Morgunblaðið - 17.09.1938, Blaðsíða 7
7
Laiisardagur 17. sept. 1938.
MORG.UN BL AÐiÐ
f
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU
;líka, af því! Það er óvíst hvort
nokkur framkvæmd í sveit, á Is
jiandi hefir valdið jafn djúpri
jhneykslau Tímamanna eins og
lystigarður Sveins á Egilsstöðum.
Og ef Sveinn á Egilsstöðum fer
\í Kreppulánasjóð, þá er skrifaður
dálkur eftir dálk af skamma-
,greinum um haun í Framsóknar-
málgögnin. Ef Bjarni á Reykjum
eða Jörundur Brynjólfsson þurfa
að fá margfaldar eftirgjafir á við
ÍSvein, er síður en svo ráðist á þá.
Þeir eru valdir í mestu virðingar-
stöðurnar á Alþingi.
Hvers vegna? Sveinn er Bænda-
flokksmaður. Bjarni og Jörundur
Framsóknar menn.
„Það er alls ekki sambærilegt“.
Hjer að framan hefi jeg valið
nokkur dæmi af handahófi til
pess að sýna fram á að það var
eltki tilviljun ein, að Tímamaðurinn
$agði við hásetann á vjelbátnúm :
„Það er alls ekki sambærilegt". Að
minni hyggju er sá hugsunarliátt
ur, að Tímaínenn eigi meiri rjett
en aðrir borgarar þjóðfjelagsins,
orðinn svo rótgróinn hjá ýmsum
fórystumönnum flokksins, áð vel
má kalla lífsskdðúii1 ‘þeirra.
Þessi lífsskoðun er um fram alt
einkennandi fýrir hina nýríku yf-
irstjett flokksiiis lije'r- í Reykja-
vík. Þeir halda að sjer leýfist alt.
Þeir hafa hafist hátt fyrir litla
verðleika flestir hverjir. Þeir hafa
um langan aldur notið öryggis í
skjóli valdhafanna. Þeir hafa kom-
ist upp með allskonar rangsleitni.
Smátt og smátt eru þeir farnir að
líta á sig sem rjettborna til ríkis;
liverju sem framvindur. Þess
vegna veldur það þeim engum á-
hyggjum, að sitja, yfir hlut manna.
Jeg gleymi ekki svipnum á sam-
ferðamanni mínum forðum. Hann
var eins viss um að það var sak-
næmt, að hásetinn stigi ofan á,
sig, eins og það var ósaknæmt að
hann stigi ofan á hásetann.
Það er þessi hugsunarháttur,
sem veldur því, að aldrei fæst
nein leiðrjetting, hversu illa sem
stjórnað er, hvaða misrjetti sem
mönnum er skapað í þessu þjóð-
fjelagi. Sök eða sýkna fer alveg
eftir því, hvort í lilut á fylgismað-
ur stjórnarinnar eða andstæðing-
ur.
„Þa,ð er alls ekki sambærilegt“.
Á. J.
ína.
Snyrtideildin
Simi 2274.
Þórarinn Stefánsson hreppstjóri
á Húsavík við Skjálfanda er
sextugur í dag. Ilanít er fæddur
að Grásíður í Kelduhverfi og ól
þar bernsku sína. Mannkostir hans
og hæfileikar skipuðu honum
snemma í fylkingarbrjost æsku-
manna sveitarinuar, og stofnaði
hann með þeim Sparisjóð Vatns-
bæinga þegar um fermingaralduí,
’en u|>p úr sjóði þessum er nú ris-
in aðal peningastofnun sýslunnar
„Sparisjóður Norður-Þingeyinga“.
Sýnii- þett.a hversu snemma Þór-
arinn hefir haft afskifti af fjár-
rnálum,^ enda er hann fjármála-
maður ágætur. og’ á hann í þeim
efnum hvers mmjns trausf sem til
þekkja.
Þegar á ..unga aldri nam liann
allan þann fróðleik er hann fanii
heima í sveit sinni bg jafnframt
bókbandsiðn. Um tnna dvaldi hann
á Seyðisfirði við versluuarstörf, en
hvarf brátt aftur heim í sveit sína.
Þaðan fluttist hann tii Húsavíkuh
inOö. þar sem hann stundaði fyrst
bókbandsiðn sína, jafnframt því
sem hann lærði ljósmyndasmíði, og
1909 setti hann á gtofn bókaversl-
un, sem hann hefir rekið síðan,
samtímis ljósmyndastofu, sem hans
ágæta kona, Sigríður Ingvarsdótt-
ir, stýrir.
Þórarinn er búinn að vera hrepp
stjóri Húsavíkur í 26 ár. og .jafn-
an beitt sjer mjög fyrir velferðar-
og framfaramálnm þorpsins, og
auk þess hlaðinn ótal mörgum
trúnaðarstörfum. Hefir hann í far-
arbroddi með mikilli ósjerplægni
og festu beitt sjer fyrir sjúkra,-
húsbyggingu í' Húsavík, sem er
eitt hið mesta velferðarmál Þing-
eyinga, og er það allra mál, að
þar eigi Þórarirm einn flest og
best, ráðin. Ætíð hefir bann Játið
til sín taka um opinber mál, og í
stjómmálum á Sjálfstæðisflokkur-
inn góðan og göfugan fulltrúa þar
sem Þórarinn er.
Hörundskvillar, of þur, of feit húð.
Bólur.
Andlitssnyrting. Fótakvillar.
Kvöldsnyrting. ( Inngrónar neglrn-.
Handsnyrting. Þreyttir fætur.
Hárrot, Flasa. Fótanudd.
Crem, púður og áburðir þessu til-
heyrandi.
Sjerstakur tími fyrir karlmenn:
Mánudaga og fimtudaga kl. 6—8.
Stella Ólafson.
Jeg hefði kosið það að vera
einn í þeirn stóra vinahópi, sem
sækir Þórarinn heim í dag. Það
er altaf gott að eiga samræður
við haún, ög frá honum fer mað-
ur einatt fróðari en þegar maður
köm, því Þórarinn kann á mörgu
skil. og ei- fróður um fjölmarga
hluti og sjálfmentaður í besta lagi.
Hann er mantia trygglyndastur
og vinfastur, etida munu hugir
margra, sem hollusturáð hans hafa
reynt, dvelja hjá honutn í dag
með hlýjvtm öskum og endurminn-
ingum. J. V. H.
Qagbófc.
ÍX) Helgafell 59389177 - TV./V.
Uppt. Fyrirl.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Hægviðri. Úrkomulaust að mestu.
Næturlæknir er í nótt Axel
Blöndal, Mánagötn 1. Sími 3951.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og LaugaVegs Apóteki.
Messað í dómkirkjunni á morg-
un kl. 11, sr. Öíafur Öláfssön prje-
dikar.
Messað i fríkirkjunni á morgun
kl. 2, sr. Árni Sigurðsson.
Messa í fríkirkjunni í Hafnar-
firði á morgun kl. 2, sr. Jón Auð-
uns.
Áfengislagabrot. í gær var Ól-
at'ur K. Ólafssoti. Skólaýiirðustíg
46 dæmdur í 2200' lirQnai sekt og
tveggja mánaða Hfáiigtdlii -fyrir
leynivínsölu. Ólafur hefir áður
gerst, brotlegur Vi§. áfengislögin.
Margar húsmæður hringdu til
Morgunblaðsins í gær óg Spurðu
hvernig á því stæðj ,,að auglýsing-
ar matvöruverslananna, vSeri ekki T
blaðinu. Nú væri þær í yandræð-
um með að panta sjer í matinn.
Orsökin til þess, að auglýsingar
matvöruverRlanaUna ýbfú' ekki í
blaðinu í gær, en ent í blaðinu í
dag. er sú. að nú er sumartíminn
úti og búðum ekki lqkað um há-
degi á laugardag, eins og verið
hefir.
Knattspyrnufjelðgin Fram og K.
R. halda sameiginlegaij dansleik
að Hótel Borg í kvöld.
Hjónaband. t kvöld verða gefin
saman í hjónaband Gnðlaug Þór-
steinsdóttir (heitins Sigurgeirsson-
ar bankagjaldkera) og Gunnar
Þórðarson, Edilonssonar hjeraðs-
læknis í Hafnarfirði. Bróðir brúð-
arinnar, síra Garðar Þorsteinsson
framkvæmir vígsluna. Heimili
ungu hjónanna verður á St.rand-
götu 29, Hafnarfirði.
Verslanir bæjarins verða opnar
til klukkan 6 í kvohl og er það
fyrsti laugardagurinn, sem, búðir
eru opnar svo lengi á þessn hausti.
Skólastjóri vinnuskólans að Kol
viðarhóli biður þá, sem þafa reikn-
inga á skólaán, að afh.enda þá á
skrifstofn bæjarins eigi síðar en
n.k. þriðjudag 20. þ. m.
Hjónaefni. Nýlega hafa opinber-
að trúlofun sína ungfrú Ágústa
Guðmundsdóttir, Nýlendugötu 22
og Þorleifur Thorlacius, skipa,-
smiður. Nýlendugötu 20.
55 ára er í dag Agnar Guð-
mundssoil, Bjarnarstíg 12.
Nýja Bíó sýnir í síðasta sinn í
kvöld hjffáú ðgætu kvikmynd
,,Heiða“,4 ^árt sem nndrabarnið
Shirlev Temple leikur aðalhlut-
verkið.
Korklappar
ágætir, tvær stærðir
í versluninni
vmn
Langaveg 1. Fjölnisveg 2.
Skem.tun í sldðaskála Ármanms
í Jósefsdal. Á morgun verður, ef
veður verður hagstætt, gott tæki-
færi til þess að skemta sjer 1
hressandi fjallalofti. Ármenning-
ar ætla að gangast fyrir útiskemt-
un til ágóða fyrir skíðaskála sinn
í Jósefsdal. Ferðir hefjast frá B.
S. I. kl. 2 e. h. og eftir það verða
ferðir allan daginn, og er ekið
alla leið inn að skála. Kl. 3 e. h.
hefst samkoman með stuttri ræðu,
en eftir það fara fram íþróttir,
Tónlistarskólinn verður settur
kl. 2 á morgun í Hljómskálanum.
Jóhannes Áskelsson jarðfræðing-
ur og frú hans voru meðal farþega
á Brúarfossi í gær. Var Jóhann-
es á jarðfræðingafundi í Stokk-
hólmi um mánaðamótin júlí—■
ágúst. Þar voru jarðfræðingar frá
öllum Norðnrlöndum, en hann
einn Islendingur. Hann kynti sjer
ýmislegt á ferðalaginu viðvíkj.-
andi rannsóknarefni hans af Snæ-
fellsnesi, þar sem hann hefir fund
ið jarðmyndanir og jurtaleifar,
sem stafa frá tímabili milli ísalda.
Er þar um merkilegt jarðfræði-
efni að ræða.
Dr. Helgi Tómasson kom heim
í gær með Brúarfossi. Hann hef-
ir setið fund geðveikralækna T
Osló og fund taúgalækna í Stokkr
hólmi. Auk þess var hann á al-
þjóðamóti Rotary-klúhba í Stokk-
hólmi. Þar voru' þrír aðrir Islend-
ingar. auk hans, þeir Bjarni Jóns-
son bíóstjóri, Ásgeir Ásgeirsson
alþm. og Ludvig Storr.
Golffjelagar, sem ætla að mæta
á súnnudagskvöld í golfskálau-
um, eru vinsaml. þeðnir að gera
forstöðukonunni aðvart í síma
4981 í dag fyrir lokunartíma búða.
Útvarpið:
20.15 Upplestur: ..Gerska. æfintýr-
ið“ (Halldór Kiljan Laxness
rithöf.).
20.40 Hljómplötur:
a) Gátu-tilbrigðin, eftir Elgar.
b) Lög leikin á orgel.
Golfkepnin:
Úrslit á morgun
" ' ■?—
Framhaldskepni í tueistara-
flokki kvenna fór fram í
gær og fóru leikar þannig, &ð,
frú Herdís Gnðmnndsdóttir vann
Unni Magnúsdóttur og frú Jó-
banna Pjetursdóttir vann frú
Stellu Andrjesson. ;
í dag keppa til úrsiita í I. fl.
þeir Ólafnr Gíslason og Sigurð-
ur Jónsson, , i
- * j
Á morgun keppa þeir Hail-
grímur Hallgrímsson og núverandi
golfmeistari Helgi Eiríkssou tili
úrslita um meistaraþikarinn og
nafnbótiná golfmeistari íslands.
Þá keppa og til úrslita á morgun
í meistaraflokki kvenna þær^frú
Herdís og Jóbanna Pjetursdóttir.
Að lokakepnunum loknum hefsfc-
fjórleikur og taka þátt í þeim
leik 60—7Q manns.
iThorfendum er heimilt að horfa
á kepnina og ætti fólk að uotá'
þetta tækifæri til að horfa á eina
élstu útiíþróttina, sem enn er íðk
uð. )
J
-------------- y '4
í>Ý SKALAN DSFÖR
CHAMBERLAINS. *
----- X
FRAMH. AF ANNARI SÖ)U.,
að óvist væri hvenær hann færi
aftur til Tjekkóslóvakíu.
Mr. Chamberlain ók frá flugvellin-
inum til Downing Street 10 og þar
hófust þegar í stáð viðræður ijiilli
helstu ráðherra bresku stjómarinnar.
I lcvöld fer Mr. Chamberlain á fund
konungs. Honum hafði borist brjef frá
konunginum nm leið og hann steig út
úr flugvjelinni í Heston.
Ráðuneytisfundur hefir verið kvadd-
ur saman í London kl. 11 i fyrra-
málið.
GuilfossogGeysir
Á morgun (sunnudag) förum við hina veljiektu skemti-
ferð að GULLFOSS og GEYSI í SÍÐASTA SINN.
Simft 1580. Steindór.
Rúgmjöl
í 50 kg. pokum ódýrt og gott.
5ig. Þ. Skjalöberg.
(HEILDSALAN).
........ . ... ..... ■■■—■■■II. I I ■ 11»
‘ %
Vegna jarðarfarar
hr, Jens B. Waage, fyrv. bankastjóra
vv ... A —
verður verksnniðfan „Sanífas^
lokuð frá kl. 12 i dag.
Skrifsfofum
Garðars Gí§la$onar
verður lokað frá liádegi
i dag vegna jarðarfarar.