Morgunblaðið - 02.11.1938, Síða 10
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. nóv. 1933.
Yetrarmynd tekin frá Hólavelli árið 1897. Frá Kristskirkju austur yfir, árið 1937.
lega. Er slík bylting sem orðið hefir í
höfuðstaðnum þessi ár algert einsdæmi
hjer á landi, og ekki munu þau mörg
hliðstæð dæmin í öðrum löndum.
★
Fólkinu hefir fjölgað ört í Reykjavík.
En Reykjavíkurbær hefir einnig vaxið
stórkostlega menningarlega og fjárhags
lega. Hann hefir á fáum árum vaxið
úr óásjálegu fiskiþorpi í nútíma menn-
ingarborg. Á þessu sviði hafa gerst
kraftaverk.
Jeg hefi fengið nokkrar tölur hjá
hagfræðingi Reykjavíkurbæjar, dr.
Birni Björnssyni, og birti þær hjer til
þess að sýna vöxt bæjarins á sviði fjár-
hags- og menningarmála. Tölurnar ná
ekki allar yfir sama tímabil, sem stafar
af því, að það skamt síðan byrjað var
á þessum hagskýrslum og þeim ekki lok
ið ennþá.
Byggingastarfsemi bæjarins. Á árun-
unum 1929—1937, að báðum meðtöldum
voru alls bygð 1450 hús í bænum og var
rúmmál þeirra ca. 1 milj m3. Af húsum
þessum voru 250 timburhús og 1200
steinsteypuhús, með 91.5% af rúmmál-
inu.
Árið 1928 voru 5200 íbúðir í bænum,
og síðan, til ársloka 1937 hafa bæst
við 2100 íbúðir.
Árið 1928 voru 25% af íbúðarhúsun-
um með miðstöðvarhitun, en eru nú
80%, og er það miklu meira en þekkist
annarsstaðar á Norðurlöndum.
Árið 1917 var tala húseigna í bæn- -
um 1300 o g brunabótavirðing 14,1
milj. kr.; árið 1920 var tala hús-
eigna 1400, brunab.v. 27,8 milj.; 1928
er tala húseigna 3600 og bruab.v.
124 milj. kr.
Götur í Reykjavík (innan Hringbraut
ar) voru 1910 67 talsins, 1920 84, 1930
109 og 1935 116.
Á árunum 1931—1937 hefir verið
varið til gatnagerðar 520 þús. kr. á árí
að meðaltali, eða alls 3.6 milj. kr. þessi
7 ár. Til viðhalds og lýsingu gatna hef-
ir á þessum sömu árum verið varið 1.2
milj. kr.
Til ársloka 1935 voru malbikaðar
götur í bænum 76.680m2. Síðan hafa
götur verið malbikaðar sem hjer seg-
ir: 1936 6.307m2, 1937 8.740m2 og 1938
10,500m2.
Barnafræðslan. Skólaárið 1915—’16
var tala skólabarna í Rvík 1112; fastir
kennarar voru þá sex og tímakennarar
34. Alls varið til barnafræðslunnar 49.6
þús. eða kr. 3.38 pr. íbúa.
Skólaárið 1920—’21 var tala skóla-
bama 1378; fastir kennarar 31 og tíma-
kennarar 8. Útgjöldin til barnafræðsl-
unnar 130 þús., eða kr. 7.14 pr. íbúa.
Skólaárið 1930—’31 var tala skóla-
barna 2565; fastir kennarar 70 og tíma-
kennarar 7. Útgjöldin 249 þús., eða kr.
8.44 pr. íbúa.
Skólaárið 1936—’37 var tala skóla-
barna 3893; fastir kennarar 96 og tíma-
kennarar 19. Útgjöldin 625 þús., eða kr.
17.00 pr. íbúa.
Geta má þess, að Reykjavíkurbær hef
ir fyrir fáum árum bygt barnaskólahús
sem talið var þá eitt fullkomnasta
skólahúsið á Norðurlöndum.
Slökkviliðið. Árin 1912—1916 voru
tveir fastir varðmenn á slökkvistöðinni,
auk slökkviliðsstjóra. Árin 1916—1920
voru föstu varðmennirnir 3; 1920—’21
voru þeir 6; 1922—’26 voru þeir 7; 1927
—’35 voru þeir 8, og síðan hafa þeii'
verið 10.
Rekstursútgjöldin til slökkviliðs og
stöðvar var 1915 13 þús., 1930 88 þús.
1935 106 þús og 1937 120 þús. kr.
Lögreglan. Árið 1915 voru lögreglu-
þjónar bæjarins 9 talsins, og varið til
lögreglunnar 11 þús. kr.; 1920 voru lög
regluþjónar 12, útgjöldin 71. þús.; 1925
voru lögregluþjónar 15, útgjöldin 95
þús.; 1930 voru lögregluþjónar 15, út-
gjöld 155 þús.; 1935 voru lögreglu-
þjónar 40, útgjöld 232 þús.; 1937 voru
lögregluþjónar 60, og útgjöldin 300
þús.
Skipakomur á Reykjavíkurhöfn voru
1920 alls 984, þar af 384 erl. skip; 1930
voru skipin 1851, þar af 610 erl. skip;
1934 voru skipin 1564, þar af 508 erl.
skip.
Vatnsveitan. Þegar vatnsveitan var
lögð haustið 1909 flutti hún á sólarhring
3.3 milj. lítra. Eftír aukninguna 1923
flutti vatnsveitan 8.3 milj. lítra á sólar-
hring, og eftir aukninguna 1933 20.7
milj. lítra.
Rafmagnsveitan. Orkuvinsla Raf-
magnsveitu Reykjavíkur hefir verið
sem hjer segir: 1922 3.04 milj. kw.st.,
1925 6.37 milj. kw.st.; 1930 5,85 milj.
kw.st.; 1935 7.78 milj. kw.st. og 1937
9.94 milj. kw.st., þar af 2.60 milj. kw.
st. frá Sogsstöðinni.
Skuldlaus eign Reykjavíkurbæjar með
fyrirtækjum bæjarins var 1921 5.7 milj.
kr., 1925 7.4 milj., 1930 11.4 milj. og
1936 19.0 milj. kr. — Sogsvirkjunin er
hjer ekki meðtalin.
Fiskiskipaflotinn. Árið 1925 stunduðu
alls 49 þilskip veiðar frá Rvík, þar af
voru 27 togarar, 6 gufuskip önnur og 16
mótorskip.
Árið 1930 var tala fiskiskipaflotans
39; þar af 26 togarar, 12 önnur gufu-
skip og 1 mótorskip.
Árið 1936 er tala þilskipanna 40; þar
af 24 togarar, 5 önnur gufuskip og 11
mótorskip.
Hjer hefir sýnilegur samdráttur orð-
ið, sem stafar af erfiðleikum sjávarút-
vegsins hin síðari ár.
Hlutdeild Reykjavíkur í fiskafla lands
manna var árið 1900 13%, 1910 19.9%,
1920 31.7%, 1925 38.0%, 1930 28.8%
1934 27.2% og 1936 26.9%.
Bílar. Árið 1924 voru á öllu landinu
311 bílar, þar af 220 eða 70.7% í Reykja
vík. 1930 var tala bíla 1434, þar af 772
eða 53.8% í Rvflc.~; 1937 eru bílarnir
1907, þar af 1046 eða 54.9% í Rvík. —
Hlutdeild Reykjávíkur í fólksbílum hef-
ir öll árin verið miklu meiri, eða um
73%.
Atvinnuskifting Reykvíkinga var
þannig árin 1920 og 1930:
1920 1930
% %
Af landbúnaði lifðu 2.0 2.4
- Fiskveiðum — 16.1 16.1
- Iðnaði og iðju — 30.6 28.8
- Verslun , — ] 29.7 15.6
- Samgöngum — J 15.2
Heimilishjú 7.6 7.4
Ólíkamleg vinna 8.1 8.3
Óstarfandi og ótilgreint 5.9 6.2
Tölur yfir atvinnuskiftingu bæjarbúa
eftir 1930 liggja ekki fyrir ennþá, en
víst er að hjer hefir allveruleg röskun
orðið síðustu árin.
Þótt tölur þær, sem hjer að framan
greinir, sjeu engan veginn tæmandi,
gefa þær nokkra hugmynd um þróun
Reykjavíkurbæjar á liðnum árúm.
En hvað veldur því að Reykjavík hef-
ir á fáum árum getað staðist hinn mikla
vöxt og breytst úr litlu þorpi í menn-
ingarborg? Jeg hikíi ekki við að full-
yrða, að það er hin gætilega og hyggi-
lega stjórn á málefnum bæjarins öll ár-
in, sem þessu hefir valdið l'yrst og
fremst. Og Morgunblaðið þykist ekki
gera neinum órjett, þótt það tileinki
sjer nokkuð af heiðrinum, með því að
þeir menn, sem blaðið hefir stutt og
barist fyrir, hafa altaf stjórnað bæn-
um.
★
stjórnmálabaráttunni undanfarin ár
hafa oft heyrst ónot til Reykja-
víkur og íbúa höfuðstaðarins. Einkum
hefir mikið borið á þessu meðal þeirra
manna, sem sóst hafa eftir kjörfylgt
í sveitum landsins. Hefir jafnvek svo
langt gengið að reynt hefir verið að
ala á rógi og sundrung milli sveita-
fólksins og höfuðstaðarbúa. Þessi bar-
áttuaðferð lýsir ef til vill betur en
nokkuð annað skammsýni þeirra
manna, sem gerst hafa leiðtogar fólks-
ins á sviði þjóðmálanna.
Hvar stæði íslenskur landbúnaður nú;
í dag, ef Reykjavík og aðrir kaup-
staðir væru ekki til?
Hafa „vinir sveitanna", sem mestuc
moldviðrinu þyrla um Reykjavík at-
hugað hvers virði Reykjavík er fyrir
sveitirnar? — Hafa þeir athugað að
Reykjavík tekur nú við nærfelt öllum
landbúnaðarvörum úr 6 sýslum, að und-
anskildum ull og gærum? — Má því
segja að Reykjavík beinlínis haldi uppí
landbúnaðaratvinnu nærliggjandi hjer-
aða. Þess utan tekur Reykjavík mjög-
mikið af landbúnaðarvörum úr öðrum.
landshlutum.
Eða hafa „vinir sveitanna", sem eru
að sverta Reykjavík í augum sveita-
fólksins veitt því eftirtekt hvaðan það
fjármagn er komið, sem ríkið hefir
varið á undanförnum árum og ver enn
þann dag í dag til viðreisnar landbún-
aðinum ?
Árið 1936 guldust ríkissjóði um 19
miljónir kr. í sköttum, tollum og öðr-
um rekstrartekjum. Af þessu guldust
um 62%, eða um 12 milj. kr. í Reykja-
vík einni saman. Eftir fólksfjölda í
Reykjavík og utan Reykjavíkur þetta
sama ár hafa í Reykjavík goldist í
ríkissjóðinn ca. 343 kr. á hvert manns-
barn, en utan Reykjavíkur ca. 87 kr»
á hvert mannsbarn.
Þess skal getið að skiftingin er gerð
samkvæmt sundurliðun í ríkisreikníng-
unum og samkv. uppgjöf ríkisstofnan-
anna. i:
Þessar tölur sýna að Reykjavík ber
af afrakstri atvinnuvega sinna byrðar
ríkisbúskaparins langt umfram aðra
lapdsmenn að meðaltali.
Það er því fullkomið öfugmæli, þeg^
ar stjórnmálamenn eru að reyna að>
telja sveitafólkinu trú um að landbún-
aðinum stafi böl af Reykjavík eða
kaupstöðum landsins. Vöxtur kaupstað-
anna og atvinnuvega þeirra er stærsta
og merkasta umbótin, sem gerst hefir
hjer á landi, síðan um aldamót. Og
landbúnaðurinn á allar sínar framtíð-
arvonir tengdar við það, að kaupstað-
irnir geti haldið áfram að blómgast og'
dafna. Það er því ilt verk og skað-
legt, er þeir menn vinna, sem eru að'
reyna að blása inn hatri mill i sveita
og kaupstaða. Framh. bls. 10.