Morgunblaðið - 20.01.1939, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 20. janúar 1939.
Sljórnarher-
inn viggirðir
§iðustu varn-
arlínu sína
60 þús. manna lið-
sfyrkur frá Madrid
li' Frá frjettaritara vorum. ‘M
Khöfn í smr.
HERSKIP Francos-’ aðstoðuðu hersveitirnar,
sem sækja fram meðfram ströndinni til
Barcelona í dag. Veður hefir verið slæmt til
hernaðaraðgerða og hefir þessvegna ekki verið hægt að
koma við flugárásum. Orustur voru harðar og víða bar-
ist í návígi.
En þrátt fyrir aðstoðina, sem herskipin veittu, miðaði Fran-
co aðeins lítið áfram.
Mest áhersla er lögð á það nú af hálfu uppreisnarmanna
að ná borginni Igualada nokkra tugi kílómetra í vestur frá Bar-
celona. ,,Daily Telegraph“ skýrir frá því, að látlaus stórskota-
hríð hafi staðið í dag á víglínu stjórnarinnar á þessum stöðum.
Sprengfufilræðin i Englandi:
Tjlræðismennirn-
ir allir handteknir
innan sólar-
hrings?
i-
Hundrað og sextíu hús-
rannsóknir í fyrrinótt
Frá frjettaritara vorwm. \
Khöfn í gær,
Lögreglan í Englandi hefir tekið fasta fjórtán íra, sem
liggja -undir grun, þar sem fundist hefir sprengiefni í fór-
um þeirra.
Lögregludómarinn var vakinn um miðja síðastliðna nótt
til þess að gefa út hundrað og sextíu úrskurði um hús-
rannsóknir. I þessum húsrannsóknum fann lögreglan tvö
hundruð og áttatíu pund af sprengiefnum.
Lögreglan er sögð hafa í höndum veigamikil sönnunar-
gögn og gera sjer vonir um að vera búin að taka fasta
alla ofbeldismennina, sem staðið hafa að sprengingunum
undanfarið, innan sólarhrings.
í morgun varð mikil sprenging í grend við gistihús
eitt í borginni Tralee í írlandi, þar sem sonur Mr. Cham-
berlains, Franck Chamberlain, dvelur um þessar mundir.
Hann er á skemtiferðalagi í Irlandi og ætlar að fara þar
á veiðar.
Sprengingin var svo mikil, að rúður brotnuðu í húsum
í grend. Við rannsókn kom í ljós, að sprengjan var heimá-
tilbúin: púður hafði verið sett í blikkdós.
Franck Chamberlain sakaði ekkert. Lagði hann af stað
á veiðar í dag. En í fylgd með honum eru leynilögreglu-
menn, sem settir voru til að gæta hans er sprengingarnar
hófust fyrir nokkrum dögum.
önnur sprenging varð í dag í kirkjugarði í Belfast við
minnismerki fallinna ísrkra lýðveldissinna. Miklar járn-
grindur, sem voru umhverfis minnismerkið þeyttust 20 m.
leið í burtu.
Harðnandi afstaða Breta,
Frakka og Bandarfkjamanna
gegn iapðnum
Fregn hafði borist frá Burgos
um að borgin væri fallin. En
þessi fregn hefir verið borin til
baka. — Mun það hafa komið
Eranco á óvart að ekki hefir
tekist að rjúfa varnarlínu
stjórnarhersins þarna.
í sjálfri borginni Igualda er
alt með sínum vanabrag (skv.
FÚ). Fólk stundar sín störf án
þess að nokkur hætta vofi yfir.
Fólk er ekki farið að flýja
borgina.
Nyrst á vígstöðvunum hafa
hversveitir Francos náð borginn
Pons á sitt vald, þar sem þjóð-
vegir mætast.
Stjórnin í Barcelona er að
láta gera nýja varnarlínu,
sem nær norðan frá Sol
Sona í suð-austur um Man-
resa til Miðjarðarhafsins.
Er Iitið svo á, að þetta
muni verða síðasta varnar-
lína stjórnarinnar.
jf Er búist við að stjórnarherinn
hörfi undan á bak við þessa
varnarlínu, þegar búið er að
yíggirða hana nægilega.
Hermepn stjórnarinnar, sem
iinna við að gera varnarvirkin
hggja undir látlausum loftárás-
um frá flugvjelum Francos.
En samtímis er haldið uppi
látlausum loftárásum á öllum
samgönguleiðum frá Barcelona.
Er það gert til þess að koma í í
veg fyrir að hægt sje að senda
nýliðana, sem kallaðir voru til
vopna nýlega til vígstöðvanna.
Fregnir hafa borist um, að
verið sje að senda stjórninni 60
þúsund manna liðsauka frá
Madrid til vígstöðvanna í Kata-f
loníu.
BANNAÐ!
London í gær. FÚ.
Stjórnin í Barcelona hefir
lagt bann við því að fólk hlusti
á útvarpstilkynningar Francos,
og hafa verið skipaðir sjerstak-
ir eftirlitsmenn til þess að sjá
um, að banninu verði hlýtt, eft-
ir því sem hægt er.
Frakkar
verða áfram
hlutlausir
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
MBonnet, utanríkismála-
• ráðherra Frakka, mun
gefa yfirlýsingu í franska
þinginu, að líkindum á morg-
un um það, að stjórnin muni
áfram styðja hlutleysisstefn-
una gagnvart Spáni. — ,,Le
Temps“, sem stendur mjög
nærri stjórninni skýrir frá
þessu í dag. En til þess að
friða stjórnarandstæðinga
mun Bonnet sennil. um leið
lýsa yfir því, að stjórnin
muni fylgjast vel með því,
sem er að gerast á Spáni, og
að hún telji sig horfurnar
þar miklu varða.
Meðal franskra þingmanna er
áhuginn á því, sem er að
gerast á Spáni svo mikill, að
búist er við að umræðunum
um utanríkismál, sem áttu að
standa í þrjá daga, verði ekki
lokið fyr en á þriðjudag.
Englandi hefir Attlee majór,
foringi verkamannaflokksihs
og framkvæmdaráð vcrklýðs-
fjelaganna ítrekað þá kröfu,
sem Attlee hafði borið fram
áður um að breska þingið
verði kallað saman.
í svari sínu við fyrra brjefi Att-
lees majórs um þetta efni
heldur Mr. Chamberlain því
fram (skv. FÚ), að afleiðing
þess, að leyfður yrði útflutn-
ingur hergagna til Spánar,
myndi sú, að styrjöldin stæði
lengur yfir en ella, og ef til
vill yrðu afleiðingarnar enn
alvarlegri, þ. e. Evrópustyrj-
öld.
Þýskur þjálfari
til „Fram“
1 sumar
Kiiattspymufjelagið Fram hef-
ir ráðið til sín þýskan
knattöpýrnttmánn;; Lindemátin, til
að vera þjálfari fjelagsíns á sumri
komaada. ■
Er það ’ fyrir forgöngii Jóns
Sigurðssonar verkfræðings, full-
triia Fram í K.,R. B., að ráðn-
ingin hefir tekist,.
Hefir fjelagið staðið í brjefa-
skiftum við Lindemann og í gær
kom skeyti frá honum, þar sem
hann kvaðst taka boði fjelagSins.
Lindemann var einn af þýsku
knattspyrnumönnunum í úrvalslið
inu, sem kom hingað s.l. sumar
og gat hann sjer mikinn orðstír
sem einn dugíegasti knattspyrnu-
maður úrválsíiðsins. Ilann ljek
bæði sem miðframvörður og mið-
framherji. *
Þessi ungi þjálfari Fram er
stúdent og var hann í þýska stú-
dentaliðinu, sein vann heimsmeist-
arakepni stúdenta í París sumár-
ið 1937.
I vetur hefir Lindemann stund-
að nám við íþróttaháskóla og eink
um lagt stund á knattspyrnu.
Hann mun köma hingað í miðjum
mars eða byrjun apríl.
Lindemann er án éfa bráðdug-
legur og laginn knattspyrnukenn-
ari, sem Fram má vænta sjer
mikils af. Vivax,
Hvað fá bændur
fyrir mjólkina?
T yfirliti um landbúnaðinn 1938
■ er birtrst í Morgunblaðinú
nýléga, er talið að Mjólkursám-
saíán, greiðí tíl þáéiidá í nágreriní
Reýkjavíkur kr. 0.26 fyrir mjólk-
rirlítra;' ‘ '
' SáriikváéVnt uþplýsirigum ’ frá
Olafi Bjarnarsyni í Brautarholti;
er með þessu aðeins hálfsögð
sagan um hvað bændur raunveru-
lega fá fyrir mjólk sína hjer
vestaiifjaHs.'
Mjólkursamsalari telur útborg-
unarverð sitt 26 aura. Frá því
dregst flutningsgjald, sem er frá
1 % og upp í 4 aura, ennfremur
svokölluð vinsluafföll, sem eru á
annan eyrir á lítra. Þá senda þeir
heim vörur, sem í mörgum tilfell-
um eru miklu meiri en lieimilin
hafa not fyrir, og reiköa hán
verði. Sje tekið hvernig þetta.lít-
ur út iijá Olafi, þá' nenia vinslu-
afföll á mjólK hans 1938 1.9 aur.
Flutningsgjald 2 aur. Afföll og
verðrýrnun á heimsendum vörum,
er aðeins notast til fóðurs, 0.45.
Samtals 3.54 aurar.
Samkvæmt því verður það verð,
er fæst raunverulega fyrir mjólk-
ina 22.46 áurar.
Tiilögur voru lagðar fyrir
Bandaríkjaþing í dag um
að koma upp 12 flotabækistöðv
um þ. á. m. á Guam-eyjunni,
sem er milli Japan og Filipps-
eyja.
Fyr í dag hafði talsmaður
japönsku stjórnarinnar lýst yfir
því, að Japanar myndu líta á
það sem gert til fjandskapar
við sig ef þessi eyja yrði víg-
girt (skv. einkask.).
★
ranska stjórnin hefir sent
orðsendingu til japönsku
stjórnarinnar, þar sem því er
haldið fram, að níu velda sátt-
málinn sje enn í fullu gildi, og
vilji Japanar breytingu á hon-
um beri þeim að snúa sjer form
lega til allra þeirra þjóða, sem
standi að honum.
Áður höfðu breska stjórnin
og stjórn Bandaríkjanna sent
Japönum svipaðar orðsending-
ar. (3amkv. FÚ).
Franskt beitiskip, sem '
verið hefir í Shanghai !að '
undanförnu, lagði af atað
skyndilega í dag, með inn-
siglaðar fyrirskipanir.
Það er búist við, að
skipið fari til franska
Indokína, og muni herskip
Frakka í Austur-Asíu
safnast þar saman (FÚ í
*
efnd hefir verið skipuð í
Bandaríkjunum til þess,að
vinna gegn því, að brotajárn, ,stál
og annað, sem notað er til her-
gagnaframleiðslu, verði selt xir
landi til Japan. Nefndin ætlar að
snúa sjer til þjóðþingsins með til-
mæli um að það stöðvi hvers kon
ar aðstoð við Japani.
Stimson, fyrverandi, utanríkis-
málaráðherra er formaður nefnd-
arinnar. (FÚj
Everonika, flutningaskip, kom
riiéð saitfáfm í gær til flestra
fiskverkunafstöðva í Hafnarfirðí.