Morgunblaðið - 24.11.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.1938, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 24. nóv. 1938» Notið eingöngu „Gargoyle Mobiloils" á bifreið yðar. Aðalumboðið fyrir Island H. Benediktsson & Co. I—I H, VACUU3I «11. COIII’ASY A/s B) INlinnrírM I-ÖLSÉIHI ((' BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiw I Nýkomið: 1 M Kjólaefni fyrir yngri og eldri § s í úrvali. Kvensokkar. Góðir § litir á kr. 2.60. f Andrjes Pálsson ( Framnesveg 2. uHniiiisiiiiiiiiiiiiuiiiiiiniiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiifi KiUFuniiWissuB'reFi Pjetur Magnússon. Einar B. GuSmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Rauða Kross vikan Námskeið Rauða Krossins í meðferð ungbarna 25 ára starísaímæli EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI — — ÞÁ HYER? Ólafur Bergmann Erlingsson. Tuttugu og fimm ára starfsaf- mæli á í dag Ólafur Berg- mann Erlingsson, verkstjóri í Isa- f oldarprentsm ið j u. Ólafur hóf prentnám í prent- smiðju Davids Östlunds og lauk námi í Isafoldarprentsmiðju. Hann hefir nú um nokkur hin síðari ár verið verkstjóri hjá ísa- fold. Hann var um 15 ára skeið vjelsetjari, lengst af í ísafold. Auk prentiðnarinnar hefir Ól- afur rekið víðtækt hókaforlag. Hefir hann m. a. gefið fit bækur Kristmanns Guðmundssonar á ís- lensku og auk þess fjölda af vin- sælum barnabókum. Eru nokkrar þeirra nýkomnar á markaðinn, svo sem „Mjallhvít“, „Rauðhetta' o. fl. Þá gaf hann út hina merku bók Bertrams Russel, „Uppeldið“, og bráðlega kemur út á forlagi hans bók, sem nefnist „Hagnýt barna- sálarfræði“, eftir Marie Kúhler, í þýðingu Armanns Halldórssonar. Von er á fleiri bókum á næstunni, svo sem æfiágripum 19 helstu mik- ilmenna álfunnar, núlifandi eða ný látinna. Þá bók hefir Sigurður Einarsson ritað. Ólafur er orðlagður fyrir smekkvísi í iðn sinni og dugnað. Útvarpið frá Winnipeg á fullveldisdaginn Eins og skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu, verður út- varpað frá Winnipeg alíslenskri dagskrá á fullveldisafmælinu 1. desember. Stendur útvarpið yfir í hálfa klukkustund og verður endurvarpað frá stöðinni bjer. Utvarpið hefst kl. 5 e. h. (Winni- pegtími), ísl. tími kl. 22. Útvarpað verður frá stöðinni CJRC og CJRX Dagskráin verður eftirfarandi: Islenski karlakórinn í Winnipeg syngur undir stjórn Ragnars H. Ragnar og frú Sigrid Olson syng- ur einsöng. Þá tala 5 ræðumenn og flytja árnaðaróskir. Ræðu- menn verða dr. Rögnvaldur Pjet- ursson, dr. Brandur J. Brands- son, Einar P. Jónsson og Grettir Leo Jóhannsson. Útvarpi þessu lýkur með því að forsætisráðherra íslands flytur ræðu. Aaðalfundi Bandalags kvenna, er haldinn var fyrstu daga desember- mánaðar 1937, var samþykt svohljóðandi tillaga: „Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, lætur í ljós ánægju sína yfir námskeiðum þeim, er Rauði Kross íslands hefir haft með höndum víðsvegar um sveitir lands ins, og í höfuðstaðnum síðastliðin ár. Óskar fundurinn þess, að Rauði Kross íslands sjái sjer fært að halda slíkum námskeiðum áfram, en telur mjög æskilegt, að jafn- framt væri hægt að halda sjerstök námskeið öðru hvoru í Reykjavík, þar sem kend væri eingöngu með- ferð ungbarna. í þessu skyni gefur Bandalagið Rauða Krossinum kr. 1000.00 —*• eitt þúsund krónur“. Konur hafa ekki gengið þess duldar, hvað mikjl nanðsyn er á aukinni þekkingu í allri meðferð ungbarna. Þekking ungra foreldra í þeim efnum er næsta lítil, sem vom er, þar sem hvergi er greið- ur aðgangur að slíkum fróðleik. Nú ætlar Rauði kross fslands að ryðja brautina og halda nám- skeið, þar sem eingöngu er kend meðferð ungharna. Slík námskeið eru mjög algeng í nágrannalöndum okkar, og þar teljá allar hugsandi ungar mæður, sem ekki hafa áður notið slíkrar fræðsln, sjer skylt, að læra með- ferð og hjúkrun ungbarna, áður en þær sjálfar verða mæður. Því skyldu ekki okkar nngu ís- lensku mæður, sem eiga von á barni, eða vilja auka þekkingu sína á þessu sviði, taka fegins hendi á móti slíkum námskeiðum. Þau hljóta að verða aufúsu- gestur hjá þeiin, sem eru að setja hú og stofna heimili. Jeg skal geta þess, að umræður kvenna á umgetnum fundi fóru mjög í þá átt að æskilegt væri, að ungir menn tækju líka þátt í þess- um námskeiðum. Það er næsta öm- urlegt að sjá nnga feður vera feimna við sitt eigið afkvæmi, og ekki skilja hina miklu ábyrgð við að vera faðir. Kannske gætu þessi námskeið Rauða Kross íslands kent þeim föður skylduna og hin rjettu handtök til hjálpar. Þessi vísir að fræðslu foreldra á meðferð ungbarna þarf að ná til eldri og yngri, en þó sjerstak- lega til hinna ungu, þeirra er framtíðin. Framtíðin! Jeg sje fyrir mjer Rauða Kross systnr vera fastar starfandi hjálparsystur hjer í hæ, sem fara inn á öll heimili og leið- heina um meðferð ungbarna. Að 'því verður kept. Að því verður að keppa! Þá fyrst næst til allra, sem hörn eiga, eða börn hafa til fósturs. Þá fyrst er hægt að hafa eftirlit með þeim foreldrum, sem ekki gæta foreldra skyldunnar. Rauða Kross systurnar eiga að verða kærleikssystur heimilanna, .111111111111111111 tllllllllllllllllllllllllllllllllllll Eftir | Frú Ragnhildi 1 | Pjetursdóttur ( Háteigi .................Illll.II.IIIIIIIIIHIII? svo kæruleysi og sóðaskap verði útrýmt frá vöggu ungbarnanna. Jeg vona að Bandalag kvenna í Reykjavík hafi með framlögum til Rauða Kross Islands stigið eins heilladrjúgt spor fyrir ungbörnin í Reykjavík og þegar það fyrir fimmtán árum gekkst fyrir stofn- un Barnavinafjelagsins „Sumar- gjöf“. Ragnhildur Pjetursdóttir. ★ Jeg vil fyrir hönd Rauða Kross Islands færa Bandalagi kvenna £ Reykjavík þakkir fyrir hið veg- lega framlag þess til námskeiða Rauða Kross íslands í meðferð ungbarna, og jafnframt formanni Bandalagsins, frú Ragnhildi Pjet- ursdóttur, þakkir fyrir ofanritaða grein. J. V. Hafstein. Miklar umbætur á vegakerfi í Eyjum Frá .frjettaritara vorum í Vestmannaeyjum. Stórfeldar breytingar og lag- færingar er bæjarstjórn að láta framkvæma á vega- og hol- ræsakerfi bæjarins; einnig hefir í haust verið lagt holræsi í þá nokkra vegi, sem ekki var í hol- ræsi fyrir, svo og nýir vegir lagð- ir. Við þessar framkvæimdir vinna nú 40—50 manns. Dýpkunarskipið, sem Hafnar- sjóður keypti fyrir nokkrum ár- um, hefir lítið verið notað í snm- ar, sökum þess að Jengi vel var á- formað að leigja það til Raufar- hafnar, en þareð samningar milli Hafnarsjóðs og stjórnar síldar- verksm. ríkisins, er áttu að sjá um verkið, gengu heldur seint og strönduðu alveg að lokum, var seint hafist handa hjer um áfram haldandi dýpkun hafnarinnar, en fyrir nokkru er byrjað og mun vera haldið áfram svo lengi sem auðið er vegna veðurs. YFIRLÝSING Ut af grein Sveinbjarnar Jóns- sonar byggingameistara, er birtist í Mbl. 22. þ. m., vil jeg geta þess, að hann hefir ekki ósk- að eftir eða fengið neinar upplýs- ingar frá skrifstofu Slysavarna- fjelagsins um úthoð eða tilboð þau, er fjelaginu bárust um smíði björg unarskipsins „Sæhjörg“. Reykjavík, 23. nóv. 1938. Jón E. Bergsveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.