Morgunblaðið - 18.01.1939, Side 3
Ifiðvikudagur 18. jan. 1939.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Frambjóðendur Sjálfstæðismanna í Dagsbrúnarkosningunni
Oddur Jónsson.
Sigrirður Halldórsson.
Eristinn Árnason.
Gísli Guðnason. Kristinn Kristjánsson.
Landssamband íslenskra
útvegsmanna stofnað
í gær
Þáltlakan mikil
og almenn
Merkileg nýjung á sviði útvegsmðlanna
AMDSSAM BA NI) íslenskra útvegsmanna var
stofnað hjer í bænum í gær og voru þátttak-
endur eigendur m-ikils hl-uta alls fiskiskipa-
flota landsmanna, en sambandinu er ætlað að <ná til allra
útvegsmanna á landinu.
Tildrögin að stofnun fjelagss-kapar þessa eru þau, að á að-
alfundi S. í. F. í haust tók hópur útgerðarmanna að sjer, að
vinna að stofnun allsherjar sambands útvegsmanna á öllu land-
inu, smærri sem stærri.
Frambjúðendurnir
Hjer að ofan birtast
myndir af frambjóð-
endum Sjálfstæðismanna við
stjórnarkosningarnar í
Dagsbrún.
Kristinn Árnason bifreiðai-
stjóri, Baldursgötu 6 A, er fædd-
nr 13. mars 1895. Kristinn gekk í
Dagsbrún 1930. Hann hefir verið
varaformaður vörubílastöðvarinn-
ar Þrótts í 3 ár, og var endur-
kosinn við síðustu kosningar í
des. síðastl. Hefir hann í öllum
störfum getið sjer hið besta orð,
og er vel látinn af ölluro, sem
hann þekkja. Verkamenn hyggja
hið besta til að gera hahn að
formanni sínum og láta hann
leysa af hóhni auðmanninn Hjeð-
inn Valdimarsson.
Oddur Jónsson bónd’i. Latiga-
mýrarbletti 7, er fæddur 26. júní
1889- Oddur hefir verið í verka-
lýðsfjelögum í áratugi og gekk á
ný í Dagsbrún 1934, þegar hann
flutti aftur í bæinn. Hann hefir
frá harnsaldri unnið verkamanna-
vinnu, ýmist til sjós eða lands,
og því vel kunnugur kjörum al-
þýðunnar, enda vel þektur með-
al verkamanna hjer í Reykjavík.
Sigurður Halldórsson verka-
maður, Hverfisgötu 59 B, er
fæddur 5. des. 1909. Sigurður
gekk í Dagsbrún 1935. Hann er
formaður málfundafjelagsins óð-
ins,, fjelags sjálfstæðis verka-
manna. Hann var kosinn trúnað-
armaður verkamanna við Sogs-
virkjunina, og var það allan tím-
ann, sem þar var unnið, og gat
sjer ágætt orð.
Gísli Guðnason verkamaður,
Lindargötu 9, er fæddur 25. sept.
1914. Gísli gekk í Dagsbrún 1931.
Hann er mjög vinsæll og vellið-
inn meðai verkamanna hjer í hæ.
Kristinn Kristjánsson bifreiðar-
stjóri, Bergþórugötu 43, er fædd-
ur 23. apríl 1892. Kristinn gekk
í Bagsbrún 1934. Hann var einn
af stofuendum verkamannafjelags
ins Baldurs á ísafirði. Hann hef-
ir verið í varastjórn vörubíla-
stöðvarinnar Þrótts í rúmt ár.
Síðastliðið haust var, hann kosinn
í atvinmileysisnefnd Dagsbrúnar.
Kristinn er gamalreyndur Sjálf-
stæðisroaður. og að góðu kunnur.
★
Svo sem sjá má eru það alt hið
mætustu menn, sem í kjöri eru
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Var kosin nefnd til að vinna
að framgangi málsíns, og völd-
ust í hana alþingismennirnir
Sigurður Kristjánsson ög JÓh.
Jósefsson og auk þeirra Elías
Þorsteinsson útgerðarmaður í
Keflavík.
Nefndin hefir svo starfað
að málinu síðan, unnið að
stofnun fjelagsdeilda víðsveg-
ar um land og náð sambandi
við fjelög útvegsmanna, bæði
hjer í Reykjavík og annarsstað-
ar, þar sem slík fjelög eru til,
samið uppkast að lögum fyrir
sambandið og beitt sjer fyrir
að vekja áhuga sem flestra út-
vegsmanna á málinu.
Stofnfundur Landssambands-
ins var svo haldinn í gær í
Varðarhúsinu.
Fundinn sátu yfir 50 manns,
og voru þeir fulltrúar fjelags-
deilda og fjelaga útvegsmanna
í Reykjavík, Hafnarfirði, af
Suðurnesjum, úr Vestmanna-
eyjum, Austfirðinga-, Norðlend-
inga- og Vestfirðingafjórðungi,
auk nokkurra einstaklinga.
Undirbúningsnefndin bar
fram tillögu um stofnun sam"
bandsins og hlaut hún einróma
samþykt fundarins. Voru síðan
samþykt lög fyrir sambandið
og stjórn kosin.
Stjórnina skipa 9 aðalmenn
og 9 til vara. Af þeim eiga 5
að vera frá Reykjavík eða svo
nálægt* áð þeir geti daglega
náð trl bæjarins," og svo einn
fyrir hvern fjórðung landsins.
Þessir voru kosnir aðalmenn:
Kjartan Thors, framkvstj. Rvík,
Hafsteinn Bergþórsson útgm.
Rv., Ásgrímur Sigfússon útgm.
Hf., Ásgeir Stefánsson útgm.
Hf., Elías Þorsteinsson útgm.
Keflavík. Fyrir fjórðungana
þessir: Sigurður Á. Gunnarsson
útgerðarm. Vestm.eyjum fyrir
Sunnlendingafjórðung, Jón A.
Jónsson forstjóri, Isafirði,- fyrir
Vestfirðingafjórðung, Sigurður
Baldvinsson útgm. Ólafsfirði
fyrir Norðlendingafjórðung og
Þórður Einarsson útgm. Norð-
firði fyrir Austfirðingafjórð-
urífe.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Aðalfundur S. í. F.
ASalfundur S. í. F. lijelt á-
fram í gær.
Á fundinum í gær var enn rætt
um væntanlegar tillögur milli-
þinganefndar í sjávarút-vegsmál-
tim, en menn urðu engu nær.
Fundurinn stóð stutt í gær, en
verður haldið áfram kl. 2 í dag.
■ Sjálfstæðismenn ■
f Dagsbrún
O tjórnarkosning í Dagsbrún
^ hefst kl. 5 e. h. í dag og
stendur til kl. 10 e. h. Síðan
verður kosningunni haldið á-
fram á fimtudag og föstudag
frá kl. 9 f. h. til kl. 10 e. h.
báða dagana.
'Kösningin fer fram í Háfn-
arstræti 21.
Sjálfstæðismenu í Dagsþrún,
listi ykkar er C-listinn.
Vinnið að sigri C-listans.
Skrifstofa Sjálfstæðismanna er
í Hljómskálanum, sími 5035.
Þar fáið þið allar upplýsingar
kosningunni viðkomandi.
Kjósið snemma og munið að
ykkar listi er
G-LISTINN.
VarOarfundurinn
i kvöld
AVarðarfundi í kvöld mun
Bjarni Benediktsson hefja
umræður um framfærslumálin.
Hin síhækkandi útgjöld til mála
þessara eru öllum bæjarbiium
áhyggjuefni, og eru einmitt sjer-
staklega í hugum manna um
þessar mnndir, þegar verið er að
ganga frá fjárhagsáætlun bæjar-
ins fyrir þetta ár. Andstæðingar
Sjálfstæðismanna nota mjög með-
ferð þeirra til árása á meirihluta
bæjarstjórnar, og þó að bæjarbú-
um sje ljóst, að þær árásir hafi
við engin rök að styðjast, er þó
full ástæða til að skýra þau fyr-
ir mönnum. Er það því vel til
fundið af stjórn Varðarfjelags-
ins að stofna til umræðna um
þetta efni. Allir Sjálfstæðismenn
eru velkomnir á fundinn, en hann
liefst kl. 814 e- h. í Varðarhúsinu.
B.V, Kári ltom frá Englandi í
gær.
Kjósið C-listann
T dag byrjar kosning í
verkamannafjel. Dags-
brún. Það er því áríðandi,
að allir f jelagar í Málfunda-
fjelaginu Óðinn leggi nú
fram starfskrafta sína, svo
að kosningin geti orðið sem
glæsilegust fyrir lista Sjálf-
stæðismanna.
Jeg vil eindregið hvet.ja ykk-
ur alla sem einn til þess að mæta
á skrifstofu fjelagsins í Hljóm-
skálanum, til virkrar þátttöku
í þessum sögulegu kosningum
innan verkalýðshreyfingarinnar.
Það er ykkur, góðir Óðinsfje-
laga,r, fyrst og fremst að þakka,
að við. höfum nú fengið rjett til
þessara kosninga, er nú fara í
hönd innan Dagsbrúnar. En þess-
ar kosningar ættu að geta opn-
að okkur leið til meiri áhrifa
innan verkalýðshreyfingarinnar
en hingað til hefir verið.
Ef allir þeir, sem unna lýð-
i*æði og skoðanafrelsi, leggjast á
eitt um sigur Sjálfstæðismanna
í kosningunum, þá er glæsilegur
sigur vís.
Munið, að takmark okkar er að
gera Dagsbrún að verkalýðsfje-
lagi, en ekki að flokkspólitísku
skálkaskjóli, eins og hún hefir ver
ið fram að þessu.-Það er mark-
mið okkar, að allir Dagsbrúnar-
menn hafi sama rjett, hvaða
stjórnmálaflokki sem þeir til-
heyra; og það er krafa okkar,
að þeh* einir fái fjelagsrjettindi
í Dagsbrún, sem talist geta til
verkalýðsstjettarinnar, en öll póli-
tísk sníkjudýr sjeu tafarlaust
látin víkja úr fjelaginu, svo að
klofningsstarfsemi þeirra fái ekki
að tvístra samtökum verkamanna
meira en komið er, persónum
þeirra og stjórnmálaflokkum til
framdráttar, en verkamönnum til
skaða og skammar.
Listi Sjálfstæðismanna, sem er
C-listi, er eini listinn við þessar
kosniugar, sem skipaður er ein-
göngu verkamönnum og er það
í fyrsta skifti, að slíkur listi hef-
ir verið borinn fram við stjórn-
arkosningar í Dagsbrún. Er það
því vægast sagt hlægilegt, þegar
andstæðingar listans eru að eigna
hann heildsölum og vinnuveit-
endum, á sama tíma sem þeir sjálf
ir stilla mönnum, sem engan til-
FRAMH, Á 8JÖTTU Sfi)U.