Morgunblaðið - 15.12.1938, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.12.1938, Blaðsíða 7
Fimtudagur 15. des. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 7 Sfötugiir: Gissur í Drangshlíð Oissur .Jónsson hreppstjóri í Drano-shlíð undir Byjafjöll- um á sjötugsafmæli í dag. Hann er fæddur að Eystri-Skógum 15. desember 1868. Ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Jóni Iljörleifs- syni hreppstjóra og dbrm. og konu hans, Guðrúnu Magnúsdóttur. Árið 1892 fór Gissur á búnað- arskólann á Hólum, og lauk þar námi 1894. Að loknu námi stundaði hann um skeið ýms jarðabótastörf, og var um nokkur ár, eðá frá 1912—1919 trúnaðar- maður Búnaðarsambancls Suður- lands yið jarðabótamælingar. Hann hefir verið formaður Bún- aðarfjelags Austur-Eyjafjalla- hrepps ; síðan 191,0. Hreppstjóri var liann skipaður 1915 og hefir gegut því starfi síðan. Árið 1898 kvæntist Gissur frændkonu sínnl, Guðfihnu Isleifs- dóttur frá Kanastöðum, hinni á- 'gætUstu konu. Þau byrjuðu bú- skap að Drangshlíð árið 1901. Guðfinna hefir gegnt ljósmóður- •störfum í Austur-Eyjafjalla- hreppi síðastliðin 37 ár og farist prýðilega. Gissur í Drangshlíð er ekki mikið fyrir að láta á sjer bera. En þeir sem komið hafa á hans fagra búgarð — og þeir eru margir — sjá fljótt, að þar hefir hygginn maður og hagleikshönd að verki verið? því að hvar sem litið er, livort heldur er utan 'húss eða innan, er sami myndar- bragurinn og snyrtimenskan. SveitUngar Gissurar og liinir mörgu vinir víðsvegar um land senda honum í dag hugheilar kveðjur og árnaðaróskir. Gamall sveitungi. Jólablað Spegilsins kemur út á morgun, 24 síður að stærð og með litmyndum. Fæst í bókabúðum og víðar, en sölubörn eru afgreidd í Hafnarstræti 16 á morgun og næstu daga. JÓLAMATURINN. FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. svo að eplin verða ekki nötuð á öllu betri, eða drýgri hátt en í eplaköku. I stað eplakökunnar mætti ef til vill hafa einhverja ávexti, sem húsmóðirin liefir verið svo hygg- in, að sjóða niður, eins og t. d. græna tómata, eða „græsk- ar“, með þeyttum rjóma. Eplakaka fyrir sex. 625 gr. epli, vatn, 100 gr. strá- sykur, 100 gr. tvíbökumylsna, 50 gr. smjörlíki, sultutau, 2% dl. þeytirjómi. Eplin eru flysjuð og soðin í graut með svolitlu vatni, og helm- ingurinn af sykrinum settur sam- an við. — Smjörlíkið er bræít, og tvíbökumylsnunni og því, sem eft- ir var af sykrinum, blandað saman við það. Þetta er bakað saman á pönnu, þangað til það er orðið Jjósbrúnt. Þá er það lagt í lög- um í skál. Fyrst eitt lag af epla- grautnum, þá tvíbökumylsnan, og sultutau á milli, aftur grautur, tvíbökumylsna og sultutau. Þessu er þrýst vel saman með skeið. Þegar kakan er orðin vel köld, er hún skreytt með þeyttum rjóma. II. JÓLADAGUR: Þann dag er hentugt að hafa kalt hangikjöt, sem soðið hefir verið fyrir jól. Með því er annað- hvort hægt að hafa uppstúfaðar kartöflur, eða grænar baunir og gulrætur, til hátíðabrigða. Sum- um þykir best að hafa aðeins soðnar kartöflur og bráðið ís- lenskt smjör eða flot með hangi- kjöti. Grauturinn, sem hafður er .1 á- bæti, hefir verið búinn til dag- inn áður, úr rabarbara eða ein- bverjum niðursoðnum betjum eða ávöxtum frá haustinu. ut á hann er haft rjóma- og mjólkurbland. í grein K. D. í gær um I. H. Bjarnason, aflagaðist setningin um þingmensku hennar; átti að vera þannig; Hún er fyrsta konan, sem átt hefir sæti á Alþingi og kom þá fram með þeim skörungsskap, mælsku og áhuga fyrir þjóðmál- um, sem sæmdi hverjum þing- manni, þótt meiri og lengri æf- ingu hefðu í stjórnmálastarfi, en konur vorar enn hafa. Lífstykkjabúðin, * Hafnarstræti 11 hefir yður að bjóða nytsaman, vandaðan og ódýran varnmg til jólagjafa. Ullar- og SilkisokSsa Tðskur og Ilmvötn Nærfot ýmsar gerðir úr silki, ull og bcmull. Slæður, Hálsklúta, S)öl úr silki og georgette. Vasaklúta mikið úrval. PúÖurdúsir, Slifsi, Kraga. Ekki að gleyma hinum ágætu, viðurkendu Láistykkfum, Beltum, Korselettum Lifstykkjabúðin Hafnarstræti 11. í. O. O. P.5 = 12012158‘/2 = Veðurútljt í Reykjavík í dag: SA- gola. Þíðviðri en úrkomulítið. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. ,**.*vv*.**.**.**.**.**.**.*v*.**.**»*vvvvv*»**.**.**.*vvvv*.****v*,**.**»**.**.**.**,*vvvv**w,.*v*.*w Þakka hjartanlega auðsýnda vináttu á sjötíu ára afmæli mínu. Kristín Vigfúsdóttir, Æsustöðum. ,*, *•* •*••*«•*•«*«•*« •*»«*••*• »*« ,*, «*, ♦*« •*♦«** *JMJ* V V V i V *♦* Næturvörður «r í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Farþegar með Brúarfossi til út- landa í gærkvöhl: IðUnn Snæland, Heiny Sehed<th«r, Ingvar Guðjóns- son, Walgted, Lilja Sigurjóns, Sig-; urjón Rist. Jón B. Einarsson, Ðjarni ;Kris,tjánsson, W. Heenan, Tómas Vigfússon, Sverrir Matthí- asson, ÁgÚstá Guðttmndsson, Sess- eljafi§^ragdj^ir5} Upp til selja, norskur gleðileik- ur í 2 ])át)turti. verður sýndur í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði í kvöld kl. 9. ísland, ijapifflu^y )hf landi og þjóð, Hfföii sem, ísafoldarprent- smiðja gaf út, hefir vakið mikla og verðskuldaðí) athygli. Hafa áll- flestir kaúpsýslumenn hjer í bænum notað þetta tækifæri til þess að séftda hana erlendum við- skiftamónnúm"’óg gera með því tvöfalt gagm gleðja viðskifta- mehnina <mi- ’hnglýSa lándið og þjóðina. Ilefir sjaldan verið meiri þörf á þessu en nú, eins og hag- ur okkar sténdur erlendis. B.v. „Oriental Star“, enski tog- arinn, sem fekk vír í skrúfuna og var tekinn hjer upp í Slipp, fór á veiðar í gær, Miiming Bjarna Þorsteinssonar. Nokkrir vinir Bjarna heitins Þor- steinssonar gangast fyrir stofnun minningarsjóðs um liann. Vafa- laust eru þeir margir hjer í þess- um þæ, sem vílja leggja einhvern skerf í þenna sjóð nú í samþandi við JÚtför hans. Geta menn í því efni snúið sjer til einhverra eft- irtaldra þriggja manna: Sigurðar Jónssonar, forstjóra í Slippnum, Krlstins Guðj'ónssonar, fulltrúa, vjelsm. Hjeðni og Olafs Proppé, framkv.stj. Áusturstr. 14. Hjónaefni. I gær opinberuðu trúlofun sína ungfrú Oddfríðnr B. Magnúsdóttir, Sogabletti 8 Rvík og Pálmi Þ. Hvanndal, frá IJurðarbaki í Húnavatnssýslu. GASKOLAFARMUR — FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. þessa mátti vera það ljóst við samningagerðina um kolin, við afhendingu þeirra og við útgáfu víxilsins fyrir kaupverðinu, að greiðslur til annara landa gátu að lögum einungis farið fram fyrir atbeina Landsbanka ís- lands eða Útvegsbanka Islánds h.f., og að framkvæma slíka greiðslu þannig var ekki á valdi stefnda, þá verða hömlur þær, sem orðið hafa á yfirfærslu and virðis kolanna til útlanda, ekki taldar þess eðlis, að stefndi eigi að svára fyrir þær og verð ur hann þésÁ Vegna einungis dæmdur til að greiða kolin á þann hátt, sem áfrýjandi hefir kráfist til vara. Ber þannig að því leyti að staðfesta niður- stöðu hjeraðsdðmsins. Eftir átvikum málsins þykir rjett að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda samtals kr. 2000,00 í málskostnað í hjer- aði og fyrir hæstarjetti". Eggert Claessen hrm. flutti málið fyrir D. D. K., en Garð ar Þorsteinsson hrm. fyrir Gas stöðina. BESTU BÆKURNAR eru þær, sem hjálpa til að gera menn vitrari og betri.— Bókin ..A VEGVM ANDANS" eftir Gretar Fells er ein af þeim.. Vikublaðið „Fálkinn“ segir um bókina meðal annars.----„Bókin verðskuldar að vera lesin, vandlega lesin, því hún fer nýjar leiðir og er ekkert ljettmeti, enda þótt framsetningin sje mjög skýr“. Bókin er tilvalin jólagjöf. — Fæst hja hóksölum. Jólagfafirh Veggspeglar — Handspeglar — Töskuspeglar. Glerhillur — Baðvigtir. Ludwig Storr. Laugaveg 15. Niorgunblaðiö með morgunkaffinu Lokað I dag kl. 12-15 vegná farðarfarar. 6. Helgason & Melsteð. Það tilkynnist hjermeð að maðurinn minn Björgúifur Stefánsson, kaupm., andaðist á Landakotsspítala í gær. Oddný Stefánsson og börn. Lík föður míns, Elíasar Kristjánssonar, Ytra-Lágafelli, sem ahdaðist á Landakotsspítalanum þann 10. þ. m., verður flutt vestur á morgun. Kveðjuathöfn fer fram á heimili mínu, Hringbraut 175, kl. 5 e. h. í dag. F. h. aðstandenda. Vigdís Elíasdóttir. Jarðarför dóttur okkar Indíönu Ólafsdóttur, fer fram frá heimili okkar fimtudaginn 15. þ. m. kl. 1 e. hád. Kristín og Ólafur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.