Morgunblaðið - 29.10.1938, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.10.1938, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. okt. 1938. Útsvar. •• Dráttarvextir. Útsvar til bæfarsjóðs Reybfa- víkur árið 1938 er alt falltð i gjalddaga og 1. nówember falla dráttarvextir á ffórða bluta ógreiddra útsvara. Er skorað á gfaldendur að greida átsvarsskuldir sinar ná þegar. Reykfavik, 28. október 1938. Borgarritarinn. Smábamaskóli í ensku. Kenni börnum að tala ensku. Kent verður í húsi K. F. U. M. mánud., miðv.d., föstud., kl. 6—7. Mánaðargjald 8 krónur. WILHELM JAKOBSSON eand. phil. Kirkjustr. 2. Til Keflavikur, Garðs og Sandgerðis er altaf best að aka með okkar ágætu bifreið- um. 2 ferðir daglega, kl. 1 e. h. og kl. 7 síðd. Simi 1580. Steindór. M 7 IX sotu. _ Gamalt TIMBUR Hvar er best að kaupa? §varið verður: Auðvitað Iijá Jensen Vesturgötu 14. Það er fjölbreyttasta bakaríið, og hefir flest það er hús- móðirin krefst, svo sem allskonar Tertur, Sódakökur, Jóla- kökur, Marcipankökur og Smákökur. — Ennfremur hinar ágætu Kringlur, Tvíbökur og Skonrok. — Eínnig afgreitt eftir pöntunum: Kransakökur, Rjómatertur, fs og Fro- mage. Alt fyrsta flokks vara. S. JENSEN. Vesturgötu 14. Sími 3278. Hann sveigði stefnuna til hægri — til Hitlers Þegar Chvalkovsky utanríkismálaráðherra Tjekka var staddur í Berlín. Með honum er Marslny, sendiherra Tjekka. Kröfur Stefáns Jóhanns & Co. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. af vjelrituðum blöðum á þing- samkundu Alþýðuflokksins. — Nefndir voru skipaðar af báð- um flokkunum, til þess að ræða um framhaldandi stjórnarsam- vinnu. Nefndirnar höfðu átt saman viðræður um málið. En þetta sagði forsætisráðherrann að væri „með öllu tilhæfulaust“. Hvað kom til, að forsætisráð- herrann fór hjer með ósann- indi? Máttu bændur þeir, sem enn styðja Framsóknarflokkinn ekki fá vitneskju um þetta bak- tjaldamakk stjórnarflokkanna, sem vitanlega var gert í óþökk formanns Framsóknarflokksins, er nú dvelur í annari heims- álfu? ★ Stefán Jóh. gat þess í ræðu sinni, að stjórnmálanefnd „þingsins“ myndi taka stjórnar- samvinnuna til meðferðar og gera samþykt um málið. Jú; þetta var gert síðasta daginn, sem „þingið“ sat á rökstólum. I samþyktinni, sem ,,þingið“ gerði, segir m. a.: „Eins og flokkaskipun nú er háttað í landinu, telur sam- bandsþingið einsýnt að leitað verði samkomulags við Fram- sóknarflokkinn — -— — með það fyrir augum, að um sam- vinnu flokkanna verði gerður samningur til loka þessa kjör- tímabils“. Ennfremur segir svo í sam- þyktinni: „Felur sambandsþingið sam- bandsstjórn og þingflokki Al- þýðuflokksins, að vinna að því að ná slíku samkomulagi v* i Framsóknarflokkinn, og telur þingið rjett, að Alþýðuflokkur- inn Iáti fulltrúa frá sjer taka sæti í ríkisstjórninni, ef slíkt samkomulag næst. I samning- um verði fram tekið, að hvor- ugur flokkanna taki upp sam- vinnu við andstöðuflokk um lausn þýðingarmikilla mála, án þess samningum hafi áður ver- ið sagt upp“. Er ekki af þessu öllu nokkurn veginn ljóst, hvað í vændum er ? Alþýðuflokkurinn heimtar samning út kjörtímabilið. Fram- sókn má ekki leysa „þýðingar- mikil mál“ í samvinnu við and- stöðuflokk, án þess áður að hafa sagt upp samningum við flokksbrot Stefáns Jóhanns. A síðasta þingi leysti Framsóicn1 togaradeiiuna og kaupdeil ma á skipum Eimskipafjelagsins í samvinnu við Sjálfstæðisflokk- inn. í framtíðinni má flokkur- inn ekki gera neitt slíkt! ★ Forsætisráðherrann getur, ef honum sýnist svo, haldið áfram að mótmæla augljósum og skjal festum sannindum. En ekki vex hróður hans fyrir það. Ekki er ósennilegt, að innan fárra daga komi ýmislegt í dagsins ljós sem sýni, að hin nýja stjórnarsamvinna sje haf- in. Það er a. m. k. mikið skrafað 'þessa dagana um bankastjóra- stöður og fleira af slíku tagi. Er farið að nafngreina menn í þessi feitu embætti, og þar er Alþýðuflokksmaður efstur á blaði. Hitt skal svo ósagt látið, hve nær sú langþráða stund kem- ur, að Stefán Jóhann fari inn í stjórnina, en kunnugir þykjast sjá þess greinileg merki, að ráðherrann sje kominn í maga Stefáns. B.v. Gulltoppur kom í gær frá Þýskalandi og í nótt var von á Þórólfi. --------Hún — skriftaði.... Kalundborg í gær. FÚ. Hjá bónda einum í Dan- mörku, Andersen að nafni, brann búgarður árið 1933. — Greiddi vátryggingarf jelagið, er trygt hafði eignina 59.000 krónur í skaðabætur. Liðu nú mörg ár þangað til að kona Andersens skýrði frá því ný- lega á Oxford-hreyfingar- fundi, að hún hefði. kveikt í húsinu. Vátryggingarf jelagið höfð- aði þegar í stað mál til endur- greiðslu á fjenu, er kunnugt varð um játningu frúarinnar, og var bóndi hennar í dag dæmdur til þess að greiða fjelaginu allar hinar um- getnu 59,000 krónur. Enskuken§la fyrir börn Enska er höfuðtunga heimsins og vafalaust það málið, sem flestir útlendir menn læra nú á tímum, enda er það stór-nauðsyn- legt hverjum þeim, sem utan fer, og ekki kann að mæla á tungu þeirrar þjóðar, sem þá dvelst hann með. Ensk tunga virðist og altaf vera að breiðast út meira og meira, og segja fróðir menn, sem víða hafa farið, að þeir hafi hvergi komið um hinn mentaða heim, að enskan 'Jiafi hrugðist þeim. Þvi er öllum nauðsynlegt að kunna ensku, og þá ekki síst; smáþjóð eins og okkur, enda fjölgar þeim hjer á landi ár frá ári, sem þetta mál kunna að meiru eða minna leyti. Og þótt enska sje geysilega orð auðugt mál, er fremur auð- velt að læra hana svo, að menn geti skilið og talað mælt mál, og vitanlega gengur þetta því betur, því yngri sem maðurinn er, þegar hann byrjað námið, enda er það kunnara, en frá þurfi að segja, að hörn eru fullorðnu fólki miklu fljótari að læra erlendar tungur. En þótt undarlegt sje, hefir ekki, svo að jeg viti, verið mjög mikið að því gert hjer á landi að ltenna smábörnum erlend mál; og að því er til enskunnar tekur, veit jeg ekki til, að neinn hafi lagt það fyrir sig að kenna hana smábörn- um, síðan frú Anna Bjarnadóttir frá Sandfeili dó. Naut skóli henn- ar mikilla vinsælda og mun marg- ur sakna hans. En nú hefir *W Jakobsson í hyggju að bæta úr þessu og koma hjer á fót smábarnaskóla og kenna í honum ensku. Hann hefir um mörg ár fengist við kenslu í ýmsum greinum, og þó mest ensku, skilur hann því börnin og kann að haga kenslunni við þeirra hæfi. Og ef dæma skal kennarahæfileika hans eftir kunn- áttu dóttur hans (10 ára) í ensku, þá ættu börnin að geta haft mjög gott af því að vera í þessum skóla hans. Kensluna má og kalla mjög ó- dýra, og trúi jeg því ekki, að neinn muni iðra þess að fara í skóla til hans. B. Ól. Þýskur togari kom hingað í gær með tvo sjúka menn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.