Morgunblaðið - 16.12.1938, Page 2

Morgunblaðið - 16.12.1938, Page 2
2 MOkGUNBLAÐIÐ Föstudagur 16. des. 1938. Viðskiftastríð milli Þjóðverja og Breta? dr. Schacht í London * Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Eitt af því, sem búist er við að dr. Schacht, sem nú er staddur í London, ætli að ræða við bresku stjórnina, er það, á hvern hátt sje hægt að koma í veg fyrir viðskiftastríð milli Englands og Þýskalands. Fyrir breska þinginu liggur nú frumvarp til laga um að auka ábyrgð ríkisins fyrir erlendum verslunarskuldum breskra fyrirtækja úr 1107 miljón krónum (50 milj. £) í 1560 milj. krónur (75 milj. stpd.). Er þessi ábyrgð talin muni styrkja mjög aðstöðu breskra fyrirtækja. UNDIRBOÐ ÞJÓÐVERJA Hudson, aðstoðarverslunarmálaráðherra Breta skýrði frá því í breska þinginu í dag að frumvarp þetta væri fram komið vegna ýmsra ráðstafana, sem aðrar þjóðir hefðu gert, til þess að efla utanríkisverslun sína. Mun hann hjer fyrst og fremst hafa átt við Þjóðverja. Hafa Þjóðverjar lagt sig mjög fram um það undanfarið, að ná m. a. versluninni í Suð-austur-Evrópu í sínar hendur. En hjer hafa Bretar haft all-mikilla hagsmuna að gæta. NÝJAR AÐFERÐIR I SÖGU BRETA Utanríkisverslun Breta við þessi lönd hefir minkað að all- verulegu leyti undanfarna mánuði. Mr. Hudson skýrði frá því í ræðU sinni, að Bretar myndu nú taka upp baráttuna til þess að ná þessum mörkuð'um aftur og myndu til þess e. t. v. grípa til ráðstafana, sem aldrei hefðu verið gerðar áður í sögu Breta. Þjóðverjar hafa notað þá aðferð að greiða útflutnings- verðlaun, og hafa með því get- að boðið lægra verð en Bret- ar. Einræðisstjórn i Tjekkoslóvakíu Osló í gær. íkisþing Tjekkóslóvakíu hef- ir samþykt með 148 gegn 16 atkvæðum að gefa stjórninni einræðisvald í næstu tvö ár. (NRP. Lithauar ætla að biðja Hitler að fá að halda Memel Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ar sem eina hafnarborg Lithaua er í Memel, er búi við að þeir geri alt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir sameiningu Memels og Þýskalands. Til þess að reyna að komast að samkomulagi við Þjóðverja, er gert ráð fyrir að utanríkis- málaráðherra Lithaua fari á næstunni til Berlín. Er búist við að hann ætli að ræða við þýsku . stjórnina um nána samvinnu, milli Þjóðverja og Lithaua í stjórnmálum og viðskiftamál- um. Tilslakanir þær, sem búist er við að Lithauar sjeu reiSubónir að gera til þess. að fá að halda Memel eru m. a. þessar: AÐ fallast á þann skilning, sem Þjóð- verjar hafa fram til þessa lagt í Memel-sáttmálann, sem mun tryggja Þjóðverjum aukið menningarlogt sjálfræði. AÐ leyfa að þýskur inaður .i’rá Mem- el verði skipaður í stöðu lands- stjórans í fvlkinu. Landsstjórinn hefir fram til þessa verið Lithaui. Hafa landsstjórárnir mikil völd, þar sem þeir geta m. a. neitað að undirskrifa lög sem MemelþingiS hefir samþykt. AÐ láta vera að krefjast hollustueið- ar af hinu nýkjörna þingi í Memel. rRAJYIH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Hin aukna breska ríkisá- byrgð er gagnrýnd hvasslega 1 þýskum blöðum. För dr. Schachts. Opinberlega er látið í veðri vaka, að dr. Schacht sje í einkaheimsókn til Montague Normans banka- stjóra Englandsbanka, en enginn vafi er þó talinn á því, að för hans standi í sambandi við þessi mál. Auk þess er talið, að dr. Schacht ætli að semja um er- lendar skuldir Þjóðverja, sem hvíla þungt á hinum takmark- aða gjaldeyrisforða þeirra. Er búist við, að hann muni bjóða, að Gyðingar fái að hafa nokk- uð af fjármagni sínu með sjer frá Þýskalandi, ef í móti komi nokkrar tilslakanir á þessum skuldum. Er jafnvel gert ráð fyrir, að hann muni stinga upp á, að lán Þjóðverja og Austurríkis- manna verði brædd saman í eitt stórt lán, með lægri vöxtum, en nú eru á þeim. Afgreiðsla Morgunblaðsins tek- ur á móti peningagjöfum til Vetr- arhjálparinnar. Mr. Chamberiain treystir á vopn sín og fjármagn N Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær okkuð harðnandi afstöðu, í skjóli hins aukna vígbúnaðar Breta, kennir í ræðu sem Mr. Chamberlain flutti í dag. 1 ræðu þessari tók hann í fyrsta skifti í svipaðan streng og sumir andstæðingar hans í Englandi hafa áður gert, að skoðun þýsku stjórnarinnar væri ekki sama og skoðun þýsku þjóðarinnar. Hann vjek að því, hve mikið vald fjárhagsmáttur Breta væri. Hann sagði, að ef deila risi milli þjóðar sinnar og þýsku stjórnarinnar, þótt ekki væri þýsku þjóðarinnar — ef deila milli þessara aðila ætti yfirleitt eftir að rísa, þá væri hann þess full- viss, að Þjóðverjum væri ljóst, að auk hins mikla vígbúnaðar Breta, myndi fjárhagsmáttur þeirra ekki síður mega sín mikils. Hann sagði að þetta myndi e. t. v. ekki koma jafn greinilega í ijós í byrjun stríðs, eins og síðar, þegar það fari að dragast á langinn og þá gæti það ráðið úrslitum. Mr. Chamberlain sagði, að vissa Breta um þetta, væri eitt af þeim atriðum, sem efldi trú þeirra á frið. Frá Hitler um Berchtesgaden, Godesberg, Mtínchen og París til Daladiers I tilefni af komu von Ribbentrops til Parísar um daginn, voru sýndar myndir og blaðaúrklippur um samvinnu Frakka og Þjóð- verja í glugga þýsku járnbrautarskrifstofunnar í París. I öðru horninu er mynd af Hitler og síðan eru nöfnin Berchtesgaden, Godesberg, Munchen — París prentuð í hálfhring að mynd af Daladier í hinu horninu. ----------Unu--------------- þýskar vinnukcnur Frá frjettaritara vorum. Khöfn t gær. jóðverjar hafa kallað heim þrjii þúsund þýsk- ar og austurrískar vinnu- stúlkur sem starfa í Hollandi. Þetta er þó ekki nema lítill hluti af þeim vinnustúlkum, þýskum, 'sem vinna í Hol- landi. í Englandi eru starfandi 34 þús. þýskar og austurrískar | vinnustúlkur, j Er búist við að nokkur hluti þeirra verði kallaður heim. Þau boð hafa verið lát- in ganga til þeirra, að ef þær missi atvinnu sína, eða ef þeim leiðist, þá geti þær kom- ið heim og fengið nóg að starfa. í Þýskalandi er sögð ekla á vinnustúlkum. Sagt upp. London í gær. FÚ. Sir Samuel Hoare, innan- ríkismálaráðherra, var spurð- ur að því í neðri málstofunni í dag, hvort rjett væri að bresku starfsfólki þýskra verslunarfyrirtækja í London hefði verið sagt upp störfum, af því að það væri ekki af ariskum stofni. Sir Samuel Hoare sagði, að stjórninni væri kunnugt um, að þetta hefði komið fyrir, en hún vissi ekki til að þetta hefði verið gert að fyrirskip- un þýsku stjórnarinnar. 250 milj. RM greidd í dag London í gær. FÚ. yrsta afborgun hinnar miklu sektar, sem Gyðingum í Þýskalandi var skipað að greiða fyrir morðið á von Rath, en sektin nernur 1000 miljónum ríkismarka, er innheimt í dag. Norðmenn sýna Ólaf Tryggvason (vegna þess að við sýnum Leif hepna) Khöfn í gær F.Ú. orðmenn hafa ákveðið að íáta reisa geysimikið lík- neski af Ólafi konungi Tryggva syni á heimssýningunni í New York. Er það tekið fram, að þar sem íslendingar ætli að reisa líkneskið af Leifi hepna, þá verði Norðmenn að reisa lík- neski, sem geti sýnt Ameríku- mönnum Ólaf Noregskonung, með því að þegar Leifur fann Ameríku þá hafi hann numið þar land og helgað sjer það í nafni Noregskonungs. Frakkar og Italir London í gær. FÚ. ramkvæmdastjóri ítalska fasc- istaflokksins hefir fyrirskip- að öllum fascistum, sem eru með- limir Sambands fransk-ítalskra uppgjafahermanna og Sambands fransk-ítalskra þingmanna, að segja sig úr þeim. Tilkynning þessi er sögð hafa haft meiri áhrif en flest annað, sem gerst liefir í seinni tíð, til þess að sannfæra ítalskan almenn- ing hversu komið er sambúð Itala og Frakka. I ítölskum blöðum hefir þessari fregn verið tekið með ákaflega miklum fögnuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.