri. Útvarpið: Laugardagur 10. september. 12.00 Hádegisútvarp. 13.05 Sjöundi dráttur í happdrætti Háskólans. 19.10 Veðnrfregnir. 19.20 Hljómplötur; Ljétt sönglög. 19.50 Frjettir. 20.15 Upplestur: ,,Og árin líða“. Sögukafli (Sigurður Helgason). 20.45 Hljómplötur; a) Kvartett í f-moll, eftir Haydn. b) Tríó í E-dúr, eftir Mozart. c) (21.20) Kórsöngvar. 21.40 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Minning Margrjetar Þórarinsdóttur Nýlátin er í hárri elli húsfrú Margrjet Þórarinsdóttir að Ólafsgerði í Kelduhverfi. Hún var ekkja Stefáns Erlends- sonar, Gottskálkssonar alþingis- manns. Eignuðust þau mörg börn og éru nú á lífi Þórarinn hrepp- stjóri í Húsavík, frú Fjóla Fjeld- sted í Reykjavík, Erlendur bóndi í Ólafsgerði, Árni, söðlasmiður á Húsavík, Sigríður húsfreyja í Garði í Kelduhverfi, Bogi bóndi á Garði, Kristjana húsfreyja og Björn búfræðingur í Ólafsgerði. Margrjet heitin var dóttir Þór- arins Þórarinssonar og Guðbjarg- ar Guðmundsdóttur á Grásíðu. Ólst hún upp hjá foreldrum sín- um og þegar hún giftist, reistu þau Stefán bú á hálfri jörðinni og bjuggu þar heilan mannsaldur. Fluttust síðan *að Ólafsgerði og bjuggu þar þangað til Stefán dó, en síðan bjó Margrjet þar til dauðadags með Erlendi syni sín- um. Margrjet var hin mesta dugn- aðarkona, eins og hún átíi ætt til og kjarkmikil að eðlisfari. Hún var vel greind, fríð sýnum og sköruleg alt fram á elliár. Hafði hún þó orðið að heyja harða lífs- baráttu, eins og títt er um sveita- konur, þar sem lítil eru efni, en ómegð mikil. Verðlag á kartöflum. Lágmarks söluverð á kartöflum til verslana er á- kveðið: 15. sept. til 31. okt.: Kr. 21.00 pr. 100 kg. 1. nóv. til 31. des.: Kr. 22.00 pr. 100 kg. Innkaupsverð Grænmetisverslunar ríkísins má vera alt að þremur krónum lægra hver 100 kg. Smásöluálagning (við sölu í lausri vigt) má ekki fara fram úr 40%, miðað við hið ákveðna söluverð til verslana. Heimilt er þó verslunum, er af einhverjum ástæðum kaupa kartöflur hærra verði en hinu ákveðna lágmarksverði, að haga smásöluálagningu sinni þannig, að hún sje alt að 40% af innkaupsverðinu. Hið setta verðlag er miðað við góða og ógallaða vöni. Verðlagsnefnd Grænmetisverslunar ríkisins. LITLA BILSTOÐIN Er nokkuB atór. Opin allan sólarhringinn. Litla dóttir okkar, Fríða, verður jarðsunginn frá dómkirkjunni í dag- kl. 1.45. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinujn. SigTÍðm’ og Magnús Richardsson. Innilegar hjartans þakkir til allra er sýndu samúð og hlut- tekningu við andlát og jarðarför Guðmundar Hannessonar frá Tungu. Katrín Jónasdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.