Morgunblaðið - 30.10.1938, Page 5

Morgunblaðið - 30.10.1938, Page 5
Sunnuda^ur 30. okt. 1938. morgunblatið lHorgtrofeiaðið GP' Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritatjórar: Jón KJariansaon og Valtýr Stefánsson (ábyrgðarmaöur). Auglýsingar: Árni óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiöaia: Auaturstræti 8. — Síml 1<S00. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánubl. í lausasölu: 15 aura eintakiö — 26 aura meO Leabók. ÞETTA Á AÐ HEITA LÝÐRÆÐII Hvernig sem reynt er að teygja það og toga, verð- ur ekki komist hjá 'að viður- kenna, að miðað við þann lið- styrk, sem stjórnarflokkarnir hafa meðal kjósenda landsins, geta þeir ekki myndað annað en minnihlutastjórn. Þeir höfðu al- drei nema 44% sameiginlega eft- ir kosnnigarnar í fyrra, svo það var þegar greinilegur minnihluti. En síðan hefir mikið af liði Al- þýðuflokksins sagt sig í sveit með Hjeðni Valdimarssyni. Það er þess vegna óhrekjanlegt, að stjórnarflokkarnir hafa sameig- inlega að baki sjer langt innan við 44% af kjósendum landsins. Þetta út af fyrir sig er nægi- legt til að sýna hvað það er frá- leitt, að stjórnarflokkarnir skuli bera fyrir sig verndun lýðræðis- ins sem ástæðu fyrir nauðsyn- inni á áframhaldandi samstarfi þeirra. Við atkvæðagreiðsluna í Dagsbrún í sumar hafði Alþýðu flokkurinn aðeins örlítinn meiri hluta. En allir vita, að það voru Sjálfstæðismennimir í Dagsbrún sem þar riðu baggamuninn .Ef Alþýðuflokkurinn hefði ekki not- ið atfylgis þeirra, hefði hann orð ið greinlega undir við þá at- kvæðagreiðslu. í öðrum verka- lýðsfjelögum landsins veltur á ýmsu. Sumstaðar er Alþýðuflokk urinn í meirihluta, sumstaðar í minnihluta. Heildarútkoman er sú, að síst er hallað á Alþýðu- flokkinn, þótt talið sje, að hann hafi mist helming kjósenda sinna síðan um alþingiskosningarnar 1937. Þessvegna geta stjórnar- flokkamir ekki sýnt fram á það með neinum rökum, að þeir hafi að baki sjer meira en ca. 34%, eða því sem næst rjettan þriðj- iing kjósenda. Meður því að stjórnarflokkarn- ir hafa ekki trygt sjer fylgi Hjeð ins-manna og kommúnista, er vonlaust fyrir þá, að þræta fyrir það, að stjórn þeirra sje frá lýð xæðissjónarmiði augljós minni- hlutastjórn. Nú má svo vera, að stjórnar- flokkarnir sjeu farnir að láta sjer skiljast, að þeim er ekki -stætt að halda því fram, að þeir hafi þjóðarvilja að baki sjer, meðan svo til hagar, að aðeins 1 af hverjum 3 kjósendum landsins er með þeim, en hinir dveir á móti. Þessvegna er gripið til þess, að rjettlæta þrásetu minnihluta- .stjórnarinnar með því, að vald- höfunum hafi svo vel tekist á undanförnum árum, að þjóðin 'megi ekki við því að þeir sleppi af henni hendinni. En hvernig hefir þessum mönnum tekist að rækja það hlutverk, sem þeir tókust á hend ur? Þeir ætluðu að lækka álögurn ar á almenningi. Þeir hafa hrúg að nýum og nýum sköttum á þjóðina ár frá ári. Stundum miljón á ári, stundum tveimur, stundum hátt á þriðju. Þeir ætluðu að lækka útgjöld ríkisins. Þeir hafa bætt miljón á miljón ofan til hækkunar. Svo forhertir eru þeir orðnir í þess- um efnum, að ef einhver leyfir sjer að minnast á takmörkun útgjalda ríkisins, er svarið: Við skulum aldrei spara! Þeir ætluðu að lækka skuldir ríkisins. En þar hefir farið eins. Miljónir hafa bæst við skuld- irnar. Sumar ríkisstofnanirnar eru látnar safna skuldum erlend- is svo að nemur heils árs út- tekt. Þeir lofuðu „vinnu handa öll- um“. Efndirnar hafa verið þær, að atvinnuleysið hefir aldrei valdið slíku böli sem einmitt í tíð núverandi stjórnarflokka. Þeir ætluðu með innflutnings- höftunum að skapa heilbrigða verslun og endurreisa lánstraust landsins. Afleiðingarnar hafa orð ið óbærileg dýrtíð í landinu og hvimleiðari viðskiftahættir en áður þektust. En lánstraustinu svo komið að sendimenn ríkisins bera skarðann hlut frá borði og fje ófáanlegt í hin arðvænleg- ustu og glæsilegustu fyrirtæki. Svona eru nú „afrekin“, sem eiga að rjettlæta það, að hjer sitji áfram stjórn, sem % hlut- ar þjóðarinnar neita að styðja. Á sama tíma, sem frændþjóðir okkar vinna að því af alhug að efla lýðræðið sem mest, er ís- lendingum boðin áframhaldandi forsjá manna, sem brugðist hafa öllum fyrirheitum sínum, og eiga ekki að baki sjer nema þriðj- ung kjósenda landsins. Og þetta á að heita lýðræði! Umræðuefnið í dag: Marseilles-bruninn. Haustirót Taflfjelagsins. Sjötta umferð var tefld á fimtudags- kvöld. Úrslit urðu þessi: Baldur vann Sturlu, Benedikt og Gilfer jafntefli. Biðskákir: Magnús G. og Ásmundur, Sæmundur og Guð- mundur, Hafsteinn og Steingrím- ur. Forfallaðir voru Jón, sem átti að tefla við Hermann og Snævarr, sem átti að tefla við Einar. Bið- skákir tefldar í vikunni: Stein- grímur vann Sæmund, Snævarr vann Sturlu, Ásmundur vann Ein- ar, Magnús G. og Jón jafntefli. Sjöunda umferð hefst í dag kl. iy2. Heimdallur, fjelag ungra Sjálf- stæðismanna heldur fyrsta fund sinn á vetrinum í Varðarhúsinu n.k. þriðjudagskvöld kl. 8^2- Ekki er ennþá fullráðið um ræðumenn. Ungir Sjálfstæðismenn og konur munu að sjálfsögðu fjölmenna á fundinn. Betanía. Almenn samkoma í kvöld kl. 8y2. Ræðumaður síra Sigurður Pálsson. Allir velkomnir. K. F. U. M. og K. Hafnarfirði. U. D. fundur kl. 5. Sagan: Sölvi Almenn sanikoma kl. 8.30. St. Sig- urðssön talar. Allir velkomnir. 5 — Keijkjavíkurbrjef — ------- 29. okt. --- Skipin liggja. yrir nokkrum dögum birtist grein í Morgunblaðinu frá útgerðarmönnum á Suðurnesjum, þar sem þeir gera grein fyrir erf- iðleikum útgerðarinnar. Þar segja þeir m. a. að 50—60 vjelbátar og línuveiðarar hafi ekki fengist gerð ir út á síðustu vertíð, vegna þess hve útgerð hefir verið rekin með miklu tapi undanfarin ár. Þetta eru mjög eftirtektarverð ar upplýsingar og sanna beinlínis svo eigi verður á möti mælt, að fjárhagsvandræði og kreppa er heimatilbúin vara fyrst og fremst, sem eigi fæst lagfæring á, nema með breyttum stjórnarháttum. Hvert mannsbarn í landinu veit, að í viðskiftum íslendinga við aðr- ar þjóðir eru það uppgrip fiski- miðanna sem við fyrst og fremst verðum að nota okkur. Það eru fiskimiðin sem hjer ern betri frá náttúrunnar hendi en hjá flestum öðrum þjóðum, enda leita aðrar fiskiveiðaþjóðir hingað um langan veg. Og það er dugnaður íslenskra sjómanna, sem gerir þjóðinni mögulegt, að fá hjer meiri verð- mæti úr sjó en aðrir fá. Þegar þessi atvinnuvegur, sem fjárhagur þjóðarinnar hlýtur að byggjast á, gengur saman, þá minkar útflutn- ingur okkar, fjárhagurinn versnar og viðskifti við aðrar þjóðir verða erfiðari með hverju ári. Að ekki hefir farið um þverbak undanfar- in tvö ár, er síldveiðunum að þakka. Einkennilegir menn. n bitlingahjörð sú, sem lands- stjórnin hefir safnað utan um sig, reynir með öllu móti að telja fólki trú um að alt sje í hinu besta lagi, geti ekki betra verið. Landsstjórnin ungi út lög- um, þjóðinni til velfarnaðar. Og hjer sje alt á framfara leið. Það er að vísu minna og minna, sem þjóðin getur keypt, því framleiðsl- an gengur saman. En þá er gripið til innflutningshaftanna. Þau eiga, í höndum stjórnarinnar að vera allra meina bót. Hjer í Iievkjavík bætast hundruð manna í atvinnu- leysingjahópinn í vetur, af því að ekki fæst hjer byggingarefni til þess að fullgera hús sem eru í smíðum. Þegar að því er fundið kemur stjórnin, me.ð makt og miklu veldi, og segir það gangi landráðum næst að vilja flytja svo mikið inn til landsins, að eigi fáist sæmilegur greiðslujöfn- uður. Þetta eiga menn að láta sjer lynda, og yfir engu að kvarta, því inn í ferkantaða hausa ráð- herranna verður eigi troðið skiln- ingsglóru um það, að það, sem fólk kvartar undan og það með rjettu, er, að þeir hugsa ekki um að búa þannig að aðalframleiðslu þjóðarinnar, að sií atvinnugrein geti dafnað og orðið lífvænleg. Meðan útgerðin, stærsta tekju lind íslands frá náttúrunnar hendi, er ekki tekjugrein, heldur taprekstur eins og verið hefir í 10 ár, þá fer efnahag þjóðarinnar aftur, gjaldþol minkar og gjald- geta, kaupgeta minkar, fram- kvæmdir minka, atvinnuleysi, eymd, volæði eykst. Málgagn ríkisstjórnarinnar þyk- ist ekki enn hafa fengið fulla vitn- eskju um, að sjávarútvegur hafi hjer verið rekinn með tapi und- anfarin ár. Það þarf mikið til að opna skilningarvit Tímamanna. Það kynni þó að vera ef þeim væri sýnd 60 fiskiskip við land- festar eða á þurru landi um vertíð hjer við Faxaflóa, að þá fengju þeir pata af því, að eigi væri búið að útgerðinni sem skyldi. En mik- ið er líklegt að teyma þurfi at- vinnumálaráðherrann um strand- lengjuna og sýna honum skipin áður en hann trúir eða viðurkenn- ir hvernig komið er. Atvinnumálaráðherra. el á minst, atvinnumálaráð herra. Nú er von á að Al- þýðuflokkm- Stefáns Jóhanns fái því framgengt, að Stefán Jóhann verði atvinnumálaráðherra. Þeir sósíalistar vilja fyrir hvern mun fá hann í ráðherrastól. En því ekki Harald Guðmundsson aftur? Það vita menn ekki gjörla. Nema það stafi af því, að Haraldur kunni svo vel við sig- í þeirri makindalegu forstjórastöðu er liann fekk við tryggingastofnanir ríkisins. - . Hefir Alþýðublaðið undanfarna daga boðað bað, að þessir tveir flokkar taki nú sam- an að nýju, „alþýðan til sjávar“ og „sveitaalþýðan“, eins og þeir sósíalistar komast að orði. Og þetta á að vera eftir fyr- irmyndum frá öðrum Norðurlönd- um. Broddar „sjávar-alþýðunnar“ eins og Stefán Jóhann & Co. eiga svo að sjá um, að atvinnuleysið geti lialdist við sjóinn, en „for- sjón“ sveitaalþýðunnar, komrnún- istabróðirinn Eysteinn Jónsson, á að halda áfram að reka sína „hum- bugs“-pólitík fyrir sveitirnar, og' telja fólki þar trú um, að alt sje á hraðri framfaraleið, meðan verið er að murka lífið úr útgerðinni og gera þjóðina fjárhagslega ósjálf bjarga. Kastast í kekki. æringar hafa undanfarna daga verið milli sósíalista og kommúnista, og ýmislegt komið upp úr kafinu. sem eftirtektar- vert er, en of langt yrði upp að telja að þessu sinni. Þeir Alþýðu- flokksmenn hafa uppljóstr- að því greinilega. að þeir hafi altaf vitað, að Koimnúnistaflokk- urinn væri ekkert annað en of- beldisflokkur undir stjórn al- þjóðaáróðursskrifstofu kommvm- ista í Moskva. Þeir hafa m. a. sagt frá því, að Hjeðinn og þeir kommúnistar hafi í fyrravetur gert þá kröfu, að sósíalistar — og þá líklega banda- mennirnir í Framsóknarflokknum, sæju um, að lögreglan í Revkja- vík fengi nýtísku vopn, sem hægt væri að nota í þjónustu hinnar sósíalistisku byltingar. I janúarmánuði í ár stóðu þeir Alþýðuflokksmenn hlið við hlið með þessum ofbeldiiseggjuni, í bæ j arst j órnarkosningunum. Svo lýsingar þeirra á þjóðsvikum og mtddvörpustarfi kommúnista lend- ir að nokkru leyti á þeim sjálfum. „Einkenniles:t“! íðan þeir fóru að rífast hjer Alþýðublaðsmenn og komrn- únistar hefir Tíminn rekið upp ámátleg vein. Því eins og eðlilegt. er, er sem komið sje við hjartaS í þeim þingfulltrúum Framsóknar, sem vitað er, að sitja á þingi fyr- ir náð kommiinista, ef blakað er við þessum barnfóstrum þeirra. í Tímanum þ. 22. október segir svo: „Það er einkennilegt, að til skuli vera verkamenn sem telja sig þurfa að halda uppi sjerstökum stjórnmálaflokki hjer úti á Is- landi, til að annast málsvörn fyr- ir harðstjórn Stalins austur í hinu milda Rússaveldi“. Þarna ratast Tímanum óvart satt orð á munn. Því þetta er sannarlega einkennilegt. Skyldi ekki vera nóg fyrir kommúnista, sem vinna að því að koma hjer öllu í kaldakol, að hafa t. d. mann eins og Eystein Jónsson í fjár- málaráðherrasessi ? Ætli þeir gengju verklegar að því að gera þjóðina fjárhagslega vanburða þeir Bryjólfur Bjarnason, Hjeðinn eða Einar Olgeirsson? Eða hafa þeir ekki fjármálaráð- herrann sem að alsty r ktar m ann fyrir „útbreiðslutæki Stalins“ hjer á landi, kaupfjelagið KRON? Hvað vilja þeir meira? ' 1 C ” % * Það er von að Tíminn spyrji. Og það er von að burgeisar „sveita alþýðunnar“, en svo heitir Fram- sóknarflokkurinn á máli Alþýðu- blaðsins, sjeu ekkert hreyknir yf- ir lausmælginni í Finnboga Rút, er hann segir frá byltinga- og of- beldisáformum þeirra manna, sem em stuðningsmenn og vildarvinir Tímastjórnarinnar, og hafa fjör- egg margra Framsóknarþing- manna í hendi sjer. Ljelegur kisuþvottur. n svo kemur kisuþvotturinn í Tímanum. Þar segir: „Það er heldur eklti vitað, að Stalin eða Rússar láti sig' nokkru skifta um kjör verkamanna hjer úti á Islandi. Og tiltölulega fáir munu þeir vera í Rússaveldi, sem gera sjer grein fyrir því, að hinir mætu menn Einar, Brvnjólfur eða Hjeðinn hafi nokkurntíma fæðst í þennan heim“. Svo mörg eru þau orð. Þarna er verið að læða því inn hjá lesendum Tímans, sem lítið fvlgjast með því sem gerist með þjóð vorri, að þetta brask komm- únista hjer úti á íslandi, sje í engu sambandi við starfsemi kommúnista þar austur frá, enginn viti það þar, að hinir íslensku kommúnistaforingjar sjeu til. Með því móti ætti starf þeirra hjer að vera ofur meinlaust. Það þarf mikið trúnaðartraust á vanþekking Tímalesenda til þess að bjóða þeim annað eins og þetta. Því það er alþjóð kunnugt, og hefir verið í mörg ár, að alþjóða- skrifstpfa kommúnista í Moskva hefir haft íslenska menn í þjón- ustu sinni til þess að þeir geti sagt hinum rússnesku ráðamönn- um hvað hjer er að gerast á ís- landi. svo valdamenn flobksins þar evstra geti samkvæmt kunn- leika á íslenskum staðháttum og stjórnmálalífi gefið út fyrirskip- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.