Morgunblaðið - 18.01.1939, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miftvikudagur 18. jan, 1939,
—--------;------------Tv" 'I f?r
Franco í Barcelona
innan mánaðar
Sókn hans heidur
viðstöðulaust áfram
í Kataloníu
r
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
RANCO heldur stöðugt áfram sókn sinni í
Kataloníu í áttina til Barcelona. Er sókn hans
svo hröð, að hersveitir Barcelonastjórnarinn-
ar hafa ekkert svigrúm til að búa um sig í nýjum varnaf-
línum. Telja hernaðarsjerfræðingar Francos, að Barce-
lona muni óhjákvæmilega falla innan eins mánaðar hjer
frá. —
h Hersveitir Barcelonastjórnarinnar hafa gert gagn-
sókn á vígstöðvunum við Madrid og orðið nokkuð ágengt,
Segir Barcelonastjórnin, að hersveitir hennar hafi brot-
ist í gegnum varnarlínur Francos á Granadavígstöðvun-
um og hafi sótt fram í áttina til borgarinnar Granada.
Tilgangur Barcelonastjórnarinnar með gagnsóknum er að
neyða Franco til að draga úr sókn sinni í Kataloníu, en ekki
virðist það hafa borið neinn árangur, enn sem komið er.
Francoherinn tók í gær tvær
mikilvægar borgir frá hernað-
arlegu sjónarmiði. . Cervera,
sem er 75 km. frá Barcelorta
og Igualada, sem er 50 km. frá
Barcelona. Hefir her Francos
þar með brotist í gegn um aðra
víglínu Barcelonahersins á
Kataloníuvígstöðvunum.
Ennþá eiga herir Francos
eftir að brjótast í gegnum eina
víggirta herlínu Barcelonahers-
ins áður en þeir komast til
Barcelona.
ALVARLEGT
ÁSTAND I
BARCELONA
Ástandið í Barcelona er nú
orðið mjög alvarlegt vegna mat
vælaskorts. Flóttamenn streyma
stöðugt til borgarinnar úr nær-
liggjandi heruðum. Barcelona-
stjórnin hefir gefið út tilkynn-
ingar um að borgin skuli varin
á meðan nokkur vopnfær mað-
ur standi uppi. Verið er að búa
alla íbúa Barcelona undir vörn-
ina. Konur hafa tekið við venju
legum störfum karla.
1 MILJÓN
MANNA
FALLNIR
Flugmenn Francos gerðu í
dag loftárás á her Barcelona-
stjórnarinnar, sem hörfaði und-
an og varð mikið mannfall.
í dag hefst 31. mánuður
borgarastyrjaldarinnar.
Talið er, að í borgarastyrj-
öldinni hafi fallið ein miljón
Spánverja og að 10% þjóðar-
innar hafi- beðið banað eða
særst í styrjöldinni.
SÓKNIN TIL
BARCELONA
í Lundúnaútvarpinu segir
svo um sókn Francos til Barce-
lona (skv. FÚ) :
Þeir sækja til borgarinnar að
norðvestan, frá Lerida og Mont
blanch, sem tekin var síðastlið-
inn miðvikudag. I tilkynningum
frá Barcelona segir, að stjórn-
arhersveitirnar hafi tekið aftur
.stað, þar sem þjóðvegir mætast
skamt frá Cervera.
GAGNSÓKN
RAUÐLIÐA
Barcelonastjórnin segir, að
her hennar sæki fram á Gran-
adavígstöðvunum, þar sem ný-
hafin er sókn í þeim tilgangi,
að draga úr sókn uppreisnar-
manna í Kataloníu. — Segir
stjórnin hersveitir sínar hafa
brotist í gegnum varnarlínur
uppreisnarmanna fyrir norð-
vestan Granada og sjeu þær nú
aðeins 12 mílur enskar frá borg
inni sjálfri og 6 mílur frá járn-
brautinni til Granada.
Frumsýning
á nýju leikriti
eftir Kamban
Khöfn í gær. FÚ.
ið nýja leikrit Guðmundar
Kamban verður sýnt í
fyrsta sinni á Konunglega leik-
húsinu í Kaupmannahöfn á
þriðjudaginn kemur. Er það
gamanleikur í þremur þáttum
og heitir ,,Derfor skilles vi“.
Kamban hefir sjálfur leikstjórn
á hendi.
í leiknum eru 13 persónur
og hafa ýmsir af færustu leik-
urum leikhússins aðalhlutverkin
á hendi t. d. frú Anna Borg,
Thorkild Roose, Holger Gabi'i-
elsen, Klara Pontopidan, Karin
Nellemose og Sigrid Neiendam.
Er leikritsins beðið með all-
mikilli eftirvæntningu í Kaup-
mannahöfn.
Uppboð var haldið í Kaup-
mannahöfn í fyrradag á 362
dönskum silfurrefaskinnum. —
Meðal verð þeirra var 133 kr.
fyrir skinn. (FÚ).
C-listinn er listi Sjálfstæðis-
manna við Dagsbrúnarkosning-
arnar.
Si;
Atvjnnnleysingjar í... Lon^on siifimðust á döglinum sainan nokkuð margir í Oxfb'W *Sftí<bet
og lögðust ;í götuna, eins og mvndin hjér sýnir. —- Stöðvaðist ö.ll urnferð• á götúnbi uiíi tíina!
Á stórum auglýsingaspjöldum sem aTvinnuleysingjarnir breiddu 'ofan á sig, v’oru börhar frám
kröfur um brauð, vinnu og sjerstáka vetrarhjálp.
Kröfur afvinnuleysÍDgja i London
Hermdarverk írskra óaldar
manna í Engiandi
Sprengingar í raforkuverum og
vatnsveitum valda tjóni
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
HERMDARVERK, sem unnin hafa verið víðs-
vegar í Englandi undanfarna daga, hafa
slegið óhug á íbúa ýmsra hinna stærri borga
í landinu. Hermdarverk þessi hafa aðallega verið unnin
í raforkuverum og vatnsveitum og er talið, að hinn svo-
nefndi írski lýðveldsher standi að hermdarverkunum.
Lögregluvörður hefir verið settur við öll helstu raforkuver
og vatnsleiðslur landsins og sjerstakur lögregluvörður við allar
stjórnarbyggingar og bústaði ensku ráðherranna.
Iiafa verið gerðar sjerstakar ráðstafanir til að hafa hendur
í hári óaldarmannanna, sem að þessum hermdarverkum standa.
— Fyrsta —
verkfallið í Sovjet-
Rússlandi
Frá frjettaritara voruni.
Khöfn í gær.
skeyti frá Varsjá til Poli-
tiken er sagt frá verk-
falli, sem 15 þúsund verka-
menn við skipasmíðastöð í
Leningrad hafa gert.
Er þetta í fyrsta skifti í
sögu Sovjet-Rússland, sem
verkamenn gera verkfall,
enda eru verkföll ólögleg í
Rússlandi.
Verkamennirnir settust að
í skipasmíðastöðinni og neit-
uðu að vinna vegna nýrrar
verkalýðsmálalöggjafar, sem
hefir í för með sjer 15%
launalækkun fyrir verka-
menn.
Þessi nýju lög eru allvíð-
tæk og jafnframt launalækk-
un gera þau ráð fyrir því að
framleiðslan verði aukin um
25 af hundraði frá því, sem
hún nú er.
Tvö þúsund vopnaðir lög-
reglumenn úr hinni pólitísku
lögreglu Stalins, ráku verka-
mennina úr skipasmíðastöð-
inni.
Sex þúsund verkamenn
voru handteknir og fluttir í
fangelsi.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis-
manna í Dagsbrún er í Hljóm-
skálanum. Sími 5035. Þeir sem
•vilja vinna að kosningunum, snúi
sjer þangað. Sjálfstæðismenn,
kjósið snemma. Ykkar listi er
C-LISTI.
B.v, Júpíter koiii fil Hafnar-
fjarðar frá Englandi í gærnrorg-
un.
Víða í London voru hengd
upp auglýsingaspjöld í gær, þar
sem tilkynt var að enski herinn
í Ulster í Norður-írlandi, hafi
neyðst til að hörfa út úr borg-
inni. FÚ-frjettir segja eftirfar-
andi um hermdarverkin:
Ýmsar ráðstafanir sem breska
lögreglan hefir gert í skyndi í
sambandi við sprengjuárásir
þær, sem orðið hafa víðsvegar
í Bretlandi, styðja þann al-
menna grun, að þessi hermdar-
verk sjeu unnin af mönnum,
sem standa í sambandi við hinn
ólöglega írska lýðveldisher.
Skemdarverkum þessum virð-
ist enn sem komið er aðallega
b’ejnt gegn r,a|'‘ m a g n sst'ö ð\T u m
og vatnsveitum. I dag fanst
sprengja sem ekki hafði sprung-
ið við rafmagnsstöð eina í Birm
ingham. Var henni þannig kom-
ið fyrir, að ef hún hefði sprung-
ið hlýti hún að hafa gereyði-
lagt rafmagnsstöðina og stórir
hlutar borgarinnar hefðu orðið
í myrkri.
100 þús. Gyðing-
ar velkomnir
London í gær. FÚ.
ominican lýðveldið á Haiti
hefir ákveðið að veita við-
töku 100.000 Gyðingum.
í tilkynningu aðalræðismanns
Haiti í London segir, að stjórn
lýðveldisins geri sjer vonir um
að flóttamennirnir geti unnið
mikilvægt starf þar í landi með
því að stofna þar nýjar iðn-
greinir.
,,Aftenposten“ í Oslo flytur í
gær grein í tilefni af hinum
væntanlegu umræðum á þingi
urn togaraveiðar Norðmanna.
Leggur blaðið til, að togara-
veiðar verði algerlega frjálsar
og segir að ísland hafi þrefald-
að fiskafla sinn á síðustu 20
árum á meðan fiskveiðar Norð-
manna hafi verið í afturför.
(F. Ú.)