Morgunblaðið - 17.09.1938, Page 3
Laugard&gur 17. sept. 1938.
MORGUNBLAÐLÐ
Minning Jens B. Waage
fv. bankastjóra
Idag verður t.il raoldar borinw
einn af merkuötu og ástsæl-
ustu horgurum þessa bæjar, Jens
JB. Waage, -fyrv. bankastjóri.
Með því að jeg var einn þeirra
manna, sem hafði mjög náin
kynni af þessum ágæta og fjöl-
hæfa manni, bæði sem prívat-
manni, bankastjóra og listamanni,
langar mig til þess áð minnast
hans hjer með riokkrum orðum.
Jeris B- Waage var fæddur hjer
í Heykjavík 14. mars. 1873: og bjó
hjer alla tíð. IJann var sonur
Uterkishjónanna Kristínar Sigurð-
rirðárdóttur frá Stóra-Hrauni og
Eggerte Mágnússonar Waage
kaupmanns og ólst hann upp hjá
þeiin í svokölluðu „Waages-húsi“,
þár Sem nu er Lækjargata 10 hjer
í bai.
Hann útskrifaðist úr Latínu-
skólanum í Reykjavík árið 1891
og sigldi síðan til Danmerkur til
náms. —- ÍJftir að hann koni aftnr
áeirn fjekst hann nokkur ár við
kenslu, verslunar- og tryggingar-
storf, þar til er hann fjekk stöðu
við íslandsbanka. árið 1904. en þar
starfaði hann óslitið til 15. rnaí
1927, er hann varð fyrir hinu al-
varlega veikindaáfalli, lengst af
sem aðalbókari og síðustu fjögur
árin sem bankastjóri.
Jens B. Waage kvæntist eftirlif-
andi konu sinni, Eufemíu, dóttur
Mörtu Pjetursdóttur (fædd Guð-
johnsen) og Indriða Einarssonar,
rithöfundar, 9. september 1902, og
varð þeijn hjónum átta barna auð-
ið, en af þeim eru aðeins tveir
synir á lífi, Indriði og Hákon.
Jens B. Waage var einn þeirra
manna, sem að lífið sýnir ýinsar
hliðar. — Haim varð að þola, ekki
einasta sáran og tilfinnanlegan
barnamissi, heldur og margra ára
voniaus veikindi. En hann átti
því léni að. fagna að eiga góða,
gáfaða og tápmikla eigiukonu,
sem var honum slík stoð í öllum
hans raunum að fá munu þess
dæmi. —- Auk þess var honuni
gefin stilt lund og karlmannleg
skapgerð, sem ógjarnan ljet bug-
ast undii’ þungum byrðum. — „Öll
þau ár, sem hann var búinn að
Vera veikur, heyrði jeg hann aldrei.
kvarta“, sagði konan hans við mig
nm daginu.
Það er engu.m vafa bundið, að
þaði var ónaetanlegt tjón fyrir ís-
landsbanka þegar Jens B. Waage,
vegna veikinda, yarð að láta þar
af,,stör.fum, sem bankastjóri.
Hann hafði ekki einasta til
brrinns að bera mikla þekkingu
og reynslu í bankaináluin, heldur
var hann og gæddur ýmsum eðl-
iskostum, sem eru ómetanlegir við
slíka stöðu. Jeg get ekki hugsað
mjer mann, sem Ijúfara gæti ver-
ið að vinna hjá en honum. Hin
ríka rjettlætistilfinnmg hans veitti
undirmönnum hans þessa öryggis-
kend, sem öllum, sem eiga undir
högg' að sækja hjá einhverjum yf-
irþoðurum, er svo nauðsynleg.
Þessi óyenjulega þroskaði eigin-
leiki hans, ásanit hina ljúfa. við-
rnóti, gerði það að verkum að Jens
B1. Waage var elskaður og virtur
af undirmönnum sínum, flestum
MÖnnum fremur. Yfirleitt er varla
Jens B. Waage.
hægt að hugsa sjer piann, sem
naut almennari ástsældar en Jens
B. Waage, meðal allra þeirra er
kyntust honum.
Þrátt fyrir það þótt Jens B.
Waage hafi nnnið mjög merkilegt
st.arf í þágu þjóðarinnar, sem
bankamaður, held jeg þó að flest-
um muni bera saman um það, að
hann hafi reist sjer stærstan rninn-
isvarða með listamannsstarfi sínu.
Hann var einn af höfuðbraut-
ryðjendum íslénskrar leiklistar. —
Ásaint npkkrum öðrum leikurum
tókst horimn, á fáum áruiu, að
koma íslenskri leiklist á það stig
að hún gat, þegar að best ljet,
talist sambærileg við það besta n
erlendum leiksviðuin. enda var
hann sökum þessára verðleika
sinna sæmdur riddarakrossi Fálka-
orðunnar.
Jeg tel mig elcki kasta neinni
rýrð á samleikendur lians, þó, að
jeg staðhæfi, að. Jéris B. Waage
liafi verið gæddur fjölþættari leik-
aráhæfileiknm en nokkur annár ís-
lenskur leikari bæði fvr eða síðar
íslenskuni leikhúsgestum inuri
seint úr minni líða meðferð hanS
á „Galdra-Lofti“, „Joliri Storm“.
„Sigurd Braa“ og „Ókunni maður-
itm“.
Það er eiigurn vafa bundið, að
ef Jens B. Waage hefði verið
fæddur og alinn upp úti í liimim
stora heimi, þá hefðti hinir frá-
bærn hæi'ileikar hans á sviði leik-
listarinnar fyr eða síðar skapað
honum þeimsfrægð, en hann varð,
eins og svo margur íslenskur lista-
maður, að lúta þeim örlög'um, sem
fámennið og fátæktin hjer heima
hafa löngum valdið.
IIin frábæra list hans er ekki
geymd í minningu miljónanna úti
'úm heim, heldur einungis í minn-
ingu nokkurra þúsunda hjer heima
á okkar litla afskekta landi.
Við fráfall Jens B. Waage er
ekki einasta mikill harmur kveð-
inn að öllUm ástvinuin lians, held-
ur á og öll íslenska þjóðin, þar
sem liann var, á bak að sjá einum
áf sínum best gefnu og elskuleg-
ustu sonum.
Brynjólfnr Jóhannesson.
Byggingarvörur fyr-
irtOOþús. kr.
Sótt lar tim innflutn-
ing fyrir 270 þn§.
GJALDEYRIS- og innflutningsnefnd hefir á-
kveðið að veita 100 þús. króna leyfi til inn-
flutnings á byggingarefnum, það sem eftir
er af þessu ári. Er það rúmlega þriðjungur af þeirri upp-
hæð, sem sótt var um til nefndarinnar.
Fimm aðilar stóðu að umsókninni til nefndarinnar, Samband
meistara í byggingariðnaði. Trjesmíðafjel. Reykjavíkur, Sveina-
samband byggingarmann&, Verkamannafjel. ,,Dagsbrún“ og
Landssamband iðnaðarmanna. Sótt var um leyfi til innflutnings
á byggingarvörum fyrir 191 þús. kr., til þess að ljúka við hús,
sem byrjað hafi verið að reisa, og Suk þess um 79 þús. kr. til
nýrra húsa. Um þessa síðari upphæð var algerlega synjað.
Af fyrri upphæðinni, 191 þús. kr., var gert ráð fyrir að 101
þús. kr. yrði varið til kaupa á sementi og steypustyrktarjárni, en
90 þús. til annara byggingarvara. En nefndin hefir veitt til kaupa
á sementi og steypustyrktarjárni fyrir 48 þús. krónur og á öðrum
vörum fyrir 52 þús. krónur.
Enskir atvinnu-knattspyrnu-
menn til Reykjavíkur.
K. R. fær leyfi til að
bjóða hingaö erlendum
knattspyrfluflokki
Knattspyrinu'að Reykjávíkur
sahiþykti -i fundi sínmn í
fýrríikvöld. að feyí'a K. R. _að
bjóða hiiigað úrvalsflokki er-
lendi'a knattspyriímnanna ! í til-
efni af því að K. R. á 40 ára af-
mteli á mésta ári.
\ sama fun'di ‘samjiykti K. R.
R. að leyfa Fraín að fára utan
a sumri koitíanda og keppa hæði
í Noregi og í Dánmörku.
Ráðgert er að Fram keppi fjóra
kappleiki í Danniörku um og eft-
ir 20. júní n.k. og í Noregi um
nianaðamotin júní—júlí. Fram
• verður í Damiáöfku mn það leyti
sem Knattspyrmisamband Daii-
merkur heldur liátíðlegt' af'mæli
sitt. Ráðgeft er að fÖr ;Fráih’ táki
um máriaðrirtítoá:
Ennþá mun K. 'R. ekííerF'Íiafá
akveðið hvaða flökk fjelagið hef-
ir í hyggju að taka hingað að
smnri, en vitað er, að mikill áhugi
er nieðal K. R.-inga að fá liingað
atvinnnspilara frá Englandi, því
|>eir telja. að nrest' verði liægf að
læra af þeim. Ei'mvíg mmf hafa
koniið til mála að b.ióða liingað
sænskum knattepyfíiúm önnum.
Eit-thvað h'efir he.vrst mn fýrir-
ætlanir hinna fjelaganna næsta
sumar, eri ekki Ivel'ir fengist stað-
festing á þeim lausafregnmn, að
þau liafi í hyggju að fara utan.
Dansparið Fjeldgaard og' Flatau
ætla vegna fjöld-a áskórana að
halda „alþýðudanssýningu“ í Iðnó
á ínorgun kl. 3 e. li, Ilefir dans-
parið nú háldið þrjár danssýning-
ar altaf fyrir f'ullu húsi og bestu
viðtökum áhorfenda. Á skemtun.
sem „Den danske Forening“ held-
ur í næstu viku, hefir dansparið
lofað að sýna dans.
Morgunblaðið hefir leitað sjer
upplýsinga um það, hvaða af-
leiðingar þessi niðurskurður á
innflutningsleyfum til bygging-
ariðnaðarins mun hafa. Verður
hægt að ljúka við þau hús, sem
áttu að vera fullgerð 1. okt. og
nægilegt efni ætti að fást til
þess að geta haldið áfram með
10—20 hús önnur.
En sýnilegt er, að hætta
verður við eitthvað af þeim
húsum, sem þegar er byrj-
að að reisa, auk þess sem
ekki verður hægt að byrja
á neinum nýjum húsum,
sem vitað var, að reist
yrðu, ef efni fengist.
Alvarjegasta afleiðing þessa
máls er auðvitað sú, að fjöl-
margir menn missa atvinnu sína
í vetur. Verður þetta ekki hvað
síst ljóst, þegar litið er á það,
að minkaður er fyrst og fremst
innflutningur á þeim bygging-
arvörum, sem me§ta atvinnu
veita, sementi og steypustyrkt-
arjárni.
EKKERT
TIMBUR
1 þessu sambandi má geta
þess, að ekkert timbur er til
hjer í bænum. Að svo stöddu er
e-kki hægt að sjá fram á hve-
nær úr því verði bætt, þar sem
jirma eitt hjer í bænum hefir
leyfi til innflutnings á timbri
fyrir 53 þús. krónur, en fær
ekkert yfirfært.
Póststjórnin gefur
út nýja frímerkja-
„blokk“
Itilefni af minningardegi Leifs
Iiepna Eiríkssonar (Leifr Ei-
ricson’s dav), seai haldinn verð-
nr hátíðlegnr í Bandaríkjnnum þ.
9. okt. n,k„ verða þann dag gef-
in út sjerstök frímerkjablöð til
minningar um Leif hepna EiríkS-
son, 2 með mynd af Leifsstytt-
unni í Reykjavík og eitt með
linattstöðumynd.
Á liverju blaði erti 3 frímerki:
30, 40 og 60 aura, en söluverð
hvers blaðs 2 kr’ ög gengur ágóði
þeirra í sjerstakan sjóð til póst-
húsbyggingar.
Upplagið er 200.000 blöð og
verða þau til sölu á pósthúsunum
til 9. okt. 1939 (aS honum með-
töldum) á meðan þau endast, og
gilda sama tíma til frímerkinga á
póstséridingum.
Skíðafólk K. R. Nú er stækkun
skíðaskálans í Skálafelli langt
komin. Ennþá er þó eftir að ganga
frá mörgu áður en skíðaferðir
byrja. Smiðir, sem lofað hafa að-
stoð sinni, eru beðnir að mæta.
Einnig er niargt að laga kringum
skálann og' því nauðsynlegt að sem
allra flestir komi. Farið verður frá
K. R.-húsinu í kvöld kl. 8 og í
fyrramálið kk 9. Þéir sem búuir
eru að vinna eftir hádegi í dag,
geta komist með áætlunárbílum
kl. 11/2 og 4 frá Steindóri.
„Sarastone“, enskt flutningaskip
kom með kolafarm til kolaversl-
ana í gær.
Málfundarfjel. Oðinn
undirbýr hlutaveltu
Sunnudaginn 25. þ. m. efnir
Málfundafjelagið Óðinn til
hlutaveltu í Varðarhúsinu. Hef-
ir verið skipuð allfjölmenn
hlutaveltunefnd til þess að
safna til hlutaveltunnar.
Fjelag var stofnað í fyrravoi’.
Eru fjelagsmenn verkamerin er
fvlgja Sjálfstæðisflokknum að
málum. Hefir fjelagsskapur lát-
ið lítið yfir sjer, en haldið
rnarga fundi, og ríkir mikill á-
hugi meðal fjelagsmanna.
Ágóðinn af hinni væntanlegu
hlutaveltu ætlar fjelagið að
nota til þess að geta haldið uppi
kvöldskóla í vetur. Væri ósk-
andi að þeir, sem safna til hluta
veltu þessarar verði fengsælir
meðal bæjarbúa.