Alþýðublaðið - 09.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.06.1920, Blaðsíða 2
2 Afgreidsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða f Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. og Ameríku, til að sækja efnivið í nýja ríkið. En hvar sjást merki þess? Vér ferðumst til Tokio, höf- uðstaðarins, er hefir 3 milj. íbúa. Þar eru nokkrar breiðar götur, járnbrautarstöð, 2 hótel, nokkrar verzlunar- og opinberar bygging- ar, ásamt leikhúsi, í evrópiskum stfl. Alt annað er japanskt. Inni í miðri borginni stendur stór höll, með rambygðum múr- um og hallargröfum í kring. í stóru höllinni býr lítill maður, sem sjaldan sýnir sig fólkinu, og að eins útvaldir menn fá inngöngu í höllina. Það er míkadóinn Yoshi- tito. Við hallarhliðin standa verð- ir, sem menn verða að beygja sig í auðmýkt fyrir, komi maður nálægt. Þeir beygja sig álíka djúpt á móti, en eru jafn miskunnar- lausir fyrir það, ef maður gerist svo djarfur, að vilja tróða inn í hinn heilaga hallargarð. Japönsku hafnarbæirnir hafa að vísu eigi komist hjá því, að verða fyrir áhrifum utan að, en annars gætir erlendu áhrifanna á japanskt þjóðlíf geysilítið. í iðnaðarbæjum, eins og Osaka, eru t. d. verksmiðjurnar reknar eftir evróbiskum fyrirmyndum. En þegar út úr verksmiðjunum kem- ur, er alt japanskt umhverfis. Þótt nú Japan og Japanar virð- ist við fyrstu sýn litlir og eigi mikils megandi, verður maður þess brátt var, að meira liggur á bak við, en mann hafði grunáð. Landabréfið sýnír oss, að land- ið er lagt járnbrautum þvert og endilangt. Og þó járnbrautarvagn- arnir séu litlir og brautirnar mjóar, ganga lestirnar þó með þeim hraða og nákvæmni, að stærri brautir Vesturlanda jafnast eigi á við. Yfir 7000 pósthús eru nú reist víðsvegar um landið, og 1000 þeirra eru um leið ritsímastöðvar. Talsímakerfið er óðum aukið og endurbætt. Japanar eru gömul verzlunar- ALÞYÐUBLAÐIÐ þjóð. Austurlandabúar eru kaup- sýslumenn að eðlisfari, og þá eig- inleika kynflokksins hafa Japanar í ríkum mæli. Samt sem áður leið langur tími, áður en þeir tóku upp viðskifti við erlenda kynflokka, en eftir að landið var opnað fyrir frjálsum viðskiftum, hefir verzlunin blómgast ár frá ári. í fyrstu fluttu Japanar nær eingöngu inn vörur, en svo var komið á stríðstímunum, að þeir fluttu mikið út af vörum. í stærri borgunum eru stór verzlunarfélög. Silkiverzlanir, bóm- ullarverzianir, sem hafa útibú í öllum löndum veraldar, að heita má. Að baki þessum mikiu veizl- unarfyrirtækjum standa stórir bankar. Verzlunin er í samvinnu við iðnaðinn og hin voldugu skipafélög. Þessi samvinna hefir orðið til þess, meðal annars, að gera Japan eitt af stórveldum heimsins á við- skiftasviðinu. Af þessu öllu er sýnilegt, að það eru eigi aillítil áhrif, sem Vesturlandamenningin hefir haft á hina austrænu menningu Japana. En það sést vel, að þeir hafa ekki eftirlíkt (kopierað) vestrænu menn- inguna, heldur notað sér það úr henni, sem hentugt var og við átti. Þeir hafa tekið upp skólafyrir- komulag Vesturlandabúa, en forð- ast að kenna börnum sínum hug- sjónir Vesturlandaþjóðanna, eins og heitan eldinn. Kristna trúin á örðugt upp- dráttar. Trúarskoðanir þeirra eru Buddatrú og svokallaður Shinto- ismi eða forfeðra og hetjudýrkun, sem jafnvel gengur svo langt, að þeir tilbiðja mikadóinn sjálfan f lifanda lífi. Þjóð getur eigi orðið stórveldi af eftirlfkingu menningar annara þjóða einni saman. Það er heldur eigi það, sem mest hefir ýtt Japönum áfram. Það er hinn sterki vilji og hin starka samheldnistilfinning þjóðar- innar; fúsir til að fórna öllu, ganga þeir í blindni í dauðann fyrir föðurland sitt, en áranguripn sá glæsilegi sigur, að þjóðin hefir á undrafáum árum hafið sig upp í tölu stórvelda heimsins. (Berl. Tid.). Knaiispyriian. í gærkvöldi var knattspyrnu- kappleikur milli K. R. og Víkings. Hófst lúðrablástur á Austurvelli ld. 8. Og seiddi »Gígjan“ fólk að með mjúkum tónum lúðra sinna og teymdi það síðan suður á Iþróttavöll. — Félagi því ætti að veita styrk af almannafé, engu síður en öðrum félögum. — Fyrri hálfleikur knattspyrnunnar var fremur daufur. En Víkingar gerðu þó oft skörp áhlaup, þó ekki kæmu þeir knettinum í mark K. R., enda var vindurinn á móti. K. R. gerði tvö mörk, með 5 mín. millibili, í þessum hálfleik, og gerði þýzkur niaður bæði, annað vítisspark. Knötturinn lá meira á Vfkingum þenna háifleik. Einn úr liði K. R. slasaðist svo í fæti, að kann gekk úr leik og kom annar í hans stað, í síðari hálfleik, sem fór svo, að Víkingar skoruðu fjögur mörk. Fyrsta skor- aði Halli eftir 3 mín., annað Óskar eftir 14 mín., þriðja Hallur eftir 24 mín. og fjórða og síðasta Agúst eftir 25 mín. Knötturinn lá mjög á K. R. þenna hálfjeik,. og var hann yfirleitt skemtilegri en sá fyrri, meira kapp. Víkingur vann því þennan leik með 4 : 2. Er nú eftir að vita, hvernig fer milli K. R. og Frams; vinni K. R., er tækifæri fyrir Víking að' halda bikar sínum. Um dagiDn 09 vcgii. H.s. Grótta frá Akureyri er búin að afla 500 tn. af síld. Legg" ur hún upp í Sandgerði og fisk' ar í ís. Suðurland fór í dag kl. 11 til Vestfjarða. 'Margir farþegar. Bifreiðarslys varð hér á gðt- unni síðdegis í gær. Ók bifreið, er kom fyrir götuhorn, á tv*f stúlkur, og meiddi aðra allmikið á fæti og skemdi föt beggja. Þetta mái þarf rannsóknar við, og enga hlffð má hafa í frammi við bif" reiðarstjórann, ef hann er í nokk- uru sekur. Annars gefa þessi bií*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.