Morgunblaðið - 08.02.1939, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.02.1939, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. febr. 1939. Getst Hernaðar- bandalag Frakka og Breta „Eins og reiðar- slag f ltalíu“ Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Umniæli Mr. Chamber- lains í neðri málstofu breska þingsins í ffær hafa valdið miklum heilabrotum í Ítalíu, Þýskalandi off Frakk- landi í dag. Mr. Chamber- lain sagði, að það hafi verið ffert með sínu samþykki er Bonnet lýsti yfir því í franska þinginu, að Bretar og Frakkar myndu sam- stundis veita hvorir öðrum aðstoð, ef á aðra hvora þjóð- ina yrði ráðist. Hann sagði að Bretar myndu hjálpa Frökkum ef þeir eða hagsmunir þeirra væru í hættu, hvaðan sem hættan kæmi. í Frakklandi hefir þessari yfirlýsingu verið afar vel tekið, og láta frönsk blöð í ljós ánægju sína í dag. ÍTALIR SKELKAÐIR. Hin óvenju berorða yfirlýs- ing Mr. Chamberlains hefir aft- ur á móti komið eins og reið- arslag í Italíu, skv. Reuters- skeyti. Italskir stjórnmálamenn líta svo á, að hjer sje í raun og veru um hernaðarbandalag milli Breta og Frakka að ræða. ítölsk blöð reyna samt sem áður að gera sem minst úr gildi yfirlýsingarinnar, til þess að leyna almenning í Italíu þess, í lengstu lög, hvílíka hættu það myndi hafa í för með sjer ef til ófriðar drægi með Frökk- um og ítölum. Blöðin segja að yfirlýsingin sje hvorki merki- legri nje ómerkilegri en fyrri yfirlýsingar Mr. Chamberlains um sama efni. Frakkar hafi bók staflega neytt hann til þess að gefa þessa yfirlýsingu o. s. frv. Þau segja, að hún sje als ekki sambærileg við yfirlýsingu þá, sem Hitler hafi gefið um stuðn- ing við Itali í ófriði. I Þýskalandi er líka gerð til- raun til þess að gera lítið úr ummælum Mr. Chamberlains, þótt sum blöð skeri sig úr og telji hana all-mikilvæga. Þýsku blöðin dragi að því athygli, að ,,The Times“ segir í morgun, að líta verði á ummælin með hlið- sjón af fyrri ummælum Mr. Chamberlains um sama efni. lýðveldis-Spánn upp? Friðarumleit- anir Frakka og Breta Italir segja að málamiðl- |un komi ekki til greina Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Sendiherra Spánverja í London skýrði frá því í dag, að dr. Negrin og stjórn hans myndu setjast að í Valencia (en ekki í Madrid, eins og búist hafði verið við) strax og lokið væri að sjá hin- um illa stöddu spönsku flóttamönnum í Frakklandi far- borða. Stjórnin er líka að bíða eftir að sjá hvemig friðar- umleitununum við Franco reiðir af, þótt sendiherrann hafi látið ósagt um það. Dr. Negrin, del Vayo og nokkrir ráðherrar fórn í dag yfir landamærin, til Spánar aftui', þar sem franska stjórnin hafði bannað þeim að vinna opinber stjórnarverk á franskri grund. Hefir stjórnin nú aðsetur sitt í þorpi einu rjett við landamærin Spánarmegin og ætlar að hafast þar við eins lengi og framast er unt. Þangað kom í dag sendiherra Breta á Spáni, Mr. Stevenson, og átti samtal við dr. Negrin og del Vayo. Stjórnir Bretlands og Frakklands leggja mikiÖ kapp á að fá saminn frið á Spáni, eins fljótt og auðið er. Frá annari hlið er líka unnið að friðarumleitunum. AZANA BERST FYRIR FRIÐI Azana, forseti spanska lýðveldisins, er nú á leiðinni til Parísar frá þorpi einu við landamæri Sviss, þar sem hann dvaldi í nótt. Frjettaritarar segja, að hann hafi látið vel yfir sjer. Hann hefir leyft að haft yrði eftir sjer, að hann hafi um langt skeið unnið að því, að koma á friði á Spáni, og nú sje auðvitað síst ástæða til þess að láta þetta starf falla niður. Fulltrúi hans, Senor Derivas, var spurður að því (skv. F.Ú.), hvort það væri rjett, að ágreiningur væri kominn upp innan spönsku stjórnar- innar, og svaraði hann þá: „Slík málefni er ekki hægt að ræða hjer á spanskri grund“. (I gær var skýrt frá því, að Azana vildi semja frið skilyrðislaust, Miaja vildi berjast áfram, en dr. Negrin semja frið með vissum skilyrðum). GEFAST UPP Franska frjettastofan „Agence Havas“ gefur í skyn í dag, að leifarnar af Spáni, sem lýðveldisstjórnin hefir á valdi sínu (austurhluti mið- og suður-Spánar) muni innan skamms gefast upp. Frjettastofan segir, að fremstu menn lýðveldis-Spáns sjeu því lítt fylgjandi að reynt verði að veita Franco viðnám í miðhjeruðunum. Kunnugt er, að del Vayo hefir í dag farið í flugvjel á milli þessara fremstu manna lýðveldis-Spánar og hinna erlendu full- trúa, sem eru að leita um frið. ítölsk blöð segja afdráttarlaust í dag, að málamiðlun geti ekki komið til greina. Franco vilji vinna algeran og endanlegan sigur. VIÐURKENNING BRETA OG FRAKKA „Daily Mail“ skýrir frá því í dag, að stjórnir Frakklands og Bretlands muni innan skamms viðurkenna stjórn Francos sem hina einu löglegu stjórn á Spáni. I Frakklandi gera menn sjer hinar bestu vonir um árangur af för Berards, franska öldungadeildar- mannsins, sem fór til Bur- gos til þess að ræða við Franco. Frönsk blöð ræða um möguleikana á góðri sambúð milli Frakka og F ranco-Spánar. FRAKKAR OG FRANCO. Berard kom úr för sinni til Frakklands í gærkvöldi og ljet vel yfir sjer. Hann hefir þó ekk- ert ákveðið látið uppi, og mun nú gefa frönsku stjórninni skýrslu. FRAMH. Á SJÖTTU SIÐTJ. Hermenn rauD- liða flýja með gull fyrir tugi miljóna króna Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Talið er að um tvö hundruð þúsund flóttamenn sjeu komnir til Frakklands frá Spáni. Samtals er talið að þrjú hundruð þúsund manns muni, leita hælis í . Frakklandi. Flóttamannastraumurinn milli Figures (í riorður-Spáni) til' Perpignan (í Frakklandi) er talinn vera 50, ,km. langur, eða eins og frá Rvík -— austur á Þingvöll. Frönsku landamærin eru nú opin á 50 km. breiðu svæði. Franskir hermenn hafa verið settir til þess að gæta laga og reglu á landamærunum. Flóttamönnunum er komið fyrir á afgirtu svæði, sem er 5—15 km. breytt. Ekki nándar nærri allir hafa fengið húsaskjól og hafast því við upp við húsveggi. Þjáningar fólksins eru hræðilegar. Öll sjúkrahús eru fullsett særðum mönnum og þó hefir ekki verið hægt að veita öllum sjúklingum hjúkrun. Mat og drykk fá flóttamennirnir úr matarvögnum hersins. Hver flóttamaður kostar franska ríkið 10 franka á dag. í dag komu nokkrar bif- reiðar fullskipaðar her- mönnum úr rauða borg- araliðinu til Perthus á frönsku landamærunum. Hermennirnir sátu á mikl- um hlöðum af gull- og silf urstöngum, sem taldar eru að verðmæti nema mörgum tugum miljóna króna. Hinn nýi land-1 búnaðarráðherra Breta Sir Reginald Hugh-Smith, liinn nýi landbúnaðarráðherra Breta, sem á að söðla um í breskum landbúnaðarmálum. Hlutverk hans verður að auka landbúnaðarfram- leiðsluna innanlands, og takmarka aðflutninga á landbúnaðarafurð- um. Hann var áður formaður landssambands bænda í Englandi. Bretar reyna að friða Palestinu Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Orðugleikar Palestínu-ráð- stefnunnar, sem sett var í London í dag, verða strax augljósir, þegar á það er litið, að Mr. Chamberlain varð að á- varpa þátttakendur þrisvar, fyrst Araba, sem styðja nuft- ann í Jerúsalem, síðan Gyðinga og loks Araba, sem eru and- stæðingar muftans. Breska þjóðin verður að semja við hvem þessara þriggja aðila fyr- ir sig, þar sem þeir neita að sitja allir í sama sal. Talið er að þetta sje nokkur hluti af málmforða spanska þjóðbankans. Vegna þess að hermennirn- ir gátu ekki gert grein fyrir á hvern hátt þeir höfðu komist yfir þetta fje, tóku frönsku toll- verðirnir gullið til geymslu um stundarsakir. Þúsund manns úr alþjóðaher- sveitinni, sem barist hefir með rauðliðum gekk fylktu liði inn í Perthps í dag. Frjettir hafa borist um að önnur deild úr al- þjóðaherdeildinni sje á hrakn- ingi { Pyreneafjöllum og sje að leita að skarði til þess að kom- ast yfir landamærin til Frakk- lands. Uppreisnarmenn halda áfram sókn sinni í Kataloníu. Þingeyingamót verður haldið að Hótel Borg á föstudagskvöld. Bretar leggja mikið upp úr þessari ráðstefnu, þar sem markmiðið með henni er að sætta Araba innbyrðis og Araba ig Gyðinga, til þess með því að geta loks komið á friði í Pale- stínu eftir nær þriggja ára ó- friðarástand. Yfir 2 000 000 at- vinnuleysingjar í Bretlandi London í gær. FÚ. tvinnuleysingjatalan í Eng- landi hefir nú í fyrsta sinn á þrem árum komist upp yfir tvær miljónir og atvinnuleysingj- unum fjölgað urn 207 þús. síðan í desember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.