Morgunblaðið - 24.11.1938, Blaðsíða 2
Fimtudagur 24. nóv. 1938.
jt\ i
MORGUNBLAÐIÐ
Bitt af bænahúsum (synagogum) Gyðinga í Berlín, sem múgurinn í
' Berlín kveikti í, í ofsóknunum 10. nóv. síðastliðinn.
2DS skattur á eignir
Gyðinga í Þýskalandi
0*0
Hvernig lögreglan ætlar
að „útrýma" Gyðingum
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Pýski fjármálaráðherrann gaf í dag út lög, þar
sem ákveðið er að 1800 miljón króna skaða-
bæturnar, sem Gyðingum hefir verið gert að
greiða fyrir morðið á von Rath, verði innheimtar á þá
leið, að lagður verði 20% skattur á eignir Gyðinga.
FYRIR 1. ÁGÚST.
Þessi skattur verður lagður á eignir allra þýskra Gyðinga,
‘áém eiga fimm þúsund ríkismörk eða meir. Þó eru undanþegnir
Gyðingar, sem eru breskir eða amerískir ríkisborgarar.
Skatturinn á að vera greiddur að fullu fyrir ágúst næsta
ár. Ef ekki fæst nægilegt fje á þenna hátt, til þess að greiða
skaðabæturnar að fullu, verður skatturinn hækkaður. Ef fæst
aftur á móti meir en 1800 milj. krónur, verður því sem fram yfir
er, skilað aftur.
ÁRÓÐURSHERFERÐ.
Burtflutningur Gyðinga frá Þýskalandi hefir verið stöðvaður
urn sinn, þar til gengið hefir verið að fullu frá reglum um fram-
kvæmd þessara laga.
dr. Göbbels hóf í gær bar-
áttuna, sem nú verður tek-
in upp um gervalt Þýska-
land gegn Gyðingum.
Kallaði dr. Göbbels saman í
Úroll-óperunni í Berlín tvö þús-
uncjl „útbreiðslu-sjerfræðinga“
hváðanæfa úr ríkinu, þar sem
hann lagði niður fyrir þeim á
. hvern hátt baráttan skyldi háð.
Verður lögð áhersla á að lýsa
þeirri hættu sem friðinum í
heiminum stafar af Gyðingum.
Eitt efnið sem þeir eiga að
fjalla um á að heita „Hinn ei-
lífi Gyðingur". Kvikmyndir
V'erða teknar í þjónustu þessa
áróðurs og hefir verið gerð
kvikmynd (skv. FÚ), sem
heitir „Gyðingurinn grímulaus“
iFÁTÆKT — GLÆPIR
j í Berlín verða haldnir í vet-
jur tvö þúsund áróðursfundir.
| (dr. Ley, foringi verkamannafylking-
' arinnar sagði í gærdag að þau tvö
lliöfuð verkefni, sem næst biðu í Þvska-
I
,landi, væri að losna við Gyðingana og
| fá nýlendur. Ilann sagði, að engin
sambúð með Gyðingum mundi verða
þoluð, enda væru þeir snýkjudýr utan
við hið eiginlega mannkyn.
Hann sagði, að það væii sjer gleði,
að Ítalía, Pólland og Balkanríkin væru
með í þessari herför. (Skv. FU).
„Sehwarze Korj)s“ málgagn Gestapo
— ríkisleynilögreglunnar — og S. S.-
| manna, skrifar í dag: Hin fyrirhugaða
| einangrun Gyðinga hlýtur óhjákvæmi-
lega að hafa í för með sjer fátækt á
Niður með Miinchen“
hróp við komu bresku
ráðherranna til París
Þýski utanrfkis-
ráðhsrrann
Feiknarlegur mannfjöldi
tók á móti Mr. Chamberlain
fer til París Orðugleikar Daladiers
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Dað hefir vakið feikna
mikla athygli í Frakk-
landi, að von Ribbentrop, ut-
anríkismáláráðherra ætlar að
koma til París að lokinni
heimsókn bresku ráðherranna.
Það er búist við að hann ætli
að ræða við frönsku stjórn-
ina um vináttuyfirlýsingu
Frakka og Þjóðverja, sem bú-
ist hefir verið við uir. nokk-
urt skeið.
Þessi yfirlýsing verður. að
líkindum í þrem liðum:
1) Viðurkening á því, að
engin þræta sje lengur milli
Þjóðverja og Frakka um
landamæri.
2) Yfislýsing um gagn-
kvæma velvild Þjóðverja og
F'rakka.
3) Samtök inn að leysa öll
deilumál, sem upp kunna að
rísa, á friðsamlegan hátt.
Ellefu Þjóðvsrjar
i njósnamállnu
í Danmörku
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Foringi njósnaranna, sem tekn-
ir hafa verið fastir í Dan-
mörku fyrir njósnir „fyrir erlent
ríki“, er Þjóðverji, Pfluck-Hart-
ung, frjettaritari þýska kaupsýslu
blaðsins „Berliner Börsen-Couri-
er“ í Kaupmannahöfn. Hann var
áður yfirliðsforingi í þýska hern-
um.
Pluek-Hartung var í fylgd með
þýska. kommúnistanum Karl Lieb-
kneclit, þegar hanii vár' tóyrtur í
Berlín skömmu eftir heimsstybj-
öldina. Hartung var sakaður um
að hafa drýgt morðið. Hánii Var
sýknaður.
Mennirnir, sem danska lögregl-
an hefir tekið fasta, eru Samtals
fjórtán, þrír Danir og ellefu
Þjóðverjar. Þeir eru ekki sakaðir
um að hafa njósnað um her 'óg
vftrnarvirki D'ana; heldur undir-
búið njósnastarfsemi um ferðir
erlendra skipa ög flugvjela í
styrjöld.
FRAMH. Á SJÖTTI7 SÍÐU.
Rakblöðum stolið. í fyrradag
var farið inn á herbergi í Hjálp-
ræðishernum og stolið þar 600
stykkjum af rakvjelarblöðum. Lög
reglan hefir ekki náð í þjófinn.
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
ÞÓTT Daladier hafi fengið meirihluta í fjár-
málanefnd franska þingsins í gærkvöldi, mun
honum varla hafa verið rótt innanbrjósts, þeg-
ar hann tók á móti Mr. Chamberlain og Halifax lávarði
(ásamt frúm þeirra) í París í kvöld.
Heimsókn bresku ráðherranna er „opinber“. Þegar þeir
komu á brautarstöðina í París, var hún öll skreytt og við-
staddir voru Lebrun forseti, Daladier, Bonnet utanrikis-
málaraðherra o. fl.
Mr. Chamberlain og föruneyti hans höfðu haft erfiða ferð.
í Englandi hefir geisað fárviðri í dag og þegar járnbrautarferj-
an fór yfir Ermarsund í dag, hrepti hún versta veður.
Feiknarlegur mannfjöldi hafði safnast saman á götunum,
sem bifreiðar ráðherranna óku eftir og hafði fólkið byrjað að
safnast saman snemma í dag. Víðtækar lögregluráðstafanir voru
gerðar til þess að halda mannfjöldanum í skefjum.
Þó varð ekki komist hjá því, að brotist var í gegnum
raðir lögregluþjónanna á einum stað og hrópað: „Niður
með Múnchen“. Tuttugu og átta menn voru teknir fastir.
VEIKUR MEIRIHLUTI.
Hugur M. Daladiers mun á þessu augnabliki vafalaust hafa
hvarflað til mótþróa þess, sem stjórnmálastefna hans í fjár-
málum — og utanríkismálum — sætir af hálfu þeirra manna,
sem voru ásamt honum „feður alþýðufylkingarinnar". Tillaga
jafnaðarmanna um að nema úr gildi tilskipanir stjórnarinnar í
fjármálum var feld á fundi fjármálanefndar fulltrúadeildarinnar
í gær, með 20 atkv. gegn 18; 5 sátu hjá. Er þetta mjög veikur
meirihluti, ekki síst á franskan mælikvarða.
Tillaga sósíal-radikalaflokks-
ins um traustsyfirlýsingu til
stjórnarinnar, var samþykt með
25 atkv. gegn 16 (jafnaðar-
menn og kommúnista gpeiddu
atkvæði á móti.) 1)t;
Þessi atkvæðagreiðsla í
fjármálanefndinp; er talin
marka endalok frönsku al-
þýðufylkingarinnr.r.
Hversu tæpt Daladier og stjórn
haiís stendur, verður best sjeð
á því, að verslunarmálanefnd
þingsins feldi í dag tillögu
kommúnista, þar sem lýst er
óánægju yfir fjármálatilskipun-
unum, með aðeins 8 atkv. gegn
sjö.
VERKFÖLLIN
Samtímis halda vt- kföll á-
fram-að breiðast úí. Yfir 20
þúsund málmiðnaðar rkamenn
hafa gert verkfall.
Allsher j ar verkf a ■
London "ær. FÚ.
I niorgun var sú í'i •’Ti birt, að
verklýðsfjelögin ætlii'' að stofna
til allsherjarverkfalt næstkom-
andi laugardag Þessi " egn hefir
ekki reynst með öllj> i-jett.
Málið hefir veri? umræðu,
en fullnaðarákvörðr i. rn verk-
fallið hefir elcki a ;°kin.
í DunqUerqe ln.-i 0 verka-
•menn gert verkf; í kvöld
munn verða tekn; -ðanir um
verkfð'! sem ná >.000 manna.
er
EKKERT samkomulag
sjáanlegt framundan milli
Þjóðverja annarsvegar og Ung-
verja, Pólverja (og ítala) hins
vegar um Rutheníu.
Þýsk blöð segja að pólskar
sjálfboðaliðssveitir ráðist inn í
Rutheníu þar sem bændur og
skógarhöggsmenn búa, sem
varla eru læsir eða skrifandi.
Þessir menn eru teknir fastir,
fluttir til Póllands og heltir þar
fullir í brennivíni. Síðan eru
þeir tældir til þess að skrifa
undir þænarskjöl til Hitlers um
sameiningu (anschluss) Ruthen
íu og Ungverjalands. Þessi er
frásögn þýskra blaða.
„Essener National Zeitung“,
(blað Görings) segir um kröfur
Ruthena um sjálfsákvörðunar-
rjett, að það sje krafa ólæsra
og óskrifandi um að mega ráða
sjer sjálfir.
(Skv. einkask.)