Morgunblaðið - 10.02.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1939, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. febr. 1939. 4 Unclanfarna daga hefir veður- fræðingurinu í útvarpinu •daglega endurtekið þessa sömu vreðurlýsingu: „Snjókoma um alt Yestur- og Norðurland, suður á $næfellsnes“. Mörgum skíðamann- inum hjer syðra, sem var farinn að hlakka til er sól hækkaði á lofti, hefir orðið hverft við þessa veðurlýsingu, enda er nú svo kom- ið, að margir eru farnir að ör- vænta að það komi snjór framar. En lir því enginn snjór er, hvernig stendur þá á því, að nokkuð stór hópur karla og kvenna hefir farið á skíði á hverj- um einasta sunnudegi síðan fyrir jól og að sumum hefir ekki nægt þetta, heldur stofnað „Miðviku- dagsklúbb“, sem fer á skíði á hverju miðvikudagskvöldi, og það síðast í fvrrakvöld ? — Það er vegna þess að snjór «r til í nærliggjandi fjöllum — -nægur snjór til þess að allir Reyk víkingar gætu verið á skíðum í «inu. En þessu vill fólk ekki trúa, vegna þess að rigning hefir verið hjer niður við sjó. Þó skal það viðurkent, að allra síðustu daga hefir snjó tekið allverulega upp á Hellisheiði, en á sama tíma jsnjóað í Bláfjöll og Esju. ★ Skíðafjelögin eru farin að hugsa fyrir kappmótum og munu nú öll rnót, sem haldin verða í vetur, vera ákveðin. Mót- ín eru þessi: Fyrsta mótið er Reykjavíkur- mótið, sem haldið verður hjá Kol- viðarhóli dagana 4. og 5. mars. Þar verður kept í skíðagöngu, stökki og svigi. Kept verður í mismunandi flokkum. Skíðafjelög bæjarins standa að þessu móti. Thule-mótið verður haldið við Skíðaskálann í Hveradölum 24. og 26. mars n.k. Verður mótinu hagað líkt og undanfarin ár, nema hvað búast má við meiri við búnaði vegna þess að Skíðafje- lag Reykjavíkur minnist þar 25 ára afmælis síus og býður hing- að gestum frá Norðurlöndum. Landsmótið verður haldið á ísafirði um páskana og verður þar kept í göngu, stökki og svigi. Þar verður í fyrsta skifti kept um Skíðabikar íslands, sem Skíðafjelag Siglufjarðar gaf í. S. I. til að láta keppa um. Þá er og í ráði að halda skóla- mót, en hvenær það verður hald- áð eða með hverjum hætti, er enn ekki fullákveðið. Fyrir utan þessi opinberu mót munu fara fram innanfjelags- kepni í ýmsum fjelögum og á Siglufirði er nú að hefjast skíða- mót. Það væri vitanlega of snemt að fara að koma fram með getgát- ur um, hverjir bera muni sigur íif hólmi á skíðamótum í vetur, áður en menn eru farnir að til- kynna þátttöku sína, en varla getum við Reykvíkingar búist við uð verða framarlega, til þess hafa æfingarskilyrði verið of ójöfn móts við Siglfirðinga og ísfirð- inga. ★ Oarðar S. Gíslason íþrótta- kennari hefir sett á stofn íþróttaskóla á Laugaveg 1, sem bann nefnir „íþróttaskóli Garð- ars“. Allir, sem þekkja Garðar, munu fagna þessu, því eins og Þunnugt er, er Garðar einn af ÍÞRÚTTIR eftir Vivax áhugasömustu íþróttamönnum vor um og fáir hafa verið jafn lengi virkir íþróttamenn sem hann. Garðar er til þess að gera ný- kominn heim eftir dvöl erlend- is, þar sem hann kynti sjer íþróttakenslu og þjálfun. Síðan hann kom heim hefir hann starf- að hjá mörgum fjelögum, með ágætum árangri. Hann hefir t. d. kenslu á hencli hjá K. R., Ar- manni, Víking og Fram, og hefir kensla hans líkað vel. Er óþarfi að fjölyrða um íþróttamannshæfi leika Garðars, því þeir eru al- þjóð kunnir. íþróttaskóli Garðars er í hent- ugu húsnæði á Laugaveg 1, sem búið er að breyta og lagfæra. Er þar stór salur, 12x6 metrar að stærð og svo góðir búningsklefar og böð. Er húsnæði þetta bjart og vistlegt. í skólanum ætlar Garðar að kenna almenna leikfimi, en hann mun leggja sjerstaka ástundun á kenslu ,,motion“-leikfimi, eða ljett leikfimi fyrir kyrsetufólk. Þá mun Garðar eínnig kenna róð- ur og lyftingar og hefir hann fullkomin tæki til þess. ★ Kvenleikfimi. Frú María Jónsdóttir kennir kvenleikfimi, plastik og barna leikfimi. Hún mun kenna eftir nýjustu þýskum leikfimiaðferð- um, en eins og kunnugt er standa Þjóðverjar mjög framarlega í allri líkamsrækt. Frú María hefir stundað leikfiminám í U/2 ár hjá Káthe Kúhl Lorenzen, Schule fúr ryhtmische Körpererziehung und bewegungskunst, sem er þektur leikfimisskóli í Þýska- landi. Frúin ætlar að kenna í litl- um hópum. Hún er þegar byrjuð kenslu, en mun fyrir alvöru taka á, móti nemendum eftir 15. þ. m. Tíma hefir hún á morgnaua, á kvöldin kl. 6—7 og jafnvel oftar eftir samkomulagi. ★ Hnefaleikar. Porsteinn Gíslason hnefa- leikakennari kennir hnefa- leika í íþróttaskólanum. Þorsteinn er meðal okkar albestu hnefa- leikakennara og hefir haft hnefaleikaskóla hjer í bænum býst hann við að nú muni enn fjölga í skólanum. Hnefaleikum hefir varla verið gefinn eins mikill gaumur hjer á landi eins og íþrótt sú á skilið. Sannleikurinn er sá, að hnefa- leikar veita mjög alhliða þjálfun og að erlendis iðka margir hnefa- leika eingöngu til þess að halda líkama sínum við. ★ Aðalsteinn Hallsson hefir á hendi smábarnaleikfimi í íþrótta- skóla Garðars og hefir hún verið mjög vel sótt. Þá hefir Ármann leigt húsnæði fyrir æfingar í glímu fyrir unglinga. um, að gera glímuna að skyldu- námsgrein í barnaskólunum. Drengjaflokkur Yignis And- rjessonar vakti á sjer athygli fyr- ir leikni og fallegar tvímennings- æfingar. Einnig var ánægjulegt að horfa á telpuflokkinn undir stjórn ungfrú Fríðu Srefánsdótt- Ur. Eru i þessum flokki margar efnilegar telpur. Áhorfendur höfðu gaman af hnefaleikasýningunni. Er sjald- gæft að fá tækifæri til að sjá þá íþrótt hjer í bæ og má undarlegt teljast að ekki skuli vera meiri áhugi fyrir þeirri „karlmannlegu“ íþrótt. María Jóusdóttir, leikfimikennari, fremst á my'ndinni. Hinar ýmsu íþróttasýningar, sem Glímufjelagið Ármann gekst fyrir í tilefni af 50 ára af- mæli fjelagsins, voru merlcilegar í marga staði og sýndu fyrst og fremst það, sem mestu máli skift- ir, að leikfimisiðkun er lijer í stöðugri framför. LTrvals kven- flokkur Jóns Þorsteinssonar — 28 stúlkur — vakti einstalca at- hygli með samtökum og mýkt í staðæfingum og með hinum mörgu nýju og erfiðu jafnvægisæfingum á hárri slá, sem hjer sást nú í fyrsta skifti. ★ Sýningarglíman fór vel fram sem vænta mátti, þar sem svo ágætir glímumenn sem Ágúst Kristjánsson, Skúli Þorleifsson og Salurinn í íþróttaskóla Garðars. síðan 1935. Hann hefir og síaðie skjaldarhafi Ingimundur Guð- fyrir hnefaleikasýningum og mundsson voru meðal þátttak- hnefaleikakepni. enda. Þarf að gera öflugar ráð- Telur Þorsteinn, að hann hafi | stafanir til að vekja áhuga ungra nú fengið hentugra húsnæði en manna fyrir þjóðaríþrótt vorri og hann áðUr hafði, og þó aðsókn að j helst, eins og svo oft hefir verið slcóla hans hafi jafnan verið góð, I minst á áður af ýmsum mönn- Kappglíman um Stefnuhornið gekk vel og hressilega. Sigurveg- ari varð Sigurður Hallbjörnsson, áður glímusnillingur Islands. íþj.'óttasýningum Ármanns lauk með því að úrvalsflokkur karla sýndi fimleika undir stjórn kenn- ara síns, Jóns Þorsteinssonar. Flolckurinn sýndi nýjar tvímenn- ingsæfingar, sem mjög gaman var að horfa á. Stökkin vöktu einnig |mikla hrifningu og leikni eins og fór fram á kistunni geta ekki aðrir sýnt en afburða leikfimis- menn. Þá sýndi floklcurinn afl- raunir og jafnvægisæfingar á hárri slá og er það í fyrsta sinni, sem íslenskur fimleikaflokkur sýn- ir slíkar æfingar. Reykvíkingar mega vera þess fullvissir að báðir úrvalsflokkarnir, kvenna og karla, munu verða landinu og bæ sínum til sóma á Lingiaden í Stokkhólmi í sumar. Benedikt Waage, forseti f.S.Í. benti á það í ræðu, sem hann helt á 50 ára afmæli Ármanns á dögunum, að það væri vel við eigandi að senda flokk íslenskra glímumanna á heims- sýninguna í New York og nota um leið tækifæri til þess að heimsækja íslend- ingabygðir í Vesturheimi, því eflaust rnyndi löndum vorum vestan hafs vera þökk í því að fá að kynnast íslenskri glímu. Sá er þetta ritar, hefir ekki kynt sjer til hlýtar hvort hægt væri að lcoma því við að sýna íslenska glímu í sambandi við þátttöku okkar í heims- svningunni, en sjeu nokkur tök á því, er tillaga Ben. Waage stórmerkileg og þess verð að henni sje gaumur gefinn og athugaðir sjeu möguleikar á að fTo„-’ æma hana. Skíðafjelag Reykjavíkur hefir hætt við að fá hingað norsku list- skautamærina Anne Marie Sæther, sem ráðgert var að kæmi í þessum mánuði. Fjekk stjóm fjelagsins skeyti núna f vikunni, þar sem Anne Marie Sæther scgist vera upptekin í Englandi og Þýskalandi allan febrúarmánuð, og að hingað geti hún ekki komið fyr en í miðjum inarsmánuði. Skíðafjelagið vill ekki, sem von er, hætta á að fá skautamærina hingað í marsmánuði þegar brugðist getur til beggja vona hvort nokkur . skautaís verður eða ekki. Ráðgert var að Anne Marie Sæther kæmi hingað með Lyra síðastl. mánu- dag og dveldi hjer í þriggja vikna tíma. ★ | þróttaráðin eru nú orðin alls 15 á öllu landinu, þar af era 5 í Rvík. Síðasta íþróttaráðið, sem stofnað var er íþróttaráð Siglufjarðar. Formaður þess er Steindór Hjaltalín,, útgerðar- maður. Stjóm Í.S.Í. hefir nýlega skipað nokkra formenn íþróttaráða fyrir yf- irstandandi ár. Era það þessir: Vestmannaeyjar: Þorsteinn Einars- son, kennari. Akranes:/ Hallgrímur Bjömsson, læknir. Suðumes: Sverrir Júlíusson, símstjóri í Keflavík. Austur- land: Þórarinn Sveinsson, kennari að Eiðaskóla. ★ Evrópumeistarakepnina í listhlaupi á skautum vann enska skauta- mærin Cecila Colledge. Skæðasti keppi- nautur hennar var Megan Taylor, sem nú er heimsmeistari í listhlaupi á skaut um. Þær voru báðar í ágætri æfingu. svo að talið er að þeim hafi aldrei fyr tekist betur upp. Úrslit urðu þessi: 1) Cecila Colledge, Engl. 1848,5. 2) Megan Taylor, Engl. 1837,4. 3) Daphne Walker, Engl. 1757,6. 4) Hanna Niem- berger, Þýskal. 1717,2. 5) Emmi Put- zinger, Þýskal. 1701,6 og 6) Angela Anderes, Sviss 1701,9. Eva Nyklova frá Tjekkóslóvakíu fjell tvisvar og meiddi sig svo að flytja varð hana á sjúkrahús. ★ Frjettir hafa nú borist um það, að austurríski knattspymumaðurinn heims frægi, Sindelar, sem fanst örendur í herbergi vinkonu sinnar hafi verið myrtur. Yar sagt frá því hjer í síðustu íþróttasíðu, að fundist hefði brenni- vínflaska í herberginu og tvö glös. Brennivínið v.ar eitrað og var það vin- kona Sindelars, sem setti eitur í brenni vinið. Bill 4 manna, sem nýr, er til sölu. Að- eins staðgreiðsla kemur til greina. Tilboð, merkt „Bíll“, sendist af- greiðslu blaðsins. Uppboð. Opinbert uppboð verður haldið við Arnarhvol laugar- daginn 18. b. ni. kl. 2 e. hád. og verða bar seldar bifreið- arnar: R 11, 21, 210, 264, 328, 411, 542, 545, 611, 770, 782, 811 og 1000. Greiðsla fari fram við hamarshögg:. Lögmaðurinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.