Morgunblaðið - 25.11.1938, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 25.11.1938, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. nóv. 193&. Kertaljós heitir ný Ijóðabók, sem ísafoldar- prentsmiðja hefir gefið út. Er það úrval. úr ljóðum skáldkonunnar Jakohínu Johnson, og hefir hún valið kvæðin sjálf. Fór og hest á því, henni er sjálfri kunnast hvað henni þykir vænst um af ljóðum sínum, og hver henni eru líkust. Bókin er tileinkuð minningu foreldra skáldkonunnar með þess- f nm orðum Björnstj. Björnson: Minning um föður og móður skín miklu skærar en gull. Þetta er ágæt hók til jólagjafa •g hún byrjar einmitt í jólahug: — Líður að jólum ljúfust gleði! Kveikt eru á horði kertaljós. Og þó rafljósin rjúfi myrkur heillar heimsálfu á helgri nóttu, eru mjer kærust kertaljósin góðra minninga. — Gleðileg jól! nmniimHmiiiimnimttnimmmnHmiiiiinmiiiuniiiimin Jðrð til sðlu. Hurðarhak í Kjós er til sölu og áhúðar í næstu fardögum. Semja ber við eiganda og ábúanda jarð- arinnar Sveinbjörn Guðmundsson. Uppl. gefur Bjarni Bjarnason, Löggildingarstofunni. Sendisveinn óskast á skrifstofu. Eiginhandarumsókn, ásamt upplýsingum, sendist strax á afgreiðslu hlaðsins, merkt- ar „Sendisveinn“. Timbur til sölu 0 ca. 1000 fet 2%xll 1200 — 3x 9 8500 — 2x 6 3500 — 2x 5 9000 — 2x 4 17.000 — %x 6 Upplýsingar í síma 3520 kl. 1—3 í dag. Morgunblaðið með morgunkaffinu. t ÍTR DAGLEGA ] LlFINU □ □ ucKiaaaaaaooo oooooaaooooa ,Prófessor“ skrifar: Menn velta því mjög fyrir sjer nú síðustu dagana, hvað hið nýja skip Eimskipafjelagsins eigi að heita, og koma fram fáránlegar tillögur í því, svo sem „Tröllafoss“, sem er bæði ljótt og stirt. En aðalástæðan á að vera sú, að útlendingar geti varla afbakað það! Það ætti þá helst að vera af því, að þeir gætu alls ekkert við það ráSiS. ★ Langbesta tillagan um nýtt nafn er „Skógafoss“ og er furðanlegt, að fje- lagið skuli ekki vera búiS að taka það fagra nafn. Kannske er það einmitt a£ því, að f jelagiS hafi verið aS geyma nafniS handa nógu glæsilegu skipi. ★ En min tillaga er þó önnur og hún er þessi: Skipið á að heita Gullfoss, og fjelagið á altaf að halda því nafni á sínu besta og fínasta farþegaskipi. Það er fallegasta nafnið og vinsamleg- asta. Gullfoss er og á að vera uppá- haldsnafnið. Gamla Gullfoss má svo gefa annað gott nafn, ef fjelagiS þá ekki fargar honum þegar nýja skipið kemur. * „Jðhannes skírari“ skrifar: Án þess aS vera öfundsjúkur að eSl isfari, hefi jeg þó um langt skeið öf- undað þann mann — án þess að vita hver hann er — sem átti hugkvæmni að þeirri tillögu, að. nefna skip Eim- skipafjelags íslands fossa-nöfnum. — Fanst mjer þegar með „skím“ „Gull- foss“, aS fjelagið hefSi öðlast einka- rjett á fossanöfnum á skipum — þó óskráður væri. En þetta brást, sem al- þjóS er nú kunnugt. Nú er þegar farið aS stinga upp á nafni fyrir hinn væntanlega nýja — og stærsta — „foss“ Eimskipafjelagsins. Langar mig til að tilkynna: að ef jeg væri einráður um nafn skipsins, þá yrði nafn þess Háifoss. „Skógafoss“ er fagurt nafn og tungu mjúkt, en í því moldarkeimur. — Og Hjálparfoss ekki út í hött, en í því felast kveinstafir. Nei, Háifoss skal skipið heita — ef jeg má ráða! Æ, vel á minst! Tröllafoss er ekki með öllu óviSeigandi á þetta fyrirhug- aða nýja skip, en þaS er eitthvað draugslegt viS nafniS. tSr Það er líklega rjett að benda á um leið og þessi tillaga er birt, að tillögu- maður hefir víst ekki tekið það meS í reikninginn, að Hái-foss, myndi á skandinaviskum málum vera borifin fram Haj-foss, sem er Hákarlsfoss — farmborið Hæ foss, sem líka gæti gefiö tilefni til ýmiskonar afbakana ennþá verri en Go’da’foss. ★ Helgi Árnason í Hveragerði vill aS skipiö heiti Ljósafoss, því hann sje nú orðinn fossa gagnlegastur. Tryggvi í MiSdal sendi blaðinu nokkrar línur um það, hvemig refaeig- endur handleika refi sína, og hvemig þeir nota tengumar, sem minst var á hjer í blaðinu um daginn. Hann segir m. a.: ,,Með refatöngum er ekki tekiö í hnakkadrambið á refnum, heldur kringum hálsinn og þrengir hvergi að, og er því ekki farið illa meS dýrin“. Hann endar grein sína þannig: „Jeg hefi aldrei sjeð fariS illa með kæfu- belgi, og ekki heldur með refi. Þó var jeg báða refasýningardagana í Mark- aðsskálanum“. 'k — Hvað ertu orðinn gamall Bjössi Tommi ? Bjössi Tommi: Pimm ára. -— ILvenær verður þú sex ára? — Næst. Tískusýningin í gær Tískusýningar versl. Cl-ullfoss tókust ágætlega, og voru mjög vel sóttar eins og venjulega. Var nú nokkuð annar svipur yf- ir sýningunum en verið hefir und- anfarið, því að tískan er eins og vitað er mikið breytt. Dagkjólarnir voru t. d. sumir mjög stuttir, flestir háir upp í háls og margir með „holero“ og ísaumaðir. Kvöldkjólarnir voru hver öCr- Um fallegri og nýir í línum, úr flaueli, blúnduefnum: Tyll eða „moir“. Mintu margir þeirra á gömlu krínólínin. Þá sást ög „Tournure“, og hin breiðu belti, sem eru mjög í tísku, skreyttu suma þeirra eins og „lífstykki“, saumuð hlómum eða „pailettum“. Hin nýja hárgreiðsla (sem snyrtistofan Edina sá um) gerði sitt til að móta stíl kjólanna, og enn settu hanskar (Hanskagerðin, Austurstræti 5) og hattarnir, sem allir voru frá Gunnlaugu Briem, svip á klæðnaðina. Hattarnir voru nýjustu tísku samkvæmt, flestir með háum kollum, prýddir strúts- fjöðrum og slörum. M. a. voru sýndar nokkrar loð- skinnskápur frá Andrjesi Andrjes- syni, fallegir „Swaggerar“ við kvöldkjólana og síðir selskinns- pelsar, einkar fallegir. Sjerstaka athygli vöktu skíðafötin frá And- rjesi; Vesti, legghlífar og hansk- ar úr selskinni, við rauða prjóna- peysu og húfu. Loks mætti nefna náttkjólana frá Smart. Þeir voru íhurðar- miklir, úr silki og kniplingum. Sýningarstúlkur voru 6: Ung- grú S. Sætersmoen, ungfrú Est- er Rosenherg, ungfrú Ester Hallgrímsson, frú Klara Ander- son, frú Ivonne Dungal og ung- frú Unnur Benediktsson. Sýningarstjóri var Lárus Ing- ólfsson. Skemti hann „á milli þátta“ með eftirhermum, og þótti ágæt skemtun. Hétel Borp Allir salir opnir I kvöld ©g næsln kvöld. Netagerð Vestm.eyja eykur framleiðslu slna Aðalfundur Netagerðar Vestm.- eyja var haldinn 7. nóv. s.l. Stjórn: Sig. Gunnarsson, Ársæll ■Sveinsson, Eiríkur Ásbjörnsson, Jónas Jónsson og Guðl. Brynjólfs- son. Netagerðin tók til starfa 3. nóv. 1936 og hefir starfað svo að segja látlaust síðan. Veturinn 1937 sá Netagerðin algerlega fyrir þörf Eyjabúa, en veturinn 1938 auk þess fyrir þörfum verstöðv- ánna suður með sjó, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Eyrarbakka. Nú nýlega hefir verið hætt við 3. hnýtingarvjelinni, svo að hjer eft- ir getur Netagerðin hægléga full- nægt þeirri eftirspurn, sem er eftir þorskanetum í landinu. Framleiðslan líkar ágætlega og er fyllilega samkepnisfær við útlenda framleiðslu hvað verð og gæði snertir. Við Netagerðina vinna nú 16 stúlkur, auk verkstjóra, svo um leið og fyrirtækið skapar aukna atvinnu, sparar það árlega stór- fúlgu af erl. gjaldeyri. Framkv.- stj. er Jónas Jónsson. Búnaðarf j elagið. Undanfarið hafa þeir Páll Zop- hóníasson og Stefán Þorsteinsson haldið hjer fyrirlestra á vegum Búnaðarfjel. Ve. Hafa fyrirlestrar þessir aðallega fjallað um garð- og nautgriparækt. Fyrirlestrar þessir hafa verið vel sóttir og al- mennur áhugi um þessi mál ríkj- andi, enda stór þrekvirki verið framkvæmd hjer á sviði ræktun- ar og annara búnaðarfram- kvæmda undanfarin ár. Gaman er að þeim í útvarpinu. í hádegisiitvarpinu í gær var les- in tilkyliningin frá fiskimálanefnd, um ríkisstyrk til bátakaupa. í frjettunum í gærkvöldi segir svo útvarpið frá tíðindum þessum, en ber þá Tímann fyrir þeim, en hann kom út síðdegis í gær og flutti þá hina sömu tilkynningu frá fiskimálanefnd, sem lesin var í hádegisútvarpinu. Bæði dagblöð- in, sem út komu síðdegis í gær, fluftu einnig tilkynninguna, en ekki var þeirra að neinu getið í útvarpinu. - « TIL MLNNIS: Kaldhreinsað þorskalfsi nr.l með A og D fjörefnum. Fæst altaf. SSg. Þ. Jónsson Laugaveg 62. -- Síni 3858 M.s. Laxfoss fer til Breiðafjarðar miðvikudag- iún 30. þ. mán. Viðkomustaðir: Arnarstapi, Sandur, Ólafsvík, Grundarfjörður, Stykkishólmur, Búðardalur, Salthólmavik og Króksfj arðarnes. Flutningi veitt móttaka þriðju- daginn 29. þ. mán. Samskotin jpf krónur bárust blaðinu J í gær í samskotasjóð- inn, og er heildarupphæðin þá orð- in kr. 39.079.64. Tapað fundið 15.00. N. N. 5.00. S. S. 5.00. Ónefndur 50.00. J. G- 5.00. G. Ó. B. 5.00. Bobba og Helga 2.50. N. N. 10.00. Ekkja 5.00. Nýja Blikksmiðjan 100.00. G. Þ. 5.00. Ó. B. 21.50. Safnað af Skátafje- laginu í Hafnarfirði 370.00. Alls 599.00. Áður birt 38.480.64. Sam- tals kr. 39.079.64. UMFERÐASLYSIN OG BÖRNIN. FKAJDL kS FXBffTU SÍÐH. Iega lögregla bæjarins gengur eft- ir því að þeim sje framfylgt. Þetta hefir einnig komið á daginn. í „umferðavikunni" vann lög- reglan mjög vel -r- leiðbeindi fólki og aðstoðaði í hvÍTetna, eins og skylda hennar er, ekki síður en að kæra fyrir afbrot. Það er að vísu þannig, að það er álítamál hvort ákvæði sjeu til um að nota skuli afmarkaðar gangbrautir yfír götur (jeg efast þó ekki um það, sjá 10. og 28. gr. lögreglusamþ. Rvíkur) — en hitt er ákveðið að nota skuli gangstjettir, þar sem þær eru, og margt fleira sem kem- ur til greina í þessu sambandi. Þetta var alt athugað í nefndri „viku“. Hvers vegna voru ekkl gefnar skipanir um að því skyldi haldið áfram? Nú vil jeg aðeins taka það fram, að „umferðavikan" var ekki sjer- staklega haldin til þess að láta lögregluna vinna meira þá, en hún ætíð á að gera — nei — slíkar „vikur“ eru haldnar sem nokkurs- konar áhlaup, vakningarstarfsemi — ekki til þess að vekja lögregl- una heldur almenning, og upplýsa hann. Auðvitað á lögreglan að vinna, sí og æ, í anda „umferðaviku“. Starfsár hvers lögreglumanns á að vera s. s. óslitin „vika“. Síðan „vikunni“ í vor láúk óg eftirlitið dofnaði mjög, hefir það oft komið fyrir, að börn* haf.a komið með hinar skringilegustu fyrirspurnir um það, hvers vegna lögreglan ekki hjeldi áfram að upplýsa og aðvara þá, sem þau hefðu sjeð fara svo og svo rangt, að á götum bæjarins, og lögregltf- menn hefðu staðið og horft á hlut- aðeigandi karl eða konu t. d. vaða endilanga akbraut Austurstrætis, innan um bifreiðar og reiðhjól- aka barnavagni eftir miðjum göt- um hingað og þangað o. in. fl. Þess vegna þetta: Foreldrar og aðrir fullorðnir gangi á undan börnunum með góðu eftirdæmi í þessu sem öðru því, sem ætlast er til að þau læri. Til lögreglunnar vil jeg svO' beina þessu: Aukið eftirlitið eins og mögulegt er. Það mun gera lögregluna vinsæla. Ólafur Guðlaugsson. Gestir í. bænum,: Jón Hallgríms- son bóndi að Hnjúki, Yatnsdal, Lárus Bjarnason, bóndi í Gríms- tungu, Eysteinn Bjarnason, bóndi á Hnausum, Ásgeir Jónsson, bóndi Gottorp. — Hótel Vík: Eiríkur Halldórsson verslm., Siglufirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.