Morgunblaðið - 23.12.1938, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 23.12.1938, Qupperneq 5
JFöstudagur 23. des. 1938, MORGUN BLAÐIÐ • JWorgttwM&M® = Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjðrar: Jðn Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgBarraaCur). Auglýsingar: Árnl Óla. Rltstjðrn, auglýsingar og afgreiösla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuBl. í lausasölu: 15 aura eintakiB — 25 aura meB Lesbðk. MÁLTÍÐUM ÞARF AÐ BREYTA að er svo am mikinn þorra Reykvíkinga, að þeir eru varla fyr komnir til vinnu sinnar -að morgni dags, er þeir fara að 3íta á klnkkuna og aðgæta hvort •ekki sje komið að matartíma. Hjá mörgum verður útkoman sú, að 'þegar þeir eru búnir að koma sjer vel fyrir og alt er tilbúið, til þess -að starfið geti hafist af fullum •krafti *— þá kallar klukkan. Mat- urinn bíður heima. Nú verður öllu að pakka saman, rjúka heim í hendings kasti, kýla vömbina fulla af þungum mat, og síðan hverfa aftur til vinnunnar. ★ Bretar og margar aðrar þjóðir, -einkum þó íbúar stórborga, hafa fy rir löngu fundið, að óhaganlegt væri að neyta aðalmáltíðarinnar Um hádegið eða í miðjum vinnu- Ttímannm. Þá beri aðeins að neyta Ijettmetis, en láta aðalmáltíðina bíða þangað til vinnu er lokið, kl. 6—7. Aðalástæðan til þessarar tilhög- unar mun í upphafi hafa verið sú, að fjöldi manna vann það fjarri heimili sínu, að ógerlegt þótti að fara heim. Þess vegna fóru menn að taka nesti með sjer og gátu |>á oft fengið lieitan drykk á vinnustaðnum, eða höfðu hann aneð á hitaflöskum, eftir að þær voru fundnar upp. Þeir sem hafa tekið upp þessa venju óska yfirleitt eklti að breyta til aftur. Bnda kemur nú til önn- nr ástæða, sem menn höfðu ekki -áthugað, en hefir nú fengið vís- áudalegan stuðning. Þessi ástæða er, að vinnan geng- "®r betur eftir ljettan hádegisverð •en eftir þungan. En af því leiðir íþá líka, að vinnan slítur síður líf- færunum og heilsunni er betur borgið. Prófessor Laird, forstjóri sál- ■fræðideildar Colgate-háskólans í Hamilton N. Y., hefir ritað um irannsóknir sínar á þessu efni og telur þær hafa leitt í Ijós, að ef Sjettrar máltíðar sje neytt í stað tyenjúlegs miðdegismatar, verði vinnuafköstin mun betri, einkum þau sem krefja athygli og ná- fevæmni, en síður hin sem heimta aðeins líkamlegt erfiði. Tilraunir nýndu, að á vinnuflýtinum munaði atieins 6 af hundraði. Utanað-lær- dðmur varð aftur 22% ljettari, Jhugareikningur 25% ljettari, en ,'afhyglin var 70% betur vakandi •eftir 'ljettari máltíðina en hina þyngri. Af þessu er ljóst, að þungur matur íþyngir meira taugakerfi •manna en vöðvum og tefur þá vinnu meira, sem heimtar meiri -taugastyrk, meiri nákvæmni og at- hygli — en þyngir alla vinnu nokkuð. Kveðst próf. Laird sann- færður um að mikið af hinum tíðu bílslysum á helgidögum sje ekki einungis að kenna ofdrykkju íheldur líka ofáti. ★ Það er langt síðan menn fundu til þess hjer í Reykjavík, að mið- degistíminn ódrýgði vinnutímann óhæfilega. En það er meira en tíminn sem ódrýgist; það er einn- ig sjálf vinnan. Með því að taka með sjer Ijett nesti til hádegisverðar, mætti oft spara alt að klukkutíma, sem þá kannske að einhverju leyti mætti taka aftan af vinnutímanum, og það því fremur sem víst er að menn vinna betur með þessari til- högun. Annars þarf hjer engra vitna við — ljettur matur hressir heilbrigða menn við vinnuna, en eftir þunga máltíð finst mörgum að þeir þurfi að livíla sig, og gera það þá oft fullríflega. tJr hópi þeirra nianna, sem hafa vanið sig á þennan letisið, má helst vænta andstöðu gegn því að taka upp heilbrigðari hátt. En slíkir menn mega auðvitað ekki ráða. ★ Þegar breytt var hjer eldra siðnum og teknar upp tvær aðal- máltíðir í stað þriggja, voru það stjórnir skólanua sem riðu þar baggamuninn, vegna þess að í hverju húsi eru nemendur úr ein- hverjum skóla. Sú endurbót sem þannig var gerð fyrir svo sem tveim áratugum, verður fyrst full- komin þegar tekið er upp að hafa ljettan hádegisverð kl. 12, síðdeg- iskaffi kl. 3 og aðalmáltíð kl. 6. Skólarnir ættu nú að ílmga þessa breytingu og koma í fram- kvæmd. Væri æskilegt að fá um þetta mál umsögn ráðandi fjelaga í verslunarstjett og Húsmæðrafje- lagsins. Yfirlýsing Ut af ummælum í Morgun- blaðinu í morgun, um að Súðin hafi verið lek og jafnvel botnlaus undanfarið, viljum við undirritaðir taka fram eftirfar- andi. Skipið kendi grunns á Gilsfirði í september s.l. undir stjórn hafn- sögumanns. Var það tekið í Slipp hjer 3 dögum síðar. Reyndust þá skemdirnar svo litlar, að eng- inn vafi gat verið á því, að skipið væri fært allra sinna ferða, enda fjekk það haffærisskírteini án taf- ar. Skipið hefir ekkert lekið síðan. Eru því nefnd ummæli í Morgun blaðinu ekki á rökum bygð. Reykjavík, 22. des. 1938. Júlíus Ólafsson I. vjelstjóri. Vilhjálmur Þorsteinsson I. stýrimaður. Ingvar Kjaran skipstjóri. „Ljóð“ nefnist nýútkomin kvæða bók, eftir Óskar Kjartansson, hinn látna, vinsæla höfund barna leikritanna, sem börnin í Reykja- vík hafa svo margar skemtilegar endurminningar um. Fjárpestirnar. Rannsóknir austur í Hreppum Samtal við Halldór Pálsson Hvað er að frjetta af fjár- pestunum?, spurði tíð- indamaður Morgunbl. Halldór Pálsson sauðf járræktarráðu- naut í gær? — Það er nú búið að rann- saka fjeð á þrem bæjum austur í Gnúpverjahreppi, þar sem vart hafði orðið hinnar svo- nefndu Johnes-sýki, svarar Halldór. Þá rannsókn annaðist Guðmundur Gíslason læknir og notaði hið svonefnda Johnin- lyf við rannsóknirnar. — Hver var niðurstaðan? — Á Hæli varð niðurstaðan sú, að af rúmlega 100 kindum fundust milli 40 og 50 sýktar eða grunaðar. Þeim hefir nú öllum verið slátrað. Við skoð- un eftir slátrun kom í ljós, að meirihluti kindanna hafði greinileg sjúkdómseinkenni. — Hinsvegar er ekki að fullu lok- ið sýklarannsóknum, svo ekki verður á þessu stigi sagt um þær kindur, sem ekki höfðu sýnileg sjúkdómseinkenni. — Hver var niðurstaðan á hinum bæjunumt, ^ystra, þar sem sýkinnar hafði verið vart? — Á Stóru-Mástungu voru rannsakaðar 305 kindur. — Af þeim reyndust 30 sjúkar og grunaðar. Allar þessar kindur, að undanteknum þremur, höfðu verið í sama húsi undanfarið. Voru það alt fullorðnar ær. Við rannsóknina kom í ljós, að meira en helmingur ánna, sem voru í þessu húsi, reyndust sýktar eða grunaðar. .— Meðal þeirra voru nokkrar, sem fóðr- 'aðar voru á Hæli, er þær voru lömb, og voru þá í sama húsi g karakúlhrúturinn. Aðeins þlrjár kindur fundust giunaðar í fje því, sem verið hafði í öðrum húsum í Stóru- Mástungu. Við slátrun og skoð- un kindanna sá ekkert á görn- um þessara þriggja, en 18 af þeim 30, sem rannsókn sýndi sýktar eða grunaðar voru með greinileg sjúkdómseinkenni í görnum. Öll lömb, sauðir og vetur- gamalt fje reyndist heilbrigt. Bendir það til þess, að smitun hafi aðallega eða eingöngu átt sjer stað í húsum. í Hlíð, sem er næsti bær við Hæli og samgangur fjár, var veikinnar einnig vart. Af um 250 fjár, sem var sannsakað fundust 30 sýktar og grunaðar. Ekki hefir enn verið hægt að koma því við að slátra þessum kindum. Alt voru þetta ær, en sauðir og lömb heilbrigt. En eftirtektarvert er, að í Hlíð fundust nokkrar vetur- gamlar ær sýktar, en aðeins FRAMH. Á SJÖXJNDU SÍÐU Pjetur Sigurðsson: HÚSAVÍK egar maður siglir inn til Húsa- víkur að kvöldi dags, þá er par eitthvað sjerstakt, sem setur svip á þorpið. Það er hin nýja og myndarlega bryggja með sinni löngu ljósaröð. Hún minnir óneit- anlega á stærri stað en Húsavík. Kvöldið var sjerlega skemtilegt, er við sigldum á Brúarfossi inn til Húsavíkur, mánudaginn 7. nóv- ember s.l. Austanáttin kembdi skýjalubbann vestur af hæðunum, sem standa vörð yfir Húsavík, en tungl í fyllingu var að koma upp bak við hæsta hnjúkinn og skein gegnum grisjaðan skýjaflókann, svo að skuggi fjallsins — langur og hrikalegur — rann næstum saman við rökkurmistur og brúna- lungan himinn. Tunglið logaði á efstu nibbu strýtumyndaða fjalls- ins og lýsti sem voldugt kónga- Ijós í rökkursölum kvöldsins. ★ Fyrir þremur árum lá Brúar- foss mestallan síðari liluta dagsins á þöfninni á Húsavík, og jeg horfði þangað löngúnaraugum, en gekk í þungum þönkum í landi og langaði til að hverfa frá áætl- Un minni, sem var sú, að vekja til starfa á ný bindindisfjelags- skap á Húsavík. Þetta virtist vera lítt gerlegt. Með hálfgerðum harmkvælum tókst þó að endur- vekja stúkuna „Þingey“, og var það hin yngri æska, sem fyrst reið á vaðið. Góðir starfskraftar gáfu sig þó fljótt fram, er til al- vörunnar kom, svo sem nokkrir starfsmenn kaupfjelagsins, kenn- airarnir og fleiri góðir menn. Síð- an hefir stúkan starfað prýðilega og verið fjölmenn. Jeg kemst þó ekki hjá því, að þakka prófatsinum á Húsavík, síra Friðrik A. Friðrikssyni, fyrst og fremst þennan góða árangur, því hann var taaðurinn, sem gaf sig fram til forystu, þegar tæpast stóð, og aðrir góðir kraftar á Húsavík höfðu dregjS sig til baka. An hans liðstyrks muxidi stúkan tæpast hafa tekið til starfa, en nú fullyrði jeg, að hann hafi unn- ið þarna lofsamlegt starf, ásamt sínum góðu samstarfsmönnum, fyrir æskulýð þorpsins. Það var reglulega ánægjulegt að koma á fund til þeirra. Unga fólkið hóp- aðist inn í salinn stundvíslega, og var það hinn prúðasti og mynd- arlegasti hópur. 15 nýir bættust við á þessum fundi og vorum við þá 70—80 á fundinum. Mest er þetta ungt fólk á aldrinum frá 12 til 20 ára. En forgöngumenn- irnir eru samhentir og vel starfs- hæfir menn. Jeg gat ekki að því gert, þar sem jeg sat í þessu vistlega, vel málaða og myndarlega samkomu- húsi Húsvíkinga, sem er mjög rúmgóður og stór salur, og virti fyrir mjer þennan hóp unglinga og æskumanna, sem sat liringinn í kring um allan salinn, að gera samanburð á þessu og lífinu þar, sem fjelagslífið er í rústum og ekkert það gerist, sem hefir menn- ingarlegt gildi fyrir uppvaxandi æsku. Þarna sat þessi ungmenna hópur, prúðir, fallega klæddir, hreinir og upplitsdjarfir ungling- ar, sem auðsjáanlega áttu góða samleið með hinum frjálslyndu, lipru og skilningsgóðu leiðtogum. Jeg hefi hvað eftir annað reynt að benda á, bæði í ræðu og riti, og jafnvel leiðandi mönnum þjóðar- innar, hvílíka þýðingu það hefði fyrir hvert einasta þorp, að þar væru embættismenn, kennarar og aðrir slíkir samhentir og góðir menn, sem ræktuðu fjelagslífið og væru menn, sem gengju á undan í ýmsu því, er til menningar og heilla heyrir fyrir unga og gamla. Jeg hika ekki við að segja, að á Húsavík eru góðir menn að verki við menningarstörfin. En slíkt gæti jeg sagt um marga staði á landinu, en þeir staðir eru þó til, sem illa eru settir, og til þeirra þarf að líta. Jeg varð hissa, er einn kennar- inn á Húsavík — Egill Þorláks- son — kom til mín og sagði: „Jeg er búinn að vera kennari hjer um 20 ár, og jeg hefi enn ekki kynst hjer einu einasta reglulegu vand- ræðabarni“. Þetta fanst mjer vera falleg og eftirtektarverð skýrsla. Síðastliðið sumar tóku stúkufje- lagar sig til í Húsavík og af- girtu allstóran garð á lóð kirkj- unnar, rjett hjá henni, fram. með aðalgötu þorpsins, og settu þar niður um 200 trjáplöntur. Unga fólkið gekk að þessu með gleðb og áliuga, og hinir eldri með til ráða og dáða, og svo vel tókst, að aðeins ein planta dó af öllum þeim, sem settar voru niður. Nú annast stúkan þennan garð sem sína eign, þótt hann sje á land- areign kirkjunnar og henni til prýðis og öllum á staðnum til ánægju. Þökk sje þeim, er lagt hafa hönd að þessu tvöfalda ræktun- arstarfi í Ilúsavík, og veitist þeim sú gleði að sjá mikinn og varan- legan árangur af störfum sínum. P. S. Fullveldishátíð í Vínarborg Neues Wiener Tageblatt" skýrir frá því 2. des., að Islendingar í Vínarborg hafi kom ið saman á heimili Jadens baróns og Ástríðar Jaden, daginn áð- ur, í tilefni af 20 ára afmæli full- veldisins. 4. des. ætlaði Theo Henning að flytja erindi um eyjuna Thule, eins og blaðið segir. Fýrirlesturinn kallaði hr. Theo Henning „Gaman og alvara frá pólbaugnum". Blaðið segir að 1. des. 1918 hafi íslendingar náð því langþráða marki, að verða sjálfstæð og full- valda þjóð; eftir hafi orðið að eins laust persónusamband: danski konungurinn sje kallað- ur í öllum íslenskum skjölum „Konungur Islands og Dan- merkur“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.