Morgunblaðið - 02.11.1938, Síða 17

Morgunblaðið - 02.11.1938, Síða 17
Miðvikuclagur 2. nóv. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 15 rjett að minnast þess, að Morg- unblaðið hefir aldrei neitað að flytja greinar um áhugamál iðnaðarmanna og oftast stutt þá öfluglega í sókn þeirra fyrir hættri aðstöðu, aukinni mentun, viðurkenningu á rjettindum og möguleikum til atvinnu. Og nú síðast, er til vandræða horfði með atvinnu fyrir iðnaðarmenn f Reykjavík vegna efnisskorts, studdi það blaða best mál peirra um aukinn innflutning ^efnis til þess að vinna úr. Ber að þakka því þann stuðning og allan annan við málefni iðnað- armanna, og um leið og jeg ;óska því til hamingju með ald- arfjórðungsafmælið, vil jeg bera fram þá ósk, að það megi jafnan verða öflug stoð allrar heilbrigðrar framfaraviðleitni í iðnaði á íslandi. C • ' Bjarni Benediktsson, prófessor: Sjerstaða Morgunblaðsins. BNGINN Islendingur, sem vill fylgjast sæmilega með málum þjóðarinnar og daglegu lífi, getur látið undir höfuð leggjast að lesa Morgun- blaðið. Margir lesendur blaðsins eru áreiðanlega ánægðari með önnur blöð, annaðhvort vegna flokksaðstöðu þeirra eða af öðr- um ástæðum. Þetta haggar þó ekki þeirri staðreynd, ao án Morgunblaðsins geta þeir ekki verið. Þessi sjerstaða Morgunblaðs- iins veitir blaðinu vafalaust mik- Inn styrk. En hún gerir það einn- ig að verkum, að til blaðsins eru .gerðar aðrar og meiri kröfur en til annara íslenskra blaða. Hin- ar miklu kröfur, sem til Morgun blaðsins eru gerðar, eru þannig öruggasta vitnið um mikilvægi þess í íslensku þjóðlífi. Á meðan þær eru uppi hafðar er blaðið áreiðanlega á rjettri leið. Ow, Dr. Oddur Guðjónsson, skrifstofu- stjóri Verslunarráðsins: Kynningarstarf* semin besta. AÐ ER ENGIN laun- ung, að hvergi er hægt gefa út dagblöð án meiri eða minni stuðnings kaupsýslumanna. Hitt er einnig jafn augljóst, að bygginn og atorkusamur kaup- sýslumaður getur vart án dag- blaðanna verið.Langstærsti þátt- vr allrar kynningarstarfsemi á vörum og hverskonar þjónustu verslunarstjettarinnar við al- menning fer fram í gegnum dagblöðin. Þetta gagnkvæma ■samband gerir það að verkum, að verslunarstjettin metur, öðr- um stjettum þjóðfjelagsins frem- ur, dagblöðin að verðleikum. Morgunblaðið á þessa dagana aldarfjórðungs afmæli. Án þess að halla á önnur blöð, er óhætt að segja, að Morgunblaðið hafi á liðnum 25 árum haft foryst- Eftir 25 ára sfarf una í þessu kynningarstarfi, sem öll verslun byggist svo mjög á. Minnist verslunarstjettin þessa sa'mstarfs nú með þakklæti og hlýjum hug. En almenningur má einnig meta þessa hlið í starf-i semi blaðsins, því að öll kynn- ingarstarísemi á vörum kemur fyrst og fremst kaupendum í hag. Á þessum tímamótum Morg- unblaðsins er einnig skylt að minnast þess, að ritstjórn blaðs- ins hefir jafnan haft góðan skilning á gildi verslunarstjett- arinnar fyrir gengi og heill þjóð- arinnar. Morgunblaðið hefir því á umliðnum árum verið ötull málsvari frjálsrar og heilbrigðr- ar verslunar og er það afmælis- ósk mín til blaðsins, að enn megi svo verða á ókomnum árum. Steingrímur Arason, form. Barna- vinafjelagsins Sumargjöf: Velferð æskunnar. Sfimtán ára afmæli Sum- argjafar, sem nú er á þessu ári, og á 25 ára afmæli Morgunblaðsins, finn jeg mjer bæði ljúft og skylt að þakka fyr- ir stuðning þann, sem blaðið hef- ir veitt fjelaginu alt frá upp- hafi. Þegar fjelagið hóf starf sitt fylgislítið og fjelaust með öllu, leitaði það til Morgunblaðsins, sem þá var langstærsta blaðið og málgagn stærsta stjórnmála- flokksins í borginni. Þar mætti það góðum viðtökum. Öll árin síðan hefir margoft verið leitað til Morgunblaðsins, og fjelaginu hefir aldrei brugðist fljót og góð aðstoð úr þeirri átt. Blaðið hefir flutt ýtarlegar frásagnir um alt starf fjelagsins og hvatt til öfl- j gs stuðnings og þátttöku í starf- inu að velferð æskunnar. Ótil- hvatt hefir það boðið öllum börnum á vegum fjelagsins í berjamó og annast allan til- kostnað. Skrifstofur sínar hefir það oft lánað fjelaginu á sum ardaginn fyrsta. Meðan fjár- hagur fjelagsins var sem þrengstur, birti það tilkynningar þess ókeypis. Það yrði of langt mál að telja alt upp, sem fjelag- ið hefir að þakka blaðinu. Eng- inn veit betur en jeg, hve mikið það er. Og jeg vil á aldarfjórð- ungsafmæli blaðsins nota tæki- færið og flytja því hugheilar þakkir fyrir hönd fjelagsins og jafnframt óskir ufn langt og gæfuríkt starf í þarfir æskunn- ar. Lofsverðari finst mjer stuðn- ingur blaðsins við málefni Barnavinafjelagsins vegna þess, að formaður þess (sá, er þetta ritar), hefir aldrei starfað undir nerkjum þess stjórnmálaflokks, er að blaðinu stendur. En það ætti að vera öllum stjórnmála- mönnum lofsvert fordæmi, að tyðja gott mál, þótt það fæðist ekki innan flokksins. Sumargjöf hefir verið óska- barn allra flokka, og er það ekki tilgangur þessarar greinar, að lofa svo einn, að lastaður sje annar, því að. ótalmargir eiga þakkir skilið. Því hefir vöxtur og viðgangur fjelagsins orðið meiri en eftir vonum, að allir flokkar hafa staðið að því, en ekki einn á- kveðinn stjórnmálaflokkur. Jeg virði að sönnu heiðarlegt stjórnmálastarf og þá er að því vinna, og álít sjálfsagt að þeir helgi því krafta sína, sem til þess finna köllun hjá sjer. Hitt vil jeg að menn skilji, að til eru fieiri velferðarmál. Og hvort sem það er rjett.eða ekki, hefi jeg um langan aldui verið sann- færður um að velferðarmál æsk- unnar væru þýðingarmeiri fyrir land og lýð. Og fyrir því hefi jeg varist þess að vera tjargaður og dreginn í dilk einhvers ákveðins stjórnmálaflokks, að jeg hefi viljað eftir megni vinna að því, að uppeldismálin væru eign allra flokka og nytu sameigin- legrar yfirvegunar og átaka allra góðra manna. Á því er þörf. Vaxi æskunni vit og samúð og dáð og dugur, mun hún koma öllum málefnum framtíðar í gott horf. En verði brestur á því, mun alt annað reynast ónýtt. Að endingu aftur hamingju- ósk um langt og gott starf í þágu hinna ungu og upprennandi. Árni Pálsson, prófessor: Otull, liarðskcyttui* o«* uthafnumtkill málsvari. Á er Morgunblaðið var níu mánaða gamalt, hófst heimsstyrjöldin. Aldrei hefir rás heimsviðburðanna verið geystari heldur en á því tíma- bili, sem síðan er liðið. Hrað- streymið í lífi þjóðanna heíir oft verið svo mikið, að vart hef- ir mátt auga á festa, öfug- streymið oft svo óvænt og um- brotamikið, að enginn hefir ennþá getað áttað sig á, hvert málum þjóðanna stefnir. — Það hefir verið eitt aðalhlut- verk ,,Morgunblaðsins“ síðan það hóf göngu sína, að segja þjóðinni útlendar frjettir. Það verk er ekki auðunnið og ekki kostnaðarlaust, enda mun eng- um koma til hugar, hvorki rit- stjórn blaðsins nje öðrum, að telja starf blaðsins á því sviði íullnægjandi enn sem komið er. En tíðindadálkar blaðsins hafa orðið fleiri og fjölskrúð- ugri með ári hverju, og sakn- ar maður þess helst, að yf- irlitsgreinar um þau hrikalegu tíðindi, sem nú eru að gerast í heiminum, birtast alt of sjald- an. Þá er Morgunblaðið var fimm ára gamalt, var fullveldi Is- lands viðurkent. Stofnandi og fyrsti ritstjóri blaðsins, Vil- hjálmur Finsen, ritaði nokkur yfirlætislaus orð í hið fyrsta tölublað þess og gerði þar grein fyrir tilgangi sínum og stefnu þeirri, sem hann ætlaði blaðinu að halda. M. a. ljet hann þess getið, að Morgunblaðið mundi standa utan allra stjórnmála- flokka. Þá, sem nú, var þjóðin orðin — eða ljest vera orðin dauðþreytt á pólitískum illdeil- um, sem þá höfðu verið háðar af hinu mesta ofurkappi um langan tíma. Æstir geðsmunir og daufir vitsmunir hafa því miður ekki allsjaldan einkent umræður Islendinga um þjóð- málefni sín. En þrátt fyrir alt og alt, — því fór betur, að Morgunblaðið varð ekki póli- tískur geldingur, heldur ötull, harðskeyttur og athafnamikill málsvari ákveðinnar stefnu. Aldrei frá landnámstíð hafa gerst svo stórbrotin tíðindi á Islandi sem á áratugum þeim, sem liðnir eru frá aldamótum. Nýir atvinnuvegir hafa skap- Sfefna Morgunblaðsins í þjóðmálum FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. fræði þjóðarinnar og skyldleiki innbyrðis hjelt líka jöfnuðin- um við. Þetta sjerkenni í mótun og byggingu þjóðfjelags vors á að geta verið oss hinn mesti styrk- ur. Fyrir þessar sakir á jafn- rjettishugsjón vor að geta verið sívakandi, sú hugsjón, að engin atvinnustjett eða flokkur skuli hafa hjer nokkur sjerrjettindi. Hjer á hver maður að geta fengið að njóta hæfileika sinna og geta látið þjóðina njóta þeirra. — Með þessari þjóð, sem í margar aldir hefir verið rjett- laus, á að geta þróast hið full- komnasta lýðræði, í þess orðs bestu merkingu, þar sem fjöld- inn á, með hóglæti mentunar og þroska, að gæta hagsmuna heildarinnar í hvívetna. Með slíkri þjóð á hver ein- staklingur, hvar sem hann er fæddur, við hvaða brjóst, sem hann er alinn, að finna köllun hjá sjer til þess að gera þjóð sinni alt það gagn, sem hann megnar á lífsleiðinni. Hann á að finna hvöt hjá sjer, til þess að vera starfandi sjálfstæður einstaklingur í samfjelagi ó- skiftrar þjóðar, vera veitandi, en ekki þiggjandi í því sam- starfi, sem lyftir þjóðinni til vegs og virðingar. Valtýr Stefánsson. ast, nýir flokkar hafa risið, ný- ir straumar brotist yfir þjóð- lífið úr öllum áttum. Morgunblaðið hefir tekið virkan þátt í öllum umræðum um íslensk mál á þessum mikla umbrotatíma. Blaðið hef- ir aldrei ætlað sjer að vera vinur allra, hefir ekki heldur öðlast viðurkenningu nje vin- áttu allra. Það hefir aldrei þreyst hvorki í áróðri nje and- ófi, það hefir barið á óvinin- um, en brýnt flokksmanninn. Þess vegna er það nú fyrir löngu orðið höfuðmálgagn stefnu sinnar og höfuðblað þjóðar- innar. Hald svo fram stefnunni! / Páll ísólfsson, tónskáld: Hið góða (ordænii. má segja, að fullkom- inn hringlandaskapur og kæruleysi ríki enn um alla krítik starfsemi blaðanna í landinu. Margir dómar um bækur (Jóla- dómarnir!) bera t. d. oft svo átakanlega með sjer, að verið sje að skrifa í greiðaskyni við höfundinn eða útgefandann, en ekki hlutarins vegna, að engum getur dulist. Þetta menningar- Jeysi flæðir einnig yfir öll lista- sviðin, meira eða minna, og er oft ilt að koma auga á nokkra fasta punkta eða einhverjar stillur út úr því herjans svaði. Undantekningar eru þó frá þessu. Morgunblaðið hefir t. d. frá öndverðu leitast við að koma á hugsaðri og rökstuddri gagn- rýni í tónlistarmálum, og síðar einnig í málaralistinni, með því að hafa til þess fastráðna menn, og hefir í því efni gengið á undan með góðu fordæmi. Því hvað sem annars má um dóm- ana segja, þá er þó víst, að ekki verður á annan hátt nær komist því sem vera ætti. Er hjer um að ræða fordæmi, sem taka ber upp á öllum sviðum lista og menningar. Batnandi er best að lifa. Jeg óska Morgunblaðinu, að það fari batnandi framvegis eins og hingað til. Jón Þorleifsson, listmálari: Skapar listinni verð§kuldaðan ses§. S\ mínu ungdæmi var oft tal- £ að um listamenn sem oln- bogabörn þjóðarinnar, og svo rótgróið var þetta, að jafnvel til skamms tíma hefir ýmsum fund- ist sjálfsagt að listamenn væru utanveltu í þjóðfjelaginu, og kæmu hvergi nálægt málefnum þjóðarinriar. Það hefir því eigi haft litla þýðingu til að rjetta við álit lista í landinu, hvernig Morgunblað- ið, jafn víðlesið blað, hefir frá byrjun tekið á þessum málum, Framh. á 17. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.