Morgunblaðið - 09.12.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.12.1938, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIB Föstudagur 9. des. 1938. Ur daglega lífinu | Meðal skeyta þeirra hinna rnörgu sem Thor Jensen barst á 75 ára afmæh hans, voru allmörg í bundnu máli. Meðal þeirra voru svohljóðandi vísur frá Árna G. Eylands: Þó aö fannir feli tún og falli gróður, gleymast ei hin grænu rjóður, göngu þinnar siguróður. Eygló vekur aftur grös um Iðavelli. — Sittu heill til hárrar elli höldur bús að Lágafelli. Frá B. B.: Aldurshæðar oft um veg örðug mæðir glíma. Hálfáttræðum öldung’ eg áma gæðatíma. Frá Jósep HúnfjörS: HöfSingi bænda — þjer heilsum með hjartkærum óskum> treikvart aldar á teigum tókstu dýpst sporin, sporin til mannúSarmála, manndóms og starfa, við ísinn þú tendraðir eldinn athafna og dáSa. Gamall sjómaður komst þannig að orði[ Sjötíu og fimm ára, höldur þig hylli hafiS og landið, sem þjer er svo kært, þú hefir lyft því með lofsverðri snilli, landiS og þjóðina í skyrtuna fært. Atvinnurekandinn, athafnamesti auðnist þjer verðskuldað framtíðarhrós hugfangnir senda þjer hamingjunesti heilsteyptir vinir, á landi og til sjós Og að endingu þetta: Ungur þó komst til útkjálkalánds á „ísa-köldu“ vori. Af giftu og snilli gæfumanns varS gróður í hverju spori. Á þessum aðalfundi búnaöarfjelag- anna sagði hann nokkuð frá íslands ferð sinni í haust. Hann tók hjer kvik- mynd, sem tókst vel> og hann ætlar að nota til að fræða landa sína um bún- aöarhætti hjer. Hann stakk upp á því á fundinum, aö ungt fólk í dönskum sveitum fengi sjer vist hjer á íslandi, og gæti fólk hjeðan komið til Dan- merkur £ staðinn fyrir þaS fólk sem hingað kemur. Bauðst hann til þess að hafa milli- göngur í þessu fyrir landa sína. ★ Islensk peysa er engíh hneísa! Það sjá menn best á Prjónlessýningunni í Markaðsskálanum. ★ Jeg er að velta því fyrir mjer hvort það geti nokkumtíma verið gróðavegur ;.ð skera hrúta. Samskotin námu kr. 47,913,59— EINS OG lesendum blaðsins er kunnugt, hafa samskot þau, er blaðið gekst fyrir til bágstaddra aðstand- enda þeirra, er druknuðu á togaranum Ólafi, borið meiri ár- angur en menn gátu í upphafi gert sjer vonir um. Alls hafa blaðinu borist kr. 47.913.59 í sainskotasjóðinn. Flytur Morgunblaðið hjer með hinar alúðarfylstu þakkir til allra þeirra fjölmörgu karla og kvenna, fjær og nær, sem af samúö sínni við hið sorgmædda og bágstadda fólk og af ör- læti sínu hefir lagt fram fje í sjóð þenna. Þar sem gert er ráð fyrir, að vart muni von á fleiri eða meiri tillögum í sjóð þenna, verður samskotum nú hætt og gengið til úthlutunar á þessu fje. f svipuðum tilfellum, er hjer hafa komið fyrir áður, hafa prestar hjer í bænum tekið úthlutunina í sínar hendur f. h. blaðsins, og hafa þeir sr. Bjarni Jónsson og sr. Árni Sigurðs- son fallist á að hafa umsjón með úthlutuninni. En þareð þeir hafa mikið starf nú framundan og sr. Árni auk þess ekki enn heill heilsu, hafa þeir mælst til þess að þurfa ekki að vera nema til aðstoðar við úthlutunarstarfið og undirbúhing þess. í úthlutunarnefndinni verða 3 menn auk prestanna tveggja, frá Morgunblaðinu Sigfús Jónsson gjaldkeri, frá h.f. Alliance Teitur Þórðarson gjaldkeri, en Sjómannafjel. Reykjavíkur hefir samkvæmt tilmælum frá bláðinu, útnefnt einn mann í nefnd- ina, og verður það Sigurður Ólafsson, gjaldkeri fjelagsins. :w ,U. St. * I Ákaflega er þaS bagalegt og mið- aldalegt að kalla má, hve strandferðir leggjast niður langan tíma af desem- ber, þar sem síðustu skipin, «em sigla á innlendar hafnir fyrir ár.unót, f.iru hjeðan í fyrrakvöld. Hátt á 16 tonn af pósti var afgreiU frá póststofunni hjer í Reykjavík þann dag. Er þaö langtum mesti póstflutn- ingur, sem hjeðan hefir verið afgreidd- ur á einum degi. Af því var hátt á 3. tonn brjef og blöð. ★ Landpóstar fara um landiö á hálfs- mánaðarfresti, þar sem bílar ekki ganga, en bílaleiöir eru nú farnar að styttast, sem eðlilegt er. Norður yfir HoltavörSuheiði er þó bílfært ennþá, eftir hinum góöa >,vetr- ar“-vegi. * Hjer um daginn benti Ludvig Guð- mundsson fyrv. skólastjóri á það, aö á síðustu árum hefir bændabýlum í land- inu fækkað svo ört, að eitt býli hefir að meðaltali farið í eyði 11. hvem dag. Með hverju býli, sem fer í eySi, fer e?fiði og verSmæti forgörðum í meiri eða minm stíl. Hefir Ólafur Friðriks- son gert á því athuguna, hve telja má að tjón þetta sje mikið. En hann hefir ekki birt þær athuganir sínar enn. ★ Knuth greifi frá Knuthenborg á Lág- landi, sá er hjer var sumarið 1937 og aftur í haust til að læra íslensku, hef- ir verið formaður í búnaSarfjelags- skapnum þar á eyjunum. Eftir fimm ára formensku baðst hann undan end- urkosningu á aðalfundi fjelagsins í síöastliðnum mánuði. Hann er í miklu áliti meðal danskra bænda, sem for- gönguinaður á sviði landbúnaðarmála. * Fjárhagsáætlun Akureyrar Akureyri, fimtudag. T71 járliagsáætlun Akureyrarbæj- ar var til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudags- kvöld. Tekjur eru alls áætlaðar 965 þús. kr. Hæstu tekjuliðir: Fast- eignaskattur 96 þús., atvinnubóta styrkur úr ríkissjóði 15 þús., nið- urjöfnun útsvara 440 þús. Hæstu gjaldaliðir: Vextir og afborganir fastra lána 110 þús. og bráðabirgðalána 46 þús., atvinnu- bætur 50 þús., framfærslumál 140 þús., tryggingarrnál og styrkir 125 þús., mentamál 102 þús. Pakkir. Herra ritstjóri. — Undanfarna daga hefir heiðrað blað yðar verið að segja frá stórum fjárupphæðum, sem fjoldi fólks hefir gefið til þeirra, sem bágstaddir urðu þeg- ar „Ólafur“ fórst. Jeg veit að okkur, ekkjum og mæðrum, hefir daglega hlýnað um hjarta af þakklæti við þær fregnir. Það er ótrúlega margt, sem fyrir okkur hefir verið gert, síðan harminn mikla bar að höndum. Kristniboðsfjelag kvenna og fjölda margir einstakjingar hafa viíjað bera okkur á höndum. Jeg get ekki nefnt það alt, en eins langar mig að minnast. Daladier spáu litlum meirililiita Frá frjettaritara vorum. Khöfn í qær. Það varð að samkomulagi, er franska þingið kom saman í dag, að láta umræour um stjórnaraðgerðir Daladiers og fjelaga hans hefjast strax. Á morgun er búist við að að- alumræðurnar fari fram. Hvernig sem alt veltur. er báist við ’ að Daladier beri sigur a£ hólmi. — En kunnugir telja að meirihluti hans veröi aldrei yfir 50 atkvæöi, sem er lítiS á franskan mælikvarðá. ■Sósíalistar og kommúnistar, sem stutt hafa Daladier fram til þessa, munu flestir greiða at.kvæði gegn stjóminni, þegar atkvæðagreiðslan fer’. fram, að líkindum annað kvöld. VERKFÖLLIN FJARA ÚT London í gær. FU. Verkföllin í NorSur-Frakklandi eru nú til lykta leidd. I öllum vefnaðar- verksmiSjum er nú vinna hafin á ný og málmiðnaðarmenn, sem verkfall höfðu gert í Valenciennes og grend, fóru aftur til vinnu sirmar í dag> að fyrirskipan leiðtoga sinna. Síðasti dagur málverkasýn- ingar Gunnlaugs Blöndals list- málara í Stokkhólmi var í gær. Fjölda margir hafa sótt sýn- inguna og fær hún góða dóma í sænskum blöðum. H. W. Á sunnudegi börðu tveir ungir menn að mínurti dyrum, og að dyrum annara ekkna og mæðra Samá dag, þéir báðu um mynd af manninum mínum, og hins sama báðu þíjir f annars staðar. Föstu- daginn eftir minningarathöfnina í dómkirkjunni var okkur öllum — ekkjum og mæðrum —- boðið heim að Ási og áttum við þar yndis- legar stundir saman, með heúuií- isfólkinu, mági húsbóndans og konu hans. Eins og sakir stóðu þá var ekkert annað betra hægt að gera fyrir okkur. Margar okk- ar höfðu aldrei sjest fyr, en þarna fengum við tækifæri til að kynn- ast, tala saman um kjör okkar, syngja saman og biðja saman, okkur öllum til mikillar huggunar og styrktar. Það er fráleitt á allra meðfæri að kalla saman um þrjátíu harmþrungnar konur og gefa þeim ljúfa samverustund, þar sem meira ber á huggun og gleði en harmatölum og tárum, en það tókst svo vel í Ási þennan dag að okkur verður öllum ó- gleymanlegt. Áður en við fórum var okkur boðið inn í næstu stofu og þá skildum við hvers vegna ungu mennirnir höfðu 'komið, því að þar voru komnar, stækkaðar og í fallegum, ramma, myndir allra ástvinanna, sem í sjóinn fóru. Sjerhver ókkár , fjekk slíka mynd að gjöf og ánpaff gjöf var bætt við: bok frú oíúðrúnar T';rus- dóttur vÞess bera menn sáv —“ í vönduðu bandi. Þess má nærri geta að okkur langaði til að þakka fyrir okkur, því að hjer var í sannleika mikið að þakka, bæði gjafirnar og þann dýrmæta kærleikshug, sem lýsti sjer í hjartanlegri og hughreyst- andi samúð allra. En okkur var sagt að hjer skyldi engum þakka, þetta væri gert fyrir Guðrúnu Lárusdóttur og í hennar minn- ingu, því að af engu hefði hún haft meiri gleði en að hugga harm- þrungna. Hjer sltulu því engin önnur nöfn nefnd en hennar. Af ótal mörgum ljósgeislum, sem frá Guði Og góðum mönnum hafa borist inn í rökkrið til okkar, verður þessi samverustund okkar, sem undir sama lögmál og sömu sorg erum nú seldar, e. t. v. ógleymanlegust. Ef við hittum síðar meir einhvern, Sem svipað er ástatt fyrir og okk- ur, viljum við reyna að njinnast þess, að við eigum ógoldna skuld, sem ekki verður með öðru móti greidd en því, að við leggjum okk- ur fram til að láta þeim í tje eitt- hvað af því ljósi, sem til okkar var látið skína í minning hinnar göfugu og góðu konu. Ein fyrir allar. Sjálfstæðiskvennafjelagið á Akra nesi hjelt fullveldishátíð í Báru- húsinu 30. nóv. Ilúsið var fagur- lega skreytt og sótti hátíðina á fimta hundrað manna. Hátíðin hófst með sameiginlegri kaffi- drykkju. Ræður fluttu Gunnar Thoroddsén cand. jur., Morten Ottesen og Pjetur Ottesen alþm. Þá söng karlakór og þeir Ólaf- ur Beinteinsson og SveinbjÖrn Þorsteinsson sungu tvísöng með guitarundirleik. Einnig var sýnd kvikmynd og loks var stiginn dans til klukkan 6 að morgni næsta dags. Er þetta einhver fjöl- mertnasta samkoma, sem haldin hefir verið á Akranesi. Rangæingafjelagið heldur sketati fund í Öddfellowhúsinu í kvöld kl. 9. Samtal við Sig. Kristjánsson. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. við bætist að vertíðir styttast ár frá ári, sjerstaklega saltfisk- vertíðin, svo að þessi vinna er auk þess orðin mjög stopul. Það er án alls vafa hið al- menna atvinnuleysi, sem nú skapar hina miklu eftirspurn eftir skiprúmi. Því í rauninni þrá flestir sjómenn að fá eitt- hvað að gera í landi, svo þeir geti yfirgefið sjóinn. — Hvernig hefir nefndin hugsað sjer að unt verði að auka tekjur útgerðarinnar? — Nefndin hefir hjer til að- allega unnið undirbúningsstar|' undir álit og tillögur. Það álit mun birtast innan skams, þó ekki sje á þessu stigi hægt að fullyrða, hvort nefndin verður sammála um úrlausnina. En lík- legt má telja að svo verði. Að minsta kosti er nefndin sam- mála um það, að það sje ein hin mikilvægasta þjóðarnauð- syn, að sjávarútvegurinn verði hjer eftir ennþá afkastameirb en hingað til.En það getur hann því aðeins orðið, að allir, sem að honum vinna, geti vænst hagsmuna af striti sínu og við- urkenningar þjóðfjelagsins á því, að starf þeirra sje heil- brigt, og drengilega af héndi leyst. LÍNAN EYRARBAKKI- STOKKSEYRI. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. og íbúarnir þar búast við að geta safnað talsverðu fje til framkvæmdanna, bæði í bein- um framlögum og svo í vinnu. — Hvað verður nú gert í þessu máli? — Þegar við höfum lokið endurskoðun áætlunarinnar verður hún send hreppsnefnd- um eystra svo og ráðuneytinu. Síðan verður væntanlega athug- að hvaða möguleikar eru fyrir öflun fjár í stofnkostnaðinn. — Einnig þarf að ná sem hag- kvæmustum samningum við Sogsvirkjunina, um kaup á raf- magni. Loks þarf að ganga úr skugga um hversu almenn þátt- takan yrði eystra, því að vitan* lega væri ekkert vit í að leggja línuna, ef þátttakan yrði ekki almenn. AUGAÐ hvílist Tyirj r með gleraugum frá ■ IsiIbLLi OlafurjBjarnason frá Æsustöðum heldur kvæðaskemtun í Varðar- íiúsinu í kvöld 9. des. kl. 9. Að- göngumiðar kosta 1 kr. o'g seljast við innganginn. Silfurtófur. Get selt nokkrar silfurtófur og silfurrefaskinn. PÁLL ÞORMAR Sími 2260 og 4574.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.