Morgunblaðið - 18.01.1939, Qupperneq 7
7
Miðvikudagur 18. ja». 1939.
MORGUNBLÁÐIÐ
Minning Vaidemars
Danaprins
Kalundborg í gær. FÚ.
danska þinginu hjelt Staun-
ing forsætisráðherra minn-
ingarræðu í dag um Valdemar
Danaprins. Þakkaði hann hon-
um í nafni þjóðarinnar fyrir
það hversu hann hefði jafnan
Jtömið þannig fram erlendis, að
dönðku þjóðinni hefði verið
aíetrid og hagur að. Ennfremur
þakkáði hann honum fyrir
starfsemi hans í þjónustu
dariskrá landvarnarmála.
Elutti hánn að lokum fjöl-
sfkyldu hans og börnum samúð-
arkveðju þings og stjórnar í til-
efní áf fráfalli prinsins.
Margt útlendra gesta er nú
að köttia til Kaupmannahafnar
Sil þéss að vera viðstatt jarðar-
föfifla. Fer fyrrihluti hennar
fram frá Holmenskirkju í Kaup
mannahöfn. Skriftafaðir kon-
angs Neiendam prófastur held-
útfararræðúha.
Frá HolmenSkirkju verður
kistan flutt til Hróarskeldu-
dómkirkj u og jarðsett þar í
aömu grafhvelfingu og prins-
®«sa María, eiginkona Valde-
mars prins er grafin í.
íslenskir rithófundar
í Kaupmannahöfn
Halldór Kiljan Laxness, sem
nú dvelst í Kaupmanna-
hofn, vinnur að skáldsögu, sem
er framhald á „Höll sumar-
landsins", en Halldór hefir
eihnig aðra skáldsögu í smíð-
um.
Seinasta bók Kristmanns
Guðmundsson hefir vakið
mikla athygli. Hann hefir nú
tvær skáldsögur í smíðum.
Þórbergur Þórðarson, sem frá
því í semptembermánuði s.l.,
hefir dvalist í Kaupmannahöfn,
hefir lokið við samningu nýrrar
bókar.
Frá Guðmundi Kamban, sem
■einnig er í Kaupmannahöfn,
má og vafalaust vænta nýrrar
bókar, áður en langt um líður,
eri hann er sem stendur önnum
kafinn við að undirbúa leikrit
sitt „Tidlöse Dragter“, til sýn-
ingar á Konungl. leikhúsinu.
Hefir hann sjálfur leikstjórn-
ina með höndum. FÚ).
Platinurefaskinn
á 4000 krónur
Oslo í gær. FÚ.
skinnauppboði, sem haldið
hefir verið í Oslo voru
meðal annars seld nokkur plat-
ínu-refaskinn. Seldust þau fyrir
mjög hátt verð.
Þess er t. d. getið, að 2 skinn
•saman hafi verið seld á 3200
krónur. Eitt skinn á 4000 kr.
Eitt á 3900 kr. og eitt á 3000
krónur.
C-listinn er lísti Sjfálfstæðis-
manna við Dagsbrúnarkosning-
arnar.
Dagbók.
I. O. O. F. (Spilakvöld).
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
A- eða NA-gola. Úrkomulaust.
Veðrið í gær (þriðjud. kl. 5) :
Yfirleitt hæg N eða NA-átt hjer
á landi. Talsverð snjókoma á
Vestfjörðum og lítilsháttar snjó-
koma á NA-landi. Bjartviðri aust-
an lands og sunnan. Frost 2—5
st. með ströndum fram, en 8—16
st. í innsveitum. Grunn lægð yfir
landinu á hægri hreyfingu suður-
eftir.
Næturlæknir er í nótt Páll Sig-
urðsson, ITávallagötu 15. Sími
4959.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Fermingarbörn síra Árna Sig-
urðssonar eru beðin að koma í
fríkirkjuna á föstudagirin kem-
nr kl. 5 síðd.
Hjónaefni. Nýlega hafa- opinber-
að trúlofun sína ungfrú Sigurlaug
Auðunsdóttir, Hafnarfirði, og
Bjarni Árnason stýrimaður frá
Akri, Eyrarbakka.
Hjónaefni. S.I. langardag opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú
Hulda Dagmar Þorfinnsdóttir,
Bergþórugötu 41 og Friðþjófur
Þorsteinsson, bifreiðarstjóri hjá
Sanitas.
Sjálfstæðiskonur. Munið fund-
inn í „Hvöt“ í kvöld. Hann verð-
ur haldinn í Oddfellowhúsinu og
hefst kl. 8%.
Doktorspróf sr. Eiríks Alberts-
sonar á Hesti fer fram á morgun
í Stúdentagarðinum og hefst kl.
1*4 o. h. Ándmælendur af hálfu
Háskólans eru próf. Magnús
Jónsson og Sigurður Einarsson
dósent.
Leikfjelag Reykjavíkur sýnir
á morgun sjónleikinn Fróðá fyr-
ir lækkað verð. Nokkrir mjög ó-
dýrir miðar seldir daginn sera
leikið er.
Súðin var á Reykjarfirði í gær-
kvöldi.
Frá Akranesi. Selfoss hlóð í
gær 80 smálestir af síldar- og
fiskimjöli á Akranesi. Fer þaðan
til Hollands. Brttarfoss var á Akra
nesi í gær og tók þar 150 smá-
lestir af síldarlýsi til Englands.
Fánar voru dregnir að hún á
Akranesi í gær í tilefni af 25 ára
afmæli Eimskipafjelagsins.
Stúkuheimsókn. í fyrrakvöld
heimsótti St. Einingin í Reykja-
vík st. Morgunstjörnuna í Hafn-
arfirði. Voru móttökur hinar
prýðilegustu eins og vant er hjá
Haf nar f j arð arstúkunum. Frindur-
inn var svo fjölmennur, að fleiri
gátu ekki komist í húsið, því að
auk Morgunstjörnufjelaga, voru
þar rúmlega 40 Einingarfjelagar
og 33 aðrir gestir. 13 nýir fjelag-
ar gengu inn í stúkuna á fund-
inum. , Helgi Helgason verslunar-
stjóri hjá Ziemsen, sem var með-
al heimsækjenda, mintist þess, að
hann hefði fyrst gengið í Morg-
unstjörnuna, og á hennar vegum
hefði hann leikið fyrsta hlutverk
sitt á leiksviði Góðtemplarahúss-
ins í Hafnarfirði Væri nú á morg-
un (fimtudag) 46 ár síðan. Varð
það upphaf að óslitinni leikstarf-
semi hans um nær 30 ára skeið.
ísfiskssölur. Sviði seldi í Hull
í gær, 2088 vættir fyrir 1088
sterlingspund. Ga-rðar í Hull, 2268
vættir fyrir 1015 stpd. Belgaum
í Grimsbv, 1640 vættir fyrir 1054
stpd. og Haukanes í Grimsby,
1973 vættir fyrir 852 stpd.
B.v. Hafsteinn kom af-. veiðum
í gær með íúml. 2000 körfur. Sltip
ið fór áleiðis til Englands með afl-
ann.
í gær var til moldar borinn
einn af elstu Haínfirðingum, Ein-
ar Þórsteinsson, að viðstöddu
fjölmenni, Einar var hinn mesti
atorkumaður og sómamaður í hví-
vetna. ”
Hvatarfundur í kvöld í Odd-
fellowliúsinn kl. 8y2. Margt gott
til skémturiar’, þar á meðal leik-
þáttur. Konur beðnar að mæta
stundvíslega;
Pjetur A. Ólafsson konsúll var
formaður stjórnar Eimskipaf je-
lags íslands á árunum 1920—
1924; þessa láðist að geta í blað-
inu í gau', Pjetur var frá upp-
hafi ötiill stuðningsmaður fjelags-
ins.
Gestir í bænum. Ilótel Vík:
Árni Vilhjálmsson útgerðarm.,
Seyðisfirði. Björgvin Sigurðsson
bifreiðarstj., Stokkseyri. Ólafur
Stefánsson, Akrariesi. Griðm. J.
Guðmundsson, Eyrarbak-ka. Magn-
ús Guðmundsson, Mykjunesi,
!JRangárvall'asýslu.V-T- HóCel Skjald
breið : Magnús Arnbjaruarson lög-
fr., Þórður Einarsson útg.m. og
frú, Norðfirði. Björgvin Færseth,
Siglufirði. Evert Þorkelsson,
verslm.. Sigluf. Ólafur Jónsson
sjóm., Patreksfirði. Stefán
Traustason prentari, Akureyri.
Sigurþór Guðfinsson útgerðarm.,
Keflavík. Jakob Jónsson skipstj.,
Akufeyri. Karl Gíslason skipstj.,
Siglufirði. Gunnar Rogstad appre-
tör, Noregi.
Ein tillaga, sem Morgunblað-
inu barst í gær um heitið á nýja
Eimskipaf jelagsskipinu:
Ljósu goðin lýsi oss,
líkni oss í þrautum.
Ljósa gnoðin Ljósafoss
ljómi oss á brautum.
Hrói höttur frá El Dorado nefn
ist amerísk kvikmynd, sem Gamla
Bíó sýnir nú. Kvikmyndin gerist
á þeim tímum, er menn streymdu
til Kaliforníu hvaðanæfa úr heim
inum til að leita gulls. Urðu
spánskir landeigendur, er þar áttu
heima, fyrir þuiigum búsifjum
af hendi æfintýramannanna. Seg-
ir kvikmyndin frá Spánverja ein-
um, sem hugði á hefndir vegna
ofríkis hinna nýju innflytjenda.
Þetta er vel leikin og spennandi
kvikmynd. Aðalhlutverkin leika
Warner Baxter og Ann Loring.
Prinsinn og betlarinn heitir
kvikmynd, sem Nýja Bíó sýnir
um þessar mundir. Er myndin
gefð eftir hinni heimsfrægu skáld
sögu Mark Twains og segir frá
tveimur jafnöldrum, sem voru
svö nauðalíkir, að þeir þektust
ekki að. Annar var betlari, en
hinn prins af Wales. Kvikmyndin
er skemtilega gerð og hefir þég-
ar vakið athygli. Aðalhlutverkin
eru leikin af Errol Flynn og tví-
burabræðrunum Belly og Bobby
March.
Sjálfstæðisverkamenn. Munið
að C-LISTINN er ykkar listi við
Dagsbrúnarkosningarnar.
Ágætur fiskafli hefir verið við
ísafjarðardjúp undanfarið. Á
laugardaginn var reru tveir af
bátum Samvinnufjelagsins og
komu þeir inn í gærkvöldi með
góðan afla. Mikill afli hefir einn-
ig verið hjá smábátuni þaf vestra.
Afmælis Eimskipafjelags fs-
lands var minst á ísafirði með því
að fanar voru víðsvegar dregnir
að liún í bænutnií 80 borgarar
sendu fjelaginu heillaóskaskeyti.
Blaðið Vesturland, sem kom út í
gær, flytur ítarlega grein um
E, X. ‘
Skrá um íslenska lækna, lækna
kandídata, tannlækna, tannlækna
kandídata og dýralækna 1. jan.
1939 heitir bækliugur, seni Land-
læknisskrifstofan hefir gefið út.
Er þar fyrst skrá yfir alla lækna,
sem hafa lækningaleyfi á Islandi.
Eru nöfn þeirra taliri upp í staf-
rófsröð ásamt fæðingardegi og
ári hvers eins og hvenær hann tók
læknispróf. Eru það samtals 169
læknar, sem lækningaleyfi ■ hafa
hjer. Samskonar skrá er svo yfir
tannlækna og dýralækna.
Til Strandarkirkju: Bússi (gam
alt áheit) afh. af sr. Fr. Hall-
grímssyni 12.00. S. E. 5.00. N. N.
10.00. Fríða (gamalt áheit) 2.00.
F. B. 0.50. Mi Mil 5.00. Ónefnd-
ur 35.00. S. II. (gamalt áheit)
10.00.
Á Elliðavatni voru liátt á ann-
að hrindrað manns á skautum um
helgina.bg daglega hafa Verið þar
síðan fjöldi manns. Veitingar
fjekk fólk í sumarbústað síma-
manna, Elliðahvammi, og Ijetw
menn mjög af húsakynnum þar
og aðbúnaði öllum.
Útvarpið:
Miðvikudagur 18. janúar. 1
10.00 Yeðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
18.15 Islenskukensla.
18.45 Þýskukensla.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Hljómplötur; Nýtísku tó»-
list.
19.50 Frjettir.
20.15 Kvöldvaka: j
Þorsteins kvöld Erlingssonar, ;-,,,
Timburverslun
| P. W. Oacobsen & 5ön R.s.
Stofnuð 1824.
II Símnefni; Granfuru — 40 Uplandsgade, Köbenhavn S.
§§§ Selur timbur í stærri og smærri sendingum fri Kanp-
||| mannahöfn. —;— Eik til skipasmíða. - Einnig heila
skipsfarma frá Svíþjóð og Finnlandi.
= Hefi verslað við ísland í cirka 100 ár.
Rúðugler
Útvegum allar tegundir af ráðugleri frá
Þýskalandi eða Belgíu.
Eggert Kristfámsson & Co. b.f.
Reykjavík.
Wakefield mótoroliur
smyrja fullkomlega,
draga úr viðgerðum
og eru drjúgar.
Oliuverzlun íslands h. f. — Einkaumboðsmenn
á íslandi fyrir: C. C. Wakefield & Co. A/s
— ■ - - - .... .. _________________________________
Jarðarför
Sesselju Knútsdóttur
fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, fimtudag 19. þ. m. og
hefst með bæri á Elliheimilinu Grund kl. 1. Jarðað verður í
gamla kirkjugarðinum,
Aðstandendur.