Morgunblaðið - 02.11.1938, Síða 31

Morgunblaðið - 02.11.1938, Síða 31
Miðvikudagur 2. nóv. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 29 Sólarhringur við Morgunblaðið Framh. af 27. síðu. ura er lokað og menn ganga frá vinnustöðvum, er oft megin hlut inn óunninn af verki blaða- manna. Þá þurfa setjarar að fá hand- ritin sem hraðast svo sem minst eða engin töf verði á verki þeirra. Þá reynir á hraðann bæði hjá þeim sem skrifa og þeim sem setja. Blaðamaðurinn gengur mörg kvöldin undir próf, í því fólgin hve fljótt hann getur fært það efni í letur, sem hann hefir á prjónunum, og setjarinn, hve fljótt hann getur sett. Ekki vil jeg giska á það, hve hraðast hefir verið farið í þeim efnum við Morgunblaðið undan- farin ár. Því ef jeg nefndi eitt- hvað nálægt því sem rjett er, fengju lesendur skakka hug- mynd um það, hve mönnum er ætlandi að jafnaði að skrifa og setja á hverri klukkustund, því hvorki blaðamenn nje setjarar geta lengi haldið þeim harða spretti. Til þess er áreynslan of mikil fyrir báða. En eitt er víst, að í annríki blaðamanna og arga þrasi er ekkert sem getur í eins fljótu bragði breytt erfiðleikun- um í sólskin eins og greiðhent- ur og glöggur vjelsetjari, því verkið sem blaðamaðurinn vinn- ur hefir eigi borið ávöxt, fyrri en fljótaskrift hans er breytt í þann „bókstaf sem blífur“ í blý línur setjaravjelarinnar. Þannig líða kvöldstundirnar á ritstjórnarskrifstofunum, þó ann rikið sje mismunandi mikið. í dag mæðir það mest á einum á morgun á öðrum. En hver tek- ur í það verk, sem næst liggur fyrir honum, svo allir vinna sem einn maður. Það er sem fyr segir skilyrði fyrir góðum árangri. Framan af kvöldinu setja handsetjaramir tveir saman aug lýsingarnar. Þegar því verki er lokið er fyrst hægt að sjá, hve mikið lesmálsrúm verður í blað- inu það kvöldið. Þá kemur til kasta ritstjórnarinnar að ákveða, hvaða efni verði að sitja fyrir öðru, og hvað verður að sitja á hakanum. Því 8 síður blaðsins verða að duga undir alt, auglýs- ingarnar og lesmál smátt og stórt. Um þetta leyti dags fer uð renna upp fyrsta myndin af því, hvernig blaðið eigi að líta út í fyrramálið, enda má nú gera ráð fyrir, að meginið af frjett- um dagsins sje komið til rit- stjórnarinnar. En altaf geta einhverjar ný- ungar komið, sem kollvarpa fyrstu hugmyndunum um þetta, eitthvað óvænt, sem þarf að fá nána vitneskju um, skrifa um, taka afstöðu til, alt fram á síð- ustu stund, sem unnið er við hlaðið. Þessvegna á orðtak skát- nnna erindi til blaðamannanna: »Vertu viðbúinn!“ Viðburðir þeir, sem mestu máli skifta gerast oft ekki fyr en á kvöldin, þegar ann- rikið er mest og sýnilegir erfið- leikar á, að alt verði gert í tæka fíð sem gera þarf. Þá hefir mjer Persónulega reynst vel að hafa það heillaráð bak við eyrað, að „aldrei skyldi seinn maður flýta sjer!“ Því ef asinn nær yfirhönd verður jafnan lítið úr verki. Gott er líka að hafa það í huga, hve þetta blaðkrýli er lítið, í sam- anburði við dagblöð stærri þjóða, hve miklir viðburðir og annríki sem við köllum í okkar fámenni og fábreytni er lítið, og á því að vera viðráðanlegt í alla staði, ef rjett er á haldið. En stundum gengur líka alt sinn hæga gang, og ekkert ann- ríki eða erfiðleikar af neinu tagi. ★ 8 síður. Degar lokið er við setningu auglýsinga og þeim er rað- að í prentleturssíðurnar, er farið að raða greinunum í blaðið. Þá kemur það oft í ljós, hve rúm blaðsins á þessum 8 síðum þess Aðstoðarstúlkur í prentvjelasal Isafoldarprentsmiðju, sem vinna til skiftis — tvær og tvær — við prentun Morgunblaðsins, frá miðnætti til morguns. í aft- ari röð: Frá vinstri: Gunnhildur Eyjólfsdóttir, Elín Jónatansdóttir og Stein- unn Guðjónsdóttir. f fremri röð: Guðrún Jónsdóttir, Halldóra Guðmundsdóttir er af skornum skamti, borið sam an við þarfir útgefenda og les- enda. Þá er að ákveða hvaða efni verði að koma í blaðið, hvað sem öðru líður, og hvað verður að bíða betri tíma. Þau vandræði, þau neyðarúrræði sem þá verð- ur að grípa til, eiga ýmsir dá- lítið erfitt með að skilja. Þegar farið er að ganga frá prentleturssíðum blaðsins, kem- ur það til greina, að prentvjel- arnar, sem prenta blaðið eru tvær, og verður helst að haga afgreiðslu blaðsins úr setjarasal eftir því, afgreiða fyrst 1., 4., 5. og 8. síðu blaðsins, því þær eru prentaðar í þeirri vjelinni, sem prentar öðru megin á örkina, en hinar síðumar eru prentaðar í þeirri vjel, sem brýtur blaðið og Soffia Þorsteinsdóttir. um leið og hún prentar það, og eru þær afgreiddar síðar. Prófarkalestur fer að mestu leyti fram á kvöldin, og sjer hver blaðamaður jafnan um prófark- ir af þeim greinum sem hann skrifar. Oft er það ekki fyrri en ið afloknu löngu dagsverki, sem menn komast að því, að lesa prófarkir. Er það einn gallinn á útgáfustarfi blaða að kvöldinu til, að einmitt það verkið, sem mesta nákvæmni þarf við, kem- ur á þann tíma sólarhringsins, sem menn oft eru þreyttastir. Þegar farið er að raða efninu í blaðið, á prófarkalestri að vera lokið, og leiðrjettingu prófark- anna, nema þá af þeim greinum, sem settar eru alveg á síðustu stundu. ★ Lokaþáttur. Pað líður að miðnætti. Símar blaðsins sem altaf hafa hringt með stuttu millibili allan daginn, hafa nú þagnað að mestu. Kliðurinn af umferðinni lí Austurstræti er hættur. Alt bendir til þess, að bæjarbúar sjeu yfirleitt gengnir til náða. Einn j og einn maður, eftirlegukindur ; umferðarinnar, sem ekki hafa Jframkvæmd í sjer til að komast í rúmið, slæðast inn á skrifstofu blaðsins, til þess að fá einhvern forsmekk af því, hvað eigi að 'standa í blaðinu í fyrramálið, á o „Sendisveitin" o hverju hann megi eiga von „með morgunkaffinu“. Eftir er að leggja síðustu hönd á síður blaðsins og afgreiða þær í prentvjelasalinn. Blaðamenn þeir, sem unnið hafa kvöldvinn- una við blaðið, og venjulega hafa flestir þeirra sem við ritstjóm- ina vinna, lagt þar eitthvað til málanna, koma þá saman í ein- hverri skrifstofunni og fá sér kaffi til hressingar. Dagsverkinu er að verða lokið. Þá ber jafnan á góma það markverðasta, sem gerst hefir þann daginn, hvað vel tókst, og hvað miður, og hvaða verk bíða næsta dags, svo að vitað sje. Þá er oft rifjað upp, hvaða vinir blaðsins og velunnarar hafa sýnt velvild sína í verki á ýmsan hátt þann daginn, og tekið þátt í því fjölþætta starfi, sem unnið hefir verið í þetta sinn. I þessum daglega áfangastað undir miðnættið hugsar hver blaðamaður með sjer um það, hvað hann hefir þann daginn lagt af mörkum, við hið sameig inlega verk, sem nú er að bera ávöxt, hugsar um það, hvernig honum tókst þetta og hvernig hitt, og hvort hann muni á morg un uppskera þau laun, sem eru blaðamanninum öllum launum kærkomnari, að lesendurnir verði ánægðir með verk hans. Það er engu líkara en blaða- maðurinn heyri þá, gegnum minn ingarnar um ys dagsins og dyn setjaravjelanna óm af köllum blaðadrengjanna næsta dag, er þeir þjóta um göturnar með Morgunblaðs-köll sín. Meðvitundin um það, að hann eigi hlutdeild í því, sem dreng- imir kalla, og því, sem þeir flytja, sem blaðið flytur, fyllir hug hans eftirvæntingar. Og hann hugsar með sjer. Alt er þetta, sem annað, með okkar fámennu þjóð, á byrjunarstigi, en framtíðin „þrungin af mögu- leikum“. Hafi mjer mistekist í dag, stæli jeg vilja minn til þess að láta mjer takast betur á morg un. Hann rennir huganum enn á ný yfir viðburði dagsins, rifjar upp þau málefni, sem hann hefir kynnst, fólkið sem hann hefir hitt, og það sem hann hefir reynt að inna sem best af hendi. í þessum áföngum, milli þess sem liðið er og þess komandi, finnur blaðamaðurinn hvernig verk hans er og á sífelt að vera, þjónusta við góð málefni þjóðarinnar, brautryðjendastarf fyrir menn- ing hennar og velferð. Þessi tilhugsun bætir upp von brigði hans, greiðir úr erfiðleik- um hans, tilhugsunin um það, að framundan er og verður altaf ó- endanlegt verk að vinna. 3 Þetta er fólkið, sem ber blaðið til kaúpendanna hjer í bæinn, og er komið með ])að í dyragættir og á hurðarhúna áður en margir lesendanna eru risnir úr rekkju. Það væri ákaflega æskilegt, að kaup- endur blaðsins hefðu það á bak við eyrað, að 25 sinnum á mánuði eru sendimenn þessir á fótum fyr- ir kl. 7 á morgnana, til þess að koma blaðinu til skila í tæka tíð, og það í hvaða veðri sem er. Efst til vinstri: Gunnar Magnússon (sendisv.), Carlo V. Kristinsson (sendisv.), Karl Eldar, Óskar Guðmundsson, Alexander Geirsson, Sigurður Ingólfsson. — Miðröð: Valtýr Guðmundsson, Jón Jónsson, Kristín Benediktsdóttir, Helga Guðbjörnsdóttir, Geirlaug Einarsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Katrín Björnsdóttir, Ingimar Kr. Jónasson, Engilbert Hafberg, Jón Ólafsson. — Neðsta röð: Ólöf Sigurðardóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Gunnþórunn Sigurðar- dóttir, Guðríður Ástráðsdóttir, Jakobína Hafliðadóttir, Soffía Lilja Jónsdóttir, Þórólfur Meyvants, Jón Magnússon. A/uk þessara á myndinni eru í sendisVeitinni: Stella Jónsdóttir, Lára Magnú$dóttir, Esther Benediktsdóttir, Sigurlaug Árnadóttir, Guðmundína Kristjánsdóttir, Sigurður Mortens, Anna Erlendsdóttir, Guðmundur Helgason, Þórður Vilhjálmsson, Ingibjörg Ársxlsdóttir. y. st.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.