Morgunblaðið - 20.01.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagnr 20. janúar 1939. Námsflokkar góður undirbúningur fyrir æskumenn Afjárhagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár eru veittar kr. 1500.00 til námsflokka. Fluttu þeir Helgi H. Eiríksson og Gunnar Thor- oddsen tillögu um það. Það er Ágúst Sigurðsson magister sem er frumkvöðull að þessu máli, og hefir hann samið um þetta eftirfarandi greinargerð: í meir en 25 ár hafa í Svíþjóð verið starfræktir námsflokkar (studiecirklar) í stórum stíl. Ymis fjelög hafa gengist fyrir þessari starfsemi, m. a. Arbetarnas Bildn- ingsförbund (A. B. F.), Good- templarorden (I. O. G. T.) og J ordbrukarnes Ungdomsf örbund (J. U. F.). Námsflokkarnir eru styrktir af ríkinu, hinum ýmsu bmtum og bæjarfjelögum auk þess, sem fjelögin sjálf geta lagt af mörknm til þeirra. Vinsældir námsflokkanna hafa farið stöðugt vaxandi, svo að nú «ru námsflokkar starfræktir í flestum bæjum og sveitum um alla Svíþjóð. Takmark námsflokkanna er í stystu máli sagt þetta: að stuðla að því með aukinni þekkingu og samstarfi á heilbriðgum grund- velli, að sem flestir af hinum upp- vaxandi æskumönnum verði færir tim að gegna skyldum sínum seín nýtir þjóðfjelagsborgarar. Hvatamenn og forvígismenn þessarar stefnu í alþýðumentun líta svo á, að til þess að vera nýtur meðlimur þjóðfjelagsins út- heimtist þekking, jafnt á undir- stöðuatriðum og byggingu og starfsemi þjóðfjelagsins sem í al- mennum námsgreinum, sem miða að því að gera aienn hæfari til að taka þátt í opinberu lífi og at- vinnulífi þjóðarinnar. Mjög marg- ir eiga ekki kost á framhalds- námi, eftir að barnaskólanum er lokið, þó að þeir sjeu fróðleiks- fúsir og vilji afla sjer þekkingar á einu eða fleiri sviðum. I stað mentaiðkana lenda þeir oft í mis- jöfnum fjelagsskap, slæpingshætti og ómenningu. Hlutverk námsflokkanna á ekki aðeins að vera að gefa þátttak- ondunum tækifæri til að afla sjer hekkingar á einstökum sviðum, heldur engu síður að beina huga Ueirra að lestri gagnlegra bóka í stað innihaldslausra eða skað- legra blaða og bæklinga og fá þá til að leita sannleikans í hverju tnáli hlutdrægnislaust. Starf námsflokkanna er hjálp til sjálfsnáms, ekki skóli. Öll starfshögun flokkanna miðar að Fví, að þátttakendurnir verði virk ír meðlimir, en ekki óvirkir á- heyrendur. Stjórnandi flokksins leggur því áherslu á, að hver ein- stakur komi fram með spurningar sínar og skoðanir, sem svo sjeu væddar. Með þessu móti fá náms- flokkarnir fjelagslegt gildi, venja menn á að hugsa skipulega og setja skoðanir sínar fram á við- æigandi hátt. Námsflokkarnir geta hagað starfi sínu á mjög mismunandi hátt eftir þeim aðstæðum, sem fyrir hendi eru. 1. Þar, sem völ er ekki á sjer- mentuðum kennara, geta þeir, sem áhuga hafa á sama efni, myndað með sjer fjelagsskap til að kynna isjer það eftir einhverri góðri hók um efnið. Allir þáttakendurnir lesa svo ákveðinn kafla í bókinni fyrir hvern fund, þar sem rætt er um þau atriði, sem fyrir koma í kaflanum. Oft eru skemtiatriði höfð, þegar umræðum er lokið. 2. Önnur aðferð er sú, að efninu er skipt í ýmis atriði, og jafn- framt lestri bóka um efnið tekur hver þátttakandi að sjer að vera málshefjandi um eitt atriði. Þessa aðferð geta naumast aðrir notað en allþroskaðir nemendur, enda geti þeir leitað aðstoðar sjerfræð- ings. 3. Sú aðferð, sem öruggust er til góðs árangurs, er, að við hvern námsflokk sje kennari, og þarf hann að vera sjerfræðingur í þeirri grein, sem flokkurinn legg- ur stund á. Hlutverk kennarans er að draga upp aðallínur fyrir starfinu, leiðbeina við lestur bóka, skýra hvern kafla og ekki síst að fá nemendurna til að ræða málið, en svara síðan spurningum þeirra. Með þessu er vissa fengin fyrir því, að þekking sú, sem menn afla sjer í námsflokkunum, sje traust, enda ætti góður kennari, samfara kenslunni, að geta þroskað nem- endurna fjelagslega miklu betur en annars gæti orðið. Yanalega hittast kennari og nemendur 1 kvöld í viku, hjer um bil 2 klukkustundir í senn. Þær námsgreinar, sem mest hafa verið stundaðar í sænskum náms- flokkum og til greina gætu kom- ið hjer, eru þessar: Þjóðfjelagsfræði, móðurmálið, bókmentir, náttúrufræði, hagfræði, saga, danska, enska. Auðvitað verður efnisvalið að fara eftir áhuga rnanna á hverj- um stað. Þar sem því verður við komið að láta kennara stjórna hverjum námsflokki, er það besta aðferðin, en mjög víða er það ekki hægt. Væri því æskilegt, að því væri komið svo fyrir, að þeir, sem stofna vildu námsflokka í sveit- um eða þorpum, gætu fengið leið- beiningar um bókaval og starfs- hætti hjá þeim, sem sjerþekkingu hafa á þeim málum. Mætti að fenginni reynslu láta prenta slík- ar leiðbeiningar og senda þær fje- lögum úti um land og öðrum, sem hug hefðu á að stofna námsflokka. í Svíþjóð er þessi aðferð mjög mikið notuð. Ágúst Sigurðsson. Þátttaka Islendiiga f pólsýn- ingunni i Bergen næsta ár? Myndin hjer að ofan er frá Bergen, hinum fagra höf- uðstað Vestur-Noregs, þar sem opnuð verður næsta ár fyrsta alþjóðasýning heimskautsrannsókna. Eftir því sem frjest hefir er verið að vinna að því að finna grundvöll fyrir þátttöku íslendinga í þessari sýningu. Kínverska sýningin Dað, sem einna fyrst vekur eftirtekt manns, þegar komið er inn á kínversku sýn- inguna í Markaðsskálanum, er litaskrautið. — Gullsaumurinn gamli og listsaumurinn er þarna í almætti sínu á gulum, bláum og rauðum grunni. En þrátt fyrir sterka liti verður heildarblærinn mildur, þegar betur er að gáð. Litunum er stilt í hóf, drættirnir eru svo fínir, að vart er stundum hægt að greina litaskifti. Þessa gætir þó einkum í vefnaðinum kínverska sem minnir oft á pennadrætti eða málverk, t. d. ofnu dúkarn- ir tveir í svörtum og hvítum litum, sem sýndir eru nú í gler- skápnum næst dyrunum, en nutu sín betur uppi á vegg í fyrri sýningunni. í sama skáp hangir kyrtillinn útsaumaði, er unninn er af stjúpmóður pró-* 1 2 3 fessor Sen — sýnir hann glögg lega, að vel hefir hún verið að sjer til handanna konan sú, eins og fleiri kínverskar konur. Mandarínakápurnar og við- hafnarklæðin, sem hanga á veggjum sýningarsalsins vekja og aðdáun manna. Hjer er engin yfirborðsvinna, ekkert handahófsverk, enda er listiðnaður Kínverja jafn gam- all menningu þjóðarinnar, en hún er, eins og kunnugt er, æfagömul. Næst listsaumnum og vefn- aðinum ber mest á leir og postu línsmununum. Eru þeir frá ýms- um tímabilum sögunnar og alt frá því tveim öldum fyrir Krists fæðingu og fram til vorra daga. Er kínverska postulínið heims- frægt frá ómuna tíð og lita-1 sambönd óviðjafnánleg. Sumir tæru, bláu litirnir minna á ís- lenskan vorhiminn og gefa í skyn, að vel myndi íslenskt landslag njóta sín á postulíni. Þá eru sýndir nokkrir munir útskornir í ýmiskonar efni, svo sem korki, margs konar steinum, gleri, kjörnum og fílabeini. — Ibúðarbátinn úr ferskjukjarnanum, kúlurnar, sem skornar eru úr einu fíla- beinsstykki þurfa allir að sjá. Slík tækifæri og þessi, til þess að afla sjer fróðleiks, eru fá- gæt hjer á landi og má ekki láta þau ganga sjer úr greip- um. Enginn sem á 50 aura í fórum sínum má fara þess á mis að njóta þeirrar fegurðar og listrænna áhrifa, er kínverska sýningin veitir manni— og sem varpar Ijósi yfir merkilega menningarþjóð. Laufey Vilhjálmsdóttir. Rauðkál Purrur Selleri Sítrónur vísin Laugaveg: 1. Útbú Fjölnisvegi 2. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HVER- Guðni Jónsson: Veralúarsaga Wells og Ólafur Friðriksson [ Alþýðublaðinu 17. þ. m. birt- *■ ist greiu eftir hr. Ólaf Frið- riksson, er hann nefnir: Ritdóm- arar, sem dæma bækurnar ó- lesnar. Á greinin að vera ,,kritik“ á tveimur ritdómum um Verald- arsögu H. G. Wells, og er annar þeirra sá, er jeg ritaði í Morg- unblaðið þann 22. des. síðastl. Af ýmsurn miður góðgjarnleg- um ummælum hans ætla jeg að- eins að leyfa mjer að gera hjer athugasemd við eitt atriði, af því að það vill svo vel til, að hægt er að sanna, að hr. Ólafur Frið- riksson fer með rangt mál. I ritdómi mínum komst jeg m. a. svo að orði: „Til þess að segja frá Rússlandi eftir þyltíng- una ver hann (þ. e. Wells) svo rúmum 5 bls., en .minnist ekki með einu orði á þjóðernisbylt- ingarnar í Italíu og Þýskalandi“. Úr þessu hygst hr. Ólafur Frið- riksson nú heldur að gera sjer mat og sanna fáfræði mína. Seg- ir hann, að jeg „krefjist þess af Wells, að hann segi frá viðburð- um, sem skeðu ekki fyr en mörg- um árum eftir að Wells skrifaði söguna“. Jæja, hr. Ólafur Friðriksson! Við skulum einungis athuga tímatalið. Er þá í fyrsta lagi að athuga, hvenær saga Wells er skrifuð og í öðru lagi, hvenær þjóðernisbyltingarnar urðu í Italíu og Þýskalandi. Á bls. 297 í sögu Wells stend- ur þetta: „Áhrif þessarar djörfu og skjótu breytingar á fram- leiðslu landbúnaðarins voru ekki góð, og veturinn 1933—34 var einu sinni enn mikill vistaskort- ur í Rússlandi". Af þessu má sjá, að Wells hefir ritað eða lok- ið við að rita sögu þessa eigi fyr en vorið 1934, þareð hann getur atburðar, sem gerðist vet- urinn þar á undan. En þá er að líta á, hvenær áðurnefndar bylt- ingar urðu, og eru þau ártöl % allra vitorði, Facistahyltingin á Italíu varð í októbermánuði árið 1922, en nazistabyltingin í Þýska landi í janúarmánuði 1983. Þeg- ar Wells lauk við ,að rita sögu sfna, var því liðið nokkuð á 12. ár frá því þjóðemisbyltingin varð í Ítalíu og nokkuð á 2. ár frá því byltingin varð í Þýska- landi. Með þessu hefi jeg sannað: 1) að ummæli mín voru á fullum rökum bygð; 2) að hr. Ólafur Friðriksson rangfærir þau vís- vitandi eða af fáfræði, og 3) að hann hefir sjálfur lesið umrædda bók mjög svo illa eða alls ekki. Öðrum atriðum í umræddri grein hr. Ólafs Friðrikssonar finst mjer ekki ástæða til að svara. Guðni Jónsson. Kvikmyndina frá Kína sýndi Ólafur Ólafsson kristniboði í húsi K. F. U. M. s.l. sunnudag fyrir fullu húsi, en margir urðu frá að hverfa. Kvikmyndin verður nú endursýnd á sama stað n.k. sunnu- dag kl. 8V2 að kvöldi. Börn fá ekki aðgang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.