Alþýðublaðið - 11.06.1958, Blaðsíða 6
6
Alþýðublaðið
Miðvikudagur 11. júní 1958.
( Ufan úir heimi )
FRANSKA LÝÐRÆÐIÐ gaf
upp öndina um síðustu helgi,
úttaugað og kjarklaust. Þingið
samíþykkiii a3 far.?| hd.im og
horfa þegjandi á þær ráðstaf-
anir, sem de Gaulle þóknaðist
að gera til þess að leysa vanda
ríkisins.
Mótmælaverkföll hafa verið
róleg og skki komið til neirma
átaka að ráði, Kröíugöngur
xúrðast hafa farið fram með
liinn mestu spekt. Jafnaðar-
menn brugðust á úrslitastundu
og kommúnista-' eru enn hik-
■andi í and'itöðu s’irnii, enda
feefir Sovétstjórnin enn ekki
látið til sín heyra út af at-
burðunum 1 Frakklandi.
Jafnaðarmenn virðast ganga
með þá grillu að þeir geti með
setu sinni í stjórn de Gaulle
styrkt andstöðuna við fasis-
mann, en óbreyttum flokks-
mönnum er Ijóst, að franska
lýðveldinu er fórnað vegna
þess, að foringja- þeirra höfn-
uðu samvinnu alls verkalýðsins
•— kommúnista, kaþólskra og
jafnaðarmanna.
De Gaulle hefir enga trygg-
ingu gefið fyrir hollustu sinni
við lýðræðið, nema óljósa á-
skorun til hershöfðingjanna í
Alsír og skrumkenndar yfirlýs-
lngar um heiður föðurlandsins.
Og nú verður því alltaf haldið
fram, að De Gaulle hafi ein-
mitt virt reglur þingsins út í
yztu æsar, —- sjá! hann leitaði
tiaust. þingsins og fékk það, —
þingið samþykkti að deyja svo
Frakkland mætti lifa!
Engum getum þarf að því að
leiða hverja stefnu hin nýja
stjórn Frakklands mun taka,
•— þótt fyrst um sinn verði lítil
breyting á yfirborðinu. De
Gaulle er í svipaðri aðstöðu og
Hindenburg á síðustu árum
Weimarlýðveldisins. Hann
þekkir bara ekki sinn Hitler
eunþá. Öfgamenn meðal land-
nemanna í Alsír hafa nú velt
stjórnum í París og skipað nýj-
ar og þeir vænía ekki mikillar
mótstöðu hjá hinum aldna hers
höfðingja. Kjörorð þeirra kump
ána, Soustelle og Massu, —
þjóðleg endurfæðing Frakk-
lands, lætur vel í eyrum, en
’ þýðir það ekki í raun og veru
pyndingaklefa fallhlífarher-
sveitanna í Algeirsborg, yfir-
heyrsluna yfir Alleg, morð
Audin, útrýmingu Alsírlýðs,
'loftárásina á Sakiet og afnám
málfrelsis og prentfrelsis? Og
sagði ekki Arvighi, foringi bylt
ingarmanr.a á Korsíku: — Nú
er lokið yfirráðum Gyðinga og
menntamanna í Frakklandi!
Það er engin tilviljun, að Mar-
e] Boussac, eigandi afturhalds-
blaðsins L’Aurore og Alain de
Sérigny, sem gefur út L’Écho
d’Alger, eru ákveðnustu stuðn-
ingsmenn de Gaulle. Báðir eru
þei- í hópi auðugustu manna
Frakklands og hagsmunum sín-
um stofna. þeir áreiðanlega
ikki í voða með stuðningi sín-
im við fasistaöflin í landinu.
T'ranskir eignamenn horfa nú
iírugum augum til olíuvinnsl-
inna- í Sahara. Ef Alsír verð-
U' áfram franskt lánd búast
öeir við ríflegum hagnaði af
'ienni. í þeirra augum er
saharaolían meira virði en
'ranskt og alsírskt blóð.
í einu orði sagt: Hinir klass-
isku stuðningsmenn fasismans
í hvaða mynd, ssm hann birt-
ist, hafa' þegar lýs-t blesSun
fjlnni jyfir hinni nýju ríWis-
stjórn Frakklands og þeim að
ferðum, sem beitt var til að
koma henni til valda.
Hrun Frakklands er í sjálfu
sér alvarleg áminning til ann-
wra þjóða að vera vel á verði
im þingræði og almenn lýð-
réttindi. Frakkland hefir urn
angan aldur verið tákn frels-
's og mannréttinda, og raunar
ákn evrópskrar hámenningar
’. síðari öldum. Þegar frelsið er
útrekið úr París, þá er hætt
ið, að stuðningsmenn þess
annarsstaðar missi móðinn.
Atburðirnir í Frakklandj bera
þess ljósl|';ga vitnj ,að fasis-
minn lifir enn í Vestur-Evrópu,
bótt hann hafi ekki haft hátt
um sig til þessa og helztu fram
verðir hans, þeir Franco og
Salazar, hafa verið einangrað-
ir og lítt fallnir til stórræða.
En nú hefi fasisminn sezt að
í hjarta Evrópu.
Áhrifin af valdatöku de
Gaulle verða margvísleg og ó-
útreiknanleg, en eitt er víst:
Menn verða að gera sér grein
fyri- því, hvernig það mátti
verða, að lýðræðið í Fjrakk-
landi var afnumið með ein-
faldri þingssamþykkt. Þeim
spurningum verður revnt að
svara hér í blaðinu síðar.
ÞEKKTASTI lóðherrarrn í
stjórn de Gaulle er vafalaust
rithöfundurinn André Mal-
raux. Skiá-ldsöguT hans og rit-
gerðir um listir og heimspeki
eru lesnar vítt um veröld, og
oftar en einu sinni hefur nsfn
hans verið nefnt í sambandi
við úthlutun Nóbelsverðlauna.
Skáldsögur hans eru allar
byggðar á hinni mtklu líf.s-
reynsiu hans og lýsa iafnan at-
burðum. sem hann sjálfur hef
ur veriið þátttakandi í. Fræg-
asta bók hans er ,,La condition
humaine“, hlaut hin eftirsóttu
Goncourt verðlaun. „L’Espoir“
lýsir borgarastyrjöldinni á
Spáni og bátttöku hans í henni.
Eftir stríðið hóf hann að vi'ana
að hinni miklu listasögu sinni,
og eru þrjú bindi þegar komin
út. Maxlaux fæddist í París ár-
ið 1901. Er hann af auðugu
fólki k.ominn. Hann lagði stund
á sanskrít, kínversku og forn-
leifafræði við Austurlanda-
skólann í París. Að loknu
námi tók hann þátt í vísinda-
leiðangri til Indó-Kína. 1925
ge-rðist hann starfsmaður
JOLAMERKI.
Á síðastliðnu ári gaf Lions-
klúbbur Siglufjarðar út jóla-
njerki það sem myndin er fylg-
ir þættinum að þessu sinni er af.
Þarna er um að ræða tvö merki,
annað grænt, rautt og gult, en
hitt blátt, rautt og gult. Merkið
er gefið út til styrktar skóla-
görðum á Sigtufirði.
Eins og sjá má á merkinu er
það mjög snoturt og prentun þess
er hin bezta.
Auk þess, sem þarna var um
að ræða útgáfu merkisins til
styrktar skólagörðunum, var það
einnig gefið út í tilefni 40 ára
afmælis hreyfingarinnar og sem
slíkt notað á fyrstadagsbréfum
þann 10. október í fyrra.
Einkaútsala á merkinu verður
hjá „íslenzk frímerki“ s.f., Box
26, Hafnarfirði, og verður einn-
ig hægt að fá eitthvað af fyrsta-
dagsbréfum þaðan. Verð merkis
ins er 2,50 stykkið, eða 62,50 örk
in, en merkin eru í 25 stykkja
örkum.
Vonandi bætist þarna við nýtt
jólamerki, jafnvel árlega, sem
safnarar eiga nú kost á að bæta
við söfnun sína.
NÝ FRÍMERKI.
Nú er loks ákveðin útgáfa
blómamerkjanna hinn 8. júlí n.
k. Margir voru þeir sem bjugg-
ust við útkomu þeirra á sýning-
unni ,,Frímex“ í haust, en hver
veit nema áframhald af settinu
komi þá út.
Að þessu sinni verða gefin út
tvö merki: 1 króna með mynd
eyrarrósar eða Epiloium latifoli-
um, eins og hún nefnist á latínu.
Upplag þessa m-erkis verður 1.
250.000, sem verður að teljast
nokkuð stórt. Þó má búast við
að mikið seljist þegar af þessu
merki sökum þess hve motiv-
söfnun er orðin algeng.
Hitt merkið er 2,50 með mynd
af fjólu eða Viola á latínu. Upp-
lag þess verður aðeins 750.000,
sem er ákaflega mátulegt. Nú
er aðeins að vona að þegar þessi
merki verða uppseld, verði ekki
tekið upp á því að endurprenta,
helidur veroi ný merki í sama
setti, eða réttar sagt áframhald-
af settinu gefið út.
Steíán Jónsson hefur teiknað
bæði þessi merki og eru teikn-
ingarnar sérlega smekklegar.
Merkin eru prentuð eins og
áður hjá Thomas de la Rue. Ef
þessi merki verða skemmd fyrir
söfnurum með slæmri prentun
og íslenzk merki eftir sem áður
prentuð á sama stað, þá fer að
rifjast upp gamall málsháttur
„Leyniþráður liggur milli . . .“
Annars er furðulegt eins vel
og sama firma prentar t.d. merki
Sam-einuðu þjóðanna, að við'
skulum ekki fá sömu fyrir-
greiðslu.
Þá verður nú tekið upp það
fyrirkomulag, að póststjórnin
hefur sjálf látið útbúa fyrstadags
umslög, sem seld verða við vægu
verði, eða aðeins á eina krónu
stykkið. Verður það nokkuð
hörð samkeppni fyrir þá scm
selja umslögin á fleiri krónur,
því að umslög póststjórnarinnar,
eru mjög smekkleg.
GRÆNLENZK
BERKLAMERKI.
Grænland hefur nú 22.5.’5c!
gefið út fyrsta berklavarnar-
merki sitt. Er þar um yfirprent-
un að ræða 30-j-10/50 aura skip.
Auk þess er merkið yfirprentað
með berklakrossinum.
André Malraux
Kuomintang-stjórnarinnar og
starfaði í frelsishreyfingu
Kína, áður en Shiang Kai-
shek rauf sam&tarfið við komm
únista. Á þessum árum átti
Malraux margt saman við
kommúnista að sælda og barð-
ist með lýðveldis'hernum í
spænska borgarastríðiriu. Á
styrjaldarárunum síðari tók
hann öflugan þátt í starfi neð-
an j arðarhreyf ingar innar.
Um þet-ta leyti yfirgaf hann
kommúnismann, en snerist til
fylgis við de Gaulle. Þóttist
hann þar finna það, sem hann
hafði ekki öðlazt hjá kommún-
istum.
Að stríðinu loknu gerðist
hann ráðherra í stjórn de
Gaulle og bió til flest slagorð
fylgismanna hans. En þegar de
Gaulle dró sig í hlé hætti
Malraux að mestu öllum af-
skiptum af stjórnmálum og hóf
fræðistörf. Hann var þó um
i tíma talinn hlynntur stefnu
Mtendés-France og lýsti sig
| stuðningsmann kosningabanda
lags jafnaðar-manna og rót-
tækra í kosningunum 1956.
Malraux er talinn frábær
ræðumaður og snjall slagorða
smiður og víst mun hann þurfa
á þeim eiginleikum að halda
í hinu nýja starfi sínu. .
"■*1 :-f
ööÁLÍiýi:::///!;::::::::::!
m
> ií
■fciii i
Tilboð ós'kast í að reisa viðbót við vélasal Sjó-
mannaskólans.
Uppdrálta má vitia í Teiknistofu Sigurðar Guðmunds-
sonar og Eiríks Einarssonar, Laugaveigi 13 á morgun
og næstu daga kl. 4,30—6.
Skilatrygging kr-. 200,00.