Morgunblaðið - 24.11.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.11.1938, Blaðsíða 3
Fimtudagur 24. nóv. 1938. MORGUNBLAÐIÐ Rvskingar og handalög- mál á Verklvösfjelags- fundi Norðfjarðar Lögreglan verður að rvðja salinn „gegn um dyr og glugga“ RÓSTUSAMUR fundur var haldinn í Verklýðs- fjelagi Norðfjarðar á þriðjudagskvöld. Deildu þeir þar sameiningarmenn og Alþýðuflokks- menn. Lenti að lokum alt í uppnámi, og varð lögreglustjóri og lögreglan að skerast í leikinn og ryðja fundarsalinn „gegn um dyr og glugga“. Frjettaritari Morgunblaðsins símar í gær eftirfarandi frásögn af þessum sögulega fundi: 1 gærkvöldi var haldinn fundur hjer í Verklýðsfjelaginu í Bíó- húsinu og var húsfyllir. Fundarstjóri var Jóhannes Stefánsson og dyravörður Jón Sigurðsson. ■HVÁV Fundarefnið var: Skýrsla fulltrúa fjelagsins á Alþýðusambands- þinginu, sem varnað var þar aðgangur. Fyrri hluti fundarins, frá kl. 8 til kl. 11 fór skipulega fram, en þó voru nokkur framíköll undir ræðum og umræður allharðar. Fundarstjóri lagði fram tillögu í 4 liðum þess efnis, að lýsa trausti á gerðum fulltrúanna, að mótmæla breytinguim á lögum Al- þýðusambandsins, að skora á verkamannafjelagið Dagsbrún að beita sjer fyrir stofnun óháðs verklýðssambands og' loks, að víta þá sem vilja kljúfa Verk- lýðssamband Norðfjarðar. Þegar fundarstjóri bar fyrsta liðinn undir atkvæði, sem sam- þyktur var með ýfirgnæfandi meirihluta, reis fráfarandi bæjar- stjóri, Eyþór Þórðarson úr sæti sínu, gekk að borði fundarstjóra og hrópaði: Þú kant ekki að stjórna atkvæðagreiðslu! Gerði Eyþór jafnframt mikinn hávaða, svo' að alger truflun komst á fund- inn. Skarst nú dyravörður í leikinn og bað bæjarstjóra að vera róleg- an. Tók dyravörður í öxl Ej7þórs og fjell bæjarstjóri við það nið- ur á gólfið. Lenti fundurinn tiú í r 'unámi og lá við handalögmáli hjer og þar í salnum. Lögreglustjóri og lögregla skarst nú í leiki n, og tókst, ásamt fundarstjóra og nokkrum öðrum, að ryðja salinn gegn um dyr og glugga. Utan húss urðu smávægileg handalögmál áður en hópurinn tvístraðist um miðnætti. Bæjarstjórinn verður kyr. Bæjarstjóralaust hefir verið hjer síðan um helgi og bæjar- stjóraskrifstofan lokuð. Samkomu lag hefði sennilega fengist við meirihluta bæjarstjórnar um Þórð Einarsson sem bæjarstjóra, en hann er ófáanlegur til þess að gegna starfinu. Önnur lausn af hálfu bæjarstjórnar virðist óhugs- andi eins og nú standa sakir. Frjettaritari. ★ Við þpssa síðustu fregn frjetta- ritara Morgunblaðsins á Norð- firði má bæta því, sem nú er upp- lýst, að ríkisstjórnin hefir símað hinum fráfarandi bæjárstjóra, Eyþóri Þórðarsyni og skorað á hann að afturkalla uppsögn sína, og gegna bæjarstjórastarfinu á- fram. Telur ríkisstjórnin, að bæjt arstjóra hafi verið óheimilt að hætta störfum fyrirvaralaust, og honum sje skylt að gegna bæjar- stjórastarfinu þar til væntanleg- ar bæjarstjórnarkosningar fari fram á næsta ári, eða að öðrum kosti að segja starfinu iipp með hæfilegum fyrirvara. ÚtbreiOslufund- ur iHeimdaliar Heimdallur hjelt útbreiðslu- fund í gærkvöldi fyrir troðfullum fundarsal Varðarhúss- ins. Fyrstur tók til máls Jóhann Möller og talaði um skyldur manna til að mynda sjer skoðan- ir um stjórnmál. Næstur talaði Bárður Jakobs- son um sjereigna- og sameiningar- stefnu og' afturhvarf kommúnista í Rússlandi frá kennirígum Karls Marx. Þá talaði Axel y. Tulinius um fullveldismálin og afstöðu ungra Sjálftsæðismanna til sam- bandsins við Dani og stofnunar lýðveldis. Kristján Guðlaugsson talaði um skyldur einstaklinga og þjóðfjelagsins hvors gagnvart öðru og haftastefnu stjórnar- flokkanna. Síðastur talaði Gunn- ar Thoroddsen um hin erfiðu at- vinnuskilyrði æskunnar og stefnu st j órnm álaflokkanna. Allmargir nýir fjelagar gengu í fjelagið í fundarlok. Fundurinn fór vel fram og var ræðumönnum tekið með miklum fögnuði. Danski íþróttafrömuðurinn I. P. Múller. (Sjá grein á bls. 5. r Urvalsflokkar úr Armanni til Svíþjóðar að sumri Qlímufjelagið Ármann hefir ákveöið að senda úrvals- fimleíkaflokka sína, bæði karla og kvenna, á Lingiaden í Stokk- hólmd, sem haldin verður dagana 20.—30. júlí að sumri. Lingia,den er fhnleikamót, sem Svíar halda í tilefni af 100 ára dánardegi sænska fimleikafröm- uðsins Per Heurik Ling, og mun fjöldi þjóða senda fimleikaflokka sína á mót þetta. Norska og danska fimleikasam- bandið hefir ákveðið að senda 1000 manna hóp hvort, 500 karla og 500 konur. Einnig hafa Hol- lendingar og Englendingar ákveð- ið að taka þátt í mótinu. Hinir síðarnefndu senda sjerstakt skip með sinn flokk til Stokkhólms. Frá þessu skýrir Jens Guðbjörns son, formaður Ármanns, í blaði fjelagsins, sem nýlega er komið út. Hann segir svo í lok greinar sinnar: „Úrvalsflokkar Glímufjelagsins eru svo þektir um alt land, að fólk mun treysta því, að þeir fari ekki utan, nema þeir verði það vel þjálfaðir, að þeir verði þjóð sinni til sóma. Og trú mín er sú, að ekki aðeins Ármenningar, heldur og allir íslendingar vilji hjálpa til að úr þessari för geti orðið. Tímarnir eru'erfiðir. En til þess að gera oss auðveldara um sam- bandið við aðrar þjóðir, er oss nauðsynlegt að hafa góða boð- bera. Sendisveitir, sem færi öllum heimi sanninn um það, að hjer býr imenningarþjóð, sem ýill lialda fram sjálfstæði sínu og jafnrjetti. við aðrar þjóðir, á þeim grund- velli, að hún sje þeim jöfn að mannkostum og þess verð, að tengja við hana vináttubönd. 3 Snjóflóð valda tjóniáSiglufirði Fólk óttaslegið vegna snjóflóðahættu ý Frá frjettaritara vorum. á Siglufirði. ' UM hádegisbilið í gærdag hlupu snjóflóð yíðá úr fjallinu fyrir ofan Siglufjörð. Lenti eitt þeirra á tveggja hæða steinhúsi, eign Stefpns Kristjánssonar. Stendur húsið efst sunnanvert við ÞÓr- móðsgötu. Snjóflóðið braut gluggana á efri hæð hússins og hálf fylti það. Ibúar hússins sluppu ómeiddir, nema barn Stefán Kristjáþs- sonar og konu hans, sem skarst lítilsháttar á höfði á rúðubr^ti. Barnið lá í vöggu, er flóðið skall á og bjargaði móðir þess |>ví með naumindum. Fanndyngjan liggur upp Jað þakskeggi efri hæðár húsfáns fjall-megin. T svouefndu Skriðuhverfi, í sjuð- urhluta bæjarins, hlupu snjö^Jóð og geruð talsverðar skemdir. : Hús Jónasar frá Hrappst.aðakoti fór að mestu í kaf. Skektist það og brotnuðu sperrur í þvi. Reyk- háfurinn brotnaði af húsinu. Snjódyugjum hlóð að fleiri íhúð- arhúsum, en áu þess... að valda verulegum skemdum á þeim. Fólk alt flúði iir einu húsi í Skriðuhverfinu og víða er iófk óttaslegið. í Skriðuhverfinu tók flóðið gripahiis Helga Daníelssonar með 5 líindum, sffui‘ allar drápúsf . Einn- ig hænsnalnis með um 30 hænsn- um og var um tvær mannhæðir af snjó niður á það. Eitthvað af hænsnunum lifði. Þá braut snjóflóð einnig fleiri hænsnahús í fjallinu ytra, sem Hinrik Thorarensen átti, en þar fórst ekkert af alifuglum. Ottast er um snjóflóðsskaða í Hjeðinsfirði, en þangað er ekki neitt símasamband og frjettir því engar borist um það. Geysimikil snjókoma hefir verið á Siglufirði síðan s.l. sunnudag, og í gærmorgun var kominn mitt- ishár snjór á jafnsljettn. Skömmn fyrir hádegi tók að rigna eg þá um leið byrjuðu snjóflóðin. Mjólkurmálið Úrskurður Hæstarjett- ar um formhlið málsins f lrskurður var upp kveð- inn í Hæstarjetti í gær um formhlið mjólkurmálsins svonefnda, þ. e. skaðabóta- máls mjólkursölunefndar veg'n ritstjórum Moryun blaðsins ok Vísis og' stjórn Húsmæðrafjelags Reykja víkur. Var eins og fyr segir aðeins úr- skurðað um formhlið málsirís að þessu sinni. Jón Áshjörnssorí hnn., sem flutti málið fyrir ritstjóra blaðanna og stjórn Húsmæðrafje- lagsins, leit svo á, að slík sam- stej^pa mála sem hjer ætti sjer stað væri ekki leyfileg eða lögleg, og var því þessi formhlið málsins tekin fyrir sjerstaklega í Hæsta- rjetti. Úrskurður Hæstarjettar var á þá leið, að málasamsteypan væri leyfileg, og verður því væntanlega áður en langt líður sjálf efnishlið málsins tekin fyrir í Hæstarjetti. Mál þetta er orðið all-gaimalt, en ýmislegt hefir komið fram við flutning málsins sem almenning varðar og mun Morgunblaðið skýra frá ýmsu síðar, eftir að Hæstirjettur hefir kveðið upp dóm í málinu að efni til. NORSKU SAMNING- ARNIR DRAGAST. Khöfn í gær. FÚ. ISLENSKU samninganefndar- mennirnir í Noregi (Richard Thors, Har. Guðmundsson og Jón Árnason), hafa hætt við fyrirhugaða heimferð sína með Lýru á morgun, þar sem samn- ir.garnir hafa dregist meira á langinn, en búist var við upp- haflega. Þó þykir ekki útilokað, að þeim geti orðið lokið fyrir næstu helgi. Samskotin 1 1 C krónur bárust blaðinu * * ■ í gær í samskotasjóð- inn, og er heildarupphæðin þá orð- in kr. 38.480.64. G. S. 5.00. Áheit 5.00. Sveina- samband byggingamanna 100.00. S. E. 2.C0. E. II. 5.00. G. P., Kefla- vík 10.00. Lakk- og málningar- verksmiðjan Harpa 250.00. ó- nefnd kona 10.00. E. P. 20.00. Ó- nefnd .10.00. L. 5.00. Bygginga- menn við Útvegsbankann 45.00. Lúðrasveit Reykjavíkur (ágóði af merkjasölu s.l. spnnudag) 690.34. Alls 1.157.34. Áður birt 37.323.30. Samtals 38.480.64. Glasgow Evening Times flutti þ. 5. nóv. grein eftir W. K. Ilolm- es um íslenska hesta, sem hann segir aðdáunar- og virðingarverða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.