Morgunblaðið - 05.10.1938, Side 8
1
l
MORGUNBLAÐÍÐ
Miðvikudagur 5. okt. 1938..
8
TT'Iyrir 11 árum hvarf ameríski
flugmaðurinn Redfern og
fluffyjeJ han.s í frumskógunum við
AmBSon-ána í Suður-Ameríku. Tíu
ranrfsóknarleiðangrar voru gerðir
Út í alt lil að leita flugmannsins
og'fann einn leiðangurinn flalyð
af fíugvjélinni. Leitinni var hætt
og JKedfern flugmaður talinn af.
Þann 20. júlí s.l. var franskur
yétkfræðingur, René Allesy að
nnfnl, á ferð upp eftir Amazon-
án®1 og átti þá tal við Caripuana-
fndíána, sem sögðu honum, að
Jengra upp með ánni væri hvítur
maCur. sem væri ákaflega vitur
væri hafður í miklum metuín
hjá Indíánum.
Allesy- fór þá lengra upp með
ááinr óg fann manninn, sem kvaðst
heita Ifedfern. Hann var veikur
og f>r$jft;tur á lífinu, en vildi ekki
fnra frá Indíánunum.
í*egai- Allesv kom aftur til Ev-
rópri komst hann fyrst að því
hvaða maður það var, sem hann
hitti í frumskóginum. Það kom í
ljós, að Redfern hafði gengið 500
kílómetra frá þeim stað, þar sem
flugvjel hans hrapaði til jarðar.
★
Lögregluþjónn í bænum Lind-
en í New Jersey tók eftir því á
dögunum, að ung stúlka sat í bíl
og grjet sáran. Er hann aðgætti
þetta nánar sá hann, að stúlkan
var bundin í bílnum á höndum
og fótum.
Lögregluþjónninn spurði stúlk-
una hvernig á /þessu stæði og
sagði hún honum, að unnusti sinn
liefði það fyrir sið að binda sig
við bílinn þegar hann þyrfti að
skreppa frá. ■Grerði hann þetta af.
afbrýðissemi og til þess að unn-
usta hans gæfi sig ekki að öðruín
karlmönnum á meðan hann væri
í burtu.
★
— Hefir þú uokkurntíma lent
í bílslysi?
— Já, jeg trúlofaðist í bíl.
★
MÁLSHÁTTUR:
Lötum þykja of stuttir hvíldar-
tímar, en of langir allir hinir.
Dœtur Reykfavikur IKI.
effcir Þórunni Magnúsdóttur, er ein af nýustu bókunum á
bókamarkaðinum. Allar ungar stúlkur þurfa að eignast
hana. Eldri heftin fást einnig hjá bóksölum.
HIÐ ÍSLENSKA FORNRITAFJELAG.
Nýtt bindi
Borgfirðinga sögur
Hænsna-Þóris saga, Gunnlaugs saga ormstungu, Bjarnar
saga Hítdælakappa, Heiðarvíga saga, Gísl þáttr
Illugasonar.
Sigurður Nordal og Guðni Jónsson gáfu út.
CLVx363 blaðsíður, 5 myndir og 2 kort.
Verð kr. 9.00 heft og kr. 15.00 í skinnbandi.
Áður komu út
Egils saga, Laxdæla saga, Eyrbyggja saga og Grettis saga.
Aðalútsal*
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
Jfaups&apuv
Gulrófur nýuppteknar, góð-,
ar, stórar og óskemdar eru seld- j
ar daglega í hálfum og heilum
pokum. Sendar heim. Sími 1619.
Rúiðugler
höfum við fyrirliggjandi, útvegum það einnig frá Belgíu,
eða Þýskalandi.
Eggert Kristjánsson & Co. Sími uoo.
Kaapum flöskur, flestar teg.
Soyuglös, whiskypela, meðala-
glös, dropaglös og bóndósir. —
Versl. Grettisgötu 45 (Grettir).
Sækjum heim. Sími 3562.
Kaupum flöskur, stórar og
smáar, whiskypela, glös og bón-
dósir. Flöskubúðin, Bergstaða-
stræti 10. Sími 5395. Sækjum
heim. Opið 1—6.
lestar eru
baejarbifreiðar
Undirföt og náttkjólar í mörg-
um gerðum. Húisaumastöfan
Austurstræti 12 (inng. Vallar-
stræti). Ingibj. Guðjóns.
t ii.
Kjötfars og fiskfars, heima-
tilbúið, fæst daglega á Frí-
kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent
heim.
Kaupi gcerur.
5ig. Þ. 5kjalöberg.
Kaupum flöskur, flestar teg
undir, soyuglös, dropaglös með
skrúfuðu loki, whiskypela og
bóndósir. Sækjum heim. Versl.
Hafnarstræti 23 (áður B. S. 1.)
Sími 5333.
ÍAUíynniitgac
I Sá, sem kynni að hafa skíði
nr. 1322, er beðinn að gera að-
vart 1 síma 1440.
Munið brauðabúðina á Hring-
braut 61, hornið við FlÓkagötu.
Sendum heim. Sími 2803. Þor-
steinsbúð.
______________________________
J Friggbónið flna, er bæjarins
* besta bón.
Slysavarnafjelagið, skrifstofa
Hafnarhúsinu við Geirsgötu.
Seld minningarkort, tekið móti
gjöfum, áheitum, árstillögum.
í Gott freði fæst í Bankastræti
j 12. Inngangur frá Ingólfsstræti.
Mh i — ■ —
Miðstöðvarkyndari getur
bætt við sig 1—2 miðstöðvum.
Uppl. í síma 1798.
Stúlka, sem er góð í reikn-
ingi, óskast. Bakaríið, Þing-
holtsstræti 23.
Stúlka óskast hálfan daginn.
Afgreiðslan vísar á.
Vanir skurðamenn óska að
fá vinnu. Tilboð merkt „Skurða
menn“ sendist Morgunblaðinu.
Hreingerningar. Vanir, fljót-
ir og vandvirkir. Jón og Guðni.
Sími 4967.
aVu&ru&ó*,
Til leigu stofa. Einnig her-
bergi. Hringbraut -163, eftir kl.
6.
Herbergi með forstofuinn-
gangi til leigu á Hverfisgötu
98"; 1. hæð.
Kennum allskonar útsaunt)
og málningu. Bæði dag og:
kvöldtímar. Systurnar frá Brim-
nesi, Þingholtsstræti 15 (stein-
húsið).
Kenni íslensku, stærðfræði Og"
aðrar námsgreinar. Les með»
börnum og unglingum. Ódýr
kensla. Upplýsingar í síma.
3237, frá kl. 6—7.
Kenni íslensku, dönsku og'
ensku. — Jón J. Símonarson,.
Grettisgötu 28 B.
B A N N.
Með ráði Þingvallaneíndar er al—
menningi hjer með gefið til kynna,
að rjúþnaveiði, annað villifngla-
drá’p, flutningur á dauðum fugl- _
um og skotvopnum, sem hæf eru«
til fuglaveiðar, er stranglega bann-
að eins og að undánförnu, alstað-
ar í heimalandi Þingvalla, fyrir
utan sem innan takmarka friðlýsta-
svæðisins.
UMSJÖNARMAÐUR.
MARGARET PEDLER:
DANSMÆRIN WIELITZSKA 58.
Hún tók um hurðarhúninn, en rjett í því skaust
maður fram úr skugganum í ganginuni.
' „Magda!“
Það var rödd Davilofs, hiðjandi og sárhrygg.
Hún vakti óvænta samúð hjá henni. Enginn gat
hrópað svona, nema maður, sein var í mikilli sálar-
neyð.
Uún opnaði hurðina þegjandi og gaf honum merki
uro. að koma inn.
„Jæja?“, sagði hún í spyrjandi róm. „Hvað viljið
þjýr mjer? Þarna sjáið þjer árangurinn af gjörðum
yðar. Þjer hafið haft hepnina með yður“.
„Nei, nei“, svaraði hann í óstyrkum bænarróm.
„Magda! Jeg þoli þetta ekki! Þjer megið ekki hætta
að dansa. Dansinn er sjálft lífið fyrir yður. Jeg get
aJdrei fyrirgefið sjálfum mjer------Jeg ætla að
leita Quarrington uppi og segja honum---“
„Það getið þjer ekki. Hann er farinu af landi burt“.
„Þá fer jeg á eftir honum!“
„Hvað sem þjer segðuð við hann. myndi það vera
þýðingarlaust. Þjer getið ekki breytt staðreyndun-
um“.
„Er það satt að þjer ætlið í klaustur?“, spurði haun
-hásum rómi.
„Og það er mjer að kenna! Hamingjan góða. Jeg
lilýt að hafa yerið viti míuu fjær!“
„Antoine 1“> sagði lmu; og; rödd hennar var þýð
og blíðleg.
„Æ, jeg get ekki bætt fyrir þ-að, gæt ekki gert það
ógerl!“, brópaði hann örvæntiiigarfullur. „Magda,
viljið þjei’ reýua að' trútt rnjér, þegar jeg segi yður,
dð-j.eg vildi feginn forna Hfi iníntí," éf það gæti' þurkað
út það,' sém jég liefi gert?“ '
„Já, jeg trúi því, Antoine“, sagði hún blátt áfram.
Hann fleygði sjer niður í stól, og grúfði andlitið í
höndum sjer. Tvisvar, þrisvar sinnum, heyrði hún
þungan og sárau grátekka haus, og það olli henni
sjálfri sársauka.; Hún ,kiaup niður og lagði höndina
hlíðlega á öxl iians.
„Antoine“, sag'ði hún með cfjúpri samúð. „Þetta
megið þjer ékki, vinur miun“.
„Það var ófyrirgefanlegt“, hvíslaði hann.
„Nei, Antoine. Jeg fyrirgef ySur“. ‘
„Þjer getið ekki fyrirgefið )fljef! Það er ekki
hægt!“
„Jú, Antoine, jeg get það vel“, sagði hún hægt.
„Sjáið þjer til. Jeg hefi sjálf svo mikla þörf fvrir fýr-
irgefningu, að jeg gæti engum neitað um fyrirgefningu
mína. Auk þess htaut að koma að því, fyr eða síðar,
að Michael frjetti það“, kjelt húu áfram hrygg í
bragði. Hún stóð á fætur og strauk hárið frá enninu;
‘með þreytulegu látbragði. „Það er betra, eius og það'
er. Það hefði verið hræðilegt ef hann befði komist að
því seinna, ef til vill eftir að jeg varð konan lians“.
Autoine stóð skjögrandi á fætur. Hið fríða andlit,
haris var afmynduð af sársaulca.
„Jeg vildi, að jeg væri dauður!“
„Nei, Antoine, þjer megið ekki tala svona“, sagði;
hún óttaslegin. „Yður hefir þó ekki--------
„Nei“, svaraði liann stillilega. „Ættmenn míiiir liafa.
aldrei verið hugleysingjar, og jeg gríp ekki til þess
örþrifaráðs. Þjer þurfið ekki að óttast það. En jeg get
ekki verið hjer á landi. England án yðar væri hrein-
asta víti“.
„Iívað ætlið þjer að taka yður fyrir liendur, An-
toine? Þjer liættið ekki að leika á píanó?“
„Jeg get ekkí leikið opinberlega nú. Ekki fyrst um
sinn. Jeg býst við að fara heim til móður minnar“.
„Já, gerið það. Móðir vðar »u*n skiija yöur betur
en nokkur annar“.
Magda rjetti honum höud sííia, og hann tók í hana
og dró hana nær sjer.
„Jeg elska yður“, sagði kau, „»g þ* hefí jeg aðeius.
valdið yður sársaulca“.
„Nei“, svaraði hún áliveði*. „Það er jeg sjálf, sem
hefi eyðilagt líf mitt. Og — ásfíu er þrátt fyrir ;dt:
mikiisverð gjöf, Antoiue".