Morgunblaðið - 10.02.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.1939, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. febr. 1939. júní næstkomandi byrjar * risaskipið nýja „Queen filisabeth“ fastar ferðir milli Liverpool og New York. Eins og kunnugt er, er þetta stærsta skip, sem nokkru sinni hefir verið bygt í heiminum, og það er ekkert smávegis, sem nota þarf af alls- konar vörutegundum þar um borð. Allar klæðaverksmiðjur í Englandi og Skotlandi hafa feng- ið mikið að starfa vegna skips- ins. Til skipsins þarf að nota 650.000 mismunandi ljereftsvör- ur og nægði ekki snúra, sem væri 50 km. á Iengd, ef hengja ætti allan þann þvott til þerris í einu. T„ d. þarf skipið 38.000 lök, 33.500 borðdúka, 125.000 þurkur, 253 þús. handklæði, 10.500 ullarteppi og annað eftir þessu. ★ Söfnun eiginhandarundirskrifta merkra manna er afar útbreidd „dægradvöl“ í Englandi og í Ameríku. Talið er, að ein miljón manns skemti sjer við þetta í Bandaríkjunum, en þó tiltölulega fleiri í Englandi, eða 500.000 manns. ★ Hanaat þykir góð skemtun í Frakklandi, en dýravinir hafa gert alt, sem í þeirra valdi hefir staðið, til að fá það bannað með lögum. Yirðist sem dýravinum hafi orðið nokkuð ágengt í bar- áttu sinni og að hanaöt verði með öllu bönnuð í Frakklandi. ★ í franska smábænum Fletre eru borgarstjórinn og barnaskóla stjórinn ekki góðir vinir. Nýlega gaf borgarstjórinti skipun um það að loka fyrir rafmagn skólans, vegna þess hve skólastjórinn væri eyðslusamur með rafmagnið. Bann þetta átti að standa í 14 daga. Af þessu hefir svo leitt, að engin kensla hefir farið fram í skólan- um um nokkurn tíma, til mikillar óánægju fyrir foreldra barnanna. ★ Efnafræðingur einn í New York hefir fundið upp ráð til að skilja ricinusolíu í þræði, sem hægt er að spinna. Þetta efni er talið sjer- staklega hentugt til kvensokka- gerðar. ■— Þess er vert að geta, til þess að fyrirbyggja misskiln- ing, að ricinusolía er sama og laxerolía. ★ Franska lögreglan hefir nýlega tekið fastan mann, sem bjó til falska peninga. Maður þessi hefir ekki starfað nema í fáa mánuði, en samt hefir honum tekist að setja í umferð falska peninga, sem nema um 20 miljónum franka. 3^orgttttMaí>ið Gagnið að auglýsingum fer auðvitað eftir því hvað marg- ir lesa þær. Munið að Morg- unblaðið er langsamlega út- breiddasta blaðið. Tugir þús- unda lesa það daglega. Það ber boð yðar til allra. Það selur fyrir yður. Það tryggir gamla viðskiftavini og útveg- ar nýa. Það er boðberi við- skiftalífsins. J€e*rs£ci, MAÐUR, sem ætlar að taka próf upp í Verslunarskólann, III. bekk, í vor, óskar eftir að fá mann í tíma með sjer í Dönsku. Upp- lýsingar í síma 2993. JCcuyis/íajiuc íZfflbunnbncjfw ÍSLENSKT BÖGLASMJÖR, glænýtt og gott, nýkomið. Þor- steinsbúð, Hringbraut 61. Sími 2803. Grundarstíg 12. Sími 3247. KARTÖFLUR, VENUS-GÓLFGLJÁI afburðagóður og fljótvirkur. — Ávalt í næstu búð. VENUS SKÓGLJÁI mýkir leðrið og gljáir skóna af burða vel. danskar og íslenskar. Valdar .gulrófur, ódýrar. Þorsteinsbúð, Hringbraut 61. Sími 2803. — Grundarstíg 12. Sími 3247. SALTKJÖT Á 60 AURA t/2 kg. Hangikjöt á 80 aura kg. Hveiti, besta tegund á 35 aura kg., einnig svið. Verslunin Vesturgötu 35 A, sími 1913. ÞIÐ, FRIGGBÓNIÐ FlNA, er bæjarins besta bón. VJELRITUN OG FJÖLRITUN Fjölritunarstofa Friede Páls- dóttur Briem, Tjarnargötu 24, sími 2250. STOLKA óskast í vist. Ægisgötu 10, miðhæð- SOKKAVIÐGERÐIN, Hafnarstræti 19, gerir við kven- sokka. Fljót afgreiðsla. — Sími: £799. Sækjum, sendum. dCCi&nœ&L VANTAR IBÚÐ í vor, tveggja til þriggja her- bergja, með nýjustu þægindum„ Tilboð merkt: „Föst staða",,. leggist á afgr. Morgunblaðsins. HERBERGI til leigu Eiríksgötu 27 I. sem búið í Þingholtunum, mun- ið ódýrustu brauðin í bænum á Laufásveg 41. Sveinabakaríið. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. Björn Jónsson, Vesturg. 28. Sími 3594. GULRÓFUR eru seldar daglega í heilum pokum. Sendar heim. Sími 1619. KAUPUM FLÖSKUR, flestar teg. Soyuglös, whisky- pela, meðalaglös og bóndósir. Versl. Grettisgötu 45. Sækjum heim. Sími 3562. KAUPUM FLÖSKUR, soyuglös, whiskypela, bóndósir. Sækjum heim. ---- Sími 5333. Flöskuversl. Hafnarstrœti 21. KAUPUM FLÖSKUR, stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum heim. Opið 1—6. DRENGJAFÖT (matrosaföt) fallegt úrval. — Einnig fataviðgerðir (kunst- i stopning). Sparta, Laugaveg 10 i Sími 3094. OTTO B. ARNAR, löggiltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum. RAFSUÐUPLATA. tvíhólfa, óskast leigð um tveggja mánaða tíma. Uppl. £ síma 4954. ! E. PHILLIPS OPPENHEIM: MILJÓNAMÆRINGUR í AT\ INNULEIT. sem við förum út saman. í kvöld verðum við að kveðjast“. „Við sjáum nú til. Fyrst borðum við“, sagði Bliss. Þau fóru inn í veitingahúsið og hún leit yfir mat- arlistann með honum eins og hún var vön, og strikaði út dýrustu rjet.tina. Bliss virti hana fyrir sjer. Hvern- ig sem á því stóð, hafði honum aldrei fundist hún jafn aðdáunarverð og þessa stund. Hún var orðin full grönn, en hreyfingar hennar voru jafn fallegar og fullar yndisþokka og áður. Framkoma hennar öll og látæði var líka þannig, að hún hefði skorið sig úr og vakið hrifningu hvar sem hún sýndi sig, þó að hún væri fátækleg til fara. Hún var föl í kinnum, en aug- un voru djúp og dökk, næstum fjóluhlá, og hárið fjell mjúklega niður með vöngunum. Að eðlisfari var hún alvörugefin og hafði oft haldið honum í fjarlægð með virðuleik sínum. En þetta kvöld var hún frjálslegri. en nokkru sinni fyr. Hún hallaði sjer aftur í stólnum og naut líðandi stundar. Hönd sína ljet hún hvíla í hönd hans og hlustaði á með hálflokuðum augum, er fiðlu- leikari hyrjaði að leika á fiðlu. Aldrei hafði Bliss fund- ist jafn yndislegt að vera í návist hennar. Þau sátu þarna í næstum tvo klukkutíma. Þá leit Bliss alt í einu á klukkuna. „Viltu ekki koma með mjer niður á bílastæðið?" sagði hann í bænarróm. „Jeg þarf að taka út bílinn minn eftir stundarfjórðung". Hún sagði ekkert fyrst, en fór síðan að skellihlæja. „Taka út bílinn þinn!“ endurtók hún. „Þú ert skrít- inn drengur. Jú, víst skal jeg koma með þjer“. Bliss borgaði reikninginn, og þau gengu út. Hann tók undir handlegg hennar, og hún gerði enga til- raun til þess að aftra honum frá því. Þvert á móti hallaði hún sjer blíðlega upp að honum. „Heyrðu, Frances“, sagði hann. „Það er nokkuð, sem jeg veit um, en get ekki skýrt fyrir þjer. Þú heldur, að jeg sje flón, alt of bjartsýnn, þegar jeg segi, að jeg sjái bjartari daga framundan, frelsi og hamingju! En jeg bið þig að treysta mjer, Frances“. Hún andvarpaði. „Þú hefir fyr talað svona, vinur minn. Ef þú hefir einhverja ákveðna von, ættir þú að lofa mjer að heyra og vera ekki svona dularfullur. Nú er endirinn kom- inn, Bliss. Jeg elska þig, en jeg þoli þetta ekki leng- ur. Jeg var með gleraugu og greiddi mjer hræðilega afkáralega á síðasta staðnum, sem jeg vann á. Vinnu- veitandi minn spurði mig blátt áfram, hvort það væri nauðsynlegt að jeg notaði gleraugu og bað mig að taka þau af mjer. Þann dag bauð hann mjer út að borða með sjer í þriðja sinn“. „Reyndu einu sinni enn“, sagði Bliss í bænarróm. „Þú getur áreiðanlega fundið stað, þar sem slíkar kröfur verða ekki gerðar til þín“. „Findu hann fyrir mig“, sagði hún. „Jeg hefi reynt eins og jeg get. Stúlka, sem vinnur fyrir sjer, verður að niðurlægja sjálfa sig og gleyma stolti sínu. Hún verður að láta sem hún skilji ekki hver meiningin er, þegar karlmennirnir byrja á þessum venjulega leik. Jeg hefi reynt það og jeg þoli það ekki lengur! Það er alt og sumt! Jeg hata það og vil, af tvennu illu, heldur kalla mig konu Masters og geta sjeð fyrir systrum mínum — fá hvíld. Jeg þrái hvíld meira en nokkuð annað í þessu lífi!‘ ‘ „Þú skalt fá tækifæri til þess að hvíla þig“, sagði Bliss í tiltrúnaðarróm. „En ekki hjá Mr. Masters. Hlustaðu á mig, Frances. Jeg er ekki að tala út í hött. Treystu mjer, og jeg sver það, að áður en sex vikur eru liðnar, skal jeg vera kominn í svo góð efni, að við getum gifst og hjálpað systrum þínum“. „Gefðu mjer einhverja sönnun“, sagði hún biðjandi.. „Það get jeg ekki. En treystu mjer“. Hún hristi höfuðið. „Það er altaf sama sagan, Ernest. Ef þú ættir vini, eða hefðir framtíð fyrir þjer, myndir þú ekki hafa nærri svelt allar þessar vikur og síðan fyrir tilviljun orðið strætisvagnabílstjóri“. „Jeg get enga skýringu gefið þjer“, sagði hann þrákelknislega. „Þá get jeg ekki beðið“, svaraði hún. „Og hvers vegna skyldi jeg gera það?“ „Vegna þess, að jeg elska þig“, svaraði hann. „Vegna þess, að þú átt enga aðra framtíð fyrir þjer en þá að verða konan mín. Finnur þú ekki, að við tilheyrum hvort öðru? Þú getur ekki fengið af þjer að gera þetta, sem þú mintist á áðan. Það væri heldur ekki rjett gagnvart Mr. Masters". „Jeg er orðin dauðleið á því að hugsa altaf unn aðra“. Þau gengu hægt áfram og voru nú komin rjett að ' hinu stóra bílastæði, þar sem strætisvagnarnir voru. geymdir. Bliss leit á klukkuna. „Vertu þolinmóð svolítið lengur, vina mín“, sagði hann. „Þú þarft ekki að bíða lengi, áður en alt breyt- ist, til batnaðar. Eyðilegðu ekki lífshamingju okkar- beggja“. Hún ypti öxlum og tárin komu fram í augun á henni. „Jeg vissi reyndar, hvernig myndí fara, ef jeg ás annað borð færi út með þjer“, andvarpaði hún. „Þú lofar þá að bíða?“ „Jeg lofa því. Jeg skal gera eina tilraun enn“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.