Morgunblaðið - 25.11.1938, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.11.1938, Qupperneq 4
A MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. nóv. 1938. Hafnfirðingar eru á undan okkur Reykvíkingum hvað snertir að búa að skautasvelli á veturna, enda er Skíða- og Skauta fjelag Hafnarfjarðar skipað áhuga sömum fjelögum. Jeg átti tal við formann Skíða- og Skautafjelags Hafnarfjarðar í gær. Sagði hann mjer, að ágætt skautasvell væri nú á Hörðuvöllum og Urriðakots- vatni hefir Skíða- og Skautafje- lagið sjeð um að lýsa upp svell- in á þessum stöðum og hafa þar bekki. Mikill fjöldi unglinga hef- ir notað svellið og vænta má að fullorðnir Hafnfirðingar noti einn- ig þetta tækifæri. ★ ÍÞRÓTTIR eftir Vivax !!i. K. R - ingar hafa nú senn lokið við að gera við og breyta íshúsinu við Tjarn- argötu í góðan æfingaskála. Húsið fengu K. R.-ingar hjá bænum, en sjálfir hafa þeir unnið að því í sjálfboðavinnu að gera húsið svo úr garði, að hægt væri að nota það til æfinga í frjálsum íþrótt- um, knattspyrnu, tennis og bad- mirigt'on. Fyrst urðu þeir að rífa niður skilrúm úr steinsteypu og er því verki lokið. Var fengin minni þjöppunarvjel bæjarins til að þjappa gólfið. Þessar framkvæmdir K. R.-inga verða án efa til þess að háværari raddir koma upp um það, en hing- -að til, að nauðsyn sje á að byggja íþróttaskála, þar sem hægt er að stunda útiíþróttir að vetrinum til. Bnda getur það ekki gengið mikið lengur, að hjer í bæ sje ekki til slíkur skáli eða skálar. ★ Stjórn I. S. I. hefir nýlega leyft tveimur flokkur að fara ut- an á næsta ári, eru það úrvals- flokkar karla og kvenna úr Ár- manni, sem ætla á Lingiaden í Stokkhólmi og sem getið var um hjer í blaðinu í gær og fimleika- flokkur kvenna úr K. R., sem ætl- ar að sækja 40 ára afmæli danska fimleikasambandsins í Kaup- mannahöfn í apríl n.k. Að öllum líkindum verða í þessum flokki 12 stúlkur, undir stjórn Benedikts Jakobssonar. Hátíðahöldin standa yfir frá 6.—10. apríl n.k. Danska fimleikasambandið bauð íslenskum fimleikaflokki á afmælishátíðina M.s. Dronning Alexandrine fer mánudaginn 28. þ. m. kl. 6 sígd. til ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Akureyrar. Þaðan sömu leið til baka. Farþegar sæki farseðla fyrir kl. 3 á laugardag. Fylgibrjef yfír vörur komi fyrir kl. 3 á laugardag. Skipaafgr. Jes Zimsen Tryggvagötu. — Sími 3025. og ætlar að kosta alt uppihald hans í Danmörku, en ferðalög fram og aftur verður flokkurinn sjálfur að sjá um. ★ Degar Glímuf jelagið Ármann helt 30 ára afmæli sitt há- tíðlegt fyrir tveimur árum datt fáum í -hug að líða myndu minna en 20 ár þangað til fjelagið heldi upp á 50 ára afmæli sitt. En í nýútkomnu fjelagsblaði Ármanns skýrir ÞÖrarinn Magnússon fyá því, að í vetur verði haldið upp á hálfrar aldar afmæli fjelagsins. Stofndagur fjelagsins hefir verið talinn 7. janúar 1906, sökum þess að eldri bækur fjelagsins eru glat- aðar, en á 30 ára afmælinu, í janúar '1936, skýrði síra Helgi Hjálmarsson, Kristinn Pjetursson og fleiri frá því að Ármann væri stofnaður 15. desember 1888, og á fjelagið því raunverulega 50 ára afmælisdag í næsta mánuði. Þórarinn Magnússon segir svo frá í fjelagsblaði „Ármanns“: „25. nóvember 1888 gengur síra Helgi Hjálmar«son. í stúkuna Ein- ingin og hittir þar Pjetur Jóns- son blikksmið, sem þá var kunnur glím^imaður, og berst tal þeirra að íslenskri glímu. Yerður það að samkomulagi þeirra í millum, að stofna glímufjelag meðal stúku- bræðra. 30. nóvember sama árs hefjast svo æfingar í Templarahúsinu, en 15. des. sama ár er haldin æfing inni á Rauðarártúni, því sumir hjeldu betra að detta á túni en fjalagólfi. Stakk Pjetur Jónsson upp á því, að fjelaginu væri nafn gefið og látið heita Ármann. Var það 'samþykt með margföldu húrra. Á æfingu þessari voru mætt ir milli 20 og 30 menn. Eftir það var aftur horfið í Templarahúsið og æft þar til ársins 1893, að síra Helgi fluttist úr bænum norður í land. Eftir það var lengi æft í húsi Framfarafjelagsins, Berings- húsi og víðar. Fyrsta kappglíman var háð 1889, önnur 1890, og svo altaf í sambandi við þjóðhátíðina, sem haldin var árlega, og er þeirra flestra getið í blöðum frá þeim tíma“. ★ Svenska Roddförbundet hefir á aðalfundi sínum, sem nýlega var haldinn, samþykt að gangast fyrir meistaramóti í kappróðri fyrir Norðurlönd næsta ár. Mótið fer fram á Brunsviken við Stokkhólm og hefst þann 22. júlí n.k. Sænska meistarakepnin í róðri fer fram á sama stað og hefst 9. júlí og verður henni lokið áður en Norðurlandakepnin liefst. Sænska róðrasambandið endur- kaus formann sinn, Curt Armstedt, í Gautaborg. Islenskir róðraríþróttamenn munu hafa fengið boð um að taka þátt í þessu móti, en ólíklegt er að þeir geti tekið því að þessu sinni. ★ Sænski sundmaðurinn, Björn Borg, sem lilaut gullpening fyrir besta íþróttaafrek Svíþjóðar í ár, setti nýlega nýtt Evrópumet í 100 m. baksundi á sundmóti, sem haldið var í Norrköping. Hann synti 100 metrana á 1 mín. 07.8 sek. Gamla metið átti Þjóðverjinn Hans Schlaueh á 1 mín. 07.9'. Björn Borg varð einnig fyrstur á þessu móti í 100 metrum frjáls aðferð á 58.7 sek. ★ Tvö ný heimsmet í sundi voru sett í Miinchen 13. þ. in. Þjóð- verjinn Balke synti 100 metra bringusund á 1 mín. 09.3 sek. Hitt metið var á 100 metra baksundi kvenna, sam hollenska sundkon- an Feggelen synti á 1 mín. 13.2 sek. Skömmu áður liafði hollenska sundkonan Kor Kint sett heimsmet á þessari vegalengt á 1 mín. 13.5 sek. á sundmóti í Kaupmannahöfn. ★ H.inn þekti finski íþrótta- leiðtogi Eric von Fren- cell var nýlega í París, en hann ferðast nú um ýms lönd álfunn- ar til að vekja áhuga íþrótta- manna fyrir Olympiuleikjunum í Helsingfors 1940. Von Frencell hefir ferðast um England og hann sagði við blaðamenn í París, að það væri svo gott sem ákveðið að Eng- lendingar tækju þátt í knatt- spyrnukeppni á Olympiuleikj- unum í Helsingfors 1940, en eins og kunnugt er, hafa Eng- lendingar ekki tekið þátt í knattspyrnu á Olympiuleikjum undanfarið vegna þess að allir bestu knattspyrnumenn þeirra eru atvinnumenn í íþróttinni. A Italía og England hafa á- kveðið að keppa í knattspyrnu í Milano í maímánuði næsta ár. — Þýskaland og Italía keppa í landskepni í frjálsum íþróttum á næsta ári. Er það í íyrsta skifti, sem þessi tvö lönd keppa í frjálsum íþróttum gegn hvort oðru. 'Á Heimsmeistarinn í hnefaleik er í þungavigt negrinn Joe Louis, hefir gengið inn á að keppa við heimsmeistarann í Ijettþungavigt John Henry Lewis um heimsmeistaratitilinn. Lewis er einnig negri. Kepnin á að fara fram í Madison Square Garden 27. janúar n. k. Verður þetta í fyrsta skifti í sögu hnefaleikanna, sem tveir negr- ar mætast til að keppa um i heimsmeistaratitilinn í þunga- ' vigt. ☆ Englendingar hafa alls leik- ið 13 knattspyrnukapp- leiki á heimavelli við erlend úrvalsfjelög síðan 1901 og unn- ið alla kappleikina. Englend- ingar hafa í þessum kappleikj- um sett samtals 67 mörk gegn 14. Listinn lítur þannig út: 1901 gegn Þýskalandi 12'—0 1901 — — 10—0 1923 — Belgíu 6—1 1924 — Belgíu 4—0 1931 — Spáni 7—1 1932 — Austurríki 4—3 1933 — Frakklandi 4—1 1934 __ ítalíu 3—2 1935 — Þýskalandi 5—0 1936 — Ungverjalandi 6—2 1937 — Tékkóslóvakíu 5—4 1938 — meginl.liðinu 3—0 1938 — Noregi 4—0 Ný barnabók Einn dagur úr æfi Shirley Temple Sleingrímur Arason þýddi Útgefandi: Ólafur Erlingsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.