Morgunblaðið - 08.02.1939, Page 5

Morgunblaðið - 08.02.1939, Page 5
TÆiðvikudagiir 8. febr. 1939, m Mesta skemtunin er að vinna segir 100 ára konan ASalmálgagni ríkisstjórnar- innar, Tímanum, hefir sýnilega fundist að full þörf væri á, að einhver skýring íylgdi hinum loðnu ályktunum, sem aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins sendi frá sjer. Fara því ritstjórarnir á stúfana í síðasta ,,leiðara“ blaðsins. Þar segir m. a. svo um ályktunina viðvíkjandi sjávar- útveginum: „Því er slegið föstu, að sjáv- arútveginum verði að veita að- stoð, en þó jafnframt sett það ófrávíkjanlega skilyrði, að hin- um skuldugustu útgerðarfyrir- tækjum verði komið á heilbrigð .an grundvöll, þannig að þeirri hjálp, sem þeim verður veitt, verði ekki á glæ kastað“. í raun og veru eru menn litlu nær, þrátt fyrir þessa skýringu. !Hjer segir ekki annað eða meira en það, að veita verði sjávarútveginum aðstoð. En liver sú aðstoð verði segir ekki. Ennfremur segir, að sett verði jþað „ófrávíkjanlega skilyrði“ fyrir hinni veittu aðstoð, að hinum „skuldugustu fyrirtækj- um“ verði komið á heilbrigðan grundvöll. Með öðrum orðum: Útvegurinn fær enga aðstoð .frá hinu opinbera, fyr en það hefir sýnt sig, að hann er kom- nin á „heilbrigðan“ fjárhags- legan grundvöll. ★ En er nú ekki þetta skilyrði sama og að segja berum orðum, .að útvegurinn £ái enga aðstoð? Er fjárhagur útvegsins þannig yfirleitt, að sagt verði með sanni, að hann sje heilbrigður? Eða hvað eiga Tímamenn við með orðunum „heilbrigður grundvöllur“? Geta þeir átt við annað en það, að útgerðarfyr- irtækin sjeu þannig stæð, að jþau eigi fyrir skuldum? En ef svo er, að ekki sje að vænta neina aðstoð eða hjálp þeim útgerðarfyrirtækjum til handa, sem ekki eiga fyrir skuldum, þá er alveg eins hægt strax í dag að segja það hreint út, að hið opinbera ætli ekkert að gera til viðreisnar útvegin- uim. i Það er ekkert leyndarmál, að "þannijy er komið fjárhag út- vegsins, að mikill meirihluti út- ■gerðarfyrirtækj a í landinu á (ekki 'fyrir skuldum, ef ganga ætti að þeim nú í dag og gera fyrirtækin upp. Allir, sem ein- Fhver kynni hafa haft af málum tútvegsins vita, að svona er á- standið. Sjálfur atvinnumálaráðherr- ann hefir undanfarið starfað í milliþinganefnd til að athuga fjárhag togarafyrirtækjanna Ráðherrann veit vel, að þeirra fjárhagur er þannig, að aðeins fá fyrirtæki eru svo vel stæð, að þau geti talist eiga fyrir skuld- um. Ef að Framsóknarflokkurinn hefir einhver úrræði á prjónun- um til þess að koma þeim út- gerðarfyrirtækjum, sem ekki eiga fyrir skuldum á heilbrigð- an fjárhagslegan grundvöll, þá er gott eitt við því að segja. Þannig var farið að hjer á ár- unum, þegar erfiðleikarnir steðjuðu mest að bændum. Þá var stofnaður Kreppulánasjóð- ur, þar sem bændur fengu full skuldaskil. Þá var ekki um það spurt, hvort bændur ættu fyrir skuldum, heldur var reynt að hjálpa öllum, eftir því sem efni og ástæður stóðu til. Ekki er sennilegt, að það sje þetta, sem vakir fyrir þeim Tímamönnum nú, heldur mun meining þeirra vera hin, að gera þau útgerðarfyrirtæki upp, sem ekki eiga fyrir skuldum. Það er m. ö. o. nákvæmlega sama hugsunin og kom fram hjá sósíalistum hjer um árið, þegar þeir settu það skilyrði fyrir aðstoð eða hjálp til tog- araútgerðarinnar, að þau fyrir- tæki yrðu gerð gjaldþrota, sem ekki reyndust eiga fyrir skuld- um. Nú vita allir, að ef þessu væri stranglega fylgt, myndi það í framkvæmdinni þýða, að meiri- hluti allra útgerðarfyrirtækja á landinu yrðu gerð gjaldþrota. En yrði það þá ekki sama og að leggja í rústir þenna aðalat vinnuveg þjóðarinnar, sjávarút veginn? Og er hugsanlegt að bankarnir gætu staðist slíkt hrun? ★ Nei, ef Alþingi ætlar að hjálpa sjávarútveginum, verð- ur sú hjálp að verða almenn, og alveg án tillits til fjárhags einstakra útgerðarfyrirtækja. Það verður að vera algerlega á valdi bankanna að segja til um það, hvenær gera skuli upp þetta eða hitt fyrirtækið. Það virðist líka óþarfi fyrir núver- andi stjórnarflokka að vera að blanda þessu saman, hjálpinni til útvegsins alment og uppgjöri einstakra fyrirtækja, þar eð þessir flokkar hafa yfirstjórn bankanna í sinni hendi og geta þar tekið þá ákvörðun, sem þeim sýnist. „Jón Sigurðsson var farinn að heiman frá Rafnseyri, þegar jeg fór að stálpast — en jeg man eft- ir föður hans er hann kom að húsvitja. Eitt sinn var í fylgd með honum grannleitur piltur, sem síðar varð sýslumaðurinn okkar hjerna, hann Jón Thorodd- sen í Haga á Barðaströnd“. Þorvaldur Friðfinnsson verk- smiðjustj. á Bildudal heimsótti nýlega Elísabetu Árnadóttir, er varð hundrað ára þ. 10. jan. I nst í Bíldudalskauptúni niður við sjóinn * stendur snotur bær, sem heitir Nes. Þar á hún heima gamla konan hundrað ára, Elísabet Árnadóttir. Þangað fór jegj um kvöldið kl. að ganga 9 til þess að hafa tal af henni. Með hálfum huga barði jeg þar að dyrum, því jeg gat búist við að svo háöldruð manneskja væri gengin til hvílu, þegar svo var orðið áliðið dags. Dótturdóttir gömlu konunnar, Elísabet að nafni, kemur til dyra. Jeg býð gott kvöld og spyr, hvort ” gamla konan sje á fótum. Hún segir svo vera og spyr jeg þá, hvort jeg megi fá að rabba við hana stundarkorn. Það var guð- velkomið. Leiddi Elísabet yngri mig síðan til baðstofu, þangað sem gamla konan sat á rúmi sínu og hlustaði á útvarpið. — Komdu sæl og blessuð, segi jeg, og óska þjer til hamingju með þitt óvenjulega nýliðna af- mæli. — Þakka þjer fyrir, sagði gamla konan, lágum en skýrum Elísabet Arnadóttir. við hundrað ára gamlar mann- eskjur. — Hann vill náttúrlega að jeg segi eitthvað skrítið, segir gamla konan, og gletni bregður fyrir í augurn hennar. En jeg vil ekki láta hafa neitt slíkt eftir mjer. romi. Jeg stóð dálitla. stund á gólf- inu fyrir framan hana, og virti fyrir mjer þessa háöldruðu heið- urskonu. Jeg fyltist lotningu yfir því að standa þarna augliti til auglitis við 10 áratugi. Mikil lífs- reynsla hlýtur að hafa safnast fyrir lijá þessari konu öll þessi ár, hugsaði jeg með sjálfum mjer. En gamla konan rauf þögnina og sagði: — Hver er nú þessi maður? Sagði jeg henni nafn mitt, og hvaðan jeg væri ættaður — úr Borgárfirði. — Ekki þekkí jeg það neitt, sagði hún, sem vonlegt er, því þangað hefi jeg aldrei komið. En jeg hefi oft lieyit talað um Borg- arfjörð. Það kvað vera fallegt þar. —- Annars var nú erindi mitt, sagði jeg, að fá þig til þess að segja mjer eitthvað um þína löngu æfi. Því ritstjóri Morgunblaðsins hringdi til mín í síma og bað mig að ná tali af þjer og spyrja þig hvað á daga þína hefir drifið. Hann vill svo fá að birta það í Mjer blöskrar þessi aldur“. — Hvernig finst þjer það að vera orðin svona gömul? — Blessaður vertu, jeg er hálf hrædd við þennan aldur, mjer blöskrar hann. — Ertu fædd og uppalin hjer í Arnarfirði ? — Já. Jeg er fædd að Gljúfrá, sem er annar bær innan við Rafnseyri. Foreldrar mínir vorú þau Árni Pjetursson, ættaður frá Ketildölum, hjer sunnanvert við fjörðinn. Hann var þjóðhagasmið- ur og vefari ágætur. Móðir mín hjet Sigríður og var Ingimundar- dóttir. Hún var ættuð úr Dýra- firði. Yið vorum 9 systkinin, en 3 dóu í æsku. Við erum tvær systur á lífi, Þóra Jónína og jeg. Hún er rúmlega níræð. Hún á heima hjá dóttur sinni að Kotnúpi í Dýrafirði. — Hver er elsta manneskjan, sem þú manst eftir í æsku? — Það mun hafa verið lang- amma mín Elísabet, sem jeg heiti í höfuðið á. Hún var hjá foreldr- um mínum er jeg man fyrst eftir mjer. Hún var fædd árið 1764. Hún var ættuð úr Steingríms- firði. v — Hve lengi varst þú svo á Gljúfurá? — Jeg var þar til tvítugsald- urs, en fluttist þá með foreldrum mínum að Rauðstöðum. Við höfð- um verið hvött til að fara þangað. Guðmundur Arason ríki, sem kallaður var og bjó að Auðkúlu, átti Rauðstaði og Borg. En hann mun hafa gefið Ólafi tengdasyni sínum Rauðstaði, en Kristjáni syni sínum Borg. Kristján var afi Árnasonar yfirfiskimats- I fyrir, að hægt ev að birta samtal manns og þeirra systkina. Hann var sjómaður góður og oft í vöð- um. Hann reri líka oft á vertíð um úti í Verdölum. Þar var oft erfið sjósókn í þá daga. Þegar þeir komu úr verinu á vorin var oftast lagt af stað á föstudaginn fyrir hvítasunnu og barið inn á Bíldudal. Þangað komu þeir á laugardagskvöld og um hádegi á hvítasunnu heim. Það þætti erfitt nú á dögum, þegar þetta er far- ið á 4—5 tímum á trillubát. Álöffin á Kópavík. — Var þá aðalútræði frá Ver- dölum ? — Já, og í Kópavík. En jeg held að útræði hafi lagst að mestu leyti niður þaðan, eftir að Bjarni heitinn Símonarson frá Dynjanda druknaði, blessuð mannskepnan. Þaðan áttu allir að vera farnir heim áður en 12 vikur voru af sumri. Ef útaf var brugðið áttu þeir, sem fóru ekki eftir þessu, að verða fyrir einhverjum slys- förum. Eða svo var sagt. Bjarni tafðist eitthvað þar út frá. Jeg held hann hafi verið beðinn að smíða utan um dáinn mann, svo hann gat ekki komist af stað í tíma, enda druknaði hann þá, blessunin. Leifur hepni og Bandaríkin Hill, þingmaður úr flokki Demokrata fyrir Was- hingtonkjördæmi í Bandaríkj- unum, hefir á þingi Bandaríkj- anna borði fram frumvarp, sem heimilar Bandaríkjaforseta að lögskipa 9. október sem minn- ingardag Leifs hepna, þess manns, er fyrstur hafi fundið j blaði sínu. Það kemur ekki oft! Sveins Ameríku. (F.Ú.). Skemtiferð fyrir 80 árum. — Hvert hefir þú komist lengst lijeðan út úr firðinum? — Það var þegar jeg fór til ísafjarðar. Síðan eru nú um 80 ár. Þá var jeg um tvítugt. ViS fórum gangandi. Þetta var eins- konar skemtiferð. Jeg gisti á Þingeyri hjá Thornsen kaupmanni yngra, Edvard Thomsen. Síra SigurÖur á Rafnseyri. — Manstu nokkuð eftir Jóni Sigurðssyni forseta? — Nei. Ekki man jeg það. ITann hefir víst verið farinn að heiman þegar jeg fór að stálpast. Jeg man vel eftir föður hans, sr. Sig- urði á Rafnseyri, þegar hann kom að húsvitja að Gljúfrá. Eitt sinn FRAMH Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.