Morgunblaðið - 15.12.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.12.1938, Blaðsíða 5
 Fimtudagur 15. des. 1938. MORGUNBLAÐIÐ — JWorgttttMa&id —=f Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjðrar: Jðn Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarmatSur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Slml 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánutsi. í lausasölu: 15 aura eintakitS — 25 aura með Lesbök. FRAMTÍÐARLAUSNIN f~\ ráðabirgðalausn hefir náðst iJ í deilu þeirri, sem um skeið hefir staðið milli stjórn- arvalda ríkisins og Reykjavíkur bæjar í sambandi við atvinnu- bótavinnu hjer í höfuðstaðnum. Samkomulag náðist um það, að báðir aðilar skyldu taka í við- bót allstóran hóp atvinnulausra yerkamanna. Viðbótin hjá rík- inu verður 50 manns, og ný við- bót hjá bænum, 25—50 manns, auk þeirra 75, sem áður hafði verið ákveðið um. Verða þeir þá samtals 420 til 445 verkamenn irnir, sem verða í vinnu hjá ríki «g bæ nú fyrir jólin, þ. e. 300 til 325 hjá bænum og 120 hjá ríkinu. Var vel farið, að þetta mál rskyldi þannig fá friðsamlega lausn, því hvað sem annars mætti segja um lausnina, er að- .alatriðið hitt, að með þessu er ajeð fyrir brýnustu þörf verka anannanna. ★ En þótt svo giftusamlega iskyldi takast að þessu sinni, að rsamkomulag næðist um þetta deilumál, ætti þessi atburður að opna augu valdhafanna fyrir því, hve alvarlegt ástandið er corðið. iHinn blákaldi veruleiki, sem •við horfumst í augu við í dag er þessi: .'Sjávarútvegurinn dregst hröð um skrefum saman, sem stafar af margra ára taprekstri. Við Jað minkar með hverju ári sú atvinna, sem fólkið við sjóinn á alla sína afkomu undir, en að sama skapi fjölgar þeim sem átvinnulausir ganga og einnig þeim, sem neyðast til að leita á náðir fátækrasjóðanna. Þetta hvort tveggja, hið sívax andi atvinnuleysi í kaupstöð- um og sjávarþorpum og hin •stórhækkandi útgjöld vegna fá- tækraframfæris, er án efa lang stærsta bölið sem okkar þjóð- .fjelag á nú við að stríða. Deildar skoðanir geta ekki verið um það, að bót verður al- drei ráðin á þessu böli með at- vinnubótavinnu einni saman. At vinnubótavinnan er aðeins ney'S .arráðstöfun og getur þar af leið :andi aldrei verið um að ræða fframtíðarlausn á þessum málum með henni. En þar fyrir hefir atvinnubótavinnan vissulega •gert mikið gagn, þar sem fullvíst er, að hún hefir forðað mörgum frá sveitinni. En varanleg lausn fæst ekki á þessu bága ástandi fyr en jnýtt líf færist í atvinnuvegina 'svo að þeir geti aftur heimt til sín fólkið, sem nú gengur at ■vinnulaust eða neyðist til að leita til fátækrasjóðanna um hjálp. Því er það, að hvernig sem ■menn velta þessu vjandamáli fyrir sjer, kemur altaf að því ,sama: Viðreisn sjávarútvegsins, sem er og verður sú undirstaða, sem alt verður að byggjast á. ★ Sennilega eru nú allir ábyrgir stjórnmálaflokkar orðnir á einu máli um það, að atvinnu málum kaup>«taðanna og sjávar þorpanna verði ekki komið í lag, nema með gagngerðri við reisn hins hrynjandi sjávarút- vegs. Þeir munu einnig sam- mála um það, að eina ráðið til þess að ljetta hinar þungu byrð ar kaupstaðanna vegna fátækra framfæris sje það, að koma nýju lífi í sjávarútveginn. Það má þess vegna telja nokkrun veginn fullvíst, að aðal starf Alþingis þess, sem kemur saman í febrúar næstkomandi verði, að finna leiðir til þess að lyfta sjávarútveginum úr því feni, sem hann situr nú fastur í. Á þessu stigi verður vitan-1 legu engu spáð um það, hvort Alþingi ber gæfu til þess að leysa þetta mikla vandamál þannig, að það verði til varan- legrar viðreisnar. Vonandi tekst þetta, því ef ekki, þá er ekki annað sjáanlegt en að allt hrynji í rústir. ★ Það er mikið talað um nýtt landnám um þessar mundir. .— Menn benda í því sambandi rjettilega á hin víðáttumiklu landflæmi víða í sveitum lands- ins, sem óbygð eru og óræktuð. Þúsundir nýrra heimila geta lif að góðu lífi á þessu mikla og góða landi, segja menn. En hvað gagnar það að vera að tala um fjölgun heimila í sveitum, meðan ekki er til ör- uggur markaður fyrir þær land- búnaðarafurðir, sem framleidd- ar eru nú, hvað þá ef stóraukn- ing verður? Eina ráðið til þess að fá mik- inn og öruggan markað fyrir landbúnaðarafurðir eru góð at- vinnuskilyrði við sjóinn. Við þurfum ekki annað en að líta á hvers virði Reykjavík er í dag fyrir sveitirnar. Ef mikil og góð atvinna væri nú í Reykjavík myndi óreiðan- lega stóraukast markaðurinn í bænum fyrir landbúnaðarvör- ur. Viðreisn sjávarútvegsins er þess vegna blátt áfram lífs- spursmál fyrir sveitirnar, og framtíð landbúnaðarins og þjóð arbúskaparins í heild veltur á því, að það takist að rjetta við aðalatvinnuveginn við sjóinn, sjávarútveginn. „Nutidens Island“ fullveldisrit þeirra Skúla Skúlasonar ritstjóra og Vilhjálms Finsen sendisveit- arfulltrúa, hefir vakið mikla at- hygli fyrir hve smekklegt það er og sjerstaklega hentugt til að senda vinum og kunningjum sem búa erlendis núna fyrir jólin. Síð- ustu forvöð eru að senda jólapóst til útlanda með Lyru í kvöld. Jóhann Frímann. □□□□□□□□□□□□□□□□□□QaaDaa□□□□□□□□□□□□□ I ÚR DAGLEGA \ LlFINU □ 8 moDnnnoaoDo 000000000000 1 g'fev niintist jeg lítilsháttar á jóla gjafirnar, bæði þær sem þarfar eru, g eins hinar, sem eru miður þarfar. En svo er ein tegund jólagjafa, sem er fyrir utan og ofan alt þetta, og það era gjafirnar, sem gefnar eru með það fyrir augum, að sýna vinarþel og hlýtt hjartalag Og af þessháttar gjöfum getur margt gott sprottið í sambúð manna. T. d. þegar menn finna til' þess að jcir hafi gengið framhjá einhverjum fornkunningja sínum, án þess að sinna honum sem skyldi, sýna honum sitt sanna vinarþel, svo að vegurinn til hans er aS verða „hrísi vaxinn og háu grasi“, þá er gott að nota jólin og jólagjafimar, til að bæta úr tómlæti sínu, endumýja vináttuna. ★ En þá er líka að minnast hinna al- mennu jólagjafa, sem bæjarbúar, me'S tilstyrk Vetrarhjúlparinnar senda fá- tækustu heimilunum í bænum. Reykvíkingar, sem hafið eitthvað af- lögu, þegar þið setjist að jólaborðinu með bömunum ykkar; látið börnin, sem eíga því láni að fagna að sjá fall get jólaborð, taka þátt í kjömm þeirra, , sem bágstaddir em, meS því að láta þau gefa sinn skerf til Vetrarhjálpar- innar. Kennarar barnaskólanna ættu líka aS geta leiSbeint börnunum í þessu efni. ★ Af brjefum þeim og uppástungum, sem blaðinu hafa borist, um fossa- nöfn út af nafninu á hinu væntanlega Eimskipafjelagsskipi, gæti orðið heil fossanafnafræði. Um „Mánafoss" í Laxá í Austur- Húnavatnssýslu skrifar „Norðlending ur“: „í Laxá í Austur-Húnavatnssýslu er foss með þessu nafni. Þess er get- ið í Þorvaldsþætti víðförla, að Máni hinn kristni hafi stundað laxveiði 1 hylnum undir fossinum, þá er harðæri var í landinu, gefi'S veiðina þeim, er liðu skort og bjargað þannig fjölda manns frá því að svelta í hel. Ber fossinn æ síðan nafn þessa göfug- lynda manns. Þama virðist mjer viðeigandi heiti fundið handa liinu nýja skipi Eim- skipaf jelagsins. Mikil gifta og fengsæld fylgdu Mána í hans góða starfi fyrir nærfelt þús- und áram síðan. Enginn vafi, að svo mun ánnig fara hinu nyja skipi, sej það látiS heita „Mánafoss“. AS öðru leyti mælir nafnið meS sjer sjálft. ■Á Jeg er aS velta því fyrir mjer, hvort ekki megi búast við Þvb að veðurfræðingar sjeu á báðum áttum. B.v. Karlsefni kom frá Eng- landi í gær. Jólaleikrit Leikfjelagsins: íslenskt leikrit bygt á Eyrbyggju Jólaleikrit Leikfjelags Reykjavíkur verður að þessu sinni íslenskt leikrit, Fróðá, eftir Jóhann Frí- mann á Akureyri. Byggist efni leikritsins að nokkru leyti á Eyrbyggju og gerist kringum árið 1000. Er það því eins rammíslenskt og það getur verið. Leikritið hefir verið leikið á Akureyri við ágætar viðtök- ur. Stjórnaði Ágúst Kvaran leiksýningunum þar. Leikritið hefir og verið gefið út í sjálfstæðri bók. Höfundur leikritsins hefir gefið Leikfjelagi Reykjavíkur leyfi til að víkja nokkuð við efni þess, þar sem það hefir þótt hentugra. Þá hefir Leikfjelag Akureyrar lánað tjöld og annan útbúnað, sem L. R. er mjög þakklátt fyrir. Þetta sagði Ragnar Kvaran, blaðamanni frá Morgunblaðinu í gær, en Kvaran hefir leikstjórn á hendi. Hann sagði ennfremur: Persónurnar, sem Jóhann Frí- mann lýsir í leikritinu Fróðá, eru ekki aðalpersónur í Eyrbyggju, og sumar koma jafnvel alls ekki fyrir þar. Leikritið gerist áður en kristni var lögtekin hjer á landi, en í þann mund, sem kristnin var að ryðja sjer til rúms. M. a. er sýnt á leiksviðinu hof heima á Fróðá í heiðni. Þjóðminjasafnið hefir lánað búninga að nokkru leyti, enda mun verða lögð áhersla á að leikurinn gefi sem besta hug- mynd um klæðnað manna og siði á þeim tíma, sem leikritið gerist. Aðalpersónur leikritsins era þessar: Þóroddur skattkaupandi, bóndi á Fróðá (Ragnar E. Kvar- an), Þuríður kona hans (Soffía . Guðlaugsdóttir), Þórir viðlegg- ur (Brynjólfur Jóhannesson) og Þorgr-íma kona hans (Gunnþórunn Halldórsdóttir), Björn Breiðvík- ingakappi (Þorsteinn Ö. Stephen- sen), Þórgunna, sem fræg er úr Eyrbyggju (frú Sólveig Eyjólfs- dóttir). Þá eru tvær persónur sem Eyrhyggja getur ekki um, en það eru Kormákur leysingi (Val- ur Gíslason) og Kaðlín dóttir hans (Edda Kvaran). Eru þau kristnir írar. Leikrit þetta mun vafalaust vekja athygli hjer, ekki síður en á Akureyri. Ný, fnllkomnari gerð slrætiivagna Egill Vilhálmsson bílasali á Laugaveg 118 bauð í gær blaðamönnum að skoða hið mynd- arlega hús sitt, þar sem nú er hægt að framkvæma allar viðgerð- ir á bílum, hvernig svo sem þeir líta út er þeir koma þangað. Mun bílaverkstæði þetta vera eitt af fullkomnustu iðnaðarfyrir- tækjum hjer í hæ og þó víðar væri leitað. Þar vinna að staðaldri 45 manns. Á yfirbyggingadeild verkstæðis- ins gat að líta nýjan strætis- vagn, sem verið var að ljúka við í gær. Er óliætt að fullyrða, að smekklegra og betra hefði ekki verið unnið, þó erlent hefði ver- ið. Kemur þessi strætisvagn í um- ferð einhvern næstu daga og mun án efa vekja athygli. Ýmsar þarf- legar nýjungar eru í þessum nýja strætisvagni, eins og t. d. loftræsting, vagninn er hærri og rúmbetri en strætisvagnar eru. . Afturhurðinni er komið fyrir þannig, að menn munu alment nota hana meira en gert er nú í i strætisvögnum. Verslun Egils Vilhjálmssonar hefir yfir að ráða rúmgóðu hús- næði fyrir allskonar varahluta bifreiða. Frá Rauðarárstíg er inn- gangur í bifvjelaviðgerðarverk- stæðið, sem annast allskonar hif- vjelavinnu, hverju nafni sem nefnist. Einnig er frá Rauðarár- stíg ekið upp hringmyndaða brekku, upp á efri hæð bygging- arinnar. Á hæðinni er málning- arverkstæðið, sem leysir af hendi alla bifreiðamálun. Á hæðinni er einnig geymsla fyrir 40—50 bifreiðar, sem þó er notuð aðeins til bifreiðageymslu að vetrinum. Trjesmíðaverkstæðið er í nýrri byggingu, sem fullgerð var s.l. haust. Annast verkstæði þetta all- ar hifreiðayfirbyggingar, svo og allskonar viðgerðir á yfirbygg- ingum bifreiða, og er fullkomn- asta verkstæði hjer á landi í þess- • ari grein. Egill Vilhálmsson stofnaði fyr- irtæki þetta árið 1930. Starf- rækti hann það fyrstu tvö árin á Grettisgötu 16—18. Brátt varð húsakostur þar svo þröngur, að hann bygði húsið við Laugaveg og Rauðarárstíg árið 1932, og er nú nýbúinn að auka við það stór- húsi fyrir yfirbyggingar, eins og áður getur. Kjörorð verslunar- innar hefir ávalt verið: „Alt á sama stað“. ★ Byrjað var á yfirbyggingum híla á Islandi sem hjer segir: Kristiiin J ónsson vagnasmiður byrjar að byggja ofan á vörubíla árið 1919. Hafliði Hjartarson trjesmíðameistari byrjar að byggja ofan á 14 farþega bíla í mars 1923. Stefán Einarsson trje- smiður byrjar í janúar 1924. Egill Vilhjálmsson Laugaveg 118 byrjar árið 1932. Tryggvi Pjetursson & Co. byrja með eigið verkstæði fyrir yfirbyggingar bíla 1933.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.