Morgunblaðið - 10.02.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.1939, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. febr. 1930. Samtal við Kristínu Jacobson FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. réyna að verða þeim að liði, sem við veikimjii eiga að stríða og fá- tœkt í ofanálag. Jeg var Vel stæð, en fanst veikindm æði þungbær fyrir það, og myndu hafa orðið óbærileg, ef jeg hefði haft fjár- hagsáhyggjur í ofanálag. Maðurinn minn, Jón Jacobson, og jeg settumst að í Rvík. Hann fekk tvær stöður, en mjög lítil laun. Hann var forstöðumaður Forngripasafnsins og aðstoðar- bókavörður við Landsbókasafnið. Hann varð landsbókavörður nokkru síðar, er Iiallgrímur Mel- steð dó. — Lögðuð þjer málverkið al- veg á hilluna, er hingað kom? — Já. Jeg fjekk annað um að hugsa. Við eignuðumst fjögur börn, en þrjú þeirra eru dáin. Við mistum einn son kornungan, annan tvítugan úr berklum og dóttur, sem legið liafði lieilt ár í liðagigt. Sjálf fekk jeg hverja stórleguna á fætur annari. Samt kom að því, að jeg lagði út í það að reyna að efna það löforð, sem jeg hafði gefið sjálfri mjer er jeg var sem veik- ust á „Kommunehospitalet" í Höfn, að hjálpa fátækum, sem ættu við veikindi að stríða. Jeg ráðfærði mig mikið um þetta við Her-mann Jónasson á þingeyruip. Hann var mikill vínur okkar hjónanna og koni oft til okkar. Hann örfaði mig mikið til þess að gangast fyrir fjelagsstofnun til að hjálpa berklasjúklingum. Og í janúar 190G stofnuðum við nokkrar konur hjer í Reykjavík kvenfjelagið Hringinn. .Teg var heppin með það, hve jeg fjekk duglegar og ábugasamar konur með mjer í þenna fjelagsskap, sem nú hefir starfað í 32 ár, og bæjarbúum er því kunnur. Ætla jeg ekki að rekja hjer starfsemi þessa, aðeins segja þetta. Mjer hefir altaf fundist, að jeg hefði meiri skyldur en aðr- ir til þess að leggja fram krafta mína í fjelagsskap þessum, þareð jeg var fyrsti hvatamaður hans og hann er, ef svo má segja, á- vöxtur af heitstrenging minni. Fjelagið hefir komist blessun- arlega vel af. Eji það er mörgum að þakka. Nú höfum við í mörg ár rekið Iiressingarhælið í Kópa- vogi, og búið rekum við þar líka. Hælinu hefir vegnað vel. En þar hefir líka lánið elt okkur. Mesta lán okkar hefir verið að fá Helga Ingvarsson sem lækni hælisins. Auk þess sem hann er afbragðs læknir, þá er hann sá elskuleg- asti og óeigingjarnasti maður, sem jeg get hugsað mjer. Merkir |orngripír. — Hva8a mýTíu "r þetta á veggnum við hliðina á altaristöflu hjónamyndinni frá Ögri ? — Hún er eftir Bache prófess or og er af Bolla óg Ouðrúnu Ósvífursdóttur í selinu. — En þetta er mynd eftir Guð- mund Thorsteinsson —1 — Já. Það er ekki annað en afmælisósk til mín, tvö trölla- börn, sem rogast með fult ker- ald af heillaóskum. En máske hafið þjer gaman af að skoða eitthvað af mínum gömlu mun um, sagði frúin. Þessi gylta kommóða, í roeoceo- stíl, er úr búi Böga Benedikts- sonar að Staðarfelli. Einkennilegt að hugsa sjer að slíkur skartgripur skuli hafa verið í torfbæ. — Og hjer eru nokkrir silfur- bikarar gamlir. Brennivínsstaup Páls lögmanns Vídalín, þrífætt. Stendur á því fangamark hans P. J. S. W. og ártalið 1697. Stór bikar, er átti Lárus Hannesson Scheving sýslumaður, með ártal- inu 1688, og púnskolla sr. Egg- erts Jónssonar, föður Friðriks Eggerz í Akureyjum. Á henni stendur letruð með skrautlegu letri þessi vísa: Meðan nockuð er í mier andann kiætast láttu. Eckkert tel jeg eptir þier, óhætt sotra máttu. Meðal silfurborðbúnaðarins er silfurskeið með fangamarki Bjarna Halldórssonar á Þingeyr- um, og þarna er á stól söðul- umbúnaður frá 1779, en Ijósa- krónan, sem í stofunni er og nú ber rafmagnsljós frá Soginu, var eitt sinn Ijósakróna í Leirár- kirkju. Jeg átti aðra, Ijósakrónu, sem tengdafaðir minn gaf mjer, segir frúin. Hún er úr Víðimýrar- kirkju. En jeg hefi gefið dóttur minni hana. ★ 1 einu horninu á dagstofu frú Krsitínar er lítið borð með hillu yfir: Á hillunni eru tveir Ijósa- stjakar fornir, með örmum, sem ekki eru upprjettir, en með sveigju, eins og vel hefir farið á litlu altari lágreistrar kirkju. Á veggnum vfir borðinu eru myndir látinna ástvina hinnar 75 ára gömlu konu, safn endurminn- inga um gleði og sorgir í henn- ar langa, tilbreytingamikla lífi. ’* V. St. MatreiQsla. Tek að mjer matreiðslú og bakst- ur, jafnframt allan veisluútbúnað í heimahúsum. (Sími 4274). Ragna Gísladóttir. Franco tekur Minorca Kort af Spáni. Minorca sjest á kortinu. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. í yfirlýsingu, sem gefin var út í I.ondon í dag, segir (skv, F.Ú.), að breska stjómin eigi engan þátt í því að Minorca Sje fallin í hendur Fran- cos. Hún hafí lánað San Luis hers- höfðingja farkost einungis í á- framhaldi af þeirri stefnu sinni, að gera alt sem auðið er til þess að koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Orðrómur hafði gengið um það und- anfarið, að Franeo vseri að undirbúa árás á Minorca, og hafði flugblöðum verið kastað niður og íbúamir varaðir við árás. STOFNUN FAR- FUGLAFJELAGS „ÍHALDSSAMASTA KLÍKA LANDSINS“ FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. inn á prestana, vegna kröfu fólksins út á landi. Útvarpið hefir einnig reynt messur úr útvarpssal, en orðið að leggja þær niður, einnig vegna kröfu fólksins úti á landi. Það hefir krafist að fá útvarpað mess- unum frá kirkjunum í Reykjavík. Það þótti rjett að birta hjer orðrjett ummæli Jóns á Ystafelli um prestana og kirkjugestina í Reykjavík. Þau sýna e. t. v. bet- ur en nokkuð annað hvaðá meðdl Tímamenn geta gripið til, þegar þeir eru að rægja Reykjavík og íbúa höfuðstaðarins. FRAMH AF ÞRIÐJU SÍÐU. sem ekki hefir úr miklu fje að spila til að ferðast og kynna,st landinu. Og landinu kynnast þeir betur á göngu- og reið- hjólaferðum heldur en t. d. í bílum. Yfirleitt er gert ráð fyrir að farfuglarnir ferðist í smáhóp- um, með söng og hljóðfæra slætti ef svo ber undir. Það efl- ir fjelagsþroska þeirra og eyk- ur ferðagleðina. Á veturna er gert ráð fyrir að fjelagið starfi með skemti- fundum, þar sem skýrt verður frá ferðalögum um landið á svipaðan hátt og á skemtifund- um Ferðafjelags Islands. Farfuglafjelög starfa um all-j an heim. Síðar er gert ráð fyr- ir að leitað Verði samvinnu við erlendu fjelögin til þess að greiða fyrir ferðalögum ís- lenskra farfuglí/ erlendis. RJETTUR GIFTRA KVENNA TIL EM- BÆTTA I NOREGI Khöfn í gær F.Ú. Hæstirjettur Noregs hefir kveðið upp þann dóm, að óheimilt sje að segja kopus upp starfi, hvers kyns sem err fyrir það, að hún giftist. Dómurinn vekur athygli fyrir þá sölc, að sá siður hefir allmjög viðgengist f Noregi, að fyrirtæki hafa ekki viljað hafa giftar konur í þjónustu sinni. Slökkviliðsæfing í Hafnarfirði. Kl. 2 e. h. í dag ætlar slökkvilið Hafnarfjarðar að hafa sýningu fyrir almenning á torginu fyrir framan slökkvistöðina. Verður þar sýnd björgun úr bruna og slökkv- un elds með handslökkvitækjum og- úðadreifara. Á morgun mun svo fara fram æfing í skólum Hafn- arfjarðar til að æfa nemendúr í því að ganga skjótt og skipulega iit úr skólahúsunum undir stjórn kennara, ef eldsvoða ber að hönd- um. Uppskipun á Best Noutli Yorkshire Assodation Hard Staem* kolum stendur yfir þessa daga hjá Kolaverslun Guðna Elnarssonar og Einars Símð 1595 (2 linur). IHappdrælti Háskéla íslands. Viðskiftamenn eru beðnir að athuga: Til 15. febrúar hafa n&enn for- rfeltlndi að númernm þeim9 sem þeir áttu i fyrra. Eftir þann tima eiga menn á hættia, stM þau verði sefid öðrum. - HOO| eíppskipun nlcnclnr yfir. Kolasalan s.í. Símar 4514 ©g 1845. Mjög' nxikill hörgnli er á fieil- miðum og hálfmtðum, og er þvi alveg nauð§yn!egt ail tryggja sjer þá aftur fyrir þaun tima. vlð umboðsmann vðar tm fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.