Morgunblaðið - 22.10.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.10.1938, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. okt. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Stefáns Jóhanns Hann viðurkennir ekki dómstóiinn Alt bendir til þess, að Alþýðufiokkurinn sje nú í þann veginn að klofna, með því að Hjeðins- menn fá ekki aðgang að Aiþýðusambandsþing- inu, og eru skilyrðislaust reknir úr Alþýðuflokknum, ef þeir vilja ekki sitja og standa eins og Haraldur og Stefán Jóhann viija vera iáta. En þegar klofningur Alþýðuflokksins er orðinn stað- reynd munu Hjeðins-menn og kommúnistar sameinast og mynda nýja,n flokk á grundvelli stefnuskrár þeirrar, sem Jafnaðarmannafjelag Reykjavíkur samþykti. Hitt flokksbrot Alþýðuflokksins, sem þeir Haraldur og Stefán Jóhann stjórna mun svo skríða upp í bólið til madömu Framsóknar og taka virkan þátt í stjórn landsins. Að vísu hef- ir forsætisráðherrann neitað því í blaði sínu, að þetta stæði til. En varlegt mun vera að treysta hans orðum í þessu, og mun það sannast áður en langt líður. Alþýðusam- bandsþingið. Fundur hófst þar kl. 1 Vá í gær. Var fyrst tekið fyrir álit kjörbrjefanefndar þeirrar, sem Stefán Jóhann skipaðí á fyrsta fundinum. Stóð þessi fundur til kl. 4. Nokkrir af Hjeðinsmönnum tóku til máls á fundinum, þ. á M. Hallbjörn Halldórsson prent ari. Hann deildi fast á stjórn Alþýðusambandsins fyrir brott- rekstur Jafnaðarmannafjelags- ins. Hann krafðist og þess, að mál Hjeðins yrði tekið fyrir áð- ur en teknir væru inn hinir nýju fulltrúar frá Alþýðu- flokksfjelagi Rvíkur. Stefán Jóhann andmælti Hallbirni. Tveir aðrir Hjeðins-manna tóku til máls, en fengu lítið sem ekkert hljóð. Fundurinn samþykti álit kjör brjefanefndar, og einnig gjörð- ir sambandsstjórnar milli þinga. Var þetta hvorttveggja samþ. með 98:9 atkv. FulKrúar hinc nýja Alþýðnflokksfjelags voru samþ. með 115:8 atkv. Kl. 5 hófst fundur að nýju og var þá skipað í fastanefnd- ir. Gekk það fljótt, því að út- býtt var vjelrituðum blöðum með nöfnum þeirra manna, er Stefán Jóhann vildi hafa í nefndunum. Alt var samþ. orða laust. Þá var og samþ. ályktun frá St. J. St., þar sem harmað var að Dagsbrún skyldi hafa neit- að að greiða skatt til Alþýðu- sambandsins. Efnnig var samþ. að þeir af fulltrúum Dagsbrún- ar, er fylgdu stjórn Alþýðu- sambandsins að málum (7 tals- ins) skyldu teknir inn á þingið. Hinir eru 11, sem ekki fengu inngöngu, en þeir fylgdu Hjeðni. —- Fundurinn stóð til kl. 6í/2- Hjeðinn fyrir dómstóli Stefáns. Kl. Sy2 í gærkvöldi hófst svo fundur að nýju, og var þá brott- rekstur Hjeðins til fyrri umræðu. Hjeðni var boðið að mæta og verja sig og sínar gerðir, og fór hann á fundinn. Hjeðinn kom stundvíslega á fundinn.' Ilófst fundurinn með því að Stefán Jóhann talaði aðeins ca. 2 mínútur, og lagði fram ákæruna á hendur Hjeðni; var það prentáður bæklingur. Þvínæst tók Hjeðinn til máls og talaði nál. stundarfjórð’ung. Hann gat þess að Guðmundur Hagalín hefði boðið sjer á þenna fund, og kveðst hafa tekið boðinu, þótt hann hefði átt að vera á Öðrum fundi. Hann kvaðst ekki vera kom- inn á fundinn til að verja sig eðá sínar gerðir, enda viðurkendi ekki fund þenna sem dómstól í sínum málum, eins og til hans væri stofn- að. Kvaddi þvínæst Hjeðinn og vjek af fundi. Umræður hjeldu svo áfram. Hallbjörn Halldórsson talaði þar máli Hjeðins, en margir á móti. Hjeðins-menn sóttu annars mjög lítið fundi Alþýðusambandsins í gær; aðeins fáeinir menn sýndu, sig. Hinir „þrautreyndu“. Alþýðublaðið skýrði frá því, að ekki fengju aðrir en „þrautreyndir Alþýðuflokksmenn“ að koma sem áheyrendur á þing Alþýðusam- bandsins. í gær sáust varla aðrir áheyrendur þar en Barði Guð- mundsson, Ásgeir Ásgeirsson og Guðbrandur Jónsson. Þetta eru þeir „þrautreyndu“. Þing kommúnista. Það helt áfram í gær. Rædd var pólitísk ályktun, sem gefin verð- ur út. Snertir hún deiluna innan Alþýðuflokksins og afstöðuna gagnvart henni. Togararnir Gyllir og Haukanes komu af veiðum í gær. Bæði skip- in eru farin áleiðis til Englands með aflann. Haustmót Tafiíjelags Reykjavikur Sú breyting' hefir orðið á þátttakendaiistanum, að Þráinn Sigurðsson hættir, en Ásmundur Ásgeirsson kemur inn í hans stað. Þessum skák- um er lokið: Fyrsta umferð: Steingiúnur 1, Gi!- ferO, Jóu 1, Einar 0, Magnús G. 1, Hafsteinn 0, Hermann 1, Baldur 0, Benedikt 1, Sæmundur 0, Sturla og Guðmundur jafntefli, Ásmundur og Snævarr biðskák. Önnur umferð: °.æ- mundur 1, Hafsteinn 0, Einar 1, Her- mann 0, tíaldur 1, Steingfímur 0., Egg- ert 1, Guðmundur 0, ÁsmUndur V2, Sturla %, Benedikt og Snævan' bið- skák, Jón o'g Magiiiás G. biðskák. — Þriðja umferð: Einar 1, Steingrímur 0, Baldur 1, Guðmundur 0, Jón 1, Sæ- mundur 0, Hermann %, Magnús G. y2, BenediktHafsteinn y2. Ásmundnr: Gilfer og Sturla: Snævarr biðskák. — Fjórða umferð: Sæmundur 1, Her- mann 0, Magnús G. 1, Steingr. 0, Jón 1, Hafsteinn 0, Benedikt x/2, Sturla %, Eggert y2, Snævarr %, Baldur y2, Ás- mundur x/2, Einar og Guðmundur bið- skák. „Esja“ heitir nú s Canal-Tenglo“ Eigendur strandferðaskipsins „Esja“, ríkisjárnbrautiniar í Chile, hafa skift um nafn á skip- inu og heitir það nú „Canal- Tenglo“. Þetta nýja nafn skipsins var málað á það í gær. „Canal-Tenglo“ liefir undan- farna dága legið í Slippnum og hefir farið fram hreinsun á skip- inu. M. a. er verið að mála það hátt og lágt og' reykháfurinn, sem áðnr var gulur, er nú orðin kol- svartur. Skipið mun vérða tekið úr Slippnum í dag, en ekki er kunn- ugt um livenær' það leggur ur iiöfn áleiðis til Ghile, en heyrst hefir að skipið’ miini fá hjér farm til fiutnings til Ameríkn. Skipsinennirhír, 36 að tolu, sem komu með Dr. Alexandrine síðast, eru byrjaðir að vinna um borð í skipinu. SVÍA \ ANTAR VINNUKRAFT Khöfn í gær F.Ú. argir iðjurekendur í Sví- þjóð hafa farið fram á það við stjórnina að hún ópni landið fyrir innflutnihgi út- lendra manna, með því að skortur sje verkamanna í ýms- um atvinnugreinum. 60 ára er í dag Guðmundur Gísla son, Hverfisgötu 6, Hafnarfirði. Afstaða Memel-hjeraðsins. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ingið í MfeWl kom ekki saman Þ dág, eins og búist hafði verið við, þar sem stjórnin í Lithaueio'hefis lofað að gera breytingar á öryggis- löggjöfinni sem hún hafði boð- að að setja ætti í stað herlag- anna. Ýmsar tilslakanir hafa líka verið gerðar til þess að verða við kröfum Pólverja. Grindadráp á Ströndum Um hádegi í fyrradag urðu menn á Kaldrananesi í Strandasýslu varir við grinda- hvalatorfu utarlega í Bjarnar- firði. Fóru menn á opnum vjelbáti og tveimur árabátum til þess að reyna að koma skoti í einn kálf eða svoj.en bátum þessum tókst að reka torfuna upp á grynningar í botni Bjarnarfjarð ar. Útfall var og íeátust íivalirn- ir. Var þeim síðan banað í fjör- unni. £ Hvalir þessir eru úm 140 að tölu. Margir þeirta stærstu eru 5—7 metra langir. (F.Ú.). ... iWt ,% ----’t-O '■» «y. * Slidirútflutningur Irá Siglnllrii Flutningaskipið Hekla hleð- ur á Siglufirði 9.000 hálf- tunnur og 1.000 heiltunnur af matjessíld, og 700 heiltunnur sjerverkaðar. Síldin fer til Ameríku. Kolumbía hleður 5.500 tunn- ur af síld til Svíþjóðar. M.s. Dr. Alexandrine hleður allmikið af síld til Danmerkur, einnig síldarmjöl og saltfisk. Selfoss hleður lítið eitt af síld til Belgíu. Sarastone hleður um 14.000 tunnur af saltsíld, kryddsíld og matjessíld til Svíþjóðar. (F.Ú.). Ölvaður bllstjóri veldur slysi Ók á konu og flýtti sjer síðan burt Bílstjóri, sem var undir áhrif- um víns, ók í gær á konu á Hverfisgötu. Fjell konan á gang- stjettina og meiddist illa. Bílstjór- inn sinti hinni slösuðu konu ekk- ert, heldur ók áfram. Annar bíl- stjóri, sem ók á eftir honum og sá er slysið varð, sagði lögreglu'nni frá númeri bílsins. Konan, sem siasaðist. heitir Kristín Guðmundsdóttir, Hverfis- götu 62, ,og var hún fiutt á Land- spítalann. Skarst konan illa á enni og meiddist á vinstri öxl. Lögreglan fekk tilkynningu um slysið frá Daníel Fjeldsted lækni, sem býr á Hverfisgötu 46, en slys- ið vildi til fyrir framan húsið nr. 44. Skýrði læknirinn frá því, að kona lægi í blóði sími á götunni, Lögreglan fór strax á staðinn, en þar sást þá ekkert farartæki, sem gat hafa valdið slysinu. Daníel Fjeldsted var búinn að binda um sár konunnar til bijáða- birgða og flutti lögreglan hana á Landspítalann. Skömmu síðar kom bíls(jóri, Sig- urður Jónsson, á lögyeglustöðiria og skýrði frá því, aðf hann hefði verið sjónarvottur að slysinu. Hafði Sigurður ekið bíl sínum um Hverfisgötu og á uudan honum ók annar bíll. Alt í einn var bílnum, sem var á Hndan lionum, ekið upp að hægra götukanti og helt Sigurður í fyrstu að bíllinn ætl- aði að nema staðai'.j Við gang- stjettina stóð kona og'úk bíllinn á hana svo hún fell á gángstjett- ina: og fell í öngvit. Sá Sigurður nú að hraða bílsins, sem ekið hafði á konuna, var aukinn að mun. Datt Sigurði fyrst í hug að koma hinni slösuðu konu til hjálp- ar, en vegna þess að hann hafði ekki þekt bílinn ók hann á eftir honum inn Hverfisgötu og síðan upp Frakkastíg. Er bíllinn ók yfir Laugaveginn sá Sigurðnr númerið og þekti bílinn. Fór hanii þá á lögreglustöðina og tilkynti lög- reglunni hvaða bíll hefði ekið á konuna. Bílstjórar, sem þannig fara að ráði sínu eins og þessi ölvaði mað- ur, að liraða sjer á brott þegar þeir hafa orðið valdir að slysi, hafa með rjettu verið kallaðir ökuníðingar. Þykir sjálfsagt að birta nöfn slíkra manna opinberlega, en af sjerstökum ástæðum verður það ekki gert í þetta sinn vegna þess að ,það gæti haft hættuleg ábrif á fólk sem enga sök á í þessu athæfi liins ölvaða manns. „LITLI HEIMUR‘ Khöfn í gær F.Ú. oul Reumert leikari er nú aftur orðinn heill heilsu tir langvarandi lasleika og kur í kvlöd í leikriti Tryggva einbjörnssonar, „Lille Verd- en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.