Morgunblaðið - 02.11.1938, Page 21

Morgunblaðið - 02.11.1938, Page 21
Miðvikudaffur 2. núv. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 19 IÞRÓTTAMENN áttu við ólíkt verri kjör að búa fyrir 25 árum, þegar Morgunblaðið var stofnað, en þeir eiga nú. — Versti Þrándur í Götu þeirra var skilningsleysi manna á gildi íþróttanna. Flestir ljetu sig litlu skjfta íþróttamál, og Ijetu sjer á sama standa, hvort nokkurt íþróttalíf var eða ekki. Töldu margir þessara manna íþrótta- sefingar og kepni meiningarlausan leikaraskap, og óþarfan með öllu. — Aðrir voru blátt áfram fjandsamlegir íþróttamálunum og töldu þau geta haft skaðleg áhrif á uppeldi æskjmnar, sem vendist á leiki í stað vinnu. Þetta var m. a. viðhorf manna til íþróttamálanna, er Morgunblaðið hóf göngu sína, og þarna var um leið stórt hlutverk fyrir blaðið að vinna. Það þurfti að kveða niður alla þessa andúð og skilningsleysi. En svo var til annað viðhorf til íþróttamálanna hjer í bænum, það var viðhorf íþróttamannanna sjálfra. Meðal þeirra ríkti einbeittur vilji heilbrigðrar æsku til að bera áhugamál sín fram til sigurs. Þeim datt aldrei í hug að gefast upp, þótt móti bljesi. — Hvert brot úr sekúndu, sem þeir unnu á, í hlaupum og sundi, hver senti’- metri í stökkum og köstum, stælti þá til nýrra dáða. Það vantaði því ekki nema herslu- muninn til að vinna íþróttamálunum hylli meðal þjóðarinnar — það þurfti að vinna almenningsálitið til fylgis við þau. Þetta hlutverk tók Morgunblaðið að sjer í fyrstu, og hefir stefnt að æ síðan. Það er engin tilviljun, að Morgunblaðið hefir jafnan talið sjer skylt að styrkja íþróttamálin og vinna að gengi þeirra á alla lund. Stefna blaðsins hefir verið og verður, að stuðla að framgangi þeirra mála allra, sem blaðið telur horfa til heilla fyrir þjóðarheildina. Morgunblaðið hefir jafnan átt því láni að fagna, að meðal starfsmanna þess hafa á öllum tímum verið menn, sem hafa haft persónulegan áhuga fyrir íþrótta- málunum. Annar stofnandi blaðsins, Ólafur Björnsson, ritstjóri, var einn af áhuga- sömustu íþróttaleiðtogum þessa bæjar meðan hans naut við, og má sjá þess glögg dæmi í blöðum hans, Morgunblaðinu og ísafold. Áhugi hans og skilningur á nytsemi íþrótt- anna var blaðinu lengi vel drjúgt veganesti. Strax í fyrsta tölublaði Morgunblaðsins er sagt frá íþróttamóti, sem þá stóð fyrir dyrum hjer í bænum. Síðan hafa þúsundir greina birst um íþróttamál í blaðinu. Eftir að núverandi ritstjórar tóku við stjórn blaðsins hefir blaðið stækkað, og um leið óx rúm það, sem blaðið helgaði íþróttamálunum. Um nokkurra ára skeið átti blaðið því láni að fagna, að hafa sem fastan starfsmann við íþróttadálka blaðsins einn af ötulustu forvígismönnum íslenskra íþróttamála. Þessi maður var Kjartan heit- inn Þorvarðarson. Á meðan hann starfaði fyrir blaðið var tekin upp sú nýjung, sem ekki hafði áður þekst í íslenskri blaðamensku, en það var að ætla íþróttamálunum sjerstaka síðu í blaðinu við og við. Síðan hefir komið í ljós, að það er ekki nóg að birta íþróttafrjettir aðeins einu sinni í viku eða svo, og þess vegna var tekið það ráð, að birta íþróttagreinarnar strax og þær lágu fyrir. íþróttamálefni í einhverri mynd eru nú orðin svo að segja fastur liður i útkomu hvers einasta tölublaðs af Morgunblaðinu. Oft hefir blaðinu verið legið á hálsi fyrir gagnrýni þess á einstökum íþrótta- greinum, og þá einkum dómum þess um lcnattspyrnu. Hafa það, sem vonlegt er, riær eingöngu verið mennirnir sjálfir, sem fyrir gagnrýninni hafa orðið, sem látið hafa óánægju sína í ljós og talið dóma þess órjettmæta. Þetta er að vísu ekkert einsdæmi um Morgunblaðið, því sama sagan endurtekur sig um allan heim, þar sem blöð gagn- rýna íþróttakepni. Þetta er í sjálfu sjer heldur ekkert óeðlilegt. Tveir áhorfendur, sem eru sitt á hvorum stað á áhorfendapöllum, sjá sjaldan sama atvikið í leiknum alveg eins. Mis- tök eða brot leikmanns á knattspyrnuvelli getur annar áhorfandinn sjeð glögglega, þó að hinn verði þess sama ekki var. Má í þessu sambandi minna á hinar stöðugu deilur, sem verða milli áhorfenda eftir kappleiki. Þegar Morgunblaðið dæmir um íþróttaleik, er sá dómur ávalt bygður á því, sem gagnrýnandi blaðsins veit sannast og rjettast, og altaf í þeim tilgangi, að gera íþróttinni gagn. Morgunblaðið gleðst yfir hverju framfaraspori, sem íslenskir íþróttamenn stíga. Blaðið lætur ánægju sína í ljósi með sínum feitustu fyrirsögnum, þegar um stórsigra er að ræða. Morgunblaðið mun í framtíðinni beita áhrifum sínum til sigurs fyrir íþróttamál þjóðarinnar. Blaðið vill vera málsvari hins sanna iþróttaanda og þeirra íþróttamanna, sem iðka prúðan og drengilegan leik. Að þessu hefir Morgunblaðið stefnt og mun stefna. Vjer teljum að þegar hafi nokkuð áunnist og mörkum það m. a. af þeim hlýju kveðjum, sém forvígismenn íþrótta- fjelaganna hafa sent blaðinu í tilefni afmælisins og hjer fara á eftir. Vivax. Forseti í. S. í.: JAFN strjálbygðu landi og vjer ís- lendingar byggjum, er fátt nauð- synlegra fyrir íþróttastefnuna, en að hafa góðan blaðakost, sem skilur þýð- ingu og menningargildi líkamsíþrótta fyrir þjóðfjelagið. Morgunblaðið hefir altaf frá því fyrsta verið vinveitt Í.S.Í. og íþrótta- hreyfingunni og skilið þroskagildi í- þróttanna fyrir einstaklinginn og þjóð- arheildina. Morgunblaðið tók fyrst upp þann góða sið, að ráða sjerstakan í- þróttafrömuð til að skrifa um íþrótta- mál í blaðið. Var þeirri nýbreytni að sjálfsögðu vel tekið, enda er íþrótta- hreyfingunni altaf að aukast fylgi ár frá ári. Fyrir vinsemd í garð íþróttastefn- unnar og góðan stuðning við málefni Í-S.í. og íþróttanna, vil jeg þakka Morgunblaðinu aldarfjórðungsstarfið um leið og jeg óska því allra heilla í framtiðinni. Ben. G. Waage, Formaður í. R. R.: EGAR Morgunblaðið hóf göngu sína fyrir 25 árum, gladdi það alla þá, sem voru viðriðnir iþróttastarf- semi hjer í bæ, því að stofnendur blaðs- ins, Vilhjálmur Finsen og Ólafur heit- inn Björnsson, voru þektir fyrir áhuga á þessum málum, og hugðu allir gott til _að fá blaðið fyrir málsvara. Ólafur Björnsson hafði jafnan í blaði sínu ísafold lagt íþróttunum lið, og þá fyrir tveim árum átt mestan þátt í því, að koma upp íþróttavelli Reykja- víkur, sem telja má upphaf þess, að hægt var að iðka útiíþróttir við sæmi- lega aðstöðu. Það kom líka fljótt á daginn, að Morgunblaðið ljet sjer þessi mál nokk- nð skifta, og jafnvel strax í fyrstu blöðunum. Þegar blaðið var viku gam- ®lt birtist í því grein með fyrirsögn- inni „íþróttir“, og var þar rætt um málið alment, og yfir því kvartað, að hjer í bæ „vantaði hina nauðsynlegu almennu samúð með íþróttum“. Síðan er nú liðinn aldarfjórðungur, og er nú orðin á þessu mikil breyting til batn- aðar, því að telja má, að íþróttir njóti nú „almennrar samúðar“, og að svo er komið, má þakka Morgunblaðinu mest allra blaða. Það hefir á margan hátt, bæði beint og óbeint, stuðlað að þessu, ekki aðeins með því að flytja lesend- unum frjettir af íþróttaafrekum hvaða- næva að, heldur og með því, að flytja fræðandi greinar um málið, og síðast og ekki síst með því, að gefa verð- launagripi, m. a. Víðavangshlaups- bikarinn, íþróttamönnum til uppörf- unar. Sá, sem þetta ritar, hefir haft nokk- ur skifti af málum þessum á undan- fötnum aldarfjórðungi, og þakkar blaðinu alla hjálp og vinsemd við mál- efnið. Þó að íþróttir njóti nú „almennr- ar samúðar“, vantar allmikiS enn á, að þær sjeu alment iðkaðar, en jeg ef- ast ekki um, að Morgunblaðið leggi þessu merka máli jafnmikið lið næstu 25 árin, sem hingað til, svo að þeim tíma liðnum verði íþróttir „alment iðk- aðar“. Með þökk og vinsemd. Helgi frá Brennu. Formaður K. K. R.: ÍÐLESIÐ blað eins og Morgun- blaðið hlýtur altaf að hafa mikla þýðingu fyrir íþróttirnar, og þá ekki síst knattspyrnuna — ef það á annað borð sinnir íþróttalífi æskunnar. Á undanförnum árum, og mjer er víst ó- hætt að segja, frá fyrstu tíð, hefir Morgunblaðið sint þessum þýðingar- mikla þætti þjóðlífsins, og hvað knatt- spyrnuna snertir, þá hafa skrif blaðs- ins og dómar átt sinn þátt í að vekja þann almenna áhuga, sem öllum er vit- anlegur, fyrir knattspyrnunni í þessum bæ, enda hefir biaðið verið hlutlaust í valinu á mönnum til slíkra skrifa. Ber þar að minnast frá fyrstu tíð blaðsins hinna bráðslcemtilegu frásagna herra Arreboe Clausens af árlegri viðureign K.R. og Fram, þar sem hinir fornu kappar, Jón á gullskónum, Obbi og fleiri listamenn, leiddu saman hesta sína, en frá seinni tíð ber sjerstaklega að minnast greinaflokka Kjartans sál. Þorvarðarsonar, sem voru öllum knatt- spyrnumönnum til hvatningar og al- varlegrar áminningar um gildi íþrótt- arinnar. Ef blaðið heldur í sama horf- inu með dóma sína um knattspyrnu og hvatningargreinar til knattspyrnu- manna, þá er vel, og það er eðlileg ósk knattspyrnumanna á þessum tímamót- um blaðsins, að svo megi verða. Lárus Sigurbjörnsson, Formaður K. R.: 25 ára afmæli Morgunblaðsins vil jeg nota tækifærið, sem for- maður K.R., að þakka því hinn ágæta stuðning við íþróttamálin, og jeg er í engum vafa um það, að blaðið með stuðningi sínum, hefir átt sinn mikla þátt í því, að með ári hverju fjölgar þeim ungu konum og mönnum, sem taka virkan þátt i íþróttalífinu. Að sjálfsögðu hafa ekki allir verið sammála um dóma blaðsins um hina ýmsu íþróttakepni. En að gera íþrótt- irnar að stórviðburðum dagsins, eins og Morgunblaðið hefir gert hin síðari ár, er meira virði en margan grunar fyrir íþróttirnar. Þögn er hverju máli dauðadómur. íþróttavinir og íþróttamenn þakka því Morgunblaðinu fyrir sinn ágæta stuðning íþróttunum til heilla, og vona, að í framtíðinni haldi blaðið honum áfram með fullum krafti. Erléndur Pjetursson. Formaður Ármanns: 17 NGIN málefni, hvað góð sem þau kunna annars að vera í eðli sínu, ná verulegum framgangi, án þess stuðnings, sem blöðin geta veitt. Vjer íslenskir íþróttamenn höfum jafnan átt því láni að fagna, að blöð vor og blaðamenn hafa reynst okkur hinar mestu hjálparhellur við fram- gang íþróttamálanna. Fremst í þeirra flokki hefir jafnan Morgunbl. verið. Um leið og jeg flyt því fyrir hönd fjelags míns vorar bestu hamingju- óskir í tilefni af aldarfjórðungsafmæl- inu, nota jeg tækifærið og þakka þann mikilsverða stuðning, sem það hefur veitt okkar málum. Jens Guðbjörnsso*, Formaður í. R.: r I DAG, á 25 ára afmæli Morgun- blaðsins, munu allir íþróttavinir þessa lands hugsa með hlýjum huga til afmælisbarnsins. Þessir velunnarar blaðsins munu skiptast í þrjá flokka. I fyrsta lagi þeir, sem njóta iþrótta- frjetta blaðsins og á þann hátt fylgj- ast með þvi, sem gerist í íþróttaheim- inum. í öðru lagi þeir, sem blaðið hef- ir vakið til skilnings á gildi íþróttanna og fyrir það eru orðnir „virkir“ í þeim. í þriðja lagi stjórnir íþróttafje- laganna, sem viðskifti hafa átt við blaðið og starfsmenn þess að undan- förnu. Það verður seint metið að verðleik- um sá stuðningur, sem blöðin geta veitt slíkum málum sem íþróttamálum, og hefir Morgunblaðið síst legið á liði sínu á því sviði. Það hefir ávalt verið reiðubúið að styðja íþróttafjelögin í hverju því máli, sem þau hafa barist fyrir, íþróttunum til góðs. Jeg vil fyrir hönd íþróttafjelags Reykjavíkur þakka Morgunblaðinu fyr- ir liðnu árin og þann velvilja, sem það hefir ávalt sýnt f jelaginu, og fyrir alla þá greiðvikni, sem starfsmenn blaðs- ins sýna í hvívetna, þegar leitað er til þeirra. íþróttafjelag Reykjavíkur óskar af- mælisbarninu til hamingju með daginn og framtíðina. F.h. íþróttafjelags Reykjavíkur, Jón Kaldal. Kvenskátaf jelagið: ORGUNBLAÐIÐ hefir altaf tal- að máli íþróttamanna, og skáta- f jelögin hafa þar notið góðrar liðveislu í baráttunni fyrir sínum áhugamálum. Um leið og vjer þökkum góðan stuðning, viljum vjer taka undir með þeim mörgu, sem óska Morgunblaðinu til hamingju á þessum timamótum. Kvenskátafjelag Reykjavíkur, Þórunn Brynjólfsdóttir, fjelagsforingi. Formaður Fram: C ÍÐASTLIÐINN aldarf jórðungur hefir haft djúptæk áhrif á íslenska íþróttastarfsemi. Fyrir tuttugu og fimm árum voru þau íþróttaf jelög, er þá voru til, öll í bernsku, og áttu við að búa margskonar byrjunai'örðug- leika. Skortur á aðbúnaði, skortur á skilningi fólksins á gildi íþróttanna, voru þröskuldur á vegi íþróttanna fyr- ir tuttugu og fimm árum og lengur fram í tímann. íþróttafrömuðir ljetu ekki hugfall- ast, þó að á móti bljesi. Þeir sóttu í sig veðrið og fluttu nýmæli íþrótta- hreyfingarinnar af kappi og forsjá. Þeir fengu í lið með sér marga dug- andi og mikilsmetna landsmenn. Og nú hafa þeir fengið hljómgrunn hjá þjóð- inni. Iþróttir eru í meiri hávegum hafðar í dag en nokkru sinni fyr. Áhrif íþrótt- anna hafa breiðst út um gjörvalla landsbygð. Það er ekki lengur, að þær sjeu eingöngu stundaðar í íþróttafje- lögum, heldur hafa og skólar landsins tekið íþróttirnar i sína þjónustu og meta þær engu síður en sjerhverja bóklega námsgrein. Þessu hefir iþróttahreyfingin feng- ið áorkað á liðnum árum, og einkum hinum síðari. Enda hefir hún, eins og áður er sagt, notið áhrifamikils stuðn- ings. En sá stuðningur hefir eigi hvað síst komið frá blöðum bæjarins. Morgunblaðið hefir í tuttugu og fimm ár staðið við hlið íþróttafje- laga bæjarins, örfað þau til starfa og hvatt allan almenning til þess að láta sig meiru skifta starfsemi þeirra en áður. Þáttur og áhrif Morgunblaðsins í eflingu íþróttahreyfingarinnar hefir verið veiganiikill og athyglisverður. — Jeg minnist sjerstaklega greina Kjart- ans heitins Þorvarðarsonar um íþrótta- mál. Þar var eldlegur áhugi fyrir mál- efnum íþróttamanna samfara stað- góðri þekkingu, er Kjartan heitinn átti yfir að búa í ríkari mæli en flestir samlandar hans. Fyrir hönd Knattspyrnuf jelagsins „Fram“ vil jeg í þessu hátíðarblaði á aldarfjórðungsafmæli Morgunblaðsins flytja því kærar þakkir fyrir góða samvinnu í íþróttamálum milli rit- stjórnar blaðsins og forráðamanna fje- lagsins. Að lokum þetta til lesenda blaðsýis. Efling heilbrigðrar íþróttastarfsemi skapar aukna menningu þjóðarinnar. Oss fslendingum er nauðsyn að leggja meira kapp á líkamsmentun en verið hefir til þessa. Ekki með því að eign- ast fáa afreksmenn i hverri íþrótta- grein, heldur með alhliða íþróttaiðkun- um, sem öll þjóðin tekur þátt í. Að þessu marki þarf að keppa af ein- beitni og alvöru, því að engin þjóð get- ur með rjettu verið nefnd menningar- þjóð, ef að hún vanrækir líkamsment- un þegna sinna. Jón Magnússon. Formaður Yals: EGAR rninst er á nytsemi íþrótt- anna, heyrist þeim sjaldan nefnt annað til gildis, en að þær styrki og liðki líkamann og geri manninn hraust- ari, þ. e. ómóttækilegri fyrir sjúkdóma. Stöku sinnum heyrist þó talað um „heilbrigða sál í hraustum líkama“. Þá er þó venjulegast átt við, að til þess að andríki sálarinnar fái notið sín til fulls og sem lengst, þá verði hún að búa í hraustum líkama, en hreysti hans sje að fá í gegnum íþróttirnar. Þó nú sje alment viðurkent, að í- þróttirnar styrki og auki hreysti lík- amans, þá munu þeir þó margir, er líta á þær aðeins sem skemmtun fyrir þá, er í þeim taka þátt, líkt og dans- skemtanir eða þvíumlíkt. Það er rjett, að styrkleiki, hreysti og lífsgleði eru tryggir fylginautar í- þróttaiðkana, en þær eru þjóðfjelaginu annað og meira; þær eru uppeldismeð- al. Einkum þó þær íþróttir, sem mest- an og fjölþættastan þroska veita, svo sem knattspyrna. Hún veitir iðkanda sínum mjög alhliða líkamsþjálfun, ven- ur hann á að hugsa sjálfstætt og fljótt, taka skjótar ákvarðanir og framkvæma þær á eigin spítur, en þó ávalt þannig, að það komi ekki aðeins honum, held- ur fyrst og fremst heildinni að gagni. Það er því ekki út í bláinn, að rit- stjórn Morgunblaðsins hefir ár frá árí veitt íþróttunum, og þá einkum knatt- spyrnunni, síaukið rúm i blaðinu. Hef- ir það orðið knattspyrnuíþróttinni til hins mesta gagns, og aukið veg hennar að mun. Morgunblaðið hefir ávalt skýrt ýtarlega frá íþróttamótunum og grein- ar þess um þau efni jafnan átt vin- sældum að fagna, þó oft hafi okkur þótt dómar þess um knattspyrnukapp- leikina orka mjög tvimælis. íþróttamenn þakka Morgunblaðinu aldarfjórðungs samstarf, og óska því aukins gengis um ókomna framtíð. Ólafur Sigwrðsson. Skátafjel. Reykjavíkur: r ITILEFNI af 25 ára afmæli Morg- unblaðsins vill Skátafjelag Reykja- víkur færa blaðinu bestu óskir frá skátum bæjarins, og um leið þakka hinn ágæta stuðning og velvilja, er Morgunblaðið ávalt hefir sýnt mál- efnum skátanna á hinum liðnu 25 ár- um. Vjer erum þess fullvissir, að grein- ar blaðsins um skátamálefni hafa mjög stutt að því, að almenningur hefir kynst skátastarfinu, og með því lært að meta þýðingu skátanna fyrir æsku bæjarins. Skátafjelag Reykjavíkur, Leifur Guðmundsson, form. Framh. á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.