Morgunblaðið - 17.09.1938, Page 5

Morgunblaðið - 17.09.1938, Page 5
[Laugarðagur 17. sept. 1938, jPtótgmtMaftid Útgeí.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritetjórar: J6n Kjartanason og Valtýr Stef^ ■>» Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiBsla: Austurstretl 8. Áskriftargjald: kr. 8,00 A n&nuBi. í lausasölu: 15 aura elntaklB — 25 aura neB Leabök. uyrgBarmaBur). Slssl 1500. ÍSLENSKT Guttormur J. Guttormsson, skáld er nýfarinn heim til Kanada eftir nokkurra yikna dvöl hjer á landi. Gutt- ormur er maður um sextugt, fæddur í Vesturheimi, af ís- lenskum foreldrum, og uppal- inn þar. Hann hafði aldrei fyrri til íslands komið. Kvöldið áður ■en hann fór flutti hann nokkur kveðjuorð í útvarpið. Þeir sem ■á hlýddu vissu, að það var kan- adiskur en ekki íslenskur bóndi, sem talaði. Þeir heyrðu það ekki. Ekkert í málhreim hans xninti á þann framburð, sem marg’ir þeir er hjeðan fara til Ameríku, tileinka sjer, jafnvel eftir tiltölulega stutta dvöl vestra. Guttormur talaði um íslenskt þjóðerni í Vesturheimi. Hann var miklu bjartsýnni um fram- tíð þess, en menn eru alment hjer á landi. Hann sagði frá því, hvérn orðstír Islendingar hefðu getið sjer vestra. Hann sagði frá þeirri viðurkenningu, sem þeir hefðu hlotið af helstu stórmennum hins nýja lands. ' T. d. væri núverandi landstjóri í Kanada, Tweedsmuir lávarð- ur hinn mesti vinur fslendinga vestra, hefði kynt sjer bók- mentir okkar, og vildi gera veg landa vestra sem mestan. Guttormur ljet í ljós, að nú væri vöknuð ný þjóðernisalda meðal fslendinga í Vesturheimi. Það væri að komast inn í með- vitund landa þar, hver sómi það væri, að vera af íslenskú bergi brotinn, og lata sjer ant um þjóðerni sitt og tungu. Af þessum sökum var Guttormur vonbetri um íslenskt þjóðerni þar í landi en við höfum alment '.verið hjer heima fyrir. Sjálfur er Guttormur lifandi ‘. sönnun þess, hve þjóðernið er lífseigt. Hann er af annari kyn- slóðinni vestra. Honum hafði í bernsku ekki verið kent að nefna bökstafina á íslensku. Hann ,stafaði“ á ensku. En þrátt fyrir þetta talar hann . svo kjarngott og Iýtalaust ís- ’’ lenskt mál, að sjaldgæft er að ’heyra hjer á landi. Og það er ■ ekki nóg méð að hann tali mál- : ið eins og þeir sem best gera. Hann ritar aúk þess aúðugt og blæfagurt íslenskt mál, bæði í Óbundnu máli og óbundnu. Því ‘'Guttormur er bséði sem rithöf- undur og ljóðskáld í fremstu röð ísleridinga, austan hafs og vestan. Engleridingar telja, að sum- : ar borgir í samveldislöndunum, sjeu enskari en sjálf Lundúna- borg. Það má mikið vera, ef Rivertonbygðin í Kanada, þar sem Guttormur á heima, er ekki eitthvert íslenskaSta bygð- arlagið undir sólunni. Menn geta komist þar af innan hjer- aðs, án þess áð kunna nokkurt annað mál en: íslensku. En aðr- ÞJÓÐERNI ir inflytjendur, sem setjast^þar að, t. d. pólskir kaupmenn, hafa sjeð það ráð vænst, að læra íslensku. Heimsókn Guttorms var okk- ur í heimalandinu að mörgu leyti lærdómsrík. Hann er ætt- aður austan af Fljótsdalshjer- aði. Og ekkert í málfari hans, eða fasi, benti til annars, en hann kæmi beina leið austan af Hjeraði í staðinn fyrir beina leið frá Kanada. Svo ramm- íslenskur er hann, þessi kanad- iski bóndi. Hjer heima fyrir, verður ao játa, að við höfum ekki á síð- ustu árum verið eins vakandi um þjóðernismálin og áður var, meðan sjálfstæðisbaráttan stóð sem hæst. Og þó vitum við öll, að þjóðernið og tungan ollu mestu um það, að fullveldis-j viðurkenningin fekst. Okkur er holt að hugleiða það, að landar okkar vestra, sem hafa komið þangað um- komulausir og mállausir, hafa kynt sig svo, að þeim er skipað til sætis við háborðið, meðal allra hinna mörgu þjóðflokka þar í landi. Og hitt er ekki síður eftirtektarvert, að þeir sem bestir borgarar hafa reynst í hinu nýja landi, eru einmitt þeir, sem jafnframt eru ræktarsamastir niðjar gamla landsins. Þetta virðist benda til þess, að þjóðernistilfinningin sje sá eiginleiki, sem auðkennir góða og nýta borgara, hvar sem þeir eru á jörðunni. Heimsókn Guttorms hlýtur að vek.ja okkur til umhugsunar um það, hvernig okkar eigin þjóðernismálum er komið, hvort ekki sje ástæða til að leggja við þau meiri rækt en gert hefir verið nú um stund. Umræðuefnið í dag: ----■ -----TT~-- Þýskalandsför Chamberlains. Thorvaldsens hátíð í Höfn Khöfn í gær. FÚ. morgun fara fram mikil há- tíðahöld í Kaupmannahöfn til minningar um Bertel Thor- valdsen myndhöggvara. Verður meðal annars farin blysför um borgina og 500 blys borin í göng- unni. Aðalhátíðahöldin fara þó fram á Thorvaldsenssafninu og á Ráð- hvisi Kaupmannahafnarborgar. Hátíðahöld þessi eru gerð í því tilefni, að liðin eru 100 ár síðan Thorvaldsen steig á land í Kaup- mannahöfn af skipi því, sem Dan- ir sendu til ftalíu til þess að sækja hann og listaverk hans. Var tekið á móti Thorvaldsen þ. 17. sept. 1838 með meiri viðhöfn, en nokkurntíma hafði áður þekst í liöfuðstað Danmerkur. MORGUN BLAÐIÐ ,Það er alls ekki sambærilegt* Eftir Árna frá Múla að var fyrir nokkrum ár- *** um, að jeg; var á éin- hverju ferða7 .o'i með dálitlu bátskrifli. Mjer er sú ferð minnisstæð vegna þess sem nú skal greina. Þrír eða fjórir farþegar voru með bátnum. Meðal þeirra var tiginn maður úr Framsóknarflokknum, ný- ríkur og; ekki allskostar lítil- látur. Við farþegarnir höfð- umst við frammi í lúvarnum. Eins og- gerist á slíkum far- kostum var uppg;ang:ur bæði þröng;ur og; brattur, en skug’g;sýnt niðri. Annað slagið voru fai’þeg- arnir að reka höfuðið upp um lúgargatið, eða skreiðast upp á þilfarið til að fá sjer frískt loft. Skipverjar voru ekki nema tveir á bátnum, formað- ur og vjelamaður, unglingspilt- ur. Hinn tigni Framsóknarmað- ur hafði skotist upp á þilfar- ið. En á meðan hafði piiturinn verið sendur fram í lúgarinn og hafði hraðann á. En í því, að hann snarast upp úr lúgargat- inu er Framsóknarmaðurinn að koma aftur niður. Sást hann ekki fyrir og stígur beint ofan á höfuðið á hásetanum. Engin orð voru um þetta höfð. Nokkru seinna stendur Tíma- maður í lúgargatinu. Þá er strákur aftur sendur fram í og fer geyst. Hann sjest ekki fyrir fremur en hinn og stígur nú beint ofan á hinn tigna koll. En það gekk ekki orðalaust af. Tímamaður var hinn versti. En strákur svarar: „Mjer finst ekkert meira að jeg stigi á hausinn á þjer en þú á hausinn á mjer“. Þá svarar Tímamaður þessu einu: „Það er alls ekki sambæri- legt“. Mjer er ekki úr minni liðið hvað TímamaÖurinn sagði og þó enn síður, hvernig hann sagði það.Hann var ekki í neinum vafa. Hann var öruggur í sinni sök. Hann var alveg bólginn af fullvissunni um, að það væri alt annað að hann stigi ofan á strákinn en strákurinn á sig. „Það er alls ekki sambæri- legt“! Síðan hefi jeg þótst komast að raun um að svar Tímamanns var meira en tilviljun ein. Mjer finst það þvert á móti einkenn- andi fyrir hugsunarhátt þessa fólks, að það þykist eiga rneiri rjett en aðrir menn. Atburðurinn á vjelbátnum rifjaðist upp fyrir mjer, núna fyrir skemstu. Jeg hafði í sam- bandi við dálítinn ágreining, sem orðið hafði við aðstand- endur hins nýlátna dagblaðs Tímamanna, leyft mjer að gera ofurlítinn samanburð á okkur Guðbrandi Magnússyni for- stjóra. Hann gegnir ekki síður launuðu nje ábyrgðarmiklu starfi en jeg, en telur sig þó mega verja tómstundum sínum til þess að skrifa pílitískar blaðagreinar. Jeg benti á þetta og hjelt því fram, að ef það teldist samrýmanlegt starfi Guðbrands að skrifa blaða- greinar, þá findist 'mjer það al- veg eins samrýmanlegt mínu starfi. Jeg sagði eins og var, að munurinn væri sá einn, að Guð- braridur skrifaði í stjórnarblað en jeg í andstæðingablað. — Mjer fanst þetta svo augljóst Tn mál, að hver maður mætti 1 skilja. En sú varð þó ekki raunin á. Tímadagblaðið gat ails ekki fallist á þetta. Og hvað halda menn að það hafi sagt? Það reyndi auðvitað ekki að rök- ræða málið einu orði. Það sagði bara — stutt og laggott — al- veg eins og samferðamaður minn forðum: Það er alls ekki sambærilegt! Nú í sumar voru þeir báðir samtímis í siglingu Pjetur Halldórsson borgarstj. og Ey- steinn Jónsson, fjármálaráð- herra. Það var auðvitað engin von að pólitískur ágreiningur fjelli niður, þótt fjarverandi væri annarsvegar maður, sem er í fararbroddi í fjármálum Reykjavíkur, hinsvegar maður, sem er í fararbroddi í fjármál- um landsins. Tímadagblaðið sparaði ekki árásir á borgarstjóra í fjarveru hans. Og Morgunblaðið hjelt uppi sömu gagnrýni á fjármála stefnu Eysteins Jónssonar og það hefir gert, bæði fyr og síðar. Tímadagblaðið sá auðvitað ekkert athugavert við það, að halda uppi gagnrýni á borgar- stjóra þótt fjarverandi væri. En Eysteinn Jónsson var ekki fyr kominn úr landsýn, en Tíma dagblaðið ræðst á Morgunblað- ið fyrir þann fádæma „ódreng- skap“ að ráðast á Eystein Jóns- son fjarverandi! • í upphafi Spánarstyrjaldar- innar hafði verið drepinn einn af helstu mönnum uppreisnar- innar, Sotelo að nafni. Upp- reisnarmenn tóku lík hans og höfðu í fararbroddi, þegar þeir gerðu árásir 'sínar. Þetta þótti að vonum næsta óviðfeldið. En árum saman höfðu Tíma- menn áþekka aðferð. Þeir báru „líkin“ fyrir. Ef stefna þeirra varð fyrir gagnrýni, kvað við: Sko, þetta er nákvæmlega sama stefnan sem þessi og þessi framliðinn samvinnumaður hefir haldið fram. Nú eru and- stæðingarnir að níða hann lát- inn! En sömu mennirnir sem hafa þannig árum saman ,borið líkin fyrir“, skirrast ekki við, að ráð- ast á framliðna foringja Sjálf- stæðismanna Jón Magnússon og Jón Þorláksson, eins og þeirl væru sjálfir til andsvara með- al okkar. Tímamenn sjá ekkert athuga- vert við þetta. Annarsvegar eiga í hlut framliðnir „samvinnu- menn“. Hinsvegar framliðnir „samkepnismenn“. „Það er alls ekki sambæri- legt“. ímamenn liafa íialdið því frarn að það hafi eklci verið „rieinn vandi“ að halda hagstæðum versl- unarjöfnuði, þau ár sem Sjálf- stæðismenn voru við völd, vegna þess að útflutningurinn hafi yerið svo mikill á þessunr árum. Nú er það sannanlegt, að meðalútflutn- ingurinn á fyrstu 3 árum Fram- jSÓknar var nálega hinn sami ár- lega og verið hafði á fjórum stjórnarárum Sjálfstæðismanna. þrátt fyrir þetta varð litkoman sii að Sjálfstæðismenn skiluðu ná- lega 40 miljóna hagstæðum versl- nnarjöfnuði eftir þau fjögur ár, sem þeir fóru með völd, en eftir næstu' 3 árin að alveg óbreyttnr^ útflutningi, skilaði Framsóknár- stjórnin ekki nema samtals 1 milj. lrróna hagstæðum Verslunarjöfn- uði. Sjálfstæðismenn skiluðu þaníi- ig hagstæðum verslunarjöfnuði, sem nam um 10 miljónum króna að meðaltali á ári. Sama ástand helst hvað útflutninginn snertir. 'Eftir 3 ára Tímamannastjórti er meðaltal hins hagstæða verslun- arjöfnuðar komið ofan í 300 þús. krónur á ári. Heildarútkoman er með öðrum orðum sú, að verslun- # ■ arjöfnuðurinn er þrjátíu sinnum hagstæðari í tíð Sjálfstæðismanna en í tíð Tímastjórnarinnar, sem við tók. Hverju halda menn að Tíma- menn svari, þegar á þetta er hent ? Hiim venjulega: „Það er alls ekki sambærilegt“. T ímamenn liafa löngum fjarg- viðrast yfir .,óhófslífi“ Sjálf- stæðismanna. Sjálfstæðismenn bua auðvitað allir í lúxus-íbúðum! Sjálfur hefir formaður Framsókn- arflokksins búið í einhverjum stór mannlegustu húsakynnum fram undir tuttugu ár. Ef Sjálfstæðis- maður byggir sjer hús yfir höf- uðið, er strax farið að fjargviðr- asf um „eyðslu braskaranna". Ef Tímamaður byggir sjer hús, er ým- ist hljótt um það. ,Eða ef þess er getið, þá heitir það auðvitað ekki „lúxusvilla“ heldur t. d. ..sveita- hús“. Ef myndarlegur bóndi í sveit prýðir jörð sína, þykir öllum það vel farið. Það er að segja — Tíma- menn hæla því, ef flokks- maður á í híut. Annars kemur aiínað hljóð í strokkinn Sveinn bóndi á Egilsstöðum rjeðist í það fyrir nokkrum árum að koma upp prýðilegum skraut- garði við heimili sitt. ITonum varð FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.