Morgunblaðið - 12.11.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.1938, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐÍÐ Laugardagur 12. nóv. 1938, Ishmet pasha eftirmaður Atatðrks London í gær. PU. Tyrkneska þjóðþingið kom sam- an á fund í Istanbul í dag og kaus einróma Ismet Inonu hershöfðingja, sem kunnari er undir nafninu Ishmet pasha, fyrir ríkisforseta í stað Kamals Ata- tiirks. Ishmet pasha mnn halda ó- breyttri sömu stefnu í innan- og utanríkismálum og Kamal pasha. Ný stjórn verður mynduð og hef- ir Ishmet pasha beðið núverandi stjórn að gegna störfum áfram, uns ný stjórn hefir verið mynduð. Útför Kamals Atatúrks fer fram næstkomandi fimtudag eða föstu- dag. Breska stjórnin sendir einn herforingja sinna til þess að koma fram fyrir sína hönd við útförina. Búist er við, að ákvörðun verði tekin um það, að heiðra minningu Kamals Ataturks með því að gefa höfuðborg landsins, Ánkara, nýtt heiti ©g kalla hana Atatúrk. Fullveldisafmæl- Ið 1. desember Samkvæmt tillögum nefndar þeirrar, er ríkisstjórnin hefir skipað til þess að gera til- lögur um, hvemig minst skuli 20 ára fullveldis íslands hinn 1. dag desembermánaðar næst- komandi, og sem í eiga sæti fulltrúar allra þingflokkanna, tilkynnir ríkisstjórnin: 1) Að hún mælist til þess, að fullveldisdagurinn verði hald- inn hátíðlegur sem almennur frídagur og að messað verði í öllum kirkjum landsins í tilefni dagsins. 2) Ríkisstjórnin óskar eftir því að hjeraðsstjórnir og fjelög gangist fyrir hátíðahöldum þennan dag. 3) Forsætisráðherrann mun flytja hátíðaræðu 1. desember, kl. 1 e. h., úr salarkynnum ríkisútvarpsins. 4) Þess mun verða farið á leit við form. stjórnmálaflokkanna, er fulltrúa eiga á alþingi, að þeir flytji stuttar ræður í sam- bandi við hátíðahöla, er rík- isútvarpið mun gangast fyrir að kvöldi hins 1. desember. 5) Jafnframt niun, samkv. ósk Vestur-íslendinga og fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar, end- urvarpað hjer hálftíma dagskrá frá Norður-Ameríku. Forsætis- ráðherra íslands mun flytja ávarp til íslendinga vestan hafs. Verður því ávarpi endurvarpað um Norður-Ameríku. 6) Forsætisráðherra og frú hans munu veita gestum mót- töku í tilefni af fullveldisafmæl- Gyðingaofsóknirnag Svarlur blellur í sögu Þýskalands stórmaistara- skðkþingið I Hoilanúj Úrslit I tveimur (yrstu umferflunum Harðorðir dómar heimsblaðanna Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Gyðingaofsóknirnar í Þýskalandi, sem brutust út vegna andláts von Raths sendisveitarrit- ara, eru enn í dag aðal umræðuefni heims- blaðanna, og fá þær hvarvetna hina hörðustu dóma. Of • sóknunum er nú hætt og ríkir hvarvetna kyrð og friður í Þýskalandi. í forystugrein í „Times“ í dag, sem ber fyrirsögnina „Svartur dagur í Þýskalandi“, er farið hinum hörðustu orðum um Gyðingaofsóknirnar og sagt, að þær sjeu ekki samboðnar siðuðum mönnum og að þær sjeu svartur blett- ur á sögu Þýskalands. Blaðið segir: Miljónir Þjóðverja hljóta að hafa viðbjóð á þeirri vansæmd, sem Gyðingaofsóknirnar eru þýsku þjóðinni. Enginn fjandmaður þýsku þjóðarinnar hefði getað hugsað sjer að útbreiða slíka svívirðu í áróðursskyni, sem nú hefir raun- verulega skeð í Þýskalandi. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. mönnum, að enginn fótur sje fyrir þeim fregnum, að árásirn- ar á verslunarhús Gyðinga hafi verið skipulagðar eða gerðar að undirlagi ríkisstjórnarinnar. Ef svo hefði verið hefði 400 þúsund til 700 þúsund manns tekið þátt í þeim, en ekki fáein þúsund. 20 ára afmæli vopna- hljesins halöið hátíðlegt V Annað hvort hafa yfirvöldin í Þýskalandi, segir ,,Times“ ver- ið samþykk þessum hræðilegu ofsóknum, eða ríkisvaldið hefir brostið vald til að hafa hemil á almenningi. ALMENNINGUR HORFÐI UNDRANDI Á OFSÓKNIRNAR Lundúnablaðið „Daily Tele- graph“ segir meðal annars um þessi mál: — Hinn mentaði heimur fyllist viðbjóði yfir þess- um villimannslegu aðförum. Skeyti frá Berlín bera með sjer að tiltölulega fáir ungir menn tóku þátt í ofsóknunum gegn Gyðingum og eyðilegging- um þeim, sem þeim fylgdu. — Meiri hluti fólks er þarna var, voru hlutlausir áhorfendur og margir hristu höfuðin af undr- un yfir hamförum Gyðingahat- aranna. Þjóð.verjar segja að forustu- menn ofsóknanna hafi bannað rán og gripdeildir og enn frem- ur lagt bann við að menn legðu hendur á Gyðinga. Reuterskeyti frá Berlín herm- ,. , „ isráoherra og ráðherrar hans, fulltrú- ir, að utbreiðslumalaraðuneytið , „ ar samveldislandanna o. s. frv. Elisa- taki a sig alla abyrgð af Gyð- drotning og Mary ekkjudrotning ingaofsóknunum. | Og fylgdarliö þeirra horfðu á athöfnina Göbbels útbreiðslumálaráð- ur g-lnggum innanríkismálaráðuneytis- herra gaf í gær út boðskap þar ins. sem bannaðar eru frekari árás-, í Westminster Abbey fór fr'am guðs- ir á Gyðinga, eða eignir þeirra. þjónusta og þúsundir manaa báðust Þýska blaðið Berliner Tage- fyrir við gröf óþekta hermannsins og blatt segir í dag að reiði fólks- Rengu fram hjá henni, er guðsþjónust- ins hafi fengið útrás og að ekki unni var lokið- Þaö vakti mikla athysu þurfi að óttast írekari ofsóknir, aC prj,',1,kannn mmtist hinna ofsóttu Gyomga 1 ræðu sinm og bao fynr London í gær. FÚ. opnahljesdagsins var minst af miklum hátíðleik í dag í London. Georg konungur lagði sveig á stalla minnisvarða óþekta hermannsins, en allur hinn mikli mannfjöldi stóð með hneigð höfuð í fullar tvær mín- útur, en meðan var öll umferð stöðvuð. Þátttakan í minning- arathöfninni var eins mikil og hún hefir mest verið. Viðstaddir voru Chamberlain forsæt- á hendur Gýðingum. ,,Nú kem-! þeim. ur til kasta ríkisins“, segir blað- j: -^r^tna j BretáVeidi var þátttaka ið.Talið er að æðstu menn þýska j vopiiahl.jesdagshátíðahöldunum mjög ríkisins með Hitler í farar- mjög mikil, enda eru í dag tuttugu ár broddi, hafi í gær rætt um nýja sígan vopnahljeð var samiði’ Gyðingalöggjöf, en þeir fund með sjer í Miinchen. áttu ÁRÁSIRNAR EKKI SKIPULAGÐAR London í gær. FÚ. Göbbels, útbreiðslumálaráðh. hefir tilkynt erlendum blaða- I fyrsta skifti.. í dng .var almerinur frídagur í Bandaríkjunrim; ú ; vopna- hl.jesdaginn. í morgun gekk herlið frumhjá gröf. óþekta hermannsins í París og fór þar fram hátíðleg minningarathpfn. I París verður blysför farin í kvöld í tilefni dagsins. c Samkvæmt skeyti frá frjetta- ritara vorum í Kaupmanna- höfn í gærkvöldi lauk fyrstu tveim umferðunum á stórmeistara- skákþinginu í Amsterdam þannig: Fyrsta umferð: Fine vann Bot- viník, Reshevsky og- Aljechin jafntefli, Flohr og Capablanca jafntefli, Keres og Euwe jafntefli. Onnur umferð: Fine vann Res- hevsky, Euwe vann Flohr, Capa- blanca og Aljechin jafntefli, Keres og Botvinnik jafntefli. ★ Stórmeistaraskákþingið í Hol- landi, hið svonefnda AVRO-þing, hófst í Amsterdam á laugardag- inn var. Þátttakendurnir tefla tvisvar sinnum „einn við alla og allir við einn“, þ. e. a. s. hver keppandi teflir bæði með hvítu og svörtu mönnunum á móti hverj um hinna. Gefur þetta þinginu alveg sjerstakt gildi vegna þess að annars ræður tilviljun því, á móti hverjum hver keppandi hefir hvítt, en reynslan hefir sýnt, að miklu fleiri skákir vinnast á hvítt en svart. Skákiðkendur um allan heim munu fylgjast með þessu þingi af mikilli athygli og kynna sjer þær nýjungar í skákfræði er koma þar fram. Að sjálfsögðu birtast skákir frá þinginu í Lesbók undir eins og þær fara að flytjast til lands- ins. Þátttakendurnir eru þessir: Aljechin, núverandi heimsmeistari í skák, búsettur í Frakklandi, Botvinnik, skákmeistari Sovjet- Rússlands, Capablaiica, fyrverandi heimsmeistari, Cuba, Euwe (frb. öve), fyrv. heiinsmeistari, Hol- land, Fine, Gyðingur, biisettur í Bandaríkjunum, Flohr, skákmeist ari Tjekkóslava, Keres, skákmeist- ari Eistlands og Reshevsky, Gyð- ingur, skákmeistari Bandaríkj anna. Umsögn um þessa menn birtist í Morgunbl. 27. ágúst í sumar Jarðskjálftakippir sem finnast um allanheim London í gær. FÚ. Landskjálftar í London, Þýskalandi, Suður-Af- ríku, Nýja Sjálandi og Kali- forníu og víðar, sýndu að miklir landskjálftar hafa orðið, í um það bil 4000 enskra mílna fjarlægð frá London. Nálin á landskjálftamælin- um í London sveiflaðist til 12 þml. eða meira en dæmi eru til, frá því er landskjálftarn- ir urðu í Japan 1923. Tilgát- ur hafa komið fram um það, þar sem engar fregnir hafa enn borist um landskjálfta í gærkvöldi, að upptökin sjeu á sjávarbotni. ★ Jarðskjálftamælarnir hjer í Reykjavík sýndu einnig jarð skjáltakippi í nokkur þúsund km. fjarlægð og er talið að sá jarðskjálfti hafi orðið í Alaska. Jarðskjálftamælam- ir hjer sýndu álíka hræringar eins og er jarðskjálftarnir voru í Dalvík 1934, og má af því sjá, að þessir jarðskjálft- ar hafa verið geysimiklir, þar sem fjarlægðarmunurinn ©r svona mikill. Hjónaband. í dag verða gefin saman í Akureyi arkirkju ungfrú Björg Axelsdóttk’ Kristjánssonar kónsúls og Agnar E. Koefoed- Hansen flugstjóri. Heimili ungu hjónanna verður á Sjafnargötu 12, Reykjavík. Hjónaband. Gefin verða saman í hjónaband í dag af sr. Bjarna Jónssyni ungfrú Bryndís Björns- dóttir og Hermann Karl Guð- mundsson sjómaður. Heimili ungu hjónanna verður á Klapparstíg 11. Guðmundur Olafsson verðurformaðurKlR. Kaattspyrnuþingið var sett í Oddfellowhúsinu í fyrra- kvöld og urðu þar allsnarpar umræður um ýms knatt- spyrnumál. Samþykt var að fresta þinginu í þrjár vikur til þess að gefa nefndum, er skip- aðar voru í nokkrum málum tóm til að starfa. Fimm manna nefnd var kosin til að endur- skoða reglugerð K. R. R. frá 9. febrúar 1938, sem nefnd hefir verið „nýja reglugerðin“. Voru eftirtaldir menn kosnir í hana: Frá Fram, Ólafur Þorvarðarson, frá K. R. Sigurjón Pjetursson (gjaldkeri), frá Val FVímann Helgason og frá Víking Gísli Sigurbjörnsson. Stjórn Í.S.Í. tilnefndi Guðm. Ólafsson, fyrv. þjálfara K.R. í sæti formanns Knattspyrnuráðs Reykjavikur fyr;r árið 1939. — Höfðu fjelögin ekki getað kom- ið sjer saman um að benda á neinn einn mann sameiginlega og tilnefndi sinn hvort, eins og frá hefir verið skýrt hjer í blað- inu. Fram hafði þó síðar skrifað Í.S.l. og tilkynt að það myndi styðja útnefningu Guðmundar Ólafssonar. , Málverkasýning Agnéte og Sveins Þórarinssonar í Markaðs- skálanum er opin í dag og á morg- un, en ekki lengur. Alls hafa 'þar selst 9 myndir. Sýningin hefir hlotið mikið lof þeirra, sem um hana liafa skrifað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.